Morgunblaðið - 07.11.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.11.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Fjölbrauta- skólann við Ármúla í gær og kynnti sér námið þar en skólinn heldur nú upp á tuttugu ára afmæli sitt. Til- efni heimsóknar forsetans var þó öðrum þræði sú að skoða skóla sem er í fararbroddi í upplýsingatækni og nýjungum í kennsluaðferðum. Ólafur Ragnar segir áhugavert að fá kynnast kennslu í ýmsum greinum, s.s. heilbrigðisfræðum, upplýsingatækni og fjölmiðlun. „Nemendur á heilbrigðissviði sýndu hæfni sína í hagnýtu námi með því að kanna blóðþrýsting og púls hjá mér og reyndist hann vera í allgóðu lagi að mér skildist og ég er ánægður með það að heilbrigt líferni og reglulegar morg- ungöngur virðast skila góðum ár- angri.“ Ólafur Ragnar segir mjög fróð- legt að sjá hvernig hin nýja upplýs- ingatækni sé hagnýtt til þess að auðvelda nemendum að skila verk- efnum utan við eiginlega kennslu og byggja upp sjálfstæðara nám og sjálfstæðari vinnubrögð. Fjöl- brautaskólinn við Ármúla sé mjög framarlega í því að leita nýrra leiða við kennslu og nám sem byggt er að mestu leyti á hinni nýju tækni. „Skólinn hefur lagt mikla áherslu á fjölmiðlafræðslu og upplýsingatækni og þjálfun fólks sem tekur síðan til starfa á fjölmiðlum og fyrirtækjum sem einbeita sér að upplýsingavinnslu og -öflun. Nemendur skólans hafa m.a. hannað heimasíðu þar sem komið er á framfæri margvíslegum upplýsingum varðandi námið og sem einnig er ætluð fyrir gagnvirk samskipti milli kennara og nem- enda.“ Haldið upp á tuttugu ára afmæli Fjölbrautaskólans við Ármúla Morgunblaðið/Golli Nemendur á heilbrigðissviði könnuðu púls og blóðþrýsting forsetans. Hvort tveggja reyndist í góðu lagi. Heilsufar forsetans reyndist gott tilkynningar um nálega 10 börn vegna eftirlitsleysis af þessum toga síðastliðið ár. Að sögn Guðrúnar Frímannsdótt- ur, framkvæmdastjóra barnavernd- arnefndar, er um mjög ung börn að ræða, eða á aldrinum eins til sex ára. „Barnaverndarnefnd lítur það mjög alvarlegum augum þegar ung börn eru á ferli án eftirlits um hánótt og það er augljóst að það þarf að bregð- ast skjótt við,“ segir Guðrún. Hún segir að þótt tilkynnt hafi verið um tug ungra barna síðastliðið ár, sem hafa fundist ein á ferli, gæti fjöldi þeirra verið meiri, þar sem ekki sé víst að barnaverndarnefnd sé til- kynnt um öll slík tilvik. Ákveðin hræðsla við barnaverndarnefnd „Það geta verið fleiri tilvik þar sem nágrannar eða ættingjar að- stoða á einhvern hátt og bjarga mál- unum fyrir horn án þess að þau séu TVEIMUR börnum, eins og fjög- urra ára, var um síðastliðna helgi komið fyrir á öruggum stað, eftir að lögreglu var tilkynnt um að annað þeirra, hið eldra, hefði verið eftirlits- laust á ferli í vesturbæ Reykjavíkur kl. 3 að nóttu aðfaranótt sunnudags. Maðurinn, sem tilkynnti um barnið, fylgdi því heim til þess en þar var fyrir ársgamalt barn án eftirilits fullorðins. Lögreglan kom á vett- vang og kallaði til fulltrúa barna- verndaryfirvalda en skömmu síðar kom heimilisfaðirinn heim. Málavextir voru þeir að móðir barnanna fór út að skemmta sér en faðirinn átti að gæta barnanna. Hann fór hins vegar líka út að skemmta sér eftir að börnin voru sofnuð, og skildi þau eftir án eft- irlits. Lögreglan segir atburð af þessu tagi mjög sjaldgæfan og samkvæmt upplýsingum barnaverndarnefndar Reykjavíkur hefur nefndin fengið tilkynnt til okkar. Ein skýringin á því gæti verið sú að það er ákveðin hræðsla og vanþekking meðal al- mennings á hlutverki barnaverndar- yfirvalda. Ég held að margir telji að barnaverndarnefnd aðhafist fátt annað en að taka börn frá fólki, sem er misskilningur. Við vinnum fyrst og fremst að því að aðstoða foreldra í uppeldishlutverki sínu. Þá hikar fólk gjarnan við að blanda sér í ann- arra manna mál með því að tilkynna barnaverndaryfirvöldum um vafa- saman aðbúnað barna hjá nágrönn- um sínum. Raunar getur slíkt haft ýmsar óþægilegar afleiðingar í för með sér fyrir þann sem tilkynnir og sumir eru hræddir um eigið öryggi vegna hugsanlegra hefndaraðgerða af hálfu þess sem er tilkynntur t.d. vegna ofbeldishneigðar og fíkniefna- neyslu.“ Í þeim tilvikum, þar sem börn finnast eftirlitslaus og slíkt er til- kynnt til lögreglu og/eða barna- verndaryfirvalda utan skrifstofu- tíma, er kallaður til bakvaktarstarfs- maður barnaverndaryfirvalda, sem metur aðstæður á staðnum og málið síðan tekið til nánari athugunar hjá barnaverndaryfirvöldum á næsta virka vinnudegi. Er þá metið hvort þörf sé á áframhaldandi vinnslu í málinu. „Ef við metum málið svo al- varlegt, að nánari athugun sé nauð- synleg, þá tekur starfsmaður barna- verndarnefndar við málinu og setur sig í samband við viðkomandi for- eldra og kynnir sér mjög nákvæm- lega aðstæður barna í samvinnu við foreldrana.“ Guðrún segir síðan mjög mismunandi hvað athuganir leiða í ljós og að hvert mál hafi sína sérstöðu. „Það getur verið að börnin búi við ágætar aðstæður og því ekki ástæða til frekari afskipta. Hins veg- ar getur líka verið um að ræða að börn búi við alvarlegan skort á að- búnaði þar sem bjóða þarf foreldrum upp á aðstoð til að bæta úr málum.“ Yfirvöldum tilkynnt um tug barna án eftirlits SMÁRALIND í Kópavogi er óðum að færast í jólabúning og í lok mánaðarins verður sett upp Jólaland á 120 fermetra svæði í verslunarmiðstöðinni. Að sögn Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smáralind- ar, er búnaður Jólalands keypt- ur frá Spáni og að honum með- töldum er kostnaður vegna jólaskrauts og -vara tæpar 20 milljónir króna þetta árið. Þar af kostar Jólalandið um 7 millj- ónir. „Eðli málsins samkvæmt er jólaskraut óvenju stór póstur að þessu sinni þar sem húsið var opnað fyrir ríflega tuttugu dögum og átti þar af leiðandi ekkert skraut. Að stórum hluta er þetta búnaður sem verður notaður næstu árin og er því stofnfjárfesting sem varð að ráðast í,“ segir Pálmi. Jólaskraut og -bún- aður í Smáralind Kostar tæpar 20 milljónir ÓVENJULEG skjálftavirkni hefur verið á Bláfjallasvæðinu undanfarna daga um 7 km norðan við Bláfjalla- skála. Í gær urðu nokkrir minni skjálftar og á sunnudag urðu þar fjórir skjálftar og fundust tveir þeirra, sem mældust 2,2 og 2,7 stig á Richterskvarða, í Kópavogi, Mos- fellsbæ og Reykjavík. Í fyrrinótt fundust tveir skjálftar í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fjögur af stærðinni 2,8 stig og 2,9 stig sá seinni, en báðir áttu upptök sín um 7,5 km norðan við Bláfjallaskála. Í gærkvöldi varð síðan skjálfti um 2 á Richter. Þá mældust einnig tveir skjálftar á sama stað fyrir viku, ann- ar 0,6 og hinn 2,1 stig á Richter. Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræð- ingur, segir að full ástæða sé til að fylgjast með þessari atburðarás þar sem slík skjálftavirkni sé óvenjuleg á þessum stað. Hins vegar segist hann ekki telja að skjálftarnir séu fyrir- boði stærri jarðskjálfta eða eldgoss á svæðinu. Að sögn Ragnars er ekki ólíklegt að skjálftahrinan eigi rætur að rekja til Suðurlandsskjálftanna frá því í fyrrasumar, en strax í kjöl- far þeirra fór af stað skjálftahrina eftir Reykjanesskaga. „Það urðu skjálftar á Reykjanesskaganum sem komu næstu mínútur á eftir, m.a. kom skjálfti syðst á þessari sprungu sem var rétt innan við fimm að stærð, eiginlega strax eftir fyrri skjálftann. Þá fór hrina út eftir öllum Reykjanesskaganum. Landbreyt- ingar sem hafa orðið við Kleifarvatn, og hafa m.a. orðið til þess hve vatns- staðan er lág þar, eiga vafalaust ræt- ur að rekja til þessara atburða. Það má segja að þessar hræringar hafi breytt spennuástandinu á svæðinu og gætu þess vegna verið ástæðan fyrir því að við fáum þessa skjálfta núna.“ Engin einkenni um eldvirkni Ragnar segir skjálftana núna lík- lega vera á sprungu þar sem stórir jarðskjálftar hafi orðið áður, bæði 1968 og 1929. Þá er líklegt að þar hafi orðið skjálfti upp á 6,3 stig á Richter en skjálftinn árið 1968 var talsvert minni. Þá segir Ragnar að þarna hafi verið smáskjálftar bæði árið 1998 og 1996 þegar talsverð skjálftavirkni var í Henglinum. „En þetta er að vísu heldur stærra núna og full ástæða til að fylgjast með þessu.“Að sögn Ragnars getur skjálftavirkni undanfarinna daga verið forsmekkurinn að öðrum stærri atburðum. Hins vegar séu ekki miklar líkur á að um stóran skjálfta verði að ræða. Þá segir Ragnar að ekkert bendi til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboði um eldgos sérstaklega, þar sem engin einkenni um eldvirkni séu sjáanleg í þessari skjálftahrinu. Breytt spennustig vegna Suðurlandsskjálftanna                       !""                                 ! "      # $ %       #            %$    &  % ' %                                               RÍKISSAKSÓKNARI mun ekki áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Gunnari Sch. Thor- steinssyni, fyrrum stjórnarmanni í Skeljungi hf. Ekki var talið líklegt að áfrýjun myndi leiða til þess að nið- urstaðan breyttist. Ríkislögreglustjóri sakaði Gunnar um að hafa nýtt sér trúnaðarupplýs- ingar sem hann fékk á stjórnarfundi í Skeljungi til að hagnast á viðskipt- um með hlutabréf í félaginu árið 1999. Slík háttsemi hefði verið brot á lögum um verðabréfaviðskipti. Gunnar neitaði sök og taldi hér- aðsdómur skýringar hans trúverð- ugar, svo og framburð hans og fram- göngu í málinu. Ríkissak- sóknari áfrýjar ekki sýknudómi ♦ ♦ ♦ FÓLKSBÍLL valt út af Vestur- landsvegi í Norðurárdal skammt frá Sveinstungu í gærmorgun. Vegfarandi ók ökumanninum á heilsugæslustöðina í Borgarnesi þar sem hann gekkst undir læknisskoð- un. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi voru meiðsli hans minniháttar. Valt út af í hálku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.