Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 41 Jólahlaðborðin hafa notið vax- andi vinsælda meðal lands- manna und- anfarin ár og eru orðin fastur liður í aðdraganda jólahátíðar hjá þúsundum Íslend- inga. „Þetta er orðið algerlega fastur punktur hjá fólki. Það hefur aukist og orðin meiri staðfesta í þessu og fólk er jafnvel farið að panta borð í ágúst. Nú var fullt út úr dyrum á föstu- degi og laug- ardegi,“ segir Trausti Víglunds- son, veitingastjóri á Hótel Loftleið- um, en þar var fyrsta jólahlað- borð vetrarins á föstudaginn. Ida Davidsen und- irbýr jólahlað- borðið á Loftleið- um, en þetta er í áttunda sinn sem hún kemur til landsins. Að sögn Trausta er hún nokk- uð sérhæfð og þá sérstaklega í síldarréttum og kemur með nýja rétti á hverju ári. Hann segir mikla aðsókn í jólahlaðborðið all- ar helgar til jóla og svipaða sögu megi heyra frá þeim veitinga- stöðum sem bjóði upp á jólahlað- borð. Trausti segir að auk hefðbund- inna jólahlaðborða um kvöld og helgar sé boðið upp á jólahlað- borð fyrir alla fjölskylduna tvisv- ar í desember í hádeginu á sunnudögum. Þá kemur öll fjöl- skyldan saman og jólasveinn lítur í heimsókn og segir Trausti að þetta sé orðið fastur liður hjá mörgum fjölskyldum, sem panti ár eftir ár. Marenza Poulsen og Ida Davidsen. Vaxandi vinsældir jólahlaðborða Morgunblaðið/Árni Sæberg TÆPLEGA 30% samdráttur var í umferð um íslenska flugstjórnar- svæðið í októbermánuði, saman- borið við október í fyrra. Einnig hefur orðið umtalsverð fækkun á lendingum á Keflavíkurflugvelli sem hefur í för með sér samdrátt í lendingargjöldum. Í október í ár fóru 6.878 flug- vélar um flugstjórnarsvæðið en í fyrra fóru 9.774 flugvélar um svæðið í sama mánuði. Samdrátt- urinn er því 29,6%. Fækkun varð einnig á flugvélum um svæðið í septembermánuði. Þá flugu 16,8% færri flugvélar um íslenska flug- stjórnarsvæðið en í september 2000. Á heimasíðu Flugmálastjórnar segir að þennan samdrátt megi að miklu leyti rekja til atburðanna í Bandaríkjunum hinn 11. septem- ber. Í júlí og ágúst fóru fleiri flug- vélar um svæðið en í sömu mán- uðum árið áður. Í júlí var aukningin 21,5% og í ágúst var hún 9,9%. Heldur færri flugvélar fóru um svæðið í maí og júní. Hver flugvél sem fer yfir ís- lenska flugstjórnarsvæðið greiðir fyrir það 65 bandaríkjadali, en Heimir Már Pétursson upplýsinga- fulltrúi Flugmálastjórnar Íslands segir kerfið flóknara en svo, því flugfélögin sem fljúga vélum sín- um yfir svæðið borga þann kostn- að sem hlýst af að halda uppi þjón- ustunni, gjald fyrir hverja vél kemur því væntanlega til með að hækka í ársuppgjöri við flugfélög- in. „Þannig að tímabundinn sam- dráttur hefur engin áhrif á tekjur vegna þessa, því fasti kostnaður- inn er mikill. Hins vegar, ef mikill samdráttur yrði viðvarandi í lang- an tíma, myndi það þýða að gjöldin fyrir hverja vél myndu hækka til að standa undir kostnaði. En það myndi aftur þýða að þjónustan yrði dregin saman. En það gerist aðeins ef ástandið yrði viðvar- andi.“ Heimir bendir ennfremur á að miðað við mörg önnur svæði sé ódýrt að fljúga yfir íslenska flug- stjórnarsvæðið. Fækkun hefur orðið í lendingum á Keflavíkurflugvelli sem hefur í för með sér samdrátt í lending- argjöldum. Í september í fyrra voru gjaldskyldar lendingar á flug- vellinum 1.001 en í ár voru þær 907. Tölur frá október í ár eru ekki til reiðu. „Það er samdráttur milli ára í lendingargjöldum, sem endur- spegla vel fjölda lendinga, allt ár- ið,“ segir Heimir. „Samdrátturinn er lítill fyrstu mánuðina en eykst svo þegar líður á sumarið.“ Í maí dragast tekjur af lending- argjöldum saman um 9,85% miðað við sama mánuð í fyrra, í júní um 10,8%, í júlí um 17,06% og í ágúst um 12% miðað við ágúst 2000. Reiknað með 20% samdrætti tekna af lendingargjöldum Í september verður samdrátt- urinn enn meiri eða um 13,35% miðað við september á síðasta ári og í október dragast tekjur af lendingargjöldum saman um 14,52% miðað við sama mánuð í fyrra. „Reiknað er með því að samdrátturinn yfir árið í heild geti orðið allt upp í 20%,“ segir Heimir. „Þetta skýrist ekki eingöngu af atburðunum í Bandaríkjunum í september þar sem samdráttar varð þegar vart á sumarmánuðum. Það má til dæmis velta því fyrir sér hvort rekja megi þennan sam- drátt milli ára til auglýsingaátaks sem gert var kringum menningar- árið 2000 til að laða að ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt.“ Tekjur af þjónustu minnka ekki, en minni tekjur af lendingargjöldum Umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið dregst saman HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur sýknaði rúmlega þrítugan karlmann af ákæru um hrað- akstur en í dómnum kemur fram að verulegir gallar voru á rann- sókn lögreglunnar í Kópavogi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið á 113 kílómetra hraða austur Suðurlandsveg til móts við Sandskeið en leyfilegur hámarkshraði þar er 90 km/klst. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að maðurinn mótmælti því að hafa ekið svo hratt en hann hefði á hinn bóginn gefið upp hraðann 105 km/klst. Fyrir dómi staðhæfði hann að rangt væri eftir sér haft og að hann hefði ekki ekið hraðar en á 90. Í dómnum segir að hvað sem þessu líði hafi lögreglumönnun- um mátt vera ljóst að ólíklegt væri að maðurinn myndi gang- ast við ákæru um að hafa ekið á 113 km/klst. Þeim bæri því rík- ari skylda en ella til að færa sönnur fyrir hraðamælingunni. Þrátt fyrir mótmæli mannsins hafi lögreglumennirnir látið undir höfuð leggjast að skrá nið- ur þýðingarmikil atriði sem skipt geta verulegu máli við mat á sekt ákærða. Einkum er um að ræða um- ferð annarra ökutækja en sam- kvæmt framburði ákærða var talsverð umferð um veginn þeg- ar lögregla stöðvaði hann. Í lög- regluskýrslu eru á hinn bóginn engar upplýsingar um umferð. Ekkert er heldur skráð um hvar bifreiðin var stöðvuð. Engar ályktanir væri því hægt að draga um það hvort lögreglu- mennirnir gætu hafa misst sjón- ar á bifreiðinni um lengri eða skemmri tíma. Þá liggi ekkert fyrir um hvort lögreglumennirnir hafi tekið eft- ir skráningarnúmeri bifreiðar- innar eða öðrum auðkennum þegar bílarnir mættust. Réttur til réttlátrar málsmeðferðar skertur Lögreglumennirnir báru fyrir dómi að þeir myndu ekki eftir atvikum málsins. Hvorugur þeirra mundi eftir því hvort far- þegar hefðu verið í bifreiðinni. Dómurinn segir að ekki sé ljóst hvers vegna þeir skráðu ekki niður nöfn farþeganna, sérstak- lega í ljósi þess að maðurinn neitaði sök á vettvangi. Vegna þessara annmarka hefði aldrei verið upplýst hver einn farþeg- anna væri. Sá hefði að öðrum kosti getað borið vitni í málinu, eftir atvikum, ákærða í hag. Með þessu var réttur hans til réttlátrar málsmeðferðar skert- ur. Jónas Jóhannsson héraðsdóm- ari komst að þeirri niðurstöðu að slíkir annmarkar væru á skýrslugerð lögreglumannanna að sakfelling yrði ekki byggð á hraðamælingunni. Allur málskostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun ákærða, 80.000 krónur, greiðast úr ríkissjóði. Ekki hægt að sakfella vegna galla í rannsókn SEYÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Í tilefni þess hafa nokkrir safnarar í hópi fé- lagsmanna komið á fót yfirgrips- mikilli sýningu ljósmynda og póst- korta í húsakynnum félagsstarfs aldraðra í Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi. M.a. getur að líta yfirlitsmyndir af bænum og umhverfi hans, myndir úr dagsins önn og starfi og gömlum húsum fyrri tíðar í sinni upphaflegu mynd, auk nokkurra kunnra Seyðfirðinga síðustu aldar. Þá má einnig sjá myndir frá síld- arárunum og árum síðari heims- styrjaldar, segir í fréttatilkynn- ingu. Sýningin er opin alla virka daga og laugardaga, kl. 9–17, til 1. des- ember. Ljósmyndasýning Seyðfirð- ingafélagsins í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.