Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 31
AP m nú eru í Norðurbandalaginu. AP úl, og íbúar hafa einungis efni á veigalitlum eins og þeim sem börnin ganga hér framhjá. AP búrs Mongólakeisara. Þegar allt lék í lyndi í m, sem eru helgidagar. Nú eru öll tré horfin. AP Khana-hverfinu í norðurborginni. Síðan loft- mdir í hverfinu stöðvast vegna þess að sprengj- nnvirki í grenndinni. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 31 INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttirborgarstjóri segir að borginhafi varið umtalsverðum fjár-munum í að fegra og endur- bæta miðborgina auk þess sem þró- unaráætlun miðborgar hafi verið unnin. „Þróunaráætlunin er einmitt mjög mikilvægt stjórnunartæki til að tryggja ákveðna blöndun á starf- semi í miðborginni, meðal annars til að ná tökum á útþenslu veitinga- reksturs. Einnig höfum við verið að vinna að deiliskipulagi nærri allrar miðborgarinnar. Mikil uppbygging hefur verið í miðborginni og má þar nefna listasafnið í Hafnarhúsinu og Borgarbókasafnið í Grófarhúsi. Bæði húsin draga til sín mikinn fjölda fólks og þessi aukni gesta- fjöldi nýtist auðvitað miðborginni. Við höfum einnig unnið að fegrun gatna þar sem Laugavegurinn, Austurstræti, Aðalstræti og um- hverfi Austurvallar og Hallgríms- kirkju hafa fengið andlitslyftingu. Allt er þetta unnið í samráði við mjög marga hagsmunaaðila,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Gunnar Guðjónsson og Jón Sig- urjónsson, kaupmenn við Laugaveg- inn og félagar í Laugavegssamtök- unum, sögðust í viðtali við Morgunblaðið sl. laugardag vera ósáttir við hvernig borgaryfirvöld hefðu tekið á málefnum miðborgar- innar og sögðu að ekkert samráð væri haft við þá um ákvarðanir sem vörðuðu svæðið og að Laugavegs- samtökin væru svo gott sem útskúf- uð úr stjórnkerfi borgarinnar. Kaupmennirnir segja að fyrir vikið hafi fasteignir fallið í verði og að fari sem horfi muni gæði verslunar í mið- bænum minnka. Ingibjörg segist ekki geta tekið undir þau orð og hún vilji benda á að annar umræddra kaupmanna hafi setið í stjórn Þróunarfélagsins og því getað fylgst með öllum málum sem þar hafi snúið að Laugavegin- um. „Framkvæmdastjóri Þróunar- félagsins situr alla fundi miðborgar- stjórnar og í miðborgarstjórn situr líka kaupmaður eins og Bolli Krist- insson svo því fer fjarri að kaup- menn séu ekki hafðir með í ráðum þegar ákvarðanir um miðborgina eru teknar. Ég geri ráð fyrir að ein- hverjir samsinni þessum tveimur kaupmönnum en ég veit fyrir víst að það eru margir kaupmenn við Laugaveginn sem myndu vilja setja miðborgina í annað ljós en þessir tveir gera.“ Borgarstjóri segist ekki viss um að aðrir kaupmenn á Laugavegi séu sammála um að þessir tveir kaup- menn séu bestu talsmenn kaup- manna eða að þeir hafi haldið á mál- um í samræmi við það sem kaupmenn á Laugaveginum hefðu kosið. „Mér vitanlega hafa þeir ekki verið útnefndir sem sérstakir tals- menn kaupmanna á Laugaveginum. Ég verð að játa að ég skil ekki af hverju Morgunblaðið kýs að velja einmitt þessa tvo tilteknu einstak- linga því ef farið er yfir alla umfjöll- un um Laugaveginn hafa þeirra við- brögð alltaf verið á eina lund það er neikvæð. Það hefur því mjög ein- hliða mynd verið miðlað af viðhorf- um kaupmanna á Laugaveginum og ég er sannfærð um að það eru fleiri skoðanir þar uppi en þessar. Ég geri ráð fyrir að ýmsir kaupmenn á Laugaveginum telji að þetta séu ekki góðir talsmenn og þessir tveir einstaklingar meti málflutninginn, sem þeir hafa haft uppi um Lauga- veginn misserum saman, sé að vega að hagsmunum miðborgarinnar og setja hana í flokkspólitískt ljós sem ég tel ekki vera neinum til fram- dráttar. Þeir eru með þessum mál- flutningi ekki einvörðungu að saga greinina sem þeir sitja sjálfir á held- ur einnig greininga sem margir aðr- ir sitja á,“ segir Ingibjörg Sólrún. Laugavegsmál lokuð inni í Ráðhúsinu Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihlutans í borgarstjórn, segir hins vegar gagnrýni kaupmanna við Laugaveginn