Morgunblaðið - 07.11.2001, Side 44

Morgunblaðið - 07.11.2001, Side 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ "               ,, -  .//  )* )* *   0 #"123 )* *        #  $  $             &    #'   4516     6    "46    #6    6 ,+6    7  451    4 41 4 4 41 4 4 4 41 + ( )         *+    (' .//   # 38      ,      &   #' - .    , 50 -+6   / 6, 50    * / 6   &""9 +, 50    , 5 +, 50     #"$+ 7   + "         - . - ,: , +  $      #            /             5#;-; < = -; < " <5 >?6;@ ;+ ( )                  ,  /' /& ' A$ )#61;B )##  *.*      0   1   !    - .   &"#   A 6  A 6+ ( )     , $.  *0-  #  6*   "7# 6 " )1* ; #     *.*  2  0    ';#"   41 + ( )             *0  6 C0"  "7# 6 " 0 7 "4DE .*.  .     3   ) "6*   "*   -51 -#;; ,"  #   "*       *41 + "        )   &$    .//       43             5    #'   #    )""   *    *  *   -   *     '  + ( )           $. '$.  *0,64  , 4;;8 #?;5 ; 0 "7# 6 "  )57" EE #"*   .    0   1    !        "*     "* 6   -51 #    '6   6    #  *    -?   5 " 6    $7 A# " $  6    )#5 (###   ?"  6    &  ;6  *41 + ✝ Árni EyþórsValdimarsson, fyrrverandi skip- herra og deildar- stjóri Sjómælinga Ís- lands, fæddist í Reykjavík 18. febr- úar 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Valdimar Kristinn Árnason, f. 1.11. 1888, d. 4.7. 1967, pípulagningarmeist- ari, og Guðrún Árna- dóttir, f. 22.9. 1883, d. 24.12. 1960, húsmóðir, en þau bjuggu í Reykja- vík. Bræður Árna voru Kristinn Sigurgeir Angantýr, f. 24.12. 1918, d. 31.10. 1938; og Gunnar Héðinn, f. 5.10. 1920, d. 15.11.1996, flugvél- stjóri, maki Þorgerður Bjarnadótt- ir, sjúkraliði og húsmóðir. Hálfsyst- ir Árna, sammæðra, var Ásta Árný Guðmundsdóttir, f. 30.6. 1910, d. 9.3. 1973, húsmóðir, hennar maður var Jón J. Brynjólfsson, sútunar- meistari, látinn, þau bjuggu í Reykjavík. Hálfbróðir Árna, sam- feðra, var Hörður Lárus, f. 17.1. 1914, pípulagningarmaður, látinn, hann var búsettur í Reykjavík. Hinn 21. nóvember 1948 kvæntist maður eða skipstjóri á varðskipum ríkisins og á flugvélum Landhelg- isgæslunnar og í mörg ár með sjó- mælingabátinn Tý. 1956 sótti Árni björgunarbátinn Gísla J. Johnsen til Gautaborgar fyrir Slysavarnafélag Íslands. Árið eftir gerðist hann starfsmaður Ís- lensku sjómælinganna (nú Sjómæl- ingar Íslands) sem þá voru á vegum Vita- og hafnamálastofnunar. Árni kynnti sér starfsaðferðir og starfs- tilhögun við sjókortagerð hjá Danska sjókortasafninu (Det Kongelige Danske Søkortarkiv) í Kaupmannahöfn árið 1968. Þegar Sjómælingar Íslands og Landhelg- isgæslan voru settar undir sameig- inlega stjórn varð Árni deildar- stjóri Sjómælinganna þar til hann lét af störfum 1983. Árni gekk í Skipstjórafélag Ís- lands 1957 og var fulltrúi þess á þingi Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands 1963 en Árni var ennfremur ritari í stjórn FFSÍ 1963-65. Árni var prófdómari við Stýrimannaskólann í Reykjavík frá 1959 og var prófdómari við Stýri- mannaskólann í Vestmannaeyjum 1964-69. Árið 1996 var Árni einn af stofn- félögum Öldungaráðsins, fé- lagsskapar fyrrverandi starfs- manna Landhelgisgæslunnar og Sjómælinga Íslands, og gegndi starfi ritara félagsins til dauða- dags. Útför Árna fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Árni Þóru Gyðu Gunn- laugsdóttur, f. 1.7. 1928, húsmóður. For- eldrar hennar voru hjónin Gunnlaugur J. Guðmundsson, f. 28.8. 1890, d. 30.11. 1950, skósmíðameistari, fæddur í Reykjavík, og Karlína G. Stefáns- dóttir, f. 5.4. 1891, d. 22.8. 1973, húsfreyja, fædd á Fáskrúðsfirði. Dóttir Árna og Gyðu er Guðrún Gyða, markaðsstjóri, f. 8.6. 1971, gift Erlendi Steini Guðnasyni. Árni var fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk farmanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1946 og síðar skipstjór- aprófi úr varðskipadeild sama skóla og var í fyrsta árgangi sem útskrifaður var úr þá nýstofnaðri deild. Árni fór fyrst á sjóinn 1939 og starfaði sem háseti á skipum Land- helgisgæslunnar, lengst af á vs. Ægi, til 1948. Þá hóf hann störf sem stýrimaður á varðskipum ríkisins og leiguskipum Landhelgisgæsl- unnar og leysti þá einnig af sem stýrimaður á strandferðaskipum ríkisins. Hann var síðan ýmist stýri- Nú er hann elsku pabbi minn sofn- aður svefninum langa en hann skilur eftir sig ríkulega arfleifð. Góð- mennska hans, hjálpsemi og dugnað- ur snerti hvern þann sem hann pabbi kynntist. Minningarnar streyma fram og eru hver annarri ljúfari. Ég minnist skeggkossins sem ég fékk sem lítil stelpa eftir hvern rakstur, ég man pabba að elda heimsins besta plokk- ara, ég man eftir hjólatúrunum okkar um Vesturbæinn á síðsumarkvöldum en þá nýtti pabbi í að kenna mér ým- islegt um strandlengju Íslands sem hann þekkti eins og lófana á sér eftir margra áratuga siglingar með Gæsl- unni. Ég minnist líka einarðs dugnaðar pabba við að vekja mig og keyra í skólann gegnum hvert skólastigið af öðru og alltaf var pabbi nálægur til að hjálpa til við próflesturinn. Og þegar vinahópurinn var staddur á Hring- brautinni þegar unglingaveikin færð- ist yfir var pabbi alltaf reiðubúinn að skutla öllum hópnum á ball. Ef ein- hver þurfti greiða var pabbi alltaf mættur manna fyrstur. Ein ljúfasta minningin er þó frá í fyrra þegar pabbi leiddi mig upp að altarinu og dansaði svo við mig í brúð- kaupinu mínu. Og samhliða pabba í gegnum allar minningarnar er mamma, en þau áttu ríflega 50 ára hjónaband þar sem aldrei bar skugga á einlæga ást þeirra, samheldni og gagnkvæman skilning. Þvílík fyrirmynd fyrir ný- gifta dóttur. Pabbi hafði ákveðnar lífsreglur; hann trúði á stundvísi, reglusemi og vönduð vinnubrögð. Aldrei minnist ég þess að hann hafi hækkað röddina við nokkurn mann, hann trúði ekki á að æsingur eða reiði hjálpuðu undir neinum kringumstæðum. Hann var alveg sérstaklega snyrti- legur hann pabbi minn, ég man að sem barn spurði ég hann hvers vegna hann skipti alltaf um föt fyrir kvöld- mat og hann svaraði glaðhlakkalegur að þetta gerðu jú alltaf ensku lordarn- ir. Pabbi kunni nefnilega vel að meta breska reglusemi og hefðafestu. Pabbi var einstaklega barngóður eins og þrjár kynslóðir frænda og frænka geta vitnað um. Hann varð því himinlifandi þegar ég gat sagt honum fyrir mánuði síðan að loksins væri lít- ið afabarn á leiðinni í heiminn. Heimili mitt var alltaf opið fyrir vinum og leikfélögum auk þess sem börnin í hverfinu voru alltaf velkomin til Árna og Gyðu. Pabbi var lengi á sjónum í þjónustu Landhelgisgæslunnar og hélt ná- kvæmar dagbækur þau ár, dagbækur sem eru sannkölluð fróðleiksnáma um skipaferðir og skipskaða við Ís- landsstrendur enda sóttu sagnfræð- ingar og blaðamenn oft í þann brunn. Pabbi og mamma voru nýflutt í fal- lega íbúð við Flyðrugranda eftir hálfrar aldar búsetu á Hringbraut- inni. Ég trúði því aldrei í raun að pabbi, eins rótgróinn og hann var þar, myndi í raun flytja en með árunum urðu stigarnir honum erfiðari. Ég veit þó að það var honum mikil huggun að við Elli tækjum við Hringbrautinni svo hann þyrfti ekki alfarið að sjá af húsinu og garðinum sem hann hafði hugsað um af mikilli umhyggju ára- tugum saman. Góða nótt pabbi minn og þakka þér fyrir 30 ár, full skilyrðislausrar ástar, skilnings og leiðsagnar. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur mömmu, Er- lendi og litla ófædda afabarninu þínu. Guðrún Gyða. Það var fyrir ríflega sex árum að ég kynntist konu minni og tengdaföður mínum, Árna Eyþórs Valdimarssyni, sem ég kveð nú með söknuði. Þá nýbúinn að kveðja afa minn sáluga sem hafði verið mér til halds og trausts alla tíð. Að mörgu leyti sá ég endurspeglast í Árna þá einstöku hlýju og góðmennsku sem afi minn hafði haft til að bera. Slíkir heiðurs- menn eru vandfundnir og jafnframt erfitt að missa. Við Árni urðum strax mjög góðir vinir og gátum spjallað saman um gamla tíð og þreyttist ég seint á að heyra um tíð hans hjá Landhelgisgæslunni og Sjómæling- um Íslands. Aðeins fyrir rétt rúmu ári gaf Árni mér þá stærstu gjöf sem nokkur mað- ur getur fengið, er hann leiddi dóttur sína upp að altari til að giftast mér. Ég man hvað hann hafði miklar áhyggjur af öllum smáatriðum og ræðunni sem hann átti að flytja um kvöldið. En þeim áhyggjum hefði hann getað sleppt, því hann stóð sig í einu og öllu með mikilli prýði. ÁRNI EYÞÓRS VALDIMARSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.