Morgunblaðið - 07.11.2001, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 29
Lagersala á Fiskislóð 73
(úti á Granda), 101 Reykjavík.
Miðvikudaga kl. 14:00 til 18:00
Fimmtudaga kl. 14:00 til 18:00
Föstudaga kl. 14:00 til 18:00
Laugardaga kl. 12:00 til 16:00
Outlet
Mikið úrval af skóm á ótrúlegu verði !!!
Opnunartími:
B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8
www. b u s e t i . i s
Allar nánari upplýsingar fást
á skrifstofu Búseta hsf. Opið
virka daga frá 8:30 til 16:00.
Með umsóknum um íbúðir á
leiguíbúðalánum þarf að
skila: síðustu skattskýrslu
og launaseðlum síðustu sex
mánaða.
Úthlutun íbúðanna fer fram
miðvikudaginn 14. nóvem-
ber kl. 12:00 - 12:30 að
Skeifunni 19. Umsækjendur
verða að mæta á tilskyldum
tíma og staðfesta úthlutun
sína að öðrum kosti geta
þeir misst
réttindi sín og íbúðinni
yrði úthlutað til annars
félagsmanns.
Búseturéttur til sölu
Umsóknarfrestur til 13. nóvember
Vantar þig íbúð í vor
Erum að byggja glæsilegt 18 íbúða fjölbýlishús
á Kristnibraut 65-67 í Grafarholtinu.
Tólf íbúðir eftir:
Lyftuhús – Sérinngangur – Bílskýli
Fjórar hæðir – Geymslur á jarðhæð
Stærðir: 3ja og 4ra herb. – 84 til 111m2
Búsetur.: 3ja: 1.676.135-1.871.916,alm.lán
Búsetur.: 4ra. 2.201.550-2.213.537,alm.lán
Búsetugj.: 3ja: 70.902-78.959
Búsetugj.: 4ra: 92.524-93.017
Búsetugj: allur rekstur nema rafmagn
Vaxtab.: Hjón 250.931 einstakl. 151.738
Verðdæmi 3ja herb.
Búseturéttur: 1.676.135
Kostnaður: 40.000
Alls: 1.716.135
Búsetugjald: 70.902
Vaxtab*: 20.911
Alls: 49.991
*byrja að skerðast við 5 mill. tekjur
4ra herb.
5 herb.
2ja herb. Nýtt hús - ein íbúð eftir
Þrastarás 12, Hafnarfirði
151m2 íb. 101 - Alm.lán
Búseturéttur: 2.258.612
Búsetugjald: 97.856
Afhending 23. nóvember nk.
Miðholt 3, Hafnarfirði
81m2 íbúð 201 Leiguíb.lán
Búsetur. frá 937.333 til 993.880
Búsetugj.: 39.765
Laus
Kirkjustétt 9, Reykjavík
101m2 íbúð 305 Alm.lán
Búsetur. frá 1.823.890 til 1.922.812
Búsetugj.: 75.198
Laus fljótlega
3ja herb.
Miðholt 9, Mosfellsbæ
85m2 íbúð 101 Alm.lán
Búsetur. frá 1.079.406 til 1.105.300
Búsetugj.: 66.566
Laus í febrúar nk.
Kirkjustétt 11, Reykjavík
87m2 íbúð 206 Alm.lán
Búsetur. frá 1.561.948 til 1.646.664
Búsetugj.: 64.687
Laus í febrúar nk.
TÓNVERKIÐ Víst mun vorið
koma verður flutt á þremur stöð-
um sunnanlands í þessari viku.
Verkið, sem er eftir Sigvalda Tveit
og Eyvind Skei, var frumflutt á
Skálholtshátíð sl. sumar. Fyrsti
flutningurinn er á opinni æfingu í
Skálholti í kvöld kl. 21. Þá verða
tónleikar í Þorlákskirkju í Þor-
lákshöfn annað kvöld kl. 20:30 og í
Langholtskirkju í Reykjavík á
laugardag kl. 16.
Flytjendur verða Skálholtskór-
inn, Kór Menntaskólans á Laug-
arvatni, hljóðfæraleikarar undir
stjórn Carls Möller annast und-
irspil og einsöngvarar verða þau
Páll Rósinkrans og Maríanna Más-
dóttir. Stjórnandi er Hilmar Örn
Agnarsson.
Texti tónverksins er byggður á
Opinberunarbók Jóhannesar, en
íslensku þýðinguna gerði sr. Árel-
íus Níelsson fyrir áeggjan sr.
