Morgunblaðið - 07.11.2001, Side 42
MINNINGAR
42 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í
mætti sínum og ófjötraður leitað á fund
guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af
vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold-
uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitind-
inum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu
dansa í fyrsta sinn.
(Kahlil Gibran.)
Elsku Jonni okkar, við vonum að
þér líði vel núna.
En seinustu árin þjáðist þú af
flogaveiki sem fór versnandi með
hverju ári og hefur nú skyndilega
tekið þig frá okkur.
Við eigum eftir að sakna þín, lífið
verður tómlegt án þín.
Þínar systur
Edda og Hrund.
Mig langar að minnast nokkrum
orðum systursonar míns, Jóns Jör-
undssonar.
Systir mín Anna Vigdís og Jör-
undur maður hennar bjuggu á heim-
ili foreldra minna á Seltjarnarnesi,
þegar Jón fæddist. Hann var fyrsta
barnabarn þeirra og því mikil eft-
irvænting á heimilinu. Reyndar kom
næsta barnabarnið aðeins nokkrum
dögum síðar, en þá eignaðist Sig-
urlaug systir mín Vigdísi. Jón og
Vigdís voru því jafngömul og var
gaman að fylgjast með uppvexti
þeirra. Áhugamál Jóns voru kvik-
myndir og að fylgjast með íþróttum,
einkum knattspyrnu. Hann var mik-
ill Liverpool aðdáandi og Framari
og engan vissi ég fróðari honum um
allt er sneri að knattspyrnu. Einnig
fylgdist hann mjög vel með nýjum
kvikmyndum og var vel heima um
allt er þeim viðkom. Einnig var
hann mjög áhugasamur um sögu og
var sérlega fróður um styrjaldarár-
in.
JÓN
JÖRUNDSSON
✝ Jón Jörundssonfæddist í Reykja-
vík 9. september
1973. Hann lést 29.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Jörundur S. Guð-
mundsson prentari,
f. í Reykjavík 31.
mars 1941, og Anna
Vigdís Jónsdóttir
hjúkrunarfræðing-
ur, f. í Reykjavík 27.
mars 1948. Systur
Jóns eru Edda hjúkr-
unarfræðingur, f. 26.
september 1975, og
Hrund nemi í Kennaraháskóla Ís-
lands, f. 5. júní 1979. Hálfbróðir
Jóns er Karl Jörundsson, f. 28.
febrúar 1967, búsettur í Noregi.
Jón starfaði hjá Íslandspósti.
Útför Jóns fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Hin síðari ár ferðað-
ist Jón talsvert með
foreldrum sínum og
ættingjum. Þá átti ég
ásamt fjölskyldu minni
margar ánægjustundir
með honum og er ljúft
að minnast þeirra.
Jón var einstakur
maður. Reyndar að
ýmsu leyti með sér-
staka lund, en ákaflega
ljúfur og góður. Hann
var mjög hændur að
afa sínum Jóni, sem dó
1996 og var það honum
mjög þungbært.
Síðustu árin glímdi Jón við erf-
iðan sjúkdóm. Hann fékk flogaköst
sem fóru versnandi og gekk illa að
ráða við. Þrátt fyrir það var hann
mjög duglegur og tók mótlætinu
með æðruleysi. Stundaði vinnu sína
við bréfburð af mikilli natni og sam-
viskusemi, þrátt fyrir veikindin.
Jón bjó alla tíð í foreldrahúsum
og var mjög nátengdur foreldrum
sínum, sem reyndust honum ein-
staklega vel.
Fjölskyldan er harmi slegin við
fráfall hans og ég bið góðan guð að
styrkja foreldra hans, systur, Eddu
og Hrund og ömmurnar, Stefaníu og
Vigdísi.
Sverrir Jónsson.
Ég trúði ekki fréttinni um lát
Jóns Jörundssonar „Jonna“ þegar
mamma hans hringdi til okkar á
Djúpavog eldsnemma að morgni
mánudagsins 29. október.
Fyrstu orð mín voru: „Þetta getur
ekki verið satt.“ Við höfðum verið í
Reykjavík þá um helgina til að taka
þátt í fögnuði fjölskyldunar, Edda
systir hans hafði verið að útskrifast
sem hjúkrunarfræðingur frá Há-
skóla Íslands. Eftir borðhaldið sett-
umst við Jonni niður í hans herbergi
og ræddum um það sem honum lá
mest á hjarta þá stundina, en það
var löngunin til að sjá liðið sitt í
ensku knattspyrnunni spila á heima-
velli og ákváðum við að fara á An-
field við fyrsta tækifæri. En eins og
oft áður þegar brá út af hans dag-
legu venjum reiddist hann mér og
var það sem kallað er öfugsnúinn við
mig. Ég kom á heimili hans rétt áð-
ur en ég lagði af stað til Djúpavogs
daginn eftir og kom hann þá til mín
og spurði hvort við værum ekki góð-
ir vinir eins og áður. Þetta hafði
ekkert verið í alvöru meint. Svona
var Jonni. Ekki hvarflaði að manni
að hann væri að kveðja mig í hinsta
sinn í þetta skiptið. Skammt er á
milli gleði og sorgar í lífinu.
Jonni hafði í nokkur ár verið
flogaveikur, hann tók öll lyfin eins
og honum var fyrirlagt, en samt sem
áður fékk hann krampaköst. Hann
ákvað sjálfur að gjörbreyta sínum
lífsvenjum til að sjá hvort það hefði
einhver áhrif. Síðustu mánuðirnir
höfðu verið honum erfiðir í sam-
bandi við hans sjúkdóm og oft kom
sú spurning hvers vegna að taka lyf-
in fyrst kramparnir héldu áfram að
koma. Þessi sjúkdómur hefur fylgt
mannfólkinu í gegnum aldirnar og
er alltaf eins. Maður spyr þess
vegna sjálfan sig. Hvar eru framfar-
irnar í læknisfræðinni þegar hún
ræður ekki við svona gamlan sjúk-
dóm? Skiljum við ekki sjúkdóminn,
skiljum við ekki þær aðferðir sem
við notum við að reyna að lækna
hann? Eru kannski aðferðirnar sem
við notum lífvana þegar við notum
þær til þess að berjast við lífið
sjálft? Jón lést af völdum þessa
sjúkdóms.
Jonni var elsta barn Önnu Vigdís-
ar og Jörundar. Anna Vigdís er
systir konu minnar Sigurlaugar, við
eignuðumst okkar fyrsta barn að-
eins þremur vikum eftir að Jonni
fæddist og önnur börn okkar eru
svipuð í aldri og þannig hafa fjöl-
skyldur okkar tengst nánari bönd-
um og fylgst nánar að en gengur og
gerist. Börnin hafa elst, lokið skóla-
göngu, farið að vinna. Jonni byrjaði
að vinna fyrir nokkrum árum við að
bera út póst, fyrst í Vogahverfi og
síðan í vesturbænum. Hann stund-
aði vinnu sína af mikilli nákvæmni
og fylgdist vel með þegar hans fólk
fluttist á milli hverfa og sá til þess
að það fengi sinn póst. Hann naut
þess að vera í vinnunni og komst
þannig í kynni við fólk. Honum
fannst það mikil vanvirðing við póst-
inn ef póstkassar voru ekki vel
merktir í fjölbýlishúsum og lýsti fyr-
ir manni hversu mikil aukavinna það
væri að finna út hvar viðkomandi
byggi í húsinu svo pósturinn kæmist
örugglega til skila. Oft var hann
þreyttur þegar hann var búinn að
bera út alla auglýsingabæklingana,
sem hann var viss um að fæstir læsu
og að þetta væri mikil eyðsla á skóg-
um heimsins. Svona fylgdist hann
vel með umræðu dagsins.
Á síðustu tíu árum tókst góður
vinskapur milli mín og Jóns, vin-
skapur sem var gefandi á báða bóga.
Hann átti kannski rætur að rekja til
sameiginlegs áhuga okkar á íþrótt-
um þó svo að mjög sjaldan værum
við sammála um liðin sem við studd-
um. Erfitt verður að horfa á enska
fótboltann án þess að minnast Jóns.