réttmæta. Hún segir afdrifaríka ákvörðun hafa verið tekna fyrir nokkrum árum þegar svokölluð miðborgarstjórn var stofnuð og borgarstjóri gerður að formanni hennar. Miðborgarstjórn- in var sett sem hluti af stjórnkerfi borgarinnar en áður hafði verið til Þróunarfélag miðborgarinnar þar sem í áttu sæti fulltrúar borgarinnar ásamt þeim sem starfa í miðbænum og gæta hagsmuna hans. „Þessi breyting hefur að mínu viti leitt til hins verra því hún hefur slitið bönd- in milli þeirra aðila sem starfa í mið- borginni og þeirra sem stjórna borg- inni. Þessi mál eru nú lokuð inni í Ráðhúsinu í stað þess að vera unnin í samstarfi við fólk sem vinnur í mið- borginni,“ segir Inga Jóna. „Út af þessu ástandi í miðborginni finnst mér ástæða að taka það fram að skipulagsmál Laugavegarins eru í miklum seinagangi. Undirbúningur að deiliskipulagi hefur staðið yfir í þrjú ár og borgaryfirvöld þurfa að taka stefnu varðandi það hvað eigi að leyfa mikla nýja uppbyggingu við Laugaveginn. Það er algjörlega úti- lokað að sjá fyrir sér að við þessar aðstæður sem eru í dag geti orðið einhver endurreisn eða uppbygging á nýjan leik. Skipulagsskilmálar gera það að verkum að menn eru með mjög bundnar hendur og þessu þarf að breyta. Það þarf að rýmka skilmálana og skipulagsyfirvöld þurfa að taka afgerandi stefnu til þess að skapa skilyrði fyrir nýrri uppbyggingu,“ segir Inga Jóna Spurð um þróun verslunar í mið- bænum segir Inga Jóna að þróunin virðist vera sú sama og varð í Kvos- inni. „Sú þróun var á margan hátt fyrirsjáanleg, því hér voru teknar rangar ákvarðanir sem leiddu til þess að verslun hopaði úr Kvosinni og veitingahús tóku yfir svæðin. Við sjáum þetta sama gerast núna með neðri hluta Laugavegar og Banka- strætis og það er hætt við að þessi þróun haldi áfram upp með Lauga- veginum. Það sem við sjáum líka gerast er að eðli verslana er að breytast. Áherslan er að færast út í ódýrari verslanir og þar af leiðandi verða samkeppnismöguleikar svæð- isins gagnvart stóru verslunarmið- stöðvunum eins og Kringlunni ekki jafn sterkir. Þetta er lykilatriði að borgaryfirvöld samþykki deiliskipu- lag þar sem gert er ráð fyrir veru- legri endurbyggingu þannig að Laugavegur geti staðið undir nafni sem aðalverslunargata borgarinn- ar,“ sagði Inga Jóna Þórðardóttir. Skiptar skoðanir um miðborgarmál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir gagnrýni tveggja kaupmanna við Laugaveg hér í blaðinu sl. laugardag um vinnubrögð í miðbæj- armálum mjög óréttmæta. Inga Jóna Þórðar- dóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir hins vegar gagnrýni kaupmannanna vera réttmæta. EINAR Örn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags mið- borgarinnar, vísar því á bug sem fram kom í máli tveggja kaup- manna við Laugaveginn og félaga í Laugavegssamtökunum í Morgun- blaðinu á laugardag að félagið starfi undir stjórn borgarstjóra og sam- tökin hafi verið „hrakin“ úr Þróun- arfélaginu. Einar Örn segir erfitt að hrekja einhvern úr félagi sem hann sé ekki meðlimur í. Hann vísar því jafn- framt á bug að félagið viðhafi ekki samráð við kaupmenn á Laugaveg- inum. Tveir fulltrúar þeirra sitji í stjórn félagsins. Einar Örn segir að hafi kaup- mennirnir átt við Þróunarfélag mið- borgarinnar í blaðinu er þeir sögðu að „Þróunarfélag Reykjavíkur- borgar“ ætti að vinna að þeirra mál- um, það væri undir stjórn borgar- stjóra, hunsaði þá og vildi ekkert við þá tala, þá sé um mikinn mis- skilning að ræða. „Þróunarfélag miðborgarinnar er ekki tengt borgarstjóra eða stjórnkerfi borgarinnar á nokkurn hátt. Það er fyrst og fremst hags- munafélag rekstraraðila og íbúa í miðborginni,“ segir Einar Örn. „Fimm manna stjórn er í Þróun- arfélaginu og undanfarin tvö kjör- tímabil hafa þar af verið tveir versl- unarmenn við Laugaveginn, og þá væntanlega félagar í Laugavegs- samtökunum. Ég kannast heldur ekki við þá málsmeðferð sem kaup- mennirnir lýsa í þessu viðtali að þeir þurfi að senda sín erindi fyrst til Þróunarfélagsins, sem fari þaðan til miðborgarstjórnar