Morgunblaðið - 07.11.2001, Page 34

Morgunblaðið - 07.11.2001, Page 34
UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ O rðið „kafkaískur“ hef- ur aldrei náð mjög sterkri fótfestu í ís- lensku. Það er ekki að finna í orðabók Menningarsjóðs. Samt er líklegt að margir Íslendingar hafi upp- lifað það sem orðið vísar til: mar- traðarkennda flækju sem ekki virðist nokkur leið að fá botn í eða greiða úr. Þarf ekki mikið til að maður lendi í svona óskiljanlegu völundarhúsi reglna og óskilj- anlegs orðalags, til dæmis í sam- skiptum við íslensk skatta- yfirvöld. Orðið „kafkaískur“ er dregið af nafni austurríska rithöfundarins Franz Kafka, sem er þekktastur fyrir bækurnar Réttarhöldin og Hamskiptin. Hann hefur líka skrifað fjöldann allan af styttri verkum, m.a. Í refsinýlend- unni, sem vitnað er í hér að ofan (í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar). „Kafkaískur“ lýsir upplifun – tilfinningu. Þetta er tilfinning sem allir sem búa í skrifræðissam- félagi á borð við Ísland þekkja mæta vel. Þegar maður finnur að maður er orðinn rammvilltur í reglugerðafrumskóginum er mað- ur lentur í kafkaískri aðstöðu. Þessi tilfinning er kennd við Kafka vegna þess að hann hefur þótt hafa lýst henni öðrum betur – ekki síst í Réttarhöldunum. Hættan við að villast í reglu- gerðum og óljósu, opinberu orða- lagi, eins og í annarri villu, er sú, að maður fari að fara í hringi. Þá mun maður ekki eiga afturkvæmt. Það sem getur orðið manni til bjargar er fólk sem er sér- menntað í leynistigum kerf- isbatterísins. Það er að segja ann- aðhvort embættismenn eða skattalögfræðingar. Því miður hefur reynsla margra af þeim fyrrnefndu orðið sú að þeir eru ekki í sérlega miklu áliti og mætti stundum halda að emb- ættismenn líti fyrst og fremst á sig sem gæslumenn kerfisins, fremur en sem gæslumenn hags- muna almennings – sem þeir eiga þó að þjóna. Þess eru jafnvel dæmi að op- inberir starfsmenn hlæi upp í opið geðið á skilningssljóum skatt- greiðanda sem hefur orðið veg- villtur (eða öllu heldur aldrei náð áttum) í reglugerðafrumskóginum og embættismannatungumálinu. Þegar svo sá skilningssljói ber sig upp yfir því að vera hafður að háði og spotti eru viðbrögð þess op- inbera bara axlayppting: iss, mað- ur er svo vanur þessu. Jafnvel þótt maður skilji ekki úrskurð yfirvaldanna – til dæmis skattayfirvalda eða opinberra inn- heimtumanna – er viðmót emb- ættismannanna það sama og liðs- foringjans í sögu Kafka um refsinýlenduna: Það er óþarfi að þú skiljir til fulls úrskurðinn, þú munt skilja hann á peningavesk- inu þínu. Kerfinu – líkt og græjunni fínu í refsinýlendu Kafka – er ætlað að virka; því er ekki ætlað að vera skiljanlegt þeim sem það á að virka á. Það er auðvitað að berja höfð- inu við steininn að agnúast út í kerfið. En það er alltaf full ástæða til að agnúast út í þá fulltrúa þess – gæslumenn þess – sem ekki eru hæfir til að útskýra fyrir jafnvel hinum skilningssljóasta smáborg- ara hvernig það virkar. Hvert er eiginlegt hlutverk þessara gæslumanna kerfisins? Þeir þurfa auðvitað að kunna á kerfið, skilja hvernig það virkar og hvernig hægt er að beita því. En er það allt og sumt sem þeim er ætlað að gera? Hlýtur það ekki líka að vera í þeirra verkahring að gera venjulegu fólki skiljanlegt hvað það er sem blessað kerfið er að gera og hvers vegna? En til að gegna þessari skyldu sinni á fullnægjandi hátt er ekki nóg að lesa bara upp reglugerðir sem skrifaðar hafa verið með óskiljanlegri skriffinnsku. Skrif- finnska er ekki íslenska. Þess vegna þurfa embættismenn að vera færir um að túlka þetta furðulega mál á íslensku. Og best væri auðvitað ef bréfin sem þeir senda frá sér væru á íslensku líka. En það er líklega fram á allt of mikið farið. Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, sagði einu sinni frá því í viðtali hver munur honum hefði þótt á viðhorfi banda- rískra embættismanna annars vegar og íslenskra hins vegar, til hlutverks embættismannsins. (Í starfi sínu hjá Loftleiðum í Bandaríkjunum þurfti Sigurður að hafa samskipti við þarlenda embættismenn). Þessi munur kom aðallega fram í því, sagði Sigurður, að banda- rískir embættismenn litu á það sem hlutverk sitt að aðstoða al- menna borgara í samskiptum við kerfið. Eins og embættismenn- irnir væru ekki bara fulltrúar kerfisins gagnvart borgurunum, heldur líka öfugt. Þeir væru fulltrúar borgaranna gagnvart kerfinu. Íslenskir embættismenn, aftur á móti, höfðu tilhneigingu til að koma fram eins og valdamenn gagnvart þeim sem þyrftu að eiga við kerfið. Í krafti stöðu sinnar hefur embættismaðurinn vald og þess vegna er hann ekki fulltrúi borgarans gagnvart kerfinu og hneigist til að túlka lög og reglu- gerðir ætíð á strangasta hátt og með hagsmuni kerfisins að leið- arljósi. Það versta við þetta íslenska embættismannaviðhorf, sem Sig- urður lýsti, er ekki síst að það ger- ir smáborgarann, sem kann ekki á kerfið og skilur ekki kansellístíl- inn þess, frábitinn hinu opinbera kerfi – jafnvel þótt honum finnist hann gera sér fullkomna grein fyrir nauðsyn þess og kostum samneyslu. Þannig gerir þetta að verkum að manni verður beinlínis óljúft að sinna borgaralegum skyldum, því að það er hvorki skynsamlegt né skemmtilegt að fylgja lögum og reglum blindaður af skilnings- skorti. Að passa kerfið „Er honum kunnugt um dóm sinn?“ „Nei,“ sagði liðsforinginn [...] „Það væri ekki til neins að birta honum dóm- inn. Hann fær hvort eð er að kenna hans á líkama sínum.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Franz Kafka: Í refsinýlendunni. FÉLAGS náms- og starfsráðgjafa fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. Stofnfélagarnir sem voru 7, kölluðu sig námsráðunauta og fé- lagið hét Félag ís- lenskra námsráðgjafa. Á þeim 20 árum sem liðin eru má segja að bylting hafi orðið í þjónustu við nemend- ur á öllum skólastigum og líta þeir á náms- og starfsráðgjöf í dag sem sjálfsagðan og eðlilegan hluta af skólaumhverfi sínu. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa í skólum er fyrst og fremst að standa vörð um velferð nemenda og styðja við bakið á þeim í málum er varða nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval. Fjöl- breytni námsmöguleika á fram- halds- og háskólastigi, sem og í einkageiranum, hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna tvo áratugi. Fyrir margan nemandann lítur ákvarðanataka um framtíðina út sem frumskógarferð. Þörfin fyrir markvissa leiðsögn um þennan skóg nýrra námsleiða og starfa hefur aukist verulega frá því sem áður var. Það er nemendum því afar mik- ilvægt að hafa greiðan aðgang að náms- og starfsráðgjafa, bæði í eig- in skóla og öðrum, í upplýsingaleit sinni. Þá geta nemendur á öllum skólastigum óskað eftir aðstoð við að greina áhugasvið sín með viðeig- andi mælitækjum og verða niður- stöður slíkra greininga oft kveikja að ákvarðanatöku einstaklingsins um framtíðarnám og -störf. Náms- og starfsráðgjöf felur einnig í sér ráðgjöf til nemenda um vinnubrögð í námi, prófaundirbún- ing, upplýsingagjöf um námsgrein- ar, ráðgjöf um skipulag og áætlana- gerð ýmiss konar. Náms- og starfsráðgjafar taka þátt í að skipu- leggja starfsfræðslu innan grunn- skólans sem felur í sér upplýsingar um störf á vinnumarkaði, tengsl við atvinnulífið, atvinnuumsóknir og fleira og algengt er að náms- og starfsráðgjafar komi að skipulagn- ingu og kennslu í lífsleikniáföngum á framhaldsskólastiginu. Náms- og starfsráðgjafar eru málsvarar nemenda og trúnaðar- menn sem aðstoða þá við að leita lausna á sínum málum. Á skólaferl- inum geta komið upp ýmis vanda- mál sem haft geta truflandi áhrif á líf, og þar með námsframvindu, nemandans. Í slíkum tilfellum getur verið gott að leita til hlutlauss aðila eftir persónulegri ráðgjöf. Mál eins og skilnaður, samskiptavandræði af ýmsum toga, vandamál tengd námi, einbeitingu, sjálfsmynd, kvíða og ýmiss konar önnur vanlíðan og áhyggjur geta gert nemandanum erfitt fyrir. Þá er gott til þess að vita að aðstoð er innan seilingar. Hópráðgjöf er einn liður í starfi náms- og starfsráðgjafa. Algengt er að boðið sé upp á námskeið þar sem tekið er á prófkvíða, einelti, styrk- ingu sjálfsmyndar og félagsfærni, mögulegri brottfallshættu úr námi og fleiru því er getur veikt stöðu einstaklingsins sem námsmanns. Eins og sjá má af ofantöldu er starfsvettvangur náms- og starfs- ráðgjafa í skólum þrískiptur á milli námsráðgjafar, persónulegrar ráð- gjafar og starfsráðgjafar eða fræðslu. Náms- og starfsráðgjafar leggja mikla áherslu á gott sam- starf á milli skólastiga og að upplýs- ingaflæði á milli þeirra sé skýrt og markvisst svo tilfærsla nemenda milli skólastiga verði eins átakalítil og vel ígrunduð og unnt er. Náms- og starfsráðgjöf er í eðli sínu fyr- irbyggjandi og stuðlar að mark- vissri ákvarðanatöku einstaklings- ins. Gott upplýsingaflæði frá at- vinnulífinu er mjög mikilvægt og síðast en ekki síst er öflugt sam- starf náms- og starfsráðgjafa við yf- irvöld menntamála og stjórnendur skóla lykilatriði. Með viðurkenningu á auknu vægi náms- og starfsráðgjafar, sem fram kemur í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, má með sanni segja skólakerfið sé enn betur í stakk búið að skila af sér hæfum, vel menntuðum og ákveðnum ein- staklingum á vinnumarkað framtíð- arinnar. Nemendur og náms- og starfsráðgjöf Ragnheiður Bóasdóttir Starfsráðgjöf Náms- og starfsráðgjöf er í eðli sínu fyrirbyggj- andi, segja Svandís Ingimundardóttir og Ragnheiður Bóasdóttir, og stuðlar að markvissri ákvarðanatöku ein- staklingsins. Svandís formaður Félags náms- og starfsráðgjafa og Ragnheiður er varaformaður. Svandís Ingimundardóttir FRÓÐLEGT er að bera saman markaðs- aðstæður Landssímans og Landsvirkjunar. Landssíminn er í harðri samkeppni við önnur símafyrirtæki um viðskiptavini. Fyr- irtækið býður hagstæð kjör og fjölbreytta þjónustu til að halda viðskiptavinum og ná til nýrra. Miklar tækni- nýjungar á talsímasvið- inu á undanförnum ár- um hafa endurspeglast í bættri þjónustu og lægra verði til við- skiptavina fyrirtækis- ins. Landsvirkjun, aftur á móti, er ein- okunarfyrirtæki sem ekki þarf að keppa um viðskiptavini hér innan- lands. Fyrirtækið getur í raun sett upp það verð sem þörf er á. Heimilin og fyrirtækin í landinu hafa um ára- tuga skeið greitt svipað verð að raungildi fyrir raforkukaup sín. Tækninýjungar í raforkuframleiðslu hafa ekki endurspeglast í lægra verði til innlendra viðskiptavina. Nei, slíkur ávinningur hefur fyrst og fremst verið notaður til að laða stór- iðjufyrirtæki til landsins. Einokunaraðstæður Landsvirkj- unar leyfa fyrirtækinu með öðrum orðum að mismuna viðskiptavinum í verðlagningu (umfram það sem magnkaup gefa tilefni til). Raforka frá nýjustu og hagkvæmustu virkj- unum landsmanna er seld á rúmlega jaðar- verði til erlendra aðila, á verði sem er langt undir því verði sem al- menningur og fyrir- tæki landsins greiða. Mestöll framleiðni- aukningin fellur er- lendum aðilum í skaut. Áliðnaður fær ekki lengur þrifist á megin- landi Evrópu. Megin- skýringin er sú að þau lönd geta ekki boðið það lága verð sem ný álframleiðslulönd geta boðið. En hver er ástæða þess? Geta Norðmenn til dæmis ekki reist eins hagkvæmar virkjanir og við, eða geta þeir ekki lengur mismunað við- skiptavinum sínum í verðlagningu, vegna samkeppninnar á raforku- markaði Evrópu? Hver yrðu viðbrögð heimila og fyrirtækja landsins ef Landssíminn væri enn einokunarfyrirtæki í skjóli laga og legði allan metnað sinn í að selja erlendum viðskiptavinum síma- þjónustu á jaðarverði nýjustu og hagkvæmustu símstöðva sinna, en héldi gömlu góðu verðlagningunni fyrir okkur, innlenda neytendur? Er ekki kominn tími til að ræða fyrir- komulag virkjunarmála af hrein- skilni og raunsæi, því mikið er í húfi? Eða ætlum við áfram að greiða þann skatt sem einokunarverðlagningin er í raun? Staða líklegra keppinauta Lands- virkjunar, þ.e. Reykjavíkurborgar með Nesjavallavirkjun og Hitaveitu Suðurnesja, er orðin ansi pínleg, þar sem þeir eru neyddir til að taka þátt í þessu gæluverkefni landsfeðranna og selja Landsvirkjun, og þar með erlendum aðilum, raforku á jaðar- verði (undir 1 krónu kílóvattstund- ina), á sama tíma og útsöluverð til hins almenna raforkunotanda er í kringum 5 krónur. Í eðlilegu sam- keppnisumhverfi væri verð kílóvatt- stundar allnokkuð lægra en 5 krón- ur, sem yki kaupmátt heimila og bætti samkeppnisstöðu fyrirtækja. Landssíminn, Lands- virkjun og samkeppnin Jóhann Rúnar Björgvinsson Raforkusala Í eðlilegu samkeppn- isumhverfi væri verð kílóvattstundar all- nokkuð lægra en 5 krón- ur, segir Jóhann Rúnar Björgvinsson, sem yki kaupmátt heimila og bætti samkeppnisstöðu fyrirtækja. Höfundur er hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.