Tómasar Guðmundssonar. Í Lang-
holtskirkju mun tónlistarfólkið
heiðra minningu sr. Árelíusar, en
þýðing á texta verksins var eitt
það síðasta sem hann gerði um
dagana. Dr. Pétur Pétursson mun
ávarpa tónleikagesti í Langholts-
kirkju og guðfræðinemar undir
stjórn Péturs munu fara með texta
Opinberunarbókarinnar, en í Þor-
lákskirkju mun sr. Tómas annast
þann hluta.
Víst mun vorið
koma flutt
TÓNLEIKARNIR hófust og
enduðu á orgeleinleik. Sigurður
Guðmundsson vígslubiskup
ávarpaði gesti í upphafi tónleika
og minntist þeirra þriggja skyld-
menna Jóhanns Más og mágkonu
hans, sem tónleikarnir voru til-
einkaðir og látist höfðu um aldur
fram. Það voru þau: Dorriett Kav-
anna söngkona, Konráð Oddgeir,
elsti bróðir Jóhanns Más, Sindri
Konráðsson, bróðursonur hans, og
faðir Jóhanns Más, tenórinn
landskunni, Jóhann Konráðsson.
Einnig gat Sigurður þess sem
kemur fram í efnisskránni, að all-
ur aðgangseyrir rynni til Um-
hyggju, félags til stuðnings lang-
veikum börnum. Í upphafi lék
Rögnvaldur orgelútsetningu á
Svaninum úr Karnevali dýranna
eftir Saint-Saëns og í lokin eigin
orgelútsetningu á lagi Páls Ísólfs-
sonar, Brennið þið vitar. Í upphafi
síðari hluta tónleikanna lék Rögn-
valdur Elisbethan serenade eftir
Ronald Bingham. Fyrsta lagið
sem Jóhann Már söng var lag Ás-
kels Snorrasonar Sólkveðja. Það
átti einstaklega vel við að velja
þetta tiltekna lag. Lagið og ljóðið
er einkar ljúft og fallegt. Upptaka
á laginu með söng Jóhanns Kon-
ráðssonar er til í safni Ríkisút-
varpsins frá árinu 1948 eða 49,
tekið upp í Akureyrarkirkju, þar
sem orgelleikari um árabil, Jakob
Tryggvason, lék á hið gamla ham-
mondorgel kirkjunnar. Ég varð
svo heillaður af þeim flutningi
þegar ég hlustaði á upptökuna fyr-
ir nokkrum árum að mér fannst ég
vart hafa heyrt fegurri tenórsöng.
Jóhann Már flutti lagið af miklu
næmi og innlifun og það að lagið
væri honum kært duldist engum.
Sönglögin á tónleikunum voru
flest ljúfsár saknaðarljóð og hefði
ég gjarnan viljað heyra fleiri lög
sem með gleði og birtu lýsa veginn
fram í stað þess að vera of mikið í
skugga ljóssins. Jóhanni Má er
gefin einstaklega góð tenórrödd.
Hann hefur lært að beita henni af
hófstillingu og næmi, og mér
fannst styrkur raddarinnar meiri
og hæðin léttari hjá Jóhanni Má
en ég hef heyrt áður. Framsögn
orða var skýr og tónninn vel
studdur. Helsta
spurningin er með
dýpsta sviðið og
fannst mér t.d. í lag-
inu Ég man hverja
stund að betur hefði
farið á að tónflytja
lagið einum eða
tveimur tónum hærra.
Hið fallega alþýðulag
Rósin eftir Friðrik
Jónsson frá Halldórs-
stöðum í Reykjadal
fluttu þeir félagar á
hrífandi hátt og jafn-
vel enn betur sem
aukalag með litla kór-
orgelinu frammi við
kór kirkjunnar.
Reyndar bíður lag-
ið þess að útsett verði fyrir það
sérstakt undirspil, en þarna var
það flutt í einfaldri hljómsetningu.
Í upphafi lagsins Vetrarsól eftir
Gunnar Þórðarson við ljóð Ólafs
Hauks voru samtök organista og
söngvara ekki alveg nógu nákvæm
og tónhækkun í lokin örlítið tæp,
en lagið naut sín vel að öðru leyti.