Margar stundir áttum við ásamt
pabba hans þegar við horfðum á
leiki saman. Ég kom með vestfirsk-
an harðfisk og Jón lagði til ölið sem
drukkið var með, þó svo að hann
bragðaði aldrei á því sjálfur. Eftir
að ég flutti á Djúpavog fékk ég
margar símhringingar sem byrjuðu
með orðunum: „Jæja hvað segja
menn þá?“ Þessi orð voru sögð á
mismunandi hátt og með mismun-
andi áherslum allt eftir því sem var
að gerast í íþróttunum þá stundina
sem hann hringdi. Mest var gleðin í
röddinni þegar annaðhvort Fram
eða Liverpool höfðu unnið leiki.
Stríðni var hins vegar í röddinni
þegar mín lið, Tottenham og Vík-
ingur, höfðu tapað en þegar þau
unnu var það sagt í upplýsingartón.
Aldrei var hringt þegar hans lið töp-
uðu og lærðist manni að minnast
ekki á það fyrr en nokkrum dögum
seinna vegna þess að tíminn læknar
öll sár. Hann hefði glaðst mikið yfir
úrslitum sunnudagsins þegar Liver-
pool vann Man. Utd.
Þegar þessi orð eru skrifuð, á
allra sálna messu, kemst maður ekki
hjá því að hugsa um lífið og dauð-
ann. Hví er ungur maður kallaður úr
jarðvist sinni í blóma lífsins? Þessari
spurningu getur enginn svarað
nema guð sjálfur. Biblían opnar
manni skilning á þeim efnum sem
tilheyra Guðs ríki. Þar segir á mörg-
um stöðum að lífið stöðvist ekki þó
svo að andardrátturinn í líkamanum
hætti fremur en áframhald barns-
lífsins stöðvist þegar fæðingin á sér
stað. Jesú Kristur sýnir okkur einn-
ig naglaförin á höndum sínum og
fótum, hann var hinn sami eftir við-
skilnaðinn. Þannig hljótum við einn-
ig að vera við viðskilnaðinn héðan af
jörðinni. Lífið er eilíft og við getum
aldrei tapað því. Þannig er Jón nú
kominn til þeirra sem hafa farið
brott af jörðinni og hafa borið mik-
inn kærleik til hans, t.d. nafna síns
og afa. Þannig er hann ekki einn á
ferð nú frekar en endranær í lífinu.
„You never walk alone“. En okkur
sem eftir sitjum er ógeðfelld til-
hugsunin um missi á hverju sem er
og einnig um tilfinninguna um
ókunnugleikann, þetta er eðlilegt.
Þegar maður hittir aftur ástvini sína
sem maður hefur misst verður það
fagnaðarrík stund því hvor um sig
hefur auðgast vegna aðskilnaðarins.
Við erum miklu nánara tengd þeim
en við höldum, aðeins blæja eða hula
er á milli okkar og þeirra.
Dauðinn hefur ruðst óboðinn inn í
líf okkar allra sem þekktum Jonna,
svo óvænt að við sem eftir sitjum er-
um ýmist grátandi eða hljóð, en reið
vegna þess að við komum alls eng-
um vörnum við. Það koma ótal
spurningar fram í hugann sem við
fáum aldrei svör við. Söknuðurinn
er mikill við fráfall Jóns. Við fáum
ekki að sjá hann aftur í þessu lífi og
hann segir ekki oftar: „Jæja, hvað
segir þú vinur?“ Sorgin gleymir
engum en við skulum minnast Jóns
eins og hann var, minnast hans með
gleði og þakka fyrir allt sem hann
færði inn í líf okkar. Minningin um
hann situr í hjarta okkar allra og því
sem situr þar geta orð aldrei komið
fullkomlega til skila. Við skulum öll
minnast hans í bænum okkar um
ókomna tíð.
Jörundur, Anna Dísa, Edda,
Hrund og amma Dísa. Megi Guð
lina sorg ykkar og þjáningar, þannig
að það birti aftur yfir lífinu um síðir.
Treystu því að þér á herðar
þyngri byrði ei varpað er
en þú hefur afl að bera
orka blundar næg í þér.
(Ók. höf.)
Hallgrímur Þ. Magnússon
og fjölskylda.
