Morgunblaðið - 07.11.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.11.2001, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 21 Borðapantanir í síma 551 8900 eftir kl. 14 og á netfangi: kaffi@kaffireykjavik.com Upplifið jólastemmningu með frábærum listamönnum í hjarta Reykjavíkur. 23. nóv. Sixties 24. nóv. Sixties 30. nóv. Milljónamæringarnir 1. des. Stuðmenn 7. des. Papar 8. des. Papar 14. des. Hálft í hvoru 15. des. Hálft í hvoru Dansað fram á nótt að loknu borðhaldi... Fóstbræður flytja syrpur í anda 14 Fóstbræðra, Reykjavíkursyrpurnar og öll gömlu góðu lögin. Föstudaginn 23. nóvember Laugardaginn 24. nóvember Laugardaginn 1. desember Föstudaginn 7. desember Laugardaginn 8. desember Jóhann Friðgeir Valdimarsson ásamt Ólafi Vigni Albertssyni. Orðstír þessa stórtenórs nær langt út fyrir landsteinana. Hann mun syngja fyrir veislugesti öll kvöldin. Álftagerðisbræður Þessa einlægu bræður úr Skagafirði er óþarft að kynna fyrir landsmönnum. Þeir eru víðfrægir fyrir glettni og góðan söng. Föstudaginn 14. desember Laugardaginn 15. desember Söngveisla og jólahlaðborð: Verð kr. 5.850,- Jólahlaðborð: Verð kr. 4.490,- Glæsilegt jólahlaðborð FJÁRÞÖRF Línu.Nets hf. á næstu árum nemur 600–700 milljónum króna. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem haldinn var í gær í tilefni af því að stjórn Línu.Nets lagði fram gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækisins og framtíðaráform. Afhentur var árshlutareikningur fyrstu níu mánuði ársins 2001 og árs- reikningur 2000, auk rekstrar- og fjárhagsáætlunar fyrir árin 2001– 2008. „Við teljum okkur hafa lagt fram öll þau gögn sem hægt er að leggja fram og menn þurfa til að átta sig á stöðu fyrirtækisins,“ sagði Al- freð Þorsteinsson, stjórnarformaður Línu.Nets, á blaðamannafundi í gær. Jafnframt upplýsti Alfreð að fjár- þörf til að ljúka fjármögnun Línu.- Nets næmi 600–700 milljónum króna. „Borgaryfirvöld og Orkuveita Reykjavíkur munu standa við bakið á Línu.Neti þar til þessari uppbygg- ingu er lokið,“ sagði hann en sam- þykkt var á hluthafafundi nýlega heimild til 350 milljóna króna nafn- verðsaukningar hlutafjár. Fram kom á blaðamannafundinum að ekki hafi verið tekin ákvörðun um tilhög- un sölu þess hlutafjár eða um sölu- verð. Auk hlutafjáraukningarinnar sagði Alfreð að nú væri verið að kanna lánamöguleika hjá lífeyris- sjóðum og öðrum aðilum. Skuldirnar tæpir 2 milljarðar Niðurstöður úr níu mánaða upp- gjöri voru lagðar fram í gær. Rekstr- artekjur Línu.Nets á tímabilinu námu 453 milljónum króna, hagnað- ur fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 115 milljónum og tap tímabils- ins nam 151 milljón króna, eins og áður hef- ur komið fram í Morg- unblaðinu. Eignir félagsins námu 2.578 milljónum króna hinn 30. septem- ber sl. og hafa vaxið um 679 milljónir frá ára- mótum, mest vegna 519 milljóna króna eignaaukningar í ljós- leiðarakerfi fyrirtækis- ins en ljósleiðarakerfið er stærsta eign fyrir- tækisins, nemur ríflega helmingi eigna. Skuldir fyrirtækis- ins námu alls 1.975 milljónum og juk- ust um 515 milljónir, mest vegna aukinna skammtímaskulda en þær námu um 68% heildarskulda. Þá nam eigið fé 603 milljónum króna og hef- ur aukist um 164 milljónir frá ára- mótum, fyrst og fremst vegna 244 milljóna króna bókaðs yfirverðs hlutafjár. Hlutafé nam rúmum 383 milljónum króna. Velta fjarskiptamarkaðar 25 milljarðar á árinu Eiríkur Bragason, framkvæmda- stjóri Línu.Nets, greindi frá rekstr- ar- og fjárhagsáætlun félagsins árin 2001–2008 á fundinum. Sagði hann að gert væri ráð fyrir að heildarvelta fjarskiptamarkaðarins í ár yrði í kringum 25 milljarðar króna og Lína.Net áætli að hún verði a.m.k. 30 milljarðar króna árið 2008. Áætlanir