Morgunblaðið - 07.11.2001, Side 30

Morgunblaðið - 07.11.2001, Side 30
EFTIR tuttugu ára hersetu Sov- étmanna, borgarastyrjöld og nú síðast loftárásir Bandaríkja- manna og Breta verður lífi al- mennings í Kabúl, höfuðborg Afganistan, best lýst sem áfram- haldandi martröð – nótt eftir nótt nötra hrörlegar byggingar af sprengingum, óttinn býr alls staðar og dauðinn ávallt nærri. Loftárásir hafa staðið í fimm vikur, en virðast hafa valdið litlu tjóni. Einungis lítill hluti borgarinnar hefur orðið fyrir beinni árás og stjórn talibana situr enn. Við rústir húss sem eyðilagðist í borgarastríðinu milli stríðandi fylkinga múslima sem AP Ahmed Ahmedzai, þriggja ára, hjálpar föður sínum að gæta rústanna af grafhýsi og garði Babúrs keisara, sem er í suðurborginni. Fátækt er mikil í Kabú burðarbitum í hús sín, Mohammed Ahmedzai er húsvörður í grafhýsi og garði Barb Kabúl komu fjölskyldur hingað í skemmtiferðir á föstudögum Gert við reiðhjól fyrir framan hálfkaraða byggingu í Khair K árásir Bandaríkjamanna hófust hafa allar byggingaframkvæm um hefur verið varpað á hernaðarman Lífið í Kabúl AP Ungir menn hafa lítið við að vera í Kabúl og mæla göturnar á milli húsarústanna. 30 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. REYNSLA ARGENTÍNUMANNA GENGI KRÓNUNNAR Þegar gengi krónunnar féllfyrr á þessu ári var þaðsamdóma álit sérfræðinga í efnahagsmálum, að þegar gengi krónunnar var sem lægst eða loka- gildi gengisvísitölunnar sem hæst í þeim sviptingum væru ekki efna- hagsleg rök fyrir þeirri veiku stöðu krónunnar. Gengi krónunnar styrktist síðan nokkuð en undan- farnar vikur hefur staða krónunn- ar versnað á nýjan leik. Vel má vera, að ekki séu efnahagsleg rök fyrir þeirri veiku stöðu, sem krón- an er nú í, en ekki fer á milli mála, að í viðskiptalífinu hafa menn vax- andi áhyggjur af gengisstiginu. Það hafa reyndar fleiri því, að al- menningur verður rækilega var við gengisstigið í hækkandi verðlagi og forystumenn launþegahreyfing- arinnar velta því fyrir sér, hvort koma muni til uppsagnar kjara- samninga snemma á næsta ári. Verkalýðshreyfingin hefur tekið ábyrga afstöðu við gerð kjara- samninga og umfjöllun um efna- hagsmál allt frá því í upphafi tí- unda áratugarins. Ganga má út frá því sem vísu, að það sé alls ekki vilji forystumanna verkalýðsfélag- anna að lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að segja upp kjarasamning- um. Á fundi brezk-íslenzka verzlun- arráðsins í London í gær sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, að krónan hefði átt undir högg að sækja um skeið en hún mundi ná sér á næstunni þegar draga tæki úr þenslunni í efnahagslífinu. Þessi sterka sannfæring forsætis- ráðherra fyrir því, að krónan styrkist í fyrirsjáanlegri framtíð vegur mjög þungt í þessum um- ræðum. En jafnframt eru margir þeirrar skoðunar, að Seðlabankinn eigi að vera virkari á gjaldeyris- markaðnum en til þess hefur hann bolmagn eins og fram kom fyrir nokkrum mánuðum. Svo og að nauðsynlegt sé að ríkisstjórn og Alþingi grípi til harðari aðhalds- aðgerða í ríkisfjármálum en þó var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi því, sem nú er til meðferðar í þinginu. Athygli vakti á ráðstefnu um skattamál sl. föstudag, að erlendur fyrirlesari, sem augljóslega hafði lagt mikla vinnu í að greina íslenzk efnahagsmál, lýsti þeirri skoðun, að útgjaldaþróunin hjá hinu opin- bera væri veikur þáttur í efnahags- stjórn okkar. Sömu kröfu hljótum við að gera til sveitarfélaga, sem nú undirbúa fjárhagsáætlun næsta árs. Þar er mikil hætta á ferðum því að sveit- arstjórnarkosningar eru í vor og sveitarstjórnarmenn hafa ríka til- hneigingu til að slaka á klónni þeg- ar komið er svo nálægt kosningum. Í því árferði, sem nú ríkir, hafa bæði einstaklingar, heimili og fyr- irtæki þurft að grípa til mjög ákveðinna sparnaðaraðgerða. Ríki og sveitarfélög lúta nákvæmlega sömu lögmálum í þessum efnum. Grundvallarþættir íslenzks efna- hags- og atvinnulífs eru traustir. En okkur hefur enn ekki tekizt að ná nægilega sterkum tökum á of- þenslu í efnahagslífinu. Sviptingarnar í gengi krónunnará þessu ári hafa vakið spurn- ingar um, hvort við Íslendingar ættum að taka upp annan gjaldmið- il. Flestir hafa nefnt evruna í því sambandi en sumir dollar. Auðvitað er ljóst, að við getum ekki tekið upp evruna án þess að ganga í ESB, sem ekki er á dagskrá, en þá hefur verið nefnd sú leið að tengjast evrunni, þannig að krónan fylgdi henni í einu og öllu. Argentínumenn gripu til slíkra ráðstafana fyrir nokkrum árum. Þeir tengdu gjaldmiðil sinn við Bandaríkjadollar og virtust hafa góða reynslu af því framan af. Nú er hins vegar svo komið að Argentínumenn standa frammi fyr- ir þjóðargjaldþroti. Að sjálfsögðu er deilt um það hvers vegna svo er komið fyrir þeim en margir eru þeirrar skoðunar, að tenging gjald- miðils þeirra við dollar eigi þar mik- inn hlut að máli. Gjaldmiðilstengingin þýðir, að Argentína getur hvorki lækkað gengið né rekið sjálfstæða stefnu í peningamálum. Afleiðingin er sú, að atvinnuleysi er um 16%, laun hafa lækkað og viðskiptalífið er lamað. Tenging við hinn sterka dollar þýðir að útflutningsatvinnu- vegir Argentínu eru ekki sam- keppnisfærir. Að mörgu leyti má segja, að efa- semdir þeirra, sem hafa varað við því að tengja krónuna erlendum gjaldmiðli, hafi sannast í Argent- ínu. Aðvörunarorð þeirra um það, sem gæti gerzt á Íslandi ef slík leið yrði farin, hafi orðið að veruleika í Argentínu. Argentínumenn eiga engra góðra kosta völ. Tenging við dollar hefur engu bjargað en er að sumra mati undirrótin að þeirri auðmýkjandi stöðu, sem Argentínumenn eru komnir í. Það er full ástæða til að sérfræðingar okkar kynni sér ræki- lega reynslu Argentínumanna í þessum efnum vegna þess hversu oft hugmyndir um tengingu við annan gjaldmiðil skjóta upp kollin- um í umræðum hér. Ekkert getur komið í staðinn fyr- ir það, að við sjálfir byggjum upp trausta og sterka stöðu í efnahags- málum. Til þess höfum við líka alla burði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.