og loks til borgarstjóra. Menn geta leitað beint til hvaða aðila sem er, eftir því hvernig þeir telja hagsmunum sín- um best borgið. Stundum er viðhaft samstarf í ákveðnum málum en það er af og frá að eitthvert fastmótað ferli sé í gangi,“ segir Einar Örn. Langir laugardagar komið vel út Kaupmennirnir tveir við Lauga- veginn sögðu í viðtalinu við Morg- unblaðið nauðsynlegt að uppbygg- ing færi fram í miðbænum, gæðum verslunar á svæðinu hefði hrakað og „búllur“ komið í stað verslana. Aðspurður hvað Þróunarfélag miðborgarinnar sé að gera til að sporna gegn aukinni samkeppni við verslunarmiðstöðvar eins og Smáralind og Kringluna segir Ein- ar Örn félagið hafa verið að mark- aðssetja svonefnt miðborgargjafa- kort, það sé sterkasta trompið fyrir jólin. Það hafi selst framar öllum vonum. Kortið gildir í yfir 150 versl- unum, veitingahúsum, líkamsrækt- arstöðvun, snyrtistofum, listhúsum og leikhúsum. „Ég verð ekki var við annað en að kaupmenn í miðborginni beri sig vel. Langir laugardagar í upphafi hvers mánaðar hafa komið mjög vel út, umferð verið mikil og verslunin eftir því,“ segir Einar Örn. Framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar Störfum ekki undir stjórn borgarstjóra TVEIR kaupmenn við Laugaveginn, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, kannast ekki við að borgaryfirvöld hunsi Laugavegssamtökin eða versl- unareigendur við Laugaveginn þeg- ar ákvarðanir eru teknar sem varða þetta svæði, líkt og Gunnar Guðjóns- son í Gleraugnamiðstöðinni og Jón Sigurjónsson í úra- og skartgripa- versluninni Hjá Jóni og Óskari héldu m.a. fram í blaðinu sl. laugardag. Gísli Jón Magnússon í Nikebúð- inni segir langflesta kaupmenn við Laugaveginn vilja vinna á jákvæðan hátt með borgaryfirvöldum og mik- ilvægt sé að hagsmunaaðilar setjist niður til að ræða framtíðarsýn þessa verslunarsvæðis í borginni. Undir það tekur Margrét Pálsdóttir, kaup- maður í leikfangaversluninni Liver- pool til fjórtán ára. „Bæði Þróunarfélag miðborgar- innar og miðborgarstjórnin eru til staðar og kaupmenn við Laugaveg- inn eiga þar sína fulltrúa. Hér hefur ýmislegt verið gert til að fá fólk í miðborgina. Menningarnóttin hefur fest sig í sessi og staðið hefur verið fyrir fleiri uppákomum sem hafa örvað umferðina til okkar. Lífgað hefur verið upp á miðbæinn, líkt og gert var hér á Laugaveginum, þann- ig að borgaryfirvöld hafa gert ým- islegt til að halda miðborginni við. Við þurfum bara að vera jákvæð og hafa frumkvæði í að gera eitthvað sjálf í okkar málum,“ segir Margrét og nefnir einnig góða reynslu af svo- nefndum löngum laugardögum. Hún segir veitingamenn þó geta tekið þátt í þeirri uppákomu með sýnilegri hætti og verið t.d. með tilboð sem laði að fjölskyldufólk. Margrét hefur undanfarin ár ver- ið virk í starfi Laugavegssamtak- anna, átt sæti í stjórn Þróunarfélags miðborgarinnar og í stjórn Kaup- mannasamtakanna. Hún segist geta tekið undir með Gunnari og Jóni að bílastæðasektir séu of háar. Einnig megi skoða aðkomu að bílastæða- húsunum betur og koma upp al- menningssalernum. Megum ekki sofna á verðinum Gísli Jón Magnússon segist geta talað fyrir hönd fjölmargra kaup- manna við Laugaveginn sem séu ekki „á sömu bylgjulengd“ og Gunn- ar Guðjónsson og Jón Sigurjónsson. Þeir hafi verið í fremstu víglínu fyrir Laugavegssamtökin til fjölda ára og gert margt gott en yngri kaupmenn horfi á þessi mál öðrum augum. „Við megum ekki sofna á verðin- um og þurfum stöðugt að vera á tán- um. Vissulega höfum við lent í sam- keppni við Kringluna og nú síðast Smáralind en mér heyrist á kaup- mönnum að þeir hafi ekki fundið mikinn samdrátt. Það var rífandi sala hjá okkur um síðustu helgi og sumir líktu stemmningunni jafnvel við Þorláksmessuna. Viðskiptavinir koma að máli við okkur og tala um hvað fallegt sé orðið um að líta í mið- borginni og á Laugaveginum og hvergi sé betra að vera,“ segir Gísli. Tveir kaupmenn innan Laugavegssamtakanna Viljum vinna á jákvæðan hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.