Morgunblaðið - 07.11.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 07.11.2001, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 43 ✝ GuðmundurBjörgvinsson fæddist á Fáskrúðs- firði 21. febrúar 1928. Hann lést á Landspítalanum 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Guð- mundsdóttir ljósmóð- ir, f. 24.3. 1894, d. 24.11. 1978, og Björgvin Þórarins- son bátasmiður, f. 27.3. 1897, d. 12.11. 1973. Systir Guð- mundar er Soffía Að- albjörg, f. 3.12. 1926, og hálfsystir hans sammæðra var Ósk Óskars- dóttir Blow, f. 9.7. 1921, d. 20.1. 1980. Hinn 16. júlí 1949 kvæntist Guð- 12.11. 1977, maki Jónína Lilja Páls- dóttir. 2) Björk, f. 16.3. 1952, maki Birgir Páll Jónsson. Þeirra synir eru a) Örvar, f. 13.6. 1974, maki Vibeke Svala Kristinsdóttir, sonur Svölu er Jökull Þór; b) Jón Páll, f. 19.7. 1977. 3) Sveinn, f. 4.2. 1954, maki Margrét Þórmundsdóttir. Börn Sveins eru a) Edda, f. 7.7. 1971, maki Jóhann Tómas Egilsson, börn Jóhanna Björg og Hildur Berglind; b) Linda, f. 20.4. 1974, maki Gunnar Óskarsson, börn Arn- dís Sara, Eva Ósk og Óliver Andri; c) Þórir, f. 7.7. 1977; d) Hildigunn- ur, f. 1.3. 1985. Synir Margrétar eru Hafþór, f. 21.5. 1971, og Þórmund- ur, f. 4.5. 1973. Guðmundur var rafvirkjameist- ari að mennt og vann við rafvirkjun um nokkurra ára skeið en sérhæfði sig síðan í uppsetningu og viðgerð- um ratsjár- og fiskileitartækja. Hann starfaði hjá R. Sigmundssyni frá árinu 1950 og fram í september- byrjun sl. er starfsþrek þraut. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey að ósk hans. mundur Hildigunni Sveinsdóttur, f. 15.12. 1926. Hún er dóttir hjónanna Guðrúnar Valgerðar (Gerðu) Kristjánsdóttur, f. 7.9. 1900, d. 20.1. 1985, og Sveins Guðnasonar, f. 7.5. 1902, d. 1.12. 1983. Börn Guðmundar og Hildigunnar eru: 1) Eygló, f. 3.12. 1949, maki Pálmi Ragnar Pálmason. Börn Eyglóar eru a) Guð- mundur, f. 8.6. 1967, maki Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, sonur Matthías; b) Yrsa Björt, f. 13.8. 1971, maki Hróðmar Helgason, börn Hlynur Davíð, Birkir Helgi, Vífill Ari og Eygló Sóley; c) Áskell Yngvi, f. Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi því táradöggvar falla stundum skjótt og vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt. Því er oss best að forðast raup og reiði og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss; en ef vér sjáum sólskinsblett í heiði, að setjast allir þar og gleðja oss. Þetta erindi úr Vísum Íslendinga eftir Jónas Hallgrímsson kemur upp í hugann þegar ég minnist föður míns. Líkt og blóm sem fölnar á einni hélu- nótt kvaddi hann lífið á fögrum haustdegi. Hann stóð á meðan stætt var en skyndilega brast þrótt eftir skamma sjúkdómsbaráttu og straumur tímans bar hann á burt til betri heima. Mig langar að minnast hans í nokkrum orðum. Slíkt verður eðli máls samkvæmt að mestu upptalning minningarbrota – sem reyndar end- urspeglar um margt lífið sjálft. Pabbi var fallegur ungur maður, grannvax- inn og bjartur yfirlitum með ljóst lið- að hár. Þótt árin settu á hann mark leyndu sér ekki viðkvæmnislegir andlitsdrættir og til varnar við- kvæmri lund brynjaði hann sig skel. Pabbi var þó ævinlega glaður í góðra vina hópi og tryggur sínum. Minn- ugur var hann og margfróður um menn og málefni, léttur í lund, skemmtilegur, skrafhreifinn og hjálpsamur. Hann hafði yndi af söng og var ágætur söngmaður sjálfur enda mikið sungið og leikið á orgel á æskuheimili hans. Sem lítill drengur var hann gjarnan látinn standa uppi á stól og syngja fyrir gesti og síðar söng hann í kirkjukórnum á Nes- kaupstað. Pabbi var líka afbragðs- dansari enda alþekkt að saman fari taktur og tónn. Hann hafði gaman af að ferðast, fór víða og miðlaði af því sem hann sá og kynntist. Pabbi var snyrtimenni og smekkmaður svo af bar, ævinlega vel til fara og annt um að við börnin værum það líka. Ófáar flíkurnar keyptu þau mamma handa okkur á ferðum sínum en hann veigr- aði sér heldur ekki við að kaupa á okkur þótt hann væri einn á ferð. Mér finnst nú eftir á að hyggja það hafa verið talsvert áræði að koma frá heimssýningunni í Montreal með kjóla á okkur systurnar, þá líklega fimmtán og sautján ára, en ég man ekki betur en við yrðum hæstánægð- ar og notuðum kjólana óspart. Þótt pabbi flyttist með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur á unglingsárum voru rætur hans á Austfjörðum. Hann ólst upp við sjó og báta á Nes- kaupstað og höfnin var æskuleik- vangurinn. Því kemur síst á óvart að ævistarfið skyldi tengjast skipum. Eftir nám í rafvirkjun og slík störf í nokkur ár sérmenntaði hann sig í uppsetningu og viðgerðum ratsjár- og fiskileitartækja og starfaði við það meðan kraftar leyfðu. Síðari árin fékkst hann að vísu við léttari störf svo sem tollafgreiðslu og sendingar tækja út á land. Starfið hafði löngum kallað á sólarhringsvakt því mikið var í húfi ef tæki biluðu. Þá dugði ekki að koma á morgun eða hinn til að gera við heldur var þotið af stað um leið og síminn hringdi, hvort sem var að nóttu eða degi, þangað sem skipið kom til hafnar, ekið ef það voru Suð- urnesjahafnir eða Akranes, annars flogið, oft með litlum vélum í hvers kyns veðrum. Þá var gott að vita af traustum manni við stjórnvölinn, en ótaldar ferðir fór hann með þeim ágæta flugmanni, Birni Pálssyni. Þegar síldarvertíð stóð sem hæst dvaldist hann heilu sumrin eystra þar sem hans var mest þörf. Ljóst er að starf pabba og fjarvera mæddi talsvert á fjölskyldunni þótt ég hafi sem barn ekki gert mér sér- staklega grein fyrir því. Hann átti alltaf bíl og ég minnist margra fjöl- skylduferða, um Norður- og Austur- land, út á Snæfellsnes eða til Þing- valla, gjarnan með veiðistöng í farteskinu. Einnig fór hann með okk- ur á skíði í Hveradali og á skauta á Rauðavatni. Þess á milli gaf hann sér alltaf tíma til að fara með okkur „einn rúnt á höfnina“ eins og hann orðaði það. Það var að vísu ekki alltaf sá áfangastaður sem við hefðum helst kosið en með tímanum urðum við systkinin býsna fróð um skipaflota landsmanna. Á unglingsárunum var helst að ég fyndi fyrir vinnuálagi pabba. Þá var erfitt að sæta því að mega ekki tala nema stutt í símann í einu af því að verið gæti að einhver reyndi að ná sambandi út af biluðum radar. Ég tók heldur ekki bílpróf þegar ég hafði aldur til því ég vissi að bíllinn yrði alltaf að vera tiltækur vegna starfsins. Þótt við byggjum við góð kjör á þess tíma mælikvarða tíðk- uðust hvorki tvær símalínur né tveir bílar á fjölskyldu eins og nú þykir sjálfsagt! En hafi pabbi ekki alltaf haft mikinn tíma fyrir okkur börnin sín þá nutu barnabörnin hans þeim mun betur. Hann var sérlega barn- góður og ætíð tilbúinn að fara með þau í bíltúr eða gönguferð upp í Öskjuhlíð og þau fóru heldur ekki varhluta af hafnarferðunum. Strák- unum var líka smíðakompan hans afa undraheimur þar sem þeir lærðu að umgangast lóðbolta og önnur verk- færi. Engum blöðum var um að fletta hvar áhugi pabba lá. Skipin og hafn- arlífið átti hug hans mestallan. Hin síðari ár var hann iðulega mættur í Kaffivagninn á Grandagarði fyrir all- ar aldir um helgar, bara til að hitta menn og spjalla eftir morgunsundið. Pabba fannst hann síungur og það hvarflaði ekki að honum að „búa sig undir ellina“, eins og kallað er nú á tímum. Hann kom sér aldrei upp neinu sérstöku tómstundastarfi ef frá er talið krossgátulausnir og lestur bóka um líf og störf sjómanna. Há- degissundið í Vesturbæjarlauginni og samneytið við sundhópinn þótti honum hins vegar ómissandi þáttur í tilverunni og það hefði hann vissu- lega stundað áfram eins lengi og líf og heilsa leyfðu. Pabbi var svo ungur í anda að ég held