Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 1
267. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 YFIRMAÐUR afgönsku andspyrnu- hreyfingarinnar sem situr um síðasta vígi talibana í norðurhluta landsins, borgina Kunduz, sagði í gær að hann væri ekki bjartsýnn á að arabar og aðrir erlendir hermenn sem enn þraukuðu í borginni myndu nokkurn tíma sætta sig við að gefast upp. Mohammed Daoud, hershöfðingi í Norðurbandalaginu, tók í gær þátt í viðræðum, annan daginn í röð, um að talibanar gefi borgina eftir. Þúsundir erlendra hermanna, þ. á m. eitt þúsund meðlimir al- Qaeda-samtaka Osamas bin Ladens, eru algerlega andvígir uppgjöf, sagði Daoud við fréttamenn í Taloqan, sem Norðurbandalagið hefur nýlega náð á sitt vald og gert að bækistöð sinni um 20 km frá vígstöðvunum við Kunduz. „Ekki bjartsýnir“ „Við erum ekki bjartsýnir á að útlendir talibanar og sumir af leið- togum talibana séu reiðubúnir til upp- gjafar,“ sagði Daoud. „Þá verður stríð nauðsynlegt – þetta eru hryðjuverka- menn og þeir halda glæpastarfsemi sinni áfram.“ Viðræður Daouds við hershöfð- ingja talibana í Kunduz, Dadullah, og fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráð- herra, múllann Fazil Muslimyar, miða að því að tryggja öryggi íbúa borgarinnar, sem eru um hundrað þúsund, og koma í veg fyrir að þarna hefjist það sem óttast er að yrði blóð- ugasta orrustan í stríðinu gegn talibönum. Bandaríkjamenn eru andvígir því að samið sé við talibana um uppgjöf. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði sl. mánu- dag að Bandaríkjamönnum „litist ekki á“ að semja um uppgjöf talibana í síðustu tveim höfuðvígjum þeirra, Kunduz í norðurhluta Afganistans og Kandahar í suðurhluta landsins. Þegar fréttamenn spurðu Rums- feld sérstaklega um afstöðu Banda- ríkjanna til samninga við talibana og al-Qaeda-liðana í Kunduz svaraði Rumsfeld. „Ég vona að þeir verði annaðhvort drepnir eða teknir til fanga.“ Haft var eftir Muslimyar í pakist- anska dagblaðinu Dawn á mánudag- inn að íslamskir hermenn væru til- búnir að gefast upp fyrir hlutlausri, afganskri stjórn, sem komið yrði á laggirnar fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna (SÞ), en þeir myndu aldrei gefa sig Norðurbandalaginu á vald. Öllum talibönum í Kunduz, sem gefast upp, er tekið opnum örmum af Norðurbandalaginu, sagði Daoud. Erlendir hermenn sem gæfust upp yrðu aftur á móti settir í hendur her- dómstóls Norðurbandalagsins. Lið- hlaupar er hafa yfirgefið Kunduz í skjóli myrkurs segja að inni í borginni ráði arabar og aðrir útlendingar lög- um og lofum og telji, að gefist þeir upp muni Norðurbandalagsmenn skjóta þá. Því séu erlendu hermenn- irnir staðráðnir í að sitja sem fastast í borginni. Norðurbandalagið gekk í gær að boði SÞ um að koma til viðræðna, er haldnar verða í Berlín, um skiptingu valds í Afganistan í framtíðinni. Markmið viðræðnanna verður að koma á sameiginlegri stjórn þjóða- brotanna er búa í landinu, sem taki við af stjórn talibana, sem hefur hrökklast frá völdum. Norðurbandalagið verður einn af fjórum helstu hópunum er taka þátt í viðræðunum, sem eiga að hefjast á mánudaginn. Fulltrúi fyrrverandi konungs Afganistans, Mohammads Zaher Shah, tekur líka þátt í viðræð- unum. Talibanar fá ekki að taka þátt, að því er Francesc Vendrell, sendi- maður SÞ í Afganistan, greindi frá í gær. Vaxandi ótti við að blóðbað vofi yfir í borginni Kunduz í Norður-Afganistan Litlar líkur taldar á að al-Qaeda-liðar gefist upp Taloqan og Kabúl í Afganistan, Washington. AP, AFP. MAÐUR nokkur í Flórída, sem geystist yfir vatn á heimasmíð- uðum hraðbáti, beið bana er hann lenti í árekstri við fljúg- andi önd. Leon Resnick var að reyna bátinn sinn sl. fimmtudag á vatni skammt frá Fort Lauder- dale. Með honum um borð var vinur hans og segist honum svo frá, að