Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 15 Glæsileg íslensk söngveisla með eftirlætis einsöngslögum okkar og dúettum. Stórtónleikar Íslenskar söng perlur Y D D A / S ÍA Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór Sigurjón Jóhannesson, tenór Ólafur Vignir Albertsson, píanó Björn Steinar Sólbergsson, orgel Akureyrarkirkju, Akureyri 28. nóvember 2001, kl. 20.30 Miðasala við innganginn. Forsala miða í Bókvali , Akureyri . Miðgarði, Skagafirði 25. nóvember 2001, kl. 21.00 Miðasala við innganginn. VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra segir að hún muni leita annarra leiða til að styrkja atvinnulífið á Akureyri innan orkugeirans en sameiningu Norður- orku og Rarik ef stjórnarformaður Norðurorku, Páll Tómasson, sé að túlka viðhorf meirihluta bæjar- stjórnar Akureyrar í þeim málflutn- ingi sínum að framtíðaruppbygging fyrirtækisins miðist ekki lengur við að af sameiningu orkufyrirtækjanna verði. Páll lýsti þessari skoðun sinni í Ríkisútvarpinu eftir að ljóst var orð- ið að Rarik myndi kaupa Rafveitu Sauðárkróks. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir málið á misskiln- ingi byggt. Valgerður skrifaði pistil á heima- síðu sína í gær þar sem þessi skoðun hennar kom fram. Viðræður hafa staðið yfir um sameiningu Norður- orku og Rarik um nokkurt skeið og verður næsti fundur viðræðunefnda haldinn í byrjun desember. Niður- staða athugunar á hagkvæmni þess að sameina orkufyrirtækin tvö leiddi í ljós að unnt yrði að spara 150 millj- ónir króna árlega í rekstrarkostnað. Valgerður greinir frá því í pistli sínum að bæjarstjórinn á Akureyri hafi með nokkurri hörku veist að sér á förnum vegi og sakað sig um að skemma fyrir Akureyringum í tengslum við viðræður Skagfirðinga og Rarik og síðar láti stjórnarfor- maður Norðurorku hafa eftir sér að uppbygging fyrirtækisins miðist við að ekkert verði af sameiningu þess og Rarik þar sem iðnaðarráðherra hafi heimilað Rarik að kaupa Raf- veitu Sauðárkróks. „Þetta kalla ég kúnstugar aðferðir bæjarstjórans á Akureyri til að koma sér út úr þess- um viðræðum,“ segir Valgerður. Hún segir það ekki sýna mikla reisn meirihlutans í bæjarstjórn að hlaup- ast á brott á þennan langsótta hátt og gera sig ábyrga. Segir Valgerður ennfremur að upphlaup stjórnarformannsins sé ekki í samræmi við umræður sem fram hafi farið á síðasta fundi við- ræðurnefndar vegna sameiningar fyrirtækjanna. Fordæmi séu fyrir að talsmenn Norðurorku tjái sig í and- stöðu við bæjarstjórn, en sé hann hins vegar að túlka viðhorf meiri- hlutans muni hún leita annarra leiða til að styrkja atvinnulíf á Akureyri. „Hinn almenni Akureyringur á ekki að þurfa að líða fyrir kúnstirnar í bæjarstjóranum,“ segir ráðherra. Byggt á einberum misskilningi Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri sagði að af hálfu bæjarins hefði ekki verið breytt um kúrs í málinu. „Valgerður endar pistil sinn á vangaveltum um það hvort málið sé hugsanlega á misskilningi byggt. Hún hefði ekki þurft að hringja nema eitt símtal til að fá staðfest að svo er og þar með hefði hún ekki þurft að setja þessi orð á blað, en þau eru byggð á einberum misskilningi og þjóna ekki tilgangi málsins,“ sagði Kristján Þór. Iðnaðarráðherra um fyrirhugaða sameiningu Norðurorku og Rarik Kúnstugar aðferðir til að koma sér út úr viðræðunum VINNA við endurbætur á brú Sléttbaks EA, frystitogara Útgerðarfélags Akureyringa, gengur vel en þar urðu miklar skemmdir er tog- arinn fékk á sig brotsjó laugardagsmorguninn 10. nóvember sl. Sléttbakur var þá staddur í vit- lausu veðri á Deildargrunni, um 20 sjómílur út af Rit. Þrír gluggar í brú skipsins brotnuðu er brotið gekk yfir og fylltist brúin nánast af sjó á svip- stundu. Miklar skemmdir urðu í brúnni, m.a. á tækjum, innréttingum og klæðningum en mesta mildi þykir að ekki urðu slys á fólki. Skipið kom til Akureyrar sunnudaginn 11. nóvember og var þá strax hafist handa við að meta skemmdir og undirbúa viðgerð. Frá