Morgunblaðið - 07.11.2001, Side 40
MINNINGAR
40 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Selma Sigurðar-dóttir fæddist í
Reykjavík 29. des-
ember 1974. Hún
lést af slysförum 26.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Sigurður Hall-
dórsson, f. 18.5.
1943, og Sigrún Þor-
steinsdóttir, f. 1.6.
1944. Systir Selmu
er Sif, f. 1966, maki
Rafn Rafnsson, f.
1964, dóttir þeirra
Anna Birna Rafns-
dóttir, f. 1987.
Selma stundaði nám í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti frá
1991–1995 og vann ýmis þjón-
ustu- og verslunarstörf með
náminu. Selma hafði verið búsett
víðsvegar um heiminn, m.a. í
Frakklandi í 1 ár þar sem hún
var au pair og sótti
frönskunám í Há-
skólanum í Aix. Hún
dvaldi síðan 2 ár í
Danmörku þar sem
hún starfaði við hin
ýmsu störf. Hún
starfaði sem ritari
Slysavarnaskóla
sjómanna hjá Slysa-
varnafélaginu
Landsbjörg frá 1999
til 2001. Selma út-
skrifaðist úr mark-
aðs- og sölunámi frá
Viðskipta- og tölvu-
skólanum síðastliðið
vor. Hún starfaði sem flugfreyja
hjá Flugfélaginu Atlanta og
hafði gert allt frá árinu 1997, nú
síðast í París.
Útför Selmu fer fram frá Selja-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Langt um aldur fram og á besta
aldri er einn af leikmönnum meist-
araflokkskvenna fallinn frá, Selma
Sigurðardóttir. Selma lék með
Haukum á tímabilinu 1992–1995 og
tók virkan þátt í því mikla uppbygg-
ingarstarfi sem þá átti sér stað hjá
Haukum og lagði grunninn að
bjartri framtíð félagsins. Með létta
lund og baráttuanda að vopni lagði
hún sitt af mörkum bæði innan vall-
ar og utan. Það var ekki síst þegar á
móti blés að baráttuandi hennar
nýttist til fulls þegar hún smitaði
samherja sína af baráttu- og leik-
gleði. Við hjá Haukum kveðjum nú
góðan félaga og fyrir hönd félagsins
þökkum við Selmu fyrir framlag
hennar. Minningin um mæta mann-
eskju mun lifa áfram meðal félags-
ins. Aðstandendum Selmu vottum
við okkar dýpstu samúð.
Knattspyrnudeild Hauka.
Okkar kynni af Selmu voru stutt
en þeim mun eftirminnilegri. Við
kynntumst í Viðskipta- og tölvuskól-
anum í fyrra og var Selma ein þeirra
sem hleyptu fáum að sér í fyrstu.
Það var þó fljótt að breytast og þeg-
ar hún hafði unnið á feimninni gagn-
vart okkur, þá var þar að baki
skemmtileg og hugmyndarík stelpa,
sem var tilbúin að bjóða mann hjart-
anlega velkominn inn í líf sitt.
Það er óhætt að segja að Selma
hafi komið sterk inn í félagslíf bekkj-
arins. Hún var ötull talsmaður
bekkjarskemmtananna, enda þegar
á hólminn var komið, þá var hún
hrókur alls fagnaðar á þeim vett-
vangi. En hún átti sér líka aðra hlið.
Það var hin hógværa Selma, sem var
jarðbundin og metnaðarfull. Það
kom því engum á óvart þegar henni
voru veitt verðlaun við útskrift, fyrir
framúrskarandi námsárangur. Við
vissum hversu dugleg og samvisku-
söm hún hafði verið og glöddumst
mikið fyrir hennar hönd.
Selma var sannkölluð Pollýanna í
okkar huga, enda talaði hún aldrei
illa um nokkra manneskju og alltaf
sá hún hlutina í jákvæðu ljósi. Við
sendum fjölskyldu Selmu okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Minning
um yndislega stelpu lifir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Bekkur MS-131
Viðskipta- og tölvuskólans.
Ég sit á heimili mínu í Bandaríkj-
unum og langar með fáum orðum að
minnast hennar Selmu. Við kynnt-
umst fyrir fimm árum á flugfreyj-
unámskeiði hjá Atlanta. Saman
héldum við svo á vit ævintýranna og
bjuggum saman í Sádi-Arabíu.