Faðir vor við lag Albert Hay Mal-
otte fluttu Jóhann Már og Rögn-
valdur af trúarhita. Ég er hins
vegar aldrei sáttur við þessa út-
færslu og finnst mér að megin-
merking í Faðirvorinu og áherslur
og hápunktar í laginu fari oft ekki
saman. Auk þess er lagið það hægt
og tónar langir að það heftir eðli-
legt flæði orðanna. Þessari skoðun
deili ég örugglega ekki með fjölda
aðdáenda þessa lags og verður svo
að vera. Guð faðir dýrð og þökk sé
þér, gregorískur helgisöngur við
sálm Sigurbjörns Einarssonar,
var of hægt fluttur og of mikið
nótu fyrir nótu. Betur hefði farið á
að flytja helgisönginn eins og tón-
les þar sem hraði og streymi orða
er sveigjanlegt allt eftir merkingu
þeirra og framvindu laglínu. Ég
saknaði þarna og víðar í efnisskrá
að ekki var getið útsetjara, en
helgisöngurinn var þarna að mér
heyrðist í útsetningu Róberts
Abrahams Ottósonar. Jóhann Már
glansaði á þeim síunga Allsherjar
Drottni eftir César Franck. Einn-
ig fannst mér túlkun lags Jakobs
Hallgrímssonar við ljóð Þorsteins
Valdimarssonar: Ó,
undur lífs bæði vera
heillandi og áhrifa-
mikil. Lag Jakobs er
einkar vel samið og
nær sterkum tökum
á áheyrendum í ein-
faldleika sínum. Stíg-
andi tónaröð í seinni
hluta lagsins styður
vel merkingarlegan
hápunkt ljóðsins.
Rögnvaldur lék af
mikilli smekkvísi á
orgelið, en hefði þó
mátt nota fleiri radd-
ir (registur) í orgel-
inu til að auðga litinn
og draga fram and-
stæður. Svaninn eftir
Saint-Saëns, trúlega í orgelút-
setningu Germani, lék Rögnvald-
ur af öryggi, en hefði mátt gefa
laglínunni meira frelsi og rubato-
hraða. Útsetning fyrir orgel á lagi
Páls Ísólfssonar, Brennið þið vit-
ar, er vel gerð, en þar hefði Rögn-
valdur mátt auka verulega á kraft
og dramatísk áhrif með djarfara
vali orgelradda, sem reyndar
komst vel til skila í lokatöktum
lagsins. Flytjendur uppskáru mik-
ið lófaklapp í lokin og fluttu þeir
tvö aukalög, þess fyrra var áður
getið, en það seinna var Lindin
eftir Eyþór Stefánsson, sem var í
túlkun Jóhanns Más fagurtær og
svalandi í besta skilningi þess
orðs. Engum blöðum er um það að
fletta að Jóhann Már er tenór af
Guðs náð og ég tel að mikill fengur
væri okkur njótendum slíks söngs
að fá miklu meira og oftar í honum
að heyra.
Tenór af Guðs náð
TÓNLIST
A k u r e y r a r k i r k j a
Jóhann Már Jóhannsson tenór
flutti innlend og erlend sönglög
föstudaginn 2. nóv. kl. 20.
Við orgelið var Rögnvaldur
Valbergsson.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Jón Hlöðver Áskelsson
Jóhann Már
Jóhannsson HÖRÐUR Jörundsson myndlist-
armaður hefur opnað mál-
verkasýningu í kaffihúsinu Við
árbakkann á Blönduósi.
Hörður er að mestu sjálfmennt-
aður myndlistamaður en er mál-
arameistari að mennt og lagði
stund á marmara- og viðarmáln-
ingu í Kaupmannahöfn . Einnig
stundaði hann nám hjá Jónasi
Jakobssyni myndhöggvara. Hörð-
ur Jörundsson sem nú stendur á
sjötugu hefur málað og skreytt
nokkrar kirkjur á Norðurlandi og
má þar nefna Möðruvallakirkju í
Hörgárdal, Hríseyjarkirkju og
Goðdalakirkju í Skagafirði.
Þetta er fimmta einkasýning
Harðar en auk þess hefur hann
tekið þátt í nokkrum samsýn-
ingum. Flestar myndirnar á sýn-
ingunni eru unnar á síðasta ári
og myndefnið að mestu sótt í
Eyjafjörðinn. Sýningu Harðar
lýkur um næstu mánaðamót og
eru allar myndirnar til sölu.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Eitt verka Harðar Jörundssonar.
Hörður Jörundsson
sýnir á Blönduósi
Blönduósi. Morgunblaðið.