þeim tíma hefur verið unnið af miklum krafti og sagði Sæmundur Friðriksson útgerðarstjóri ÚA að iðnaðarmennirnir hefðu unnið nánast krafta- verk frá því skipið kom til hafnar. Hann sagði að menn væru farnir að stilla upp tækjum í brúnni en að eftir væri að stilla þau saman. Sæmundur sagði erfitt að segja til um hvenær Sléttbakur kæmist til veiða á ný en þó væru menn farnir að horfa til næstu helgar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið tjónið er nákvæmlega en þó ljóst að það hleypur á milljónum króna. Vinna í Sléttbak EA gengur vel JÓLAMERKI Framtíðarinnar er komið út. Kristín Pálsdóttir á Ak- ureyri teiknaði mynd merkisins í ár og er þetta í annað sinn sem hún leggur til mynd á merkið. Framtíðin er nú deild innan Fé- lags eldri borgara á Akureyri, en Kvenfélagið Framtíðin sem stofn- að var 1894 var lagt niður á síð- asta ári. Ákveðið var að halda áfram út- gáfu jóla- merkis og minning- arkorta til að styðja aldraða líkt og kven- félagið hafði gert áður. Jóla- merki Framtíðarinnar er til sölu í Frí- merkjahúsinu og Frímerkjamið- stöðinni í Reykjavík og á pósthús- inu á Akureyri. Allur ágóðir af sölu jólamerk- isins rennur til stuðnings öldr- uðum en nú nýverið afhenti Framtíðin Dvalarheimilinu Hlíð sjúkralyftara, baðstóla og sjúkra- rúm að gjöf. Vonast Framtíðin eftir góðum stuðningi bæjarbúa nú líkt og ávallt áður. Jólamerki Framtíðarinnar HÉRAÐSFRÉTTABLAÐIÐ Norð- urslóð í Dalvíkurbyggð hefur opnað nýja heimasíðu, en það var gert við at- höfn á Tjörn í Svarfaðardal. Norður- slóð hóf göngu sína í nóvember árið 1977 eða fyrir réttum 24 árum. Heimasíða blaðsins hefur að geyma greinasafn undanfarinna tíu ára ásamt myndum en í framtíðinni er ætlun aðstandenda þess að slá þar inn allar greinar frá því blaðið hóf göngu sína. Við opnunarathöfnina rakti ann- ar ritstjóranna, Jóhann Antonsson, tildrög þess að blaðinu var hleypt af stokkunum. Ritstjórar þess voru í upphafi ásamt Jóhanni þeir Hjörtur E. Þórarinsson og Óttar Proppé en þeir eru nú báðir fallnir frá. Jóhann sagði það vel við hæfi að heimasíðan væri opnuð í stofunni á Tjörn þar sem þau Tjarnarhjón Hjörtur Eldjárn og Sigríður Hafstað hefðu lengst af hald- ið utan um útgáfuna og Sigríður er raunar enn útgáfustjóri blaðsins. Norðurslóð hefur það lagt sérstaka rækt við vandaðar sagnfræðilegar greinar og haldið á loft svarfdælskri sögu og menningu. Norðurslóð kemur út mánaðarlega. Ritstjórar eru þeir Jóhann Antonsson og Hjörleifur Hjartarson. Slóð heima- síðunnar er www.nordurslod.is. Norðurslóð opnar heimasíðu FÓLK sem búsett er við Eyjafjörð og starfar að því leynt og ljóst að við- halda þekkingu á fornum vinnu- brögðum, íslensku handverki og öðr- um þjóðlegum hefðum í verkmenningu, söng, dansi og sagna- hefð gengst fyrir stofnfundi nýs fé- lagsskapar. Stofnfundurinn verður haldinn í Laufási fimmtudagskvöldið 22. nóv- ember kl. 20.00 og eru allir velkomnir. Félag um varðveislu íslenskra hefða Morgunblaðið/Kristján ♦ ♦ ♦ ÍÞRÓTTABANDALAG Akureyrar, ÍBA, hefur auglýst stöðu fjármála- stjóra bandalagsins lausa til umsókn- ar en stefnt er að því að ráða í stöðuna frá og með næstu áramótum. Markmiðið með ráðningu fjármála- stjóra er að auka eftirlit með fjármál- um íþróttafélaganna í bænum og veita þeim fjárhagslega ráðgjöf alls starfs íþróttahreyfingarinnar í bæn- um. Einnig að auka skilvirkni ÍBA og aðilarfélaga bandalagsins gagnvart bænum og þjónustuaðilum með það að markmiði að auðvelda upplýsinga- flæði. Í síðasta mánuði var skrifað undir samskiptasamning milli ÍBA og Akureyrarbæjar en markmiðið með honum er að efla tengsl milli bæjarins og ÍBA. Þar er m.a. gert ráð fyrir að bærinn greiði 3,5 milljónir króna vegna reksturs skrifstofu ÍBA en væntanlegum fjármálastjóra verður einmitt gert að halda utan um rekstur hennar. Umsóknarfrestur um stöðu fjármálastjóra ÍBA er til 7. desember nk. ÍBA auglýs- ir eftir fjár- málastjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.