Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR skömmu var haldið velheppnað mál- þing um starfsendur- hæfingu. Að málþingnu stóðu Alþýðusamband Íslands, Landssamtök lífeyrissjóða, Sam- starfsráð um endurhæf- ingu, Samtök atvinnu- lífsins, Trygginga- stofnun ríkisins og Vinnumálastofnunin. Það kemur í raun og veru nokkuð á óvart að ekki hafi fyrr verið haldið málþing um starfsendurhæfingu með þeim hagsmunaað- ilum sem að þinginu stóðu, því um það eru allir sammála að árangursrík starfsendurhæfing skiptir miklu máli, bæði fyrir viðkom- andi einstakling og ekki síður fyrir þjóðfélagið í heild. Hvað varðar lífeyrissjóðina er mál- ið auðvitað mjög mikilvægt. Ekki ein- vörðungu vegna þess að með skipu- legri og raunhæfri starfsendurhæf- ingu sparast verulegir fjármunir hjá sjóðunum, sem gerir lífeyrissjóðina betur í stakk búna til að standa við líf- eyrisskuldbindingar sínar í framtíð- inni, auk þess sem skilvirk starfsend- urhæfing skilar sér beint í betri lífeyrisréttindum og þar með hærri bótafjárhæðum til lífeyrisþega. Hitt er ekki síður mikilvægt að það er sjálfsögð skylda lífeyrissjóða sem annarra sem hagsmuna eiga að gæta að koma þeim sem misst hafa starfs- orku sína vegna slysa eða sjúkdóma til sjálfsbjargar á ný, eftir því sem tök eru á. Allt frá stofnun lífeyrissjóðanna hafa greiðslur til þeirra sjóðfélaga sem misst hafa starfsorku sína skipt lífeyrissjóðina miklu máli, enda eru sjóðirnir hagstæðasta, skilvirkasta og ódýrasta samtrygging launþega vegna ýmissa áfalla, svo sem vegna starfsorkutaps. Það er ekki spurt um heilsufar, aldur, hjúskaparstöðu, fjöl- skyldustærð eða kyn þegar viðkom- andi gerist sjóðfélagi í lífeyrissjóði, eins og tíðkast þegar keyptar eru tryggingar vegna slysa- og sjúkdóma hjá tryggingafélögunum. Skilyrði fyrir örorkulífeyri Það skilyrði er sett hjá lífeyrissjóð- unum fyrir örorkulífeyri að sjóðfélag- inn hafi orðið fyrir slysi eða sjúkdómi sem skerðir getu hans til að gegna því starfi sem veitti honum aðild að lífeyr- issjóðnum og að hann hafi sannanlega orðið fyrir tekjumissi af völdum orku- tapsins. Miðað er við að orkutapið sé a.m.k. 50% og að sjóð- félaginn hafi greitt í líf- eyrissjóði í a.m.k. tvö ár. Hjá flestum sjóðum skal mat á orkutapi fyrstu þrjú árin aðal- lega miðað við vanhæfni sjóðfélaga til að gegna því starfi, er hann hafði gegnt og veitti honum aðild að sjóðnum. Eftir fyrstu þrjú árin skal meta orkutap sjóðfélag- ans að nýju og þá hvort hann sé vinnufær til al- mennra starfa á vinnu- markaði. Þannig tengist skilyrði til töku örorku- lífeyris fyrstu árin því starfi sem sjóð- félaginn hefur gegnt og greitt iðgjald af til lífeyrissjóðsins, en síðan miðast mat örorku við það hvort hann geti gegnt almennum störfum eða ekki. Örorkulífeyrir lækkar eða fellur niður ef orkutap minnkar. Á sama hátt getur örorkulífeyrir hækkað ef orkutap eykst frá því sem áður hefur verið. Örorkulífeyrir er greiddur þar til ellilífeyrisaldri er náð en þá breyt- ist lífeyririnn sjálfkrafa í ellilífeyri. Lífeyrissjóður getur gert þá kröfu til lífeyrisþega að hann fari í sjúkraþjálf- un eða endurhæfingu og á það bæði við þegar sótt er um örorkulífeyri og við endurmat á orkutapi. Hér er um mjög mikilvægt atriði að ræða, sem flestir lífeyrissjóðir hafa tekið upp í samþykktum sínum. Endurhæfingarúrræði Starfsendurhæfing er mjög mikil- vægur þáttur í velferð einstaklinga sem nauðsynlegt er að efla að styrk og fjölbreytni á komandi árum. Því er ljóst að þeir aðilar sem að starfsend- urhæfingu koma, bæði beint og óbeint, þurfa að samhæfa krafta sína og framtíðarsýn. Nokkrir aðilar hafa sinnt endurhæfingarmálum í langan tíma og eiga þakkir skildar, s.s. Reykjalundur og Hringsjá. Frá því í ársbyrjun á síðasta ári hefur staðið yfir tilraunaverkefni á vegum Janus- ar endurhæfingar. Verkefnið felur í sér samvinnu lífeyrissjóða, mennta- og heilbrigðiskerfis í starfsendurhæf- ingu og er markmiðið að einstakling- urinn komist aftur út í atvinnulífið. Með þessu nýja úrræði skapast möguleiki á að bjóða einstaklingum endurhæfingu og endurmenntun á öðrum grundvelli en áður hefur tíðk- ast. Tekið er tillit til mismunandi þarfa einstaklingsins og starfsemin skipulögð út frá því. Í dag byggist starfsemin á þjónustusamningum við hinar ýmsu stofnanir, svo sem Trygg- ingastofnun ríkisins og hina ýmsu líf- eyrissjóði. Eftir sem áