Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
www.yogastudio.is
Yoga Studio – Halur og sprund ehf.,
Auðbrekku 14, Kópavogi,
símar 544 5560 og 864 1445.
Umboðsaðili fyrir Custom
Craftworks nuddbekki og
Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl.
Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni
hefst 13. nóvember – Þri. og fim. kl. 20.00
4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá sem eiga
við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu.
Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða
þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun,
slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu.
Traust námskeið frá árinu 1994 — byggð á reynslu. (Sjá einnig www.yogastudio.is)
Ásmundur
Anna
Jóga – breyttur lífsstíll með Önnu Hermannsdóttur
hefst 14. nóvember – Mán. og mið. kl. 18.30
Grunnnámskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vill læra eitthvað nýtt. Anna mun leggja áherslu
á jógastöður (asana) og öndunaræfingar, sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar.
Reynsla af jóga er ekki nauðsynleg.
Sjá stundaskrá opinna jógatíma á www.yogastudio.is
FJÓRÐA ráðherra-
þing Heimsviðskipta-
stofnunarinnar, WTO,
sem halda á í Doha í
Katar dagana 9.–13.
nóvember nk. hefur
verið í nokkurri óvissu
um tíma, en nú hafa
Bandaríkin tilkynnt að
það verði haldið eins
og ráð var fyrir gert.
Þetta eru vissulega
góðar fréttir því
margir hafa óttast að
ekki næðist samstaða
um þetta og eftir
hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum í fyrri mán-
uði heyrðist víða að
líklega héldu menn ekki þing í
Arabalandi fljótlega. En einmitt
vegna þessa er mikilvægt fyrir
Bandaríkin að halda þingið og stað-
festa þar með að málið snýst ekki
um átök á milli Araba annars vegar
og vestrænna ríkja hins vegar.
Stjórnendur gera sér grein fyrir að
í kjölfar atburðanna og ásakana á
hendur íslömskum hryðjuverka-
mönnum er mikilvægt að undir-
strika með því að halda ráðherra-
þing WTO í Doha, að Arabalöndin
og önnur lönd í Evrópu og Am-
eríku eru ekki í átökum. Við Ís-
lendingar hljótum að fagna þessu
því það er afar mikilvægt fyrir okk-
ur ekki síður en aðra að fríverslun
og afnám hafta og viðskiptahindr-
ana verði að veruleika sem víðast.
Því skiptir meginmáli að hefja nýja
samningalotu um heimsviðskiptin.
SVÞ – Samtök verslunar og
þjónustu sem eru landssamtök
þessara greina á Íslandi eru aðili
að Evrópusamtökum verslunarinn-
ar, EuroCommerce, í Brussel og
taka nokkurn þátt í störfum þar.
Þessi samtök hafa undirbúið viða-
mikla stefnumótun varðandi þingið
í Doha þar sem einkum er lögð
áhersla á að menn læri af mistök-
unum í Seattle, taki fyrir að leysa á
þinginu það sem ætla má að þeir
komist yfir og leggi áherslu á eft-
irfarandi fjögur meginatriði:
1. Að framfylgja samningum
WTO með því að veita þróunar-
löndunum aukna tæknilega og fjár-
hagslega aðstoð frá alþjóðastofn-
unum og eins frá iðnríkjunum.
2. Hraða opnun markaða fyrir
þróunarlöndin og vinna þannig að
því að þróunarlöndin samlagist al-
þjóðaviðskiptakerfinu.
3. Að dagskrá og tímalengd
samninga verði ákveðin. ESB, Kan-
ada, Japan og Bandaríkin verða að
koma sér saman um sameiginlega
samningsstöðu með töluverðum til-
hliðrunum fyrir þróunarlöndin og
um skýra og skipulega dagskrá.
4. Bæta samskipti við atvinnu-
lífið! Frjáls samtök þurfa betri
upplýsingar og óheft-
ari aðgang að opin-
berum WTO-skjölum,
þ.e.a.s. það þarf aukið
gegnsæi.
Það verður að virkja
þróunarríkin til auk-
innar þátttöku í samn-
ingum og ákvörðunar-
töku innan WTO.
Lítill árangur af ráð-
herraþinginu í Seattle
hefur leitt í ljós að
iðnríkin geta ekki
lengur skellt skolla-
eyrum við hagsmunum
þróunarríkjanna. En
umfram allt verða hin
iðnvæddu Vesturlönd
að bjóða þróunarríkjunum skýran
ávinning af frekari viðræðum í
Doha. Það er alls ekki ljóst meðal
þróunarríkjanna hvaða ávinning
Úrúgvæsamningarnir færðu þeim.
