Morgunblaðið - 07.11.2001, Síða 1
255. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 7. NÓVEMBER 2001
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti varaði í gær leiðtoga Austur-Evr-
ópuríkja við því að samtök hryðju-
verkaforingjans Osama bin Ladens,
al-Qaeda, væru að reyna að komast
yfir kjarnavopn og líkti hryðjuverka-
ógninni við hættuna sem stafaði af
Sovétríkjunum í kalda stríðinu og
þýskum nasistum.
„Þeir sækjast eftir efna-, sýkla- og
kjarnavopnum. Óvinir okkar geta
þannig ógnað öllum þjóðum heims og
að lokum gervallri siðmenningunni,“
sagði Bush í ávarpi sem var sjónvarp-
að um gervihnött á fundi leiðtoga 17
ríkja Mið- og Austur-Evrópu í Varsjá.
Eftir hrun kommúnismans í Aust-
ur-Evrópu fyrir rúmum áratug hafa
margir látið í ljósi áhyggjur af örygg-
isgæslu á stöðum þar sem efni í kjarn-
orkusprengjur og önnur gereyðingar-
vopn eru geymd.
„Í rúma hálfa öld hafa þjóðirnar í
löndum ykkar mátt þola kúgun kenn-
ingakerfa sem tröðkuðu á mannlegri
reisn,“ sagði Bush. „Frelsi okkar er
nú enn einu sinni í hættu. Eins og fas-
istarnir og alræðissinnarnir á undan
þeim reyna nú hryðjuverkamennirnir
– liðsmenn al-Qaeda, talibanastjórnin
sem styður þá og önnur hryðjuverka-
samtök úti um allan heim – að
þröngva upp á aðra róttækum skoð-
unum með hótunum og ofbeldi.“
Bush bætti við að hópar stuðnings-
manna al-Qaeda störfuðu í meira en
60 löndum, meðal annars nokkrum
ríkjum Mið- og Austur-Evrópu, með
það að markmiði að valda pólitísku
umróti.
Aleksander Kwasniewski, forseti
Póllands, skipulagði fundinn í Varsjá
til að leiðtogar Mið- og Austur-Evr-
ópuríkjanna gætu rætt hvernig þau
ættu að auka samstarf sitt í barátt-
unni við hryðjuverkastarfsemi.
Leiðtogarnir samþykktu áætlun
sem miðar m.a. að því að hindra að
hryðjuverkamenn geti aflað sér fjár
með eiturlyfja- og vopnasölu. Enn-
fremur er stefnt að því að auka sam-
starf leyniþjónusta Austur-Evrópu-
ríkjanna og herða landamæraeftirlit.
Leiðtogar Austur-Evrópuríkjanna
gerðu góðan róm að ávarpi Bush og
margir þeirra hvöttu til þess að
stækkun Atlantshafsbandalagsins og
Evrópusambandsins yrði flýtt til að
tryggja að baráttan gegn hryðju-
verkastarfsemi bæri meiri árangur.
Þjóðverjar leggja til hersveitir
Bush ræddi í gær við Jacques Chir-
ac, forseta Frakklands, í Washington
og hvatti ríki heims til að veita Banda-
ríkjunum meiri stuðning í baráttunni
við hryðjuverkamennina í Afganistan.
„Bandamenn okkar verða að gera
meira en að lýsa yfir stuðningi, þeir
verða að sýna hann í verki,“ sagði
Bush.
Chirac sagði að Frakkar væru til-
búnir að senda sérsveitir til Afganist-
ans ef þeir fengju að taka þátt í skipu-
lagningu aðgerðanna.
Þýska stjórnin skýrði frá því að
hún væri tilbúin að leggja til allt að
3.900 hermenn, meðal annars 100 sér-
sveitarmenn og 800 hermenn sem
hægt verður að senda til Afganistans í
brynvögnum sem voru hannaðir til að
verjast efna-, sýkla- eða kjarnorku-
árás.
Bush segir að allri heimsbyggðinni stafi ógn af hryðjuverkamönnum
Segir al-Qaeda reyna að
komast yfir kjarnavopn
Varsjá. AFP, AP.
AP
Afganar virða fyrir sér brak sem talibanar sýndu í Kabúl í gær og sögðu
vera úr bandarískri þyrlu sem þeir hefðu grandað um helgina. Banda-
ríkjastjórn neitaði því að bandarísk þyrla hefði verið skotin niður.
Talibanar/22
Lífið í Kabúl/30
UM 95 manns særðust, þar af fjórir
alvarlega, þegar öflug sprengja
sprakk í bíl í Madrid í gærmorgun.
Lögreglan sagði að aðskiln-
aðarhreyfing Baska, ETA, hefði
staðið fyrir tilræðinu.
Sprengjan sprakk nálægt banka
við fjölfarin gatnamót í hverfinu
Prosperidad í norðurhluta borg-
arinnar. Talið er að markmiðið með
sprengjutilræðinu hafi verið að
myrða hátt settan embættismann í
vísindaráðuneyti Spánar, Juan Jun-
quera, sem starfaði áður í innan-
ríkis- og varnarmálaráðuneyt-
unum. Hann var í bíl við
gatnamótin og varð fyrir minni-
háttar meiðslum á andliti.
Er þetta í fyrsta sinn sem talið er
að ETA hafi reynt að ráða spænsk-
an embættismann af dögum frá
hryðjuverkunum í Bandaríkjunum
11. september.
Karlmaður og kona, sem eru
grunuð um tilræðið, voru hand-
tekin nokkrum mínútum eftir
sprenginguna. Þau voru með
sprengiefni og skammbyssur og tal-
ið er að þau séu félagar í ETA.
Meðal þeirra sem særðust alvar-
lega var bresk kona, sem missti
auga, og þriggja ára stúlka.
Nær 100
særast í
Madrid
AP
Slökkviliðsmenn að störfum við 20 bíla sem eyðilögðust eða skemmdust
í sprengjutilræðinu í Madrid. Rúður brotnuðu í nálægum byggingum.
SEÐLABANKI Bandaríkj-
anna lækkaði stýrivexti sína í
gær um hálft prósentustig, úr
2,5% í 2%, og hafa þeir ekki
verið jafnlágir frá september
1961. Þetta er í tíunda sinn sem
bankinn lækkar vextina á árinu
og hann gaf til kynna að þeir
yrðu hugsanlega lækkaðir frek-
ar á næstu mánuðum til að
blása lífi í efnahaginn.
Þetta er í þriðja sinn sem
seðlabankinn lækkar vextina
um hálft prósentustig frá
hryðjuverkunum 11. septem-
ber. Búist er við að viðskipta-
bankarnir í Bandaríkjunum
lækki einnig vexti sína um hálft
prósentustig, í 5%, en þeir hafa
ekki verið svo lágir frá því í júní
1972.
Gengi hlutabréfa hækkar
Vaxtalækkunin varð strax til
þess að gengi hlutabréfa í
bandarískum fyrirtækjum
hækkaði. Dow Jones-vísitalan
hækkaði um 150 stig, eða
1,59%, og Nasdaq um 41,43 stig
og 2,31%.
Vaxtalækkunin kom ekki á
óvart en fjárfestar sögðust vera
ánægðir með að seðlabankinn
skyldi halda opnum þeim
möguleika að vextirnir yrðu
lækkaðir frekar.
Seðlabanki
Bandaríkjanna
Lægstu
vextir
frá 1961
Washington, New York. AFP, AP.
SAS-flugfélagið skýrði frá því í gær
að það hygðist segja upp 2.500
starfsmönnum til viðbótar allt að
1.100 sem þegar hafa fengið upp-
sagnarbréf vegna mikillar fækkunar
farþega eftir hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum 11. september. Tap SAS á
þriðja fjórðungi ársins fyrir skatta
nam 213 milljónum sænskra króna
(andvirði 2,1 milljarðs íslenskra), en
hagnaður flugfélagsins á sama tíma í
fyrra nam 343 milljónum sænskra
króna.
Starfsmenn SAS eru nú 27.000 og
rúmlega 10% þeirra verður sagt upp.
Með uppsögnunum og fleiri aðgerð-
um sparar flugfélagið 3,5 milljarða
sænskra króna (35 milljarða ís-
lenskra). Gert er nú ráð fyrir því að
tap fyrirtækisins á árinu verði 1,5–2
milljarðar sænskra króna fyrir
skatta og hagnað af sölu eigna, að
sögn danska dagblaðsins Jyllands-
Posten.
Norska blaðið Aftenposten segir
að farþegar SAS hafi verið 9,3%
færri í október en í sama mánuði í
fyrra. Samdrátturinn hafi verið
mestur í viðskiptaferðum, eða tæp
16%, og farþegunum fækkað mest í
flugi til og frá London, um 40%.
Stjórn flugfélagsins Sabena ósk-
aði eftir því í gær að dómstóll í Belg-
íu lýsti það gjaldþrota í dag. Sabena
er eitt af elstu og þekktustu flug-
félögum Evrópu og fyrsta stóra flug-
félagið sem verður gjaldþrota eftir
hryðjuverkin 11. september.
Hagnaður British Airways
minnkar um 85%
British Airways skýrði frá því í
gær að hreinn hagnaður flugfélags-
ins á þriðja fjórðungi ársins hefði
minnkað um 85%, úr 125 milljónum
punda í 19 milljónir (úr 19 milljörð-
um kr. í 2,9 milljarða). Breska dag-
blaðið The Independent segir að
verðbréfamiðlarar flugfélagsins spái
því að tap þess á árinu verði um 775
milljónir punda (118 milljarðar
króna). British Airways hefur aldrei
verið rekið með tapi frá því flug-
félagið var einkavætt árið 1987.
SAS segir upp
3.600 manns
Flugfélagið Sabena gjaldþrota