að hann hafi aldrei sætt sig við að teljast til hóps „aldr- aðra“. Foreldrar mínir bjuggu reyndar í húsi sem sérstaklega var ætlað slíkum en hann var þar allra yngstur er hann flutti inn og hafði oft á orði að hann hefði nú bara flotið inn á því að mamma væri heldur eldri! Þar í húsi var hann hjálparhella ef rafmagnstæki bilaði eða setja þurfti upp jólaseríu auk þess að sinna stjórnarstörfum, vera í skemmti- nefnd og stýra félagsvist af röggsemi. Örlögin höguðu því svo að áhyggj- ur af ellinni urðu pabba óþarfar. Síð- ari árin dró hann sig að mestu út úr heimsins glaumi og helgaði sig meira fjölskyldunni og samvistum við hana. En tímans straumur ber ekki aðeins vini á braut heldur færir okkur jafn- framt nýtt líf. Hann eignaðist ellefu barnabarnabörn sem hann dáði og lét sér annt um og meðal ástvina við dán- arbeðinn var yngsti afkomandinn, rúmlega mánaðargömul stúlka sem hafði verið skírð tveimur dögum fyrr. Pabbi vissi vel að hverju dró og hafði lagt fram óskir um að útför hans færi fram í kyrrþey, hann vildi kveðja á sama kyrrláta háttinn og hann hafði lifað. Nú hafa táradöggvar fallið og ást- vinir drúpa höfði í sorg. En við eigum eflaust eftir að líta sólskinsblett í heiði og setjast þar og gleðjast yfir góðum minningum. Eygló Guðmundsdóttir. Kær vinur og samstarfsmaður er látinn. Guðmundur Björgvinsson kom til starfa hjá fyrirtæki föður okkar, R. Sigmundsson ehf., árið 1950 og starfaði hjá því allan sinn starfsaldur, 51 ár, af mikilli tryggð og ósérhlífni. Starf hans fólst í uppsetningum, viðhaldi og viðgerðum siglinga- og fiskileitartækja í skipum og fór því ekki hjá því að hann kynntist fjölda sjómanna og útgerðarmanna um land allt er báru honum vel söguna. Guð- mundur öðlaðist mikla reynslu á sínu sviði og bætti við hana með því að sækja námskeið hjá famleiðendum tækjanna. Þar, sem annarstaðar, kynntist hann fjölda samstarfs- manna og átti við þá góð samskipti, enda bóngóður og viðbragðsfljótur er þeir leituðu til hans. Óteljandi eru kvöldin og helgarnar sem hann sat við símann og aðstoðaði við viðgerðir í gegnum loftskeyta- stöðvar og fullyrða má að mörgum hefur hann sparað að sigla í land til viðgerða. Marga ferðina mátti hann fara út á land bæði á landi, í lofti og sjóleiðis, ekki síst í slæmum veðrum er land- legur voru. Taldi hann það ekki eftir sér og lauk hverju verki með sóma. Ein er sú stétt sjómanna sem Guð- mundur gerði sér far um að kynnast vel, það voru kokkarnir, enda var það svo að maður fékk alltaf að borða væri Guðmundur með í för. Guðmundur var fríður maður og bar með sér birtu hvar sem hann kom, ávallt léttur í lund, gerði grín og sagði skondnar sögur og þá var hleg- ið dátt í lúkarnum yfir kaffibolla er brandararnir fuku. Oft söng hann við vinnuna, sérstaklega er hún var frek- ar verkleg en huglæg. Margs er að minnast og margt veganestið gaf hann okkur unglingunum er við kom- um til starfa og hefur það gagnast alla tíð síðan. Guðmundur vann fullan vinnudag framundir það síðasta, hann var sannarlega ekki sestur í helgan stein er kallið kom, en drottinn ræður. Blessuð sé minning hans. Trausti, Margrét, Sigmundur Karl og Linda. GUÐMUNDUR BJÖRGVINSSON ✝ Lúðvík DalbergÞorsteinsson fæddist að Fremra Hálsi í Kjós 29. apríl 1921. Hann lést 28. september síðastlið- inn. Hann var yngst- ur þrettán barna Jó- hönnu Þorsteins- dóttur, f. 28.7. 1878, d. 1.4. 1947, dæturn- ar voru átta en syn- irnir fimm. Nú eru aðeins tvær systur eftirlifandi, þær Sig- rún, sem býr í Reykjavík og Gróa, sem býr í Bandaríkjunum. Lúðvík kvæntist 7. 10. 1944 Elínu Þor- varðardóttur, f. í Reykjavík 8.1. 1922, d. 20.10. 1966. Foreldrar El- ínar voru Þorvarður Björnsson yf- irhafnsögumaður og kona hans Jónína Ágústa Bjarnadóttir. Son- ur Elínar og Lúðvíks er Bjarni, f. 4.3. 