Mánudaginn 29. október sl. bár-
ust okkur þau sorgartíðindi að einn
af starfsfélögum okkar hjá Íslands-
pósti á Mýrargötunni væri látinn.
Flest vissum við að Jón ætti við
veikindi að stríða, en það hvarflaði
ekki að okkur að þau væru svo al-
varleg sem raun ber vitni. Jón hefur
starfað sem bréfberi í mörg ár og
verið afar farsæll í starfi, enda
sinnti hann því af mikilli natni. Jón
var skemmtilegur vinnufélagi, ein-
lægur og hreinskilinn og oft gustaði
af honum þegar hann kom inn. Jón
hafði mikinn áhuga á knattspyrnu
og virtist kunna full skil á öllu sem
vita þurfti um íþróttina. Hann lá
heldur ekki á skoðunum sínum þeg-
ar við KR-ingarnir reyndum að rétt-
læta stöðu liðsins í deildinni sl. sum-
ar. Jón fór ekki leynt með það, að
hann var dyggur stuðningsmaður
Fram.
Við fráfall Jóns er genginn góður
drengur og verður hans sárt saknað
af samstarfsmönnum hans á Mýr-
argötunni. Fjölskyldu Jóns og vin-
um sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
F.h. starfsfélaga hjá Íslandspósti
hf.
Gyða Árnadóttir.
Okkur bræðurna langar til að
minnast Jonna frænda með nokkr-
um orðum.
Í gegnum tíðina lágu leiðir okkar
oftar en ekki saman á knattspyrnu-
kappleikjum en þar voru þeir feðgar
Jonni og Jöri tíðir gestir. Áhugi
Jonna á öllu því er viðkom knatt-
spyrnu hvort heldur var á íslenska
sem og á enska boltanum var mikill.
Þar var hann svo sannarlega á
heimavelli. Með söknuði og trega
kveðjum við Jonna frænda okkar.
Fjölskyldu hans og vinum send-
um við okkar innilegustu samúð og
biðjum þann sem öllu ræður að
styrkja í sorginni.
Megi frændi hvíla í friði.
Magnús og Gísli
Sæmundssynir.
Nú breiðir nóttin blíða
sinn blævæng undurþýða
á liðna barnsins brjóst.
En hátt á himinvegi
það heilsar sól og degi,
þar allt er milt og ljúft og ljóst.
(Guðmundur Guðmundsson.)
Skilin á milli gleði og sorgar eru
þynnri en ég hélt, Jonni minn.
Þú varst svo sæll og glaður þegar
ég hitti þig síðast í útskriftarveisl-
unni hjá Eddu systur þinni og vin-
konu minni. Kvöldið eftir gekkstu til
náða og yfirgafst þennan heim undir
morgun, svo skyndilega og fyrir-
varalaust. Eftir stöndum við hin og
eigum bágt með að trúa orðnum
hlut.
Það er erfitt, Jonni minn, að lýsa
jafn einlægri persónu og þú varst og
það er erfitt að hugsa til þess að þú
átt ekki eftir að taka á móti mér aft-
ur á Seilugrandanum með nýjustu
fréttir af heiminum og fótboltanum.
Í hjarta mínu býr samt sem áður
vissa um að nú ert þú kominn á fal-
legri og betri stað en nokkur mann-
legur hugur orkar að ímynda sér.
Þú ert kominn til hans afa þíns og
fylgist án efa með fólkinu þínu um
ókomin ár.
Jonni minn, ég veit að dvöl þín
hér á jörðinni var ekki alltaf auðveld
og máttirðu lengi lifa með erfiðum
sjúkdómi sem nú hefur hrifið þig á
aðrar slóðir. Í gegnum allt áttirðu
einstaka að sem að syrgja þig svo
sárt núna.
Maður kynnist persónu eins og
þér bara einu sinni í lífinu og ég er
þakklát fyrir að vera ein þeirra sem
fékk að þekkja þig. Ég þakka þér
samfylgdina hér á jörðinni, elsku
Jonni minn.
Sem lágur lækjaniður,
er líður kvöldsins friður
um bjartan blómsturreit,
er kærleiks kveðjan hljóða,
sem kallar drenginn góða
í himinljómans hvítu sveit.
