Morgunblaðið - 07.11.2001, Side 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 47
Laugavegur 17
Til leigu skemmtilegt húsn. undir verslun
(baklóð), áður verslunin Jónas á milli.
Upplýsingar í s. 565 1144 og 892 4454.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
HÚSNÆÐI Í BOÐI
TILKYNNINGAR
Snæfellsnesvegur um
Kolgrafafjörð í Eyrarsveit
og Helgafellssveit
Mat á umhverfisáhrifum — athugun
Skipulagsstofnunar
Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu-
lagsstofnunar matsskýrslu um Snæfellsnesveg
um Kolgrafafjörð í Eyrarsveit og Helgafells-
sveit.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 7. nóvember til
19. desember 2001 á eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofu Eyrarsveitar, hjá oddvita Helga-
fellssveitar og á Bókasafni Eyrarsveitar. Einnig
liggur skýrslan frammi í Þjóðarbókhlöðunni
og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Mats-
skýrslan er aðgengileg á heimasíðu Vegagerð-
arinnar: www.vegagerdin.is .
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
19. desember 2001 til Skipulagsstofnunar,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást enn-
fremur nánari upplýsingar um mat á umhverf-
isáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir, Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir,
Lára Halla Snæfells, Erla Alex-
andersdóttir, Margrét Haf-
steinsdóttir og Garðar Björg-
vinsson michael-miðill starfa
hjá félaginu og bjóða félags-
mönnum og öðrum uppá einka-
tíma.
Upplýsingar um félagið, einka-
tíma og tímapantanir eru alla
virka daga ársins frá kl. 13—18.
Utan þess tíma er einnig hægt
að skilja eftir skilaboð á sím-
svara félagsins.
Netfang: mhs@vortex.is .
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1821178
GLITNIR 6001110719 I
Njörður 6001110719 I
I.O.O.F. 7 1821177½ 8.I.
I.O.O.F. 9 1821178½
HELGAFELL 6001110719 VI
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58—60.
Samkoma í kristniboðssalnum í
kvöld kl. 20:30 í umsjón kristni-
boðsflokksins Vökumenn.
Upphafsorð: Elísabet Jónsdóttir.
Happdrætti. Bjarni Gunnarsson
flytur hugleiðingu.
Allir hjartanlega velkomnir.
sik.is
Sunnudagur 11. nóvember
Hveragerði — Kambabrún
Gengið verður um gamla vegi.
Brottför frá BSÍ kl. 13.00.
Fararstjóri Sigurður Jóhannsson.
Verð kr. 1.100 félagar, 1.300
aðrir.
Nú styttist í aðventuferðir og
áramót. Betra að bóka fyrr en
seinna.
www.utivist.is
Til leigu í Garðabæ
150 m² 5—6 herbergja íbúð í einbýlishúsi,
miðsvæðis í Garðabæ, til leigu strax eða frá
1. janúar. Vinsamlega sendið tilboð í tölvu-
pósti: leiga@torg.is .
EINN þáttur í öruggari og slysa-
lausri umferð er stöðugt og virkt
eftirlit með því að öll ökutæki séu í
góðu lagi, þannig að óhöpp verði
ekki vegna ónógs viðhalds eða bil-
ana sem unnt hefði verið að koma í
veg fyrir.
Til þess að vekja bifreiðaeig-
endur til meiri umhugsunar um ör-
yggi bílsins, og ekki síður með tilliti
til umhverfismála og stöðugt auk-
innar mengunar, hafa Frumherji
hf. og Flugleiðir hf. tekið höndum
saman og standa að lukkuleik sem
ber yfirskrifina: „Flug og bíll með
Frumherja og Flugleiðum“. Um er
að ræða flug til einhvers af áfanga-
stöðum Flugleiða í Evrópu og bíla-
leigubíll í nokkra daga.
Allir þeir bílaeigendur sem koma
með farartæki sín til skoðunar á
réttum tíma, verða sjálfkrafa þátt-
takendur í leiknum. Nú nýverið var
dregið nafn úr pottinum í átt-
unda sinn, og að þessu sinni var
hinn heppni Björn Sverrisson,
Fellstúni 13 á Sauðárkróki. Kom
hann ásamt eiginkonu sinni Hrefnu
Björgu Guðmundsdóttur og dóttur,
Erlu Björt, til að taka á móti vinn-
ingnum, en vinningin afhenti Böð-
var Finnbogason bifreiðaskoð-
unarmaður á Sauðárkróki.
Böðvar sagði við þetta tækifæri,
það sérstaklega ánægjulegt að fá
að afhenda þennan vinning og hlyti
þetta að vera hvatning til allra bíl-
eigenda hvar sem væri á landinu til
þess að koma með bíla sína til skoð-
unar á réttum tíma.
Flug og bíll
til Evrópu
Sauðárkróki. Morgunblaðið.
Ljósmynd/Björn Björnsson
Björn Sverrisson ásamt eiginkonu sinni, Hrefnu Björgu Guðmunds-
dóttur, og dóttur sinni, Erlu Björt.
STUÐNINGSHÓPUR um krabba-
mein í blöðruhálskirtli verður með
rabbfund í húsi Krabbameinsfélags-
ins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag,
miðvikudaginn 7. nóvember, kl. 17.
Gestur á fundinum verður Jón Krist-
jánsson heilbrigðisráðherra.
Þorsteinn Gíslason þvagfæra-
skurðlæknir flytur erindi um
krabbamein í blöðruhálskirtli. Þor-
steinn útskrifaðist frá læknadeild
Háskóla Íslands 1974 og var við
framhaldsnám, að loknu kandidats-
ári hér heima, í skurðlækningum og
þvagfæraskurðlækningum við St.
Louis University Hospitals, St.
Louis í Missouri á árunum 1975–
1980. Hann hefur starfað við þvag-
færaskurðlækningar á Íslandi síðan,
fyrst á St. Jósefsspítalanum Landa-
koti, þá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og
nú síðast Landspítalanum – háskóla-
sjúkrahúsi. Þorsteinn mun einnig
svara fyrirspurnum.
Fundurinn er einkum ætlaður
þeim sem greinst hafa með krabba-
mein í blöðruhálskirtli og aðstand-
endum þeirra, segir í frétttatilkynn-
ingu.
Rabbfundur
um krabba-
mein
ÍSLENSKI Alpaklúbburinn verður
með námskeið í ísklifri í kvöld, mið-
vikudagskvöldið 7. nóvember, kl.
20.30 í risinu í Mörkinni 6.
Farið verður í grunnatriði ísklif-
urs, ferli þess og öryggisatriði. Um
helgina verða verklegar æfingar.
Allir velkomnir.
Ísklifurnámskeið
NÁMSKEIÐ fyrir ungt fólk um
notkun digital-myndavéla og vinnslu
mynda verður haldið í Hinu húsinu v/
Ingólfstorg fimmtudaginn 8. nóvem-
ber kl. 10.
Alla fimmtudagsmorgna milli 10
og 12 eru ungir foreldrar velkomnir
með börnin sín á Geysi – kakóbar.
Leitast er við að skapa góða
stemmningu fyrir foreldra og börn,
þar eru leikföng og barnateppi. Allir
velkomnir, segir í fréttatilkynningu.
Námskeið fyrir
ungt fólk með börn
PÁLL Óskar og Monika Abendroth
halda aukatónleika í Háteigskirkju
sunnudaginn 11. nóvember kl. 20.30.
Forsala aðgöngumiða er hafin í Skíf-
unni, miðaverð kr. 1.200.
Aukatónleikar
SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands efnir
til fundar um framtíð Þjórsárvera,
miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20.30
í Ráðhúskaffi í Ráðhúsinu í Reykja-
vík við Tjörnina.
Guðjón Jónsson og Arnór Þórir
Sigfússon halda erindi um fram-
kvæmdina.
Framtíð
Þjórsárvera
Í NOKKUR ár hefur Guðmundur
Ragnarsson staðið fyrir „Selaveislu“
sem er orðin árviss viðburður og
verður hún nú haldin laugardaginn
10. nóvember í Fáksheimilinu, Víði-
dal, kl. 20.
Miðaverð er 3.500 kr. og eru miðar
seldir á veitingahúsinu Lauga-Ási,
Laugarásvegi 1, fimmtudaginn 8.
nóvember kl. 19–21.
Selaveisla
í Fáksheimili
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
skriflega farið þess á leit við for-
ráðamenn Bræðranna Ormsson hf.
að fyrirtækið hætti birtingu
dekkjaauglýsingar þar sem segir
m.a. að loftbóludekk af gerðinni
Bridgestone Blizzak séu „best í
snjó og hálku“. Samkeppnisstofnun
telur þá fullyrðingu ekki standast,
hún sé röng, villandi og ósanngjörn
gagnvart keppinautum og neytend-
um þar sem verið sé að skírskota til
óviðkomandi mála. Er auglýsingin
ekki talin standast samkeppnislög.
Til staðfestingar þessari fullyrð-
ingu hefur í auglýsingunum verið
vísað til niðurstöðu tilraunar með
hemlunarvegalengdir mismunandi
vetrardekkja sem unnin var að
frumkvæði Umferðarráðs og niður-
stöður hennar gefnar út af Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins.
Anna Birna Halldórsdóttir, for-
stöðumaður markaðsmálsviðs
Samkeppnisstofnunar, sagði við
Morgunblaðið að í kjölfar ábend-
ingar hefði stofnunin kannað málið,
kynnt sér sérstaklega niðurstöður
fyrrnefndrar tilraunar og borið
þær saman við auglýsingar Bræðr-
anna Ormsson. Fljótlega hefði
komið í ljós að meðal þess sem ekki
var prófað í tilrauninni var virkni
dekkjanna í snjó og blautum ís.
Á einum stað í niðurstöðum til-
raunarinnar segir að ekki sé mark-
tækur munur á hemlunarvega-
lengd negldra dekkja og
loftbóludekkja á þurrum ís með við-
námsstuðul 0,1.
Standa við fullyrðinguna
Karl Ottó Karlsson hjá Bræðr-
unum Ormsson sagðist í samtali við
Morgunblaðið hafa haft samband
við Samkeppnisstofnun á mánudag
og tilkynnt að auglýsingunum yrði
breytt og orðalagið í þeim mildað.
Skírskotað væri til fleiri athugana
en þeirrar íslensku, m.a. einnar
norskrar sem sýndi að loftbóludekk
jafnast á við nagladekk í snjó og
hálku, ef þau væru ekki betri. Karl
Ottó sagði birtingu lokið á fyrri
gerð auglýsinganna og að næsta
pakka yrði breytt til samræmis við
tilmæli Samkeppnisstofnunar.
Einnig væri eftir að breyta auglýs-
ingunni á heimasíðunni.
„Við ætlum að laga auglýsing-
arnar en samt sem áður teljum við
að þessi fullyrðing standist. Allar
prófanir eru gerðar á nýjum dekkj-
um og naglar eru bestir þegar þeir
eru óbrýndir og allir í dekkinu. Um
leið og þeir fara að týna tölunni og
slípast missa þeir marks. Loftbólu-
dekkin halda ágæti sínu yfir vet-
urinn en nagladekkin veita falskt
öryggi,“ sagði Karl Ottó.
Samkeppnisstofnun áminnir Bræðurna Ormsson
Dekkjaauglýsing í and-
stöðu við samkeppnislög
B. Ormsson ætla að milda orðalag og
vitna einnig í erlendar rannsóknir