Langt frá heimahögum í framandi
umhverfi tengdumst við vináttu-
böndum sem aldrei slitnuðu. Við
urðum perluvinkonur og í Selmu
fann ég einn traustasta vin sem ég
hef átt.
Selma var hlý og góðhjörtuð, og
aldrei hallmælti hún nokkrum
manni. Ég kveð hana með miklum
söknuði og varðveiti í hjarta mínu
allar þær góðu stundir sem við átt-
um saman.
Ég votta fjölskyldu Selmu mína
innilegustu samúð og bið Guð að
hugga ykkur og styrkja í þessari
miklu sorg.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Aleksandra Kojic.
Að lifa er að vilja lífið. Og þú varst
í óðaönn. Þeyttist út um heima og
geima, fannst samt alltaf tíma til að
kíkja inn í nokkra daga eða jafnvel
vikur. Bankaðir stundum bara
óvænt upp á. Ég hef svo oft saknað
þín og ég sakna þín meira nú.
Sandra Björk Rúdólfsdóttir,
Kaupmannahöfn.
„Talk to the hand, girlfriend (Tal-
aðu við höndina á mér, vinkona).“
Svo hlógum við eins og vitleysingar.
Þessi orð og allar þær minningar
sem fylgja þeim tek ég með mér og
mun brosa út í annað þegar ég hugsa
til þeirra.
Þín verður sárt saknað, krúttið
mitt. Jasmine biður að heilsa.
Kysstu Evu Maríu frá mér.
Þyri.
Það er ólýsanlega erfitt að þurfa
að horfast í augu við þá staðreynd að
Selma er farin. Ég er búin að þekkja
Selmu mestallt mitt líf og varla hægt
að hugsa sér tilveruna án hennar.
Það er í rauninni hvergi hægt að
byrja og hvergi hægt að enda þegar
ég hugsa um þessa frábæru stelpu
sem gaf mér svo mikið. Hún var ein-
stakur vinur og á alltaf hluta af mér
sem hún ein þekkti. Það er ekki með
nokkru móti hægt að lýsa Selmu í
fáum orðum. Selma var eins og fal-
legt litríkt fiðrildi. Alltaf á fjörugu
flökti á milli fólks og á milli landa.
Hún var svo full af fjöri að allir hlutu
að hrífast með enda engin tilviljun
hvað hún átti marga vini og hve
margir sóttust eftir félagsskap
hennar. Hún var svo leiftrandi
blanda og oft mótsagnakennd en það
var einmitt það sem gerði hana svo
sérstaka. Hún var hugrökk og sterk
en samt svo viðkvæm, villt en samt
stillt, listræn en alltaf nákvæm. Hún
skammaði mig stundum fyrir að
vera með skynsemisveiki á háu stigi
en samt tókst henni oftast að hafa vit
fyrir mér. Hún sá alltaf það jákvæða
í öllu. Engin vandamál bara ævin-
týri. Hún gat búið til ævintýri úr
einni gönguferð – gladdist yfir sól-
skinsdegi, valhoppaði og söng um
sól, bara sól. Alls staðar sem ég lít
eru minningar tengdar henni og ein-
hverju sem við höfum gert saman
eða talað um. Það var undursamlegt
að horfa á Selmu þegar hún hitti fólk
í fyrsta skipti og náði svo sterku
sambandi við það að það var eins og
hún hefði alltaf þekkt það. Ég hef
aldrei kynnst neinum sem hafði
þessi sterku áhrif á fólk, jafnvel við
fyrstu kynni. Öllum þótti svo gott að
tala við hana vegna þess að hún hafði
svo mikinn og raunverulegan áhuga
á fólki og hún skildi allt.
Það var svo gaman að vera nálægt
henni. Það var svo gott að vera ná-
lægt henni. Hún var svo yndislega
skemmtileg og uppátækjasöm. Hún
hringdi í bítið á afmælisdaginn minn
og söng afmælissöng háum rómi.
Enginn nema Selma komst upp með
það að faðma mig og knúsa í hvert
skipti sem við hittumst. Hún hló oft
að mér fyrir að kunna ekki að faðma
nógu lengi og nógu fast. En hún
kenndi mér það og svo ótalmargt
fleira. Heimurinn var betri þegar þú
varst hér. Ég sakna þín í dag og allt-
af. Takk fyrir allt, elsku Selma.
Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir.
Það er ekki auðvelt að setjast nið-
ur og skrifa minningargrein um
manneskju sem ég hélt að ætti eftir
að vera hluti af lífi mínu svo miklu
lengur. Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Selmu vinkonu minnar.
Við vorum saman í Ölduselsskóla en
það var ekki fyrr en í 9. bekk að við
kynntumst og vorum við góðar vin-
konur alla tíð síðan. Það má nota
mörg orð til að lýsa Selmu. Hún var
kraftmikil og hress og hafði einstakt
lag á að kynnast nýju fólki. Hún var
líka vandvirk og skipulögð og það
sem hún tók sér fyrir hendur bar
þess vott. Selma var tilfinningarík
og hlý og þótti ótrúlega vænt um
fjölskyldu sína og vini. Í mínum
huga var hún umfram allt góð vin-
kona sem var gott að tala við og mér
þótti vænt um. Síðustu árin eyddum
við ekki eins miklum tíma saman og
áður en þegar við hittumst var samt
alltaf eins og við hefðum hist í gær.
Það var svo ótrúlega auðvelt að taka
aftur upp þráðinn og gott og gaman
að spjalla saman.
Það er stutt síðan ég hitti Selmu
síðast. Allt í einu verður samtal um
hversdagslega hluti að dýrmætum
minningum í huga mínum og ég vil
muna hvert einasta smáatriði. Bréf
og kort frá henni í útlöndum og ljós-
myndir verða gersemar sem ég
geymi.
Elsku Sigurður, Sigrún, Sif,
Rabbi og Anna Birna. Selma var
yndisleg manneskja sem er sárt
saknað. Ég vil votta ykkur mína
dýpstu samúð. Ykkar missir er mik-
ill.
Guðný Steinsdóttir.
Með fáeinum orðum viljum við
kveðja fyrrverandi vinnufélaga sem
lést í hörmulegu bílslysi föstudaginn
26. október. Ung kona í blóma lífsins
er skyndilega numin á brott úr jarð-
lífinu og eftir stendur tóm, tóm sem
ekki verður fyllt. Það er erfitt að
sætta sig við að góður félagi hafi lát-
ið lífið með svo sviplegum hætti og
það ranglæti að ungt fólk sé hrifið úr
jarðvist í blóma lífs síns. Tíminn
verður ekki færður til baka en við
sem eftir erum eigum aðeins eftir
söknuð og minningar um yndislega
konu.
Selma Sigurðardóttir hóf störf
sem ritari í Slysavarnaskóla sjó-
manna í desember 1999 en þá var
hún nýlent, ef svo má að orði kom-
ast, eftir að hafa starfað sem flug-
freyja hjá Atlanta um skeið. Það
voru því umskipti fyrir hana að
koma úr háloftunum og til starfa um
borð í skipi, ekki aðeins sem ritari,
heldur einnig sem háseti þegar hald-
ið yrði til hafs. Þessi prúða kona sem
mætti til starfa bauð strax af sér
góðan þokka og féll Selma vel inn í
hópinn sem fyrir var, tilbúin að tak-
ast á við ný verkefni, og ekki lét hún
á sér standa að taka þátt í æfingum
okkar ef svo bar undir.
Það þarf ekki að lýsa Selmu fyrir
þeim sem hana þekktu en í okkar
augum var þessi kona ávallt með
bros á vör eða þá stutt að ná í það og
afskaplega skapgóð. Í vinnunni var
hún alltaf að og hún hafði lag á að
finna sér verkefni ef um hægðist. Í
sumarsiglingu skólaskipsins Sæ-
bjargar sumarið og haustið 2000
naut hún sín vel og átti sjómannslífið
vel við hana og hún lék á als oddi. Í
fyrrahaust hóf hún nám samhliða
starfi sínu og þegar kom fram í febr-
úar varð úr að hún hætti störfum til
að geta einbeitt sér að lokaáfanga
námsins sem hún batt miklar fram-
tíðarvonir við. Það var okkur missir
að hún skyldi hverfa á braut en hún
var þó iðin við að líta í heimsókn eða
þá að hringja og láta okkur fylgjast
með hvað hún hefði fyrir stafni. Að-
eins viku fyrir slysið fengum við síð-
ustu heimsókn hennar, þá nýkomin
úr flugi í Frakklandi, en hún hafði þá
verið að fljúga sem flugfreyja á nýj-
an leik. Hennar síðustu orð er hún
kvaddi voru „sjáumst“ og um leið
veifaði hún.
Elsku Selma, með þessum orðum
kveðjum við þig að sinni með sökn-
uði og geymum minningu þína í
hjarta okkar. Foreldrum, systur,
ættingjum og vinum vottum við okk-
ar dýpstu samúð.
Starfsmenn Slysavarnaskóla
sjómanna.
Elsku Selma mín, ég á erfitt með
að trúa að þú sért dáin. Þegar
mamma hringdi í mig tók það mig
langan tíma að átta mig á raunveru-
leikanum. Í mínum huga hefur þín
fjölskylda alltaf verið ein órjúfanleg
heild, Sigrún, Siggi, Sif og Selma.
Nú hefur þessi heild verið rofin og
það mun taka mig langan tíma að
sætta mig við það.
Ég hef þekkt þig eins lengi og ég
man eftir mér og fannst alltaf svo
gott að koma til þín í Þjóttuselið. Þar
eyddum við óteljandi stundum í
„dúkkó“ eða við leik úti í móa. Ég
man hvað ég dáðist að því hvað þú
varst sjálfstæð og ákveðin, þú vissir
alveg hvað þú vildir. Einnig varst þú
svo skapandi og vandvirk í öllu sem
þú tókst þér fyrir hendur.
Eftir að ég flutti til Danmerkur
þótti mér svo vænt um að heimsækja
Sif og Rabba, það var eins og að eiga
nána ættingja í nágrenninu. Það var
einmitt hjá þeim sem við hittumst
aftur eftir langan aðskilnað. Við átt-
um saman frábæran dag og þá rifj-
aðist upp fyrir mér, hvað þú varst
gefandi og yndisleg. Það var svo
gaman að tala við þig og ég vildi
óska þess að við hefðum átt fleiri
slíka daga saman.
Elsku Selma, ég mun sakna þín
sárt og ætíð geyma góðar minningar
um þig í hjarta mínu.
Megi góður Guð veita fjölskyldu
þinni styrk á þessum erfiðu tímum
saknaðar og sorgar.
Íris Björg Sigmarsdóttir.
Guð einn veit um tilgang okkar
hér á jörð og Guð einn veit hvenær
tilgangi þessum er náð. Það er ekki
fyrr en honum er lokið og jörðin
krefst líkama þíns að þú munt dansa
í fyrsta sinn Selma mín.
Þegar mér verður hugsað til
bernsku minnar kemur varla upp sú
minning sem ekki er tengd þeim
tíma sem ég eyddi með foreldrum
mínum, systrum og bestu vinum for-
eldra minna, þeim Sigurði og Sig-
rúnu, og dætrum þeirra, Sif og
Selmu. Það liðu ekki áramót án þess
að við fögnuðum nýju ári saman eða
það sumar að við færum ekki saman
í ferðalag.
Sem barn dvaldi ég mikið á heim-
ili þeirra hjóna og þegar erfiðleikar
voru í minni fjölskyldu naut ég þess
að dvelja í faðmi Sigrúnar og Sigga
þar sem mér var sýnd skilyrðislaus
ást og umhyggja sem fylgt hefur
mér hvert sem ég hef farið. Dvöl mín
hjá þeim varð líka til þess að ég
tengdist dætrum þeirra böndum
sem aðeins er hægt að líkja við
systrabönd. Það er mér ofarlega í
huga þegar Sigrún og Siggi áttu von
á sínu seinna barni hvað við Sif
eyddum miklum tíma í að velja nafn
á litlu systur. Við ákváðum að nafnið
yrði að byrja á S því annars væri
ekki um „S-fjölskyldu“ að ræða svo
að nafnið Selma varð loks fyrir val-
inu. Fiðrildið okkar hún Selma, litla
sæta, ljóshærða Selma, augasteinn-
inn hans pabba síns. Sif eignaðist
loksins hina langþráðu systur og
Sigrún og Siggi fylltust þessari ynd-
islegu gleði, sem foreldrar finna við
fæðingu nýs lífs. En er það ekki ein-
mitt þessi undursamlega gleði og
ást, sem veldur mestu hryggðinni.
Það er með miklum söknuði að ég
kveð þig Selma mín, því æðri máttur
hefur kallað þig til sín og það verð-
um við að sætta okkur við.
Ég votta ykkur Sigrún, Siggi, Sif
og fjölskylda mína innilegustu sam-
úð og bið ykkur að hafa í huga það
sem Kahlil Gibran sagði um gleðina
og sorgina: „Skoðaðu hug þinn vel,
þegar þú ert glaður, og þú munt sjá
að aðeins það, sem valdið hefur
hryggð þinni, gerði þig glaðan. Þeg-
ar þú er sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur hug þinn, og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín.“
Ólöf Sigmarsdóttir.
Elsku Selma mín er dáin og mér
finnst erfitt að trúa því að hún eigi
aldrei aftur eftir að standa fyrir
framan mig með bros út að eyrum,
breiða út faðminn og knúsa mig fast.
Það var alla tíð svo gott að vera ná-
lægt Selmu, hún var opin og tilfinn-
ingarík. Mér finnst eins og það hafi
verið í gær sem við slæptumst eftir
sundkennsluna í Ölduselsskóla og
hófum okkar vinskap.
Við ræddum oft um vináttuna og
létum aldrei neitt koma á milli okk-
ar. Við hétum hvor annarri því að
vera alltaf vinkonur og við hittumst
alltaf þegar við gátum. Stundum
stoppaði hún bara á landinu í nokkra
daga en alltaf fundum við tíma til að
hittast. Einu sinni kom hún heim að
morgni og þá var ég að fara út um
eftirmiðdaginn en hún brunaði beint
upp í Stuðlasel, bara rétt til að knúsa
mig aðeins.
Síðustu árin þegar við vorum báð-
ar á landinu á sama tíma eyddum við
ófáum stundum við eldhúsborðið í
Jöklaseli að tala um lífið og tilveruna
yfir kaffibolla. Selma hafði upplifað
svo margt, búin að búa vítt og breitt
um heiminn og leið vel á ferð og
flugi. Hún kynntist mörgu fólki og
það var alveg sama hvert við fórum,
alltaf hitti hún einhvern sem hún
þekkti og alltaf breiddi hún út faðm-
inn og faðmaði fólk að sér á sinn ein-
staka hátt.
Á tímabili fannst henni ég ekki
faðma nógu vel og lengi og við grín-
uðumst með að ég væri í „hug ther-
apy“. Ég útskrifaðist sem betur fer
og þótti alveg liðtæk í faðmlögunum
eftir það. Selma kenndi mér svo
margt fleira um mannleg samskipti,
hún var aldrei feimin við að segja
fólki hversu vænt henni þótti um
það, hún tók á öllu með jafnaðargeði
og hún var alltaf fyrst til að sam-
gleðjast öðrum.
Síðustu árin hef ég búið erlendis
en þá héldum við sambandi í gegn-
um tölvubréf. Í einum leiknum sem
gekk í tölvupósti sagði hún að uppá-
haldslyktin hennar væri „vorlykt“
en gat illa gert upp á milli lestar-
takts og braksins í snjónum þegar
gengið er á skíðaskóm þegar hún
átti að lýsa uppáhaldshljóðinu.
Selma notaði hvert færi sem gafst til
að fara á skíði á veturna og línu-
skauta á sumrin. Hún sló líka aldrei
hendinni á móti góðum mat og sagði
frá þeim réttum sem hún hafði borð-
að þannig að maður fékk vatn í
munninn.
Þrátt fyrir að hafa upplifað mikið
átti Selma eftir að gera svo ótal
margt í lífinu og við vissum öll vinir
hennar hversu mikið bjó í henni. Það
var enginn skipulagðari og snyrti-
legri en Selma og það er ómögulegt
að skilja af hverju hún fékk ekki að
halda áfram að lifa og breiða út
hlýjuna með sínum einstöku knúsum
og stóra hjarta.
Ég votta Sigrúnu, Sigga, Sif,
Rabba og Önnu Birnu mína dýpstu
samúð.
Rósa.
Við kynntumst í níu ára bekk. Þú
varst lítil, ljóshærð með tvær langar
fléttur, alltaf brosandi og full af
orku. Þú varst líka flink í hverju sem
þú tókst þér fyrir hendur hvort sem
það var skólinn, fótbolti, sund eða
annað.
SELMA
SIGURÐARDÓTTIR