þegar hraðinn hafi verið farinn að nálgast 90 km á klukkustund hafi hann seilst í ratsjárbyssu til að mæla hann nákvæmlega. Þegar hann leit upp var Resnick horfinn. Lík hans fannst í vatninu skömmu síðar og ljóst er, að banameinið var höfuðhögg. Rétt þar hjá fannst sundurtætt önd og er það niðurstaða lög- reglunnar, að þau hafi rekist á og orðið hvort öðru að aldurtila. Lést eftir árekstur við önd Deerfield Beach. AP. STJÓRNARANDSTAÐA borgara- flokkanna vann mikinn sigur í þing- kosningunum í Danmörku í gær og bendir allt til þess að Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi hægriflokksins Venstre, myndi nýja samsteypu- stjórn. „Við munum nota traust ykkur af auðmýkt, með íhygli og ábyrgðartilfinningu,“ sagði Fogh Rasmussen í gærkvöldi. Jafnaðar- menn undir forystu Pouls Nyrups Rasmussen, sem verið hefur for- sætisráðherra í tæp níu ár, biðu mikinn ósigur og virtust ekki leng- ur vera stærsti flokkur landsins. Undir miðnætti í gær, þegar búið var að telja um 83% atkvæða, var ljóst að Venstre hafði unnið mikinn sigur og var spáð 56 þingsætum en jafnaðarmönnum 53. Hinir fyrr- nefndu voru áður með 42 sæti en jafnaðarmenn 63. Er þetta mesti sigur Venstre frá 1920. „Landið sem við setjum nú í hendur hægristjórnar er land sem virkar vel,“ sagði Nyrup Rasmus- sen þegar hann játaði ósigur sinn. „Í hlutverki stjórnarandstöðu mun- um við gæta sanngirni og sam- ræmis.“ Kosið var einnig til bæjarstjórna og amtstjórna og voru horfur á að jafnaðarmenn myndu gjalda afhroð í Kaupmannahöfn sem lengi hefur verið eitt sterkasta vígi þeirra. Alls sitja 179 á danska þinginu, þar af tveir frá Færeyjum og tveir frá Grænlandi. Stjórn Nyrups Rasmussen með miðjuflokknum Radikale Venstre var í minnihluta á þingi en naut stuðnings Sósíalíska þjóðarflokksins, SF og Einingar- flokksins sem er lengst til vinstri. Danski þjóðarflokkurinn undir for- ystu Piu Kjærsgaard vann mikinn sigur og verður nú þriðji stærsti flokkurinn, var í gærkvöldi spáð 21 þingsæti eða talsvert fleiri en Íhaldsflokknum, sem spáð var 16. sæti. Líklegt er talið að Fogh Rasmussen reyni að mynda minni- hlutastjórn með hægri- og mið- flokkum en ljóst þykir að hann vilji reyna að komast hjá því að mynda stjórn með þátttöku Danska þjóð- arflokksins. Kjærsgaard hefur krafist harðra aðgerða gegn innflutningi fólks frá öðrum löndum og meðal annars er hún andvíg því að flóttamenn, sem fengið hafa hæli í Danmörku, fái að sameina þar fjölskyldur sínar. Hægriflokk- arnir vinna stórsigur Kaupmannahöfn. AP, AFP. Reuters Sigurvegari kosninganna í Danmörku, Anders Fogh Rasmussen, for- maður Venstre, kemur ásamt konu sinni, Anne-Mette, til kosningahátíð- ar flokksins á ferjunni Sjælland í gærkvöldi.  Helsti/21 Venstre orðinn öflugasti flokkurinn á danska þinginu í fyrsta sinn frá 1920 ÓNAFNGREINDUR Lundúnabúi horfir út um gluggann hjá sér á þotu koma til lendingar á Heathrow- flugvelli í gær. Bresk stjórnvöld hafa samþykkt fyrirætlanir um byggingu fimmtu flugstöðvarinnar á vellinum, sem þegar er sá flugvöllur Evrópu sem mest umferð er um. Heathrow stækkar GÍFURLEGT úrhelli og flóð á Kan- aríeyjum í gær kostaði að minnsta kosti fjóra erlenda ferðamenn lífið og hundruð annarra urðu að yfir- gefa íverustaði sína, að sögn yfir- valda á eyjunum. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi þar. Ferðamennirnir voru austurrískir og voru í Caldera-þjóðgarðinum þegar þeir lentu í flóðbylgju sem skolaði þeim á haf út. Björgunar- menn fundu lík þeirra í gær. Leitað var að einum eða tveim félögum þeirra sem fórust. Yfir 300 þýskir og skandinavískir ferðamenn á stærstu eynni, Gran Canaria, urðu að yfirgefa hótelherbergi sín vegna flóða. Flóð á Kanarí- eyjum Las Palmas. AFP. MORGUNBLAÐIÐ 21. NÓVEMBER 2001 Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.