1945. Kona hans er Steinunn Garðarsdóttir, f. 5.2. 1946. Þeirra dóttir er Elín Helena, f. 25.11. 1965, maki Haraldur Úlfarsson. Barnabarnabörn Lúðvíks eru Bjarni Steinar, f. 27.10. 1987, Steinunn Birta, f. 18.1. 1996, og óskírð stúlka, f. 8.10. 2001. Lúðvík fæddist að Fremra Hálsi í Kjós en var tveggja ára gamall þegar fjöl- skyldan flutti til Við- eyjar. Hann gekk í barnaskóla sem starfaði þá í Viðey en lauk fulln- aðarprófi frá Austurbæjarskóla því fjölskyldan flutti til Reykja- víkur þegar hann var 12 ára gam- all. Útför Lúðvíks fór fram í kyrr- þey að hans ósk. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Kær bróðir og sannur vinur Lúð- vík Dalberg Þorsteinsson kvaddi jarðlífið 28. september síðastliðinn. Hann fór sáttur við lífið og burtför- ina. Hugljúfar minningar geymast vel í fylgsnum hugans, þær koma líka og mýkja sáran söknuð. Lúðvík fæddist á Fremra-Hálsi í Kjós 29. apríl 1921. Hann var yngst- ur 14 systkina. Tveggja ára gamall flyst hann með móður sinni, sem þá var ekkja, og 13 systkinum til Við- eyjar og ólst þar upp til 12 ára ald- urs. Móðir okkar fékk þar stórt og gott hús á leigu, þar sem allir kom- ust vel fyrir. Það var þroskandi að fá að alast upp í Viðey, náttúrufegurðin hvert sem litið var. Fuglalífið var mjög fjölbreytt á þessum tíma. Yfir varp- tímann var æðarfuglinn svo spakur, að hann hreyfði sig ekki af hreiðrinu þótt kollunni væri strokið. Öll börn sem búsett voru í Viðey vissu að það mátti aldrei taka æðaregg úr hreiðri. Á heiðskírum vetrarkvöldum gát- um við Lúðvík staðið úti hugfangin og horft á stjörnublikið og norður- ljósin í dýrðarljóma. Þegar Lúðvík var um tvítugt ferðaðist hann mikið innan lands og erlendis en hvergi kvaðst hann hafa séð slíka dýrð sem við horfðum á. Fyrir 14 systkini að alast upp við orgelspil og söng á glaðværu heimili og eiga elskulega móður sem alltaf var hvetjandi til þess sem betur mátti fara, það var gott veganesti. Kappsmál móður okkar var að öll börnin gætu farið í skóla og lært sér til framfæris. Þegar móðir okkar flytur til Við- eyjar er risið þar 120 manna þorp á austurenda eyjarinnar. Þá var mikill uppgangstími. Kárafélagið var búið að kaupa allar eignir Milljónafélags- ins í Viðey. Kárafélagið gerði þar út tvo togara og var með mikil umsvif í rekstri fiskverkunar og þar fengu allir vinnu sem höfðu aldur til þess. Atvinnan veitti heimilunum góða af- komu. Ungur að árum hittir Lúðvík fal- lega stúlku sem hét Elín Þorvarð- ardóttir og var það gagnkvæm ást við fyrstu sýn. Þau gengu í hjóna- band. Þeirra sambúð einkenndist af einlægni og gagnkvæmum skilningi. Hamingjusólin steig hæst þegar sonurinn fæddist 4. mars 1945. Drengurinn var skírður Bjarni eftir móðurbróður sínum sem drukknaði á stríðsárunum. Lúðvík og Elín voru stórhuga. Þau réðust í að byggja sér tveggja íbúða hús með stórum bílskúr og fal- legum garði í Langagerði 10. Lúðvík var sérlega verklaginn og vildi láta þau verk ganga sem hann byrjaði á. Ekki taldi Elín eftir sér að leggja sig fram um að búa þeim fallegt heimili. Það var gaman að koma á heimili þeirra. Þau voru samtaka í að fagna öllum sem þangað komu. Elín var kona sem öllum sem henni kynntust þótti vænt um. Elín fæddist 8. janúar 1922 en lést 20. október 1966. Hennar var sárt sakn- að. Ég þakka Lúðvík bróður mínum allar samverustundirnar og votta Bjarna syni hans og fjölskyldu inni- lega samúð. Lúðvík kvaddi jarðlífið með þeirri vissu að hann fengi að hitta sína elskulegu konu. Hittum vér þá hjartakæru hér sem vorum skilin frá? Fáum vér um eilífð alla aftur þeim að dvelja hjá? (E.S. Rice.) Sigrún Einarsdóttir. LÚÐVÍK DALBERG ÞORSTEINSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.                           !                        !"#$%    & '# (%   )""    "*"* +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.