Þar englar engli fagna,
er allar sorgir þagna
og deyjá í dýrðarhljóm.
Ó, mikli drottins dagur,
er dauðinn verður fagur,
hvert tár sem lífdögg laugi blóm!
(Guðmundur Guðmundsson.)
Elsku vinkona, Anna, Jöri og
Hrund. Megi almættið leiða ykkur
og styrkja í gegnum sorgina.
Lóa.
Nú er Jón Jörundsson, Jonni, 28
ára, látinn. Jonni hafði átt við veik-
indi að stríða sem urðu honum ald-
urtila. Jón var fyrsta barnabarn for-
eldra minna og átti fyrsta árið
heima hjá foreldrum mínum á
Skólabrautinni á Seltjarnarnesinu.
Ég var unglingur á þessum árum og
var því oft í hlutverki barnapíunnar
og áttum við Jonni oft góðar og eft-
irminnilegar stundir.
Það er ætíð stór stund í hverri
stórfjölskyldu þegar fyrsta barna-
barnið kemur í heiminn. Mér er því
ætíð minnisstætt þegar Jonni kom í
heiminn. Þarna var kominn lítill
sveinn sem ég átti eftir að hafa gam-
an af að takast á við. Jonni var ætíð
hændur að afa sínum og nafna og
það leið varla sú helgi sem Jonni
kom ekki á Skólabrautina og var þá
ætíð horft á enska boltann sem átti
eftir að vera hans megináhugamál.
Þar var Liverpool ætíð efst í huga
og við hinir máttum standa okkur
vel í áhugamálinu ef við ætluðum að
vera með í umræðunni. Það er vel
við hæfi að nefna það hér að Jonni
hafði undirbúið næstu leiki en þar
bar hæst leikinn við Manchester
United sem honum entist ekki aldur
til að horfa á. Við hin fögnuðum
sigrinum í minningu Jonna! Veikindi
Jonna urðu þess valdandi að skóla-
göngu lauk að grunnskóla loknum.
Jón fór oft eigin leiðir að verkefn-
unum í grunnskóla og er mér ætíð
minnisstætt þegar börnin í bekkn-
um hans í Melaskóla áttu að skrifa
ritgerð um „dagur í lífi mínu“. Jonni
gerði sér lítið fyrir og skrifaði um
gengi breska flughersins í síðari
heimstyrjöldinni og fékk rúmlega 9 í
einkunn fyrir. Við strákarnir erum
oft stuttorðir og þykir ekki við hæfi
að skrifa um eigin tilfinningar held-
ur veljum umkomumeiri leiðir til
þess að tjá okkur. Það á ekki síður
við um Jonna sem var mjög svo sér-
lunda.
Jonni var sá aðili sem var vel að
sér í þeim málefnum sem áhuga
hans snertu. Á ferli hans má nefna
ýmsa þætti en pólitík var farin að
eiga meiri sess í lífi hans en nokkurn
tíma áður. Kemur það eflaust inn á
það að Jonni var farinn að hugsa al-
varlega um það að eignast eigin íbúð
og koma undir sig fótunum. Jonni
vann síðustu árin við póstdreifingu
hjá Íslandspósti og stundaði þann
starfa af samvisku þrátt fyrir veik-
indi sín.
Það verður að segjast í minning-
unni að oft gleymast þeir í kerfi
þjóðfélagsins sem hafa jafn mikla
hæfileika og Jonni til þess að tjá sig
og vera með en eru þó þannig stadd-
ir að geta ekki tekist á við verkefnin
eins og við hin. Hinn gullni með-
alvegur er oft vandrataður í því
hvernig lífsgæðunum er skipt.
Foreldrar Jonna eiga heiður skil-
inn fyrir þá þolinmæði og öll þau
verk sem þau hafa lagt til til þess að
greiða veg Jonna. Ég og fjölskylda
mín viljum votta foreldrum Jonna
og systrum hina dýpstu samúð og
megi þeim farnast vel í ókominni
framtíð.
Sigbjörn Jónsson.
Fleiri minningargreinar um Jón
Jörundsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina