Morgunblaðið - 07.11.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.11.2001, Qupperneq 16
FRUMVARP að fjár- hagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2002 var lagt fram í bæjarstjórn fyrir helgi. Í frumvarpinu kemur fram að áætlaðar tekjur bæjarsjóðs séu 2.036 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því í áætluninni að Garðabæ takist að lækka skuldir bæjarfélagsins frá árinu 2001 til 2002 þó að út- svar muni ekki hækka. Í áætluninni er enn- fremur gert ráð fyrir að stærstur hluti rekstrar- útgjalda, um 740 milljón- ir króna, fari til fræðslu- mála, sem er tæplega 47% af heildarútgjöld- um. Ef leikskólar eru taldir með eru skólamál- in samtals 57,6% af heildarútgjöldum bæjar- ins. Meginástæðu aukins rekstrarkostnaðar má rekja til launahækkana í kjölfar nýrra kjara- samninga. Stærstu framkvæmd- ir ársins verða vegna byggingarframkvæmda við skólahúsnæði. Þar er um að ræða lokafram- kvæmdir við viðbygg- ingu Garðaskóla, byrj- unarframkvæmdir við Flataskóla og fjárveit- ingu til framkvæmda við nýtt íþróttahús ásamt kennslusundlaug við Hofsstaðaskóla. Þá verður fjármunum varið til að bæta félagsaðstöðu eldri borgara, framlög til gangstíga verða hækkuð og stefnt er að því að ráðast í byggingu min- jaskála í samræmi við sérstaka hátíðarsam- þykkt bæjarstjórnar í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins. Síðari umræða um frumvarpið verður á fundi bæjarstjórnar 15. nóvember nk. Áhersla á uppbygg- ingu skóla- bygginga Garðabær Miðborg ÚRSKURÐARNEFND áfengismála hefur fellt úr gildi ákvörðun Reykjavík- urborgar um að áfengis- leyfi veitingastaðarins Kaffi Thomsens skuli vera takmarkað til klukkan þrjú aðfar- anætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Er það lagt fyr- ir borgina að gefa út nýtt leyfi til handa staðn- um þar sem opnunartími verður ótak- markaður um helgar. Hinn 28. ágúst síðast- liðinn ákvað borgarráð að rekstrar- aðili staðarins, Lendur ehf., skyldi fá útgefið áfengisleyfi til 1. janúar 2002 með leyfilegan opn- unartíma til kl. 01:00 á virkum dögum og til kl. 03:00 aðfaranætur laugar- daga, sunnudaga og al- mennra frídaga en staður- inn hafði áður haft leyfi til ótakmarkaðs opnunartíma um helgar. Sagði í umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar að um langa hríð hefði rekstrar- aðilinn skirrst við að upp- fylla þær kröfur sem Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur og lögreglustjórinn í Reykjavík hafa gert til rekstrar veitingastaðarins. Í niðurstöðu úrskurðar- nefndar áfengismála segir að Reykjavíkurborg beri almennt við afgreiðslu leyfa, eins og í dæmi Kaffi Thomsen, að gæta þess vegna jafnræðissjónarmiða að rekstri hans verði veitt- ur jafn rúmur opnunartími og öðrum á sama svæði í sama atvinnurekstri. Þyki tilefni til að bregðast við einhverjum brotum í rekstri kæranda verði þau viðbrögð að vera í sam- ræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. „Í tilfelli kæranda hafði verið bætt úr þeim ann- mörkum sem voru á rekstri hans varðandi há- vaðamengun. Var því eng- in ástæða til að stytta opn- unartíma hans í því skyni að þvinga fram úrbætur. Um er að ræða einstök til- felli sem í annað skiptið varðaði aðgang ungmenna undir aldri og hitt skiptið varðaði ölöggildan sjúss- mæli. Athugasemdir þess- ar verða að teljast svo óverulegar að það sam- ræmist ekki meðalhófs- reglu stjórnsýsluréttar að beita kæranda svo íþyngj- andi skerðingu á opnunar- tíma,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefnd áfengismála hefur lagt fyrir borgina að gefa út nýtt leyfi til handa veitingastaðnum Kaffi Thomsen þar sem afgreiðslutími verð- ur ótakmarkaður um helgar. Borgin veiti rýmri heimild Úrskurðarnefnd áfengismála um kæru Kaffi Thomsen Morgunblaðið/Þorkell HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÆPLEGA sextíu 10 og 11 ára stelpur hlaupa hlæjandi um ganga Gróttuhússins. Þær eru að flýta sér, hand- boltaæfingin er að byrja. Hildigunnur Hilmarsdóttir þjálfari hóar stelpunum sam- an í salnum og enn ein æfing 6. flokks Gróttu í handbolta er hafin. Tvisvar sinnum í viku mæta þessar hressu stelpur á æfingu og einu sinni til við- bótar hafa þær frjálst val að mæta. Það er góð stemmning í hópnum að sögn þjálfarans, enda hafa stelpurnar náð gríðarlega góðum árangri í íþrótt sinni að undanförnu. Síðustu helgi kepptu hvorki meira né minna en sjö lið úr 6. flokki stúlkna frá Gróttu á Íslandsmótinu í handbolta. A- lið félagsins höfnuðu í 1. og 4. sæti, B-liðin í 6. og 7. sæti og C-liðin náðu 1. og 3. sæti. Ár- angurinn er einstakur og því ekki úr vegi að spyrja, hvers vegna er handboltaáhugi svona mikill á Seltjarnarnesi? Hildigunnur þjálfari er fljót til svars. „Það er svo gaman hjá okkur,“ segir hún hlæjandi. „Við pössum að all- ir fái að vera með, engir eru varamenn heldur erum við dugleg að skipta inn á og höf- um frekar mörg lið. Við reyn- um að byggja þjálfunina upp á því að allir verði betri, að hver og einn fái að njóta sín, en ekki aðeins útvaldir ein- staklingar. Allir eru virkir og allir fá tækifæri.“ Þetta hefur að mati Hildi- gunnar orðið til þess að áhuginn hefur aukist og ár hvert fjölgar í röðum hand- boltastúlknanna. „Okkur kom mjög á óvart þegar sagt var frá því í fréttum í haust að lítil þátttaka væri í hand- boltanum. Við höfum í raun aldrei fundið fyrir því hér í Gróttu, áhuginn hefur alltaf verið mikill og þátttaka auk- ist jafnt og þétt undanfarin ár.“ Árangur stúlknanna hefur eflaust haft sitt að segja um þennan mikla áhuga, Hildi- gunnur segir líka að flestar stelpurnar haldi áfram, brottfall sé mjög lítið. Mikil áhersla er lögð á fé- lagslega þáttinn og utan æf- inga hittast stelpurnar og gera sér glaðan dag. „Við höfum pitsukvöld, bingó og ýmislegt annað í þeim dúr,“ útskýrir Hildigunnur. „Á æf- ingum erum við líka með alls konar keppni, sem stelpunum finnst mjög spennandi.“ Handboltaíþróttin er búin að skapa sér hefð á Seltjarn- arnesi, í það minnsta meðal glaðbeittra stúlkna 6. flokks sem stefna hátt og leggja sig allar fram við að ná settum markmiðum. Morgunblaðið/Kristinn 6. flokkur stúlkna í Gróttu-KR er fjölmennur og mikið líf í tuskunum á æfingum. Stund milli stríða. Leiktæknin rædd á milli æfinga. Líf og fjör hjá GróttuSeltjarnarnes FORELDRAFÉLAG Klé- bergsskóla á Kjalarnesi af- hendir í dag Sigrúnu Magnús- dóttur, formanni fræðsluráðs Reykjavíkur, lista með undir- skriftum foreldra og annarra á Kjalarnesi sem safnað var til að knýja á um aukinn fram- kvæmdahraða við endurbætur og nýbyggingu við skólann. 214 undirskriftir söfnuðust. Hallgrímur Árnason, for- maður foreldrafélagsins, segir að ástand skólahúsnæðis sé ekki viðunandi og sömuleiðis sé lítið við að vera fyrir börnin á skólalóðinni þar sem stór hluti hennar hefur verið girtur af vegna framkvæmdanna. „Það er almenn þreyta meðal fólks hvað varðar aðstöðuleys- ið hjá börnunum og mikill pirringur.“ Með sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur var gerður samningur um endurbætur og viðbyggingu við Klébergs- skóla. Framkvæmdir hófust svo síðastliðið haust og er áætlað að þeim ljúki haustið 2003 að sögn Hallgríms. „Við höfðum alltaf heyrt talað um að framkvæmdum myndi ljúka næsta haust en núna er okkur sagt að það verði ekki fyrr en ári seinna.“ Gengið var í hús með undir- skriftalista og að sögn Hall- gríms voru viðbrögð íbúanna mjög góð, allir sem náðst hefði í hefðu skrifað undir. „Til að rýma fyrir nýrri byggingu var eitt skólahús flutt til og settar voru upp bráðabirgðakennslustofur. Eins og allir vita getur orðið vindasamt hérna á Kjalarnes- inu og foreldrar eru uggandi yfir öryggi barna sinna inni í þessu húsi.“ Íbúum fjölgar ört Nýja húsið kemur til með að hýsa skólastofur og aðstöðu fyrir starfsfólk en verulega hefur þrengt að starfsemi skólans undanfarin ár, enda íbúum Kjalarness fjölgað um- talsvert. 1. desember árið 1998 voru íbúar þar 618 talsins en tveimur árum síðar hafði þeim fjölgað um 82. Á skólalóðinni er aðeins að finna eina rólu og eitt vegasalt að sögn Hallgríms þar sem stór hluti lóðarinnar hefur ver- ið girtur af vegna fram- kvæmdanna. Foreldrafélagið leitaði til borgarinnar um leik- tæki, en fékk þau svör að ný leiktæki væru aðeins sett upp á frágengnum lóðum og að gömul leiktæki væru aldrei sett upp. „Við héldum fjöl- mennan fund um þessi mál og þá komu fram hugmyndir um að við myndum sjálf smíða og útbúa leiktæki,“ segir Hall- grímur. „En það er ekki óhætt vegna slysahættu og trygg- ingamála svo að öll sund virð- ast lokuð.“ Undirskriftasöfnun Foreldrafélags Klébergsskóla Vilja hraða fram- kvæmdum við skólann Morgunblaðið/RAX Boltavellir voru endurnýjaðir en foreldrar eru ósáttir við annan aðbúnað á skólalóðinni. Kjalarnes FORELDRARÁÐ Hafnarfjarðar, Skóla- skrifstofa Hafnarfjarðar og grunnskólarnir í Hafnarfirði munu standa fyrir sameigin- legum upplýsingafundi og námskeiðum fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar. Fundur- inn verður í Hvaleyrar- skóla í kvöld kl. 20. Í fréttatilkynningu segir að markmið fundarins sé að koma á framfæri ýmsum upplýsingum um breyttar áherslur í nýrri aðalnámsskrá, m.a. auknu vali í 9. bekk og fleiri samræmdum próf- um. Fulltrúar frá menntamálaráðuneyt- inu, Námsmatsstofnun og framhaldsskólunum í Hafnarfirði flytja erindi á fundinum. Breyttar áherslur í aðal- námsskrá Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.