Línu.Nets geri ráð fyrir að velta fyr- irtækisins verði um 1 milljarður króna árið 2008 og markaðshlutdeild þess verði því um 3% það ár. Sagðist hann telja að um fremur svartsýna tekjuáætlun væri að ræða. Í rekstrar- og fjár- hagsáætluninni kemur fram að áætlaðar heild- artekjur fyrirtækisins árið 2001 nema tæpum 384 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að tekjurnar verði rúmar 405 milljónir króna árið 2002 en vaxi hratt eftir það og verði 648 millj- ónir króna árið 2003. Rekstrartap án fjármagnsliða er áætlað 222 milljón- ir í ár og 85 milljónir á næsta ári en gert er ráð fyrir 108 milljóna króna hagnaði fyrir fjármagnsliði árið 2003. Heildartap í ár er áætlað 214 millj- ónir króna en reiknað er með að fyr- irtækið skili hagnaði árið 2004, um 15 milljónum króna. Þá er gert ráð fyrir að veltufé verði orðið jákvætt um 111 milljónir króna árið 2003 en í ár verði það neikvætt um 346 millj- ónir króna. Arðsemi eigin fjár er tal- in verða neikvæð um 27,6% árið 2002 en verði komin í 30,6% árið 2008. Samhliða framangreindum gögn- um um Línu.Net, sem lögð voru fram í borgarráði í gær, var lögð fram tillaga meirihluta um að fela fjárreiðustjóra Reykjavíkurborgar að afla sambærilegra upplýsinga frá öllum dóttur- og hlutdeildarfélögum í eigu Reykjavíkurborgar. Reikna með 108 millj- óna kr. hagnaði 2003 Alfreð Þorsteinsson HÖSKULDUR Ás- geirsson, framkvæmda- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., telur gagnrýni Íslensks markaðar hf. á mis- munun í verslunar- rekstri í Flugstöðinni á misskilningi byggða. Hann telur verslanir í Flugstöðinni hafa svig- rúm til hagræðingar líkt og Fríhöfnin. Í Morgunblaðinu í gær sagði Orri Vigfús- son, varaformaður stjórnar Íslensks mark- aðar hf. sem rekur verslun í Flugstöðinni, að Fríhöfnin nyti einkaleyfis á mikilvægustu vöruflokkunum án þess að greiða leigu í samræmi við það og það ork- aði tvímælis að leyfa slíkt í sam- keppnisrekstri. Höskuldur bendir á að fyrir rúmu ári, 1. október á síðasta ári, tók nýtt hlutafélag við rekstri Flugstöðvar- innar og Fríhafnarinnar. „Áður en þetta hlutafélag var stofnað greiddi Fríhöfnin leigu og veltugjald til Flugstöðvarinnar en allur afrakstur rann til ríkissjóðs. Núna greiðir Frí- höfnin leigu til Flugstöðvarinnar auk þess sem allur afrakstur verslunar- innar rennur beint til Flugstöðvar- innar þar sem þetta er eitt og sama félagið. Þetta styrkir verulega rekst- ur Flugstöðvarinnar.“ Orri benti á í Morgunblaðinu í gær að rekstrarörðugleikar verslana í Flugstöðinni stöfuðu m.a. af fækkun flugfarþega og tilkomu Schengen. Erfiðleik- arnir hefðu þó verið langvarandi og menn þyrftu að sameinast um að bæta ástandið. Höskuldur tekur undir að fækkun hafi orðið á flugfarþegum en gerir minna úr áhrifum Schengen. „Það er ljóst að Íslend- ingar hafa ferðast minna vegna sam- dráttareinkenna í hag- kerfinu og hver farþegi eyðir minna í Flugstöðinni. Ég held að það að skella skuldinni á Schengen sé ekki rétt.“ Höskuldur tekur einnig undir að bæta þurfi rekstrarumhverfi versl- ana í Flugstöðinni. „Það er ljóst að við munum eiga viðræður við versl- unarrekendur hér í byggingunni og vinna með þeim til að finna einhvern flöt á málinu. Slíkt munum við hins vegar ekki reka í fjölmiðlum.“ Höskuldur bendir á að afkoma Fríhafnarinnar hafi verið betri í ár en í fyrra. „Ástæðan er ýmsar hag- ræðingaraðgerðir til að auka tekjur og minnka kostnað. Við höfum gert sérstakt átak um að semja við birgja okkar og tekið ýmsa kostnaðarliði til athugunar. Þetta hefur borið góðan árangur, segir Höskuldur.“ Framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Svigrúm til hagræðingar Höskuldur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.