Annars vegar er þetta vegna þess
að niðurstöðurnar náðu aðeins
fram að ganga að hluta. Hins vegar
er ekki hægt að framkvæma Úr-
úgvæskuldbindingarnar án tækni-
legs og fjárhagslegs stuðnings frá
iðnríkjunum og verulega hefur
skort á að það hafi verið gert.
Ný samningalota um viðskipti
grundvallast á því að vekja veru-
lega áhuga þróunarlandanna og
þetta þýðir sanngjarnar kröfur um
opnun markaða iðnríkjanna og að
léttvægari mál verði lögð til hliðar.
Aukin fríverslun hlýtur greinilega
að vera það atriði sem ofar öðru
verður áberandi á þinginu í Doha.
Mikilvægt er að við tilraun til að
hefja á ný samninga um heims-
viðskiptin einbeiti menn sér að því
sem hægt er að koma í verk en
leggi annað til hliðar um stund.
Fríverslun stuðlar að hagvexti um
allan heim og eykur velsæld. Al-
þjóðlegir viðskiptahættir sem
grundvallast á jafnræði, gegnsæi
og sem minnstri takmörkun byggja
upp heimsviðskipti og jafnframt
laga- og stofnanaumhverfi sem við-
heldur og eflir kerfið.
Þrátt fyrir þetta hefur Heims-
viðskiptastofnuninni,WTO, ekki
tekist sem skyldi að ná árangri og
hún nýtur ekki viðurkenningar í
öllum aðildarríkjunum. Það voru
iðnríkin og nýlega orðin iðnríki
sem nutu fyrst og fremst ávinnings
af auknu frelsi í kjölfar fyrri samn-
ingalotnanna. Úrúgvæsamningarn-
ir skiluðu árangri á nýjum sviðum
eins og t.d. varðandi þjónustu
(GATS), verndun hugverkaréttar
(TRIPS), minnkun viðskiptahindr-
ana (TBT) og lágmarksviðmið
varðandi heilbrigðis- og plöntuheil-
brigðisaðgerðir (SPS). Eins og
seinna kom í ljós þá voru þróun-
arríkin ekki enn nægilega undirbú-
in fyrir þessar nýju skyldur.
Ráðstefnan í Seattle undirstrik-
aði þýðingu þess að taka tillit til
málefna þróunarlandanna og nú
reynir á iðnríkin að aðstoða þau við
að meta aðstæður raunhæft. Það
verður að veita þessum löndum
tæknilegan og fjárhagslegan stuðn-
ing og opna markaði iðnríkjanna
fyrir framleiðsluvörum þróunar-
landanna. Hraða verður markaðs-
aðgangi vefnaðarvara og fatnaðar
og tryggja að þegar fríverslunar-
ákvæði ESB varðandi þessar vörur
taka gildi árið 2005 komist vörur
þróunarríkjanna inn á þann mark-
að. Landbúnaðarstefna ESB sem
nú er afar óhagstæð þróunarríkj-
unum þarf að taka breytingum
þannig að kvótar og hindranir verði
afnumdar í áföngum. „Everything
free but arms“ átakið sem ESB
hefur samþykkt og felur í sér að
allar vörur frá minnst þróuðu lönd-
unum (LLDCs) nema vopn og skot-
færi megi flytja inn í ESB-löndin
án takmarkana og tolla er spor í
rétta átt en þarf að framkvæma
hraðar.
Hvaða máli skiptir allt þetta fyr-
ir Ísland? Óhætt er að slá því föstu
að á margan hátt er þýðingarmikið
fyrir Ísland að heimsviðskiptin þró-
ist með þeim hætti sem hér hefur
verið tæpt á. Viðmið um heilbrigð
og eðlileg viðskipti berast skjótt á
milli landa, ekki síst þeirra sem
eiga í miklum viðskiptum og því má
ætla að viðskiptavenjur Evrópu
þættu fljótt eðlileg viðmið hér. SVÞ
– Samtök verslunar og þjónustu
hafa ásamt fleirum hvatt til þess að
fríverslun verði aukin á Íslandi,
m.a. með því að fella niður kvóta og
innflutningsgjöld á grænmeti og
fleiri landbúnaðarvörur. Þetta ger-
ist ekki á einni nóttu, en mikilvægt
er að ákveða takmarkið og tíma- og
magnsetja skrefin þangað. Vonandi
tekst að koma á nýrri samningalotu
WTO og ná þar þeim árangri að
sjálfgert verði fyrir stjórnvöld að
gera þessar og fleiri breytingar til
hagsbóta fyrir neytendur og versl-
un á Íslandi.
Ný samningslota WTO
er afar mikilvæg
Sigurður
Jónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ
– Samtaka verslunar og þjónustu.
Heimsviðskipti
Það verður að virkja
þróunarríkin til auk-
innar þátttöku, segir
Sigurður Jónsson, í
samningum og ákvörð-
unartöku innan WTO.
FYRIR fáeinum
dögum ritaði ég grein
í Morgunblaðið til
þess að vekja athygli
á nauðsyn þess að at-
vinnurekendur mis-
beittu ekki valdi sínu
gegn fólki sem komið
er á miðjan aldur og
þar yfir. Á Alþingi er
til umfjöllunar þing-
mál þar sem lagt er
til að kanna hvort
unnt er með lagasetn-
ingu að styrkja stöðu
þessa fólks. Þetta
mætti hugsanlega
gera með því að for-
gangsraða í þágu
þeirra sem hafa lengstan starfs-
aldur þegar kemur til uppsagna
vegna erfiðs fjárhags fyrirtækja
eða stofnana; með lengingu á upp-
sagnarfresti í þágu þeirra sem
hafa langan starfsaldur; með
löngum biðlaunarétti, svo dæmi
séu tekin. Ég skal fúslega játa
þótt ég sé flutningsmaður þing-
málsins að ég geri mér grein fyrir
því að það kann að vera erfiðleik-
um háð að tryggja réttlæti í þess-
um efnum með lögum þótt ég vilji
láta kanna með opnum og jákvæð-
um huga hvort það sé unnt.
Hugarfarið
mikilvægt
Í umsögn frá Samtökum at-
vinnulífsins um þetta þingmál er
vísað í að löggjöf til að styrkja
stöðu eldra fólks á vinnumarkaði
myndi að öllum líkindum verða á
kostnað „snerpu og viðbragðsflýt-
is“. Ég ætla að leyfa mér að ætla
að ummæli af þessu tagi séu sett
fram í fljótræði og ekki að mjög
yfirveguðu máli og hef ég óskað
eftir því að SA skýri sinn málstað
á opinberum vettvangi. Eitt er víst
að mikilvægt er að tryggja rétt
hugarfar hjá atvinnurekendum og
þar tel ég að tvennt þurfi að vera
upp á teningnum.
Í fyrsta lagi þurfa
menn að meta reynslu
og þekkingu að verð-
leikum. Það er ein-
faldlega rangt að ungt
fólk sé betri starfs-
menn aldurs síns
vegna. Reynsla og
þekking skiptir máli.
Sú æskudýrkun sem
hefur verið við lýði í
atvinnulífinu hefur að
mínum dómi heldur
komið okkur í koll,
ekki síst þegar litið er
til fjármálageirans
þar sem ungt ákafa-
fólk hefur alltof oft
farið offari vegna reynsluleysis og
ungæðisháttar.
Siðferðilegar skyldur
atvinnurekenda
Í öðru lagi þá hafa atvinnurek-
endur siðferðilegar skyldur gagn-
vart fólki sem starfað hefur um
langan tíma hjá fyrirtæki eða
stofnun. Fólk sem allan sinn
starfsaldur hefur starfað af trú-
mennsku og áhuga hjá fyrirtæki
eða stofnun á það ekki skilið að
vera varpað á dyr á fullorðinsaldri.
Hjá stórum fyrirtækjum eða
stöndugum stofnunum hafa for-
stjórar og ráðamenn ekki leyfi til
þess að ganga á þennan hátt á rétt
starfsmanna. Þetta er réttur þótt
hann sé ekki skráður í lög og hann
ber að virða.
Uppsagnir
Nú kreppir að í sumum greinum
atvinnulífsins. Uppsagnir eru því
miður orðnar alltof tíðar. Það er
ástæða til þess að hvetja atvinnu-
rekendur til þess að sýna sann-
girni og ábyrgð gagnvart öllum
starfsmönnum, ekki síst þeim sem
eru gamalgrónir í starfi. Það fyr-
irtæki og sú stofnun sem ekki rís
undir þessari ábyrgð mun ekki
uppskera velvild fólks sem við
hana skiptir. Fólk ætlast til þess
að farið sé fram af sanngirni.
Réttlæti
Flestir gera sér grein fyrir því
að reynslumikið starfsfólk er verð-
mætt. Hitt snýr svo að réttlætinu:
Starfsmenn sem hafa starfað hjá
tiltekinni stofnun eða fyrirtæki,
nánast allt sitt starfslíf, eiga það
ekki skilið að vera vísað á dyr þeg-
ar hillir undir starfslok – eða at-
vinnuleysi.
Mismunun vegna
aldurs og ábyrgð
atvinnurekenda
Ögmundur
Jónasson
Höfundur er alþingismaður
og formaður BSRB.
Atvinna
Það er ástæða til þess,
segir Ögmundur
Jónasson, að hvetja at-
vinnurekendur til þess
að sýna sanngirni
og ábyrgð gagnvart
starfsmönnum.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía
Byggir
upp og
nærir
NAGLANÆRING
G
læ
si
le
g
a
r
g
ja
fa
vö
ru
r Skál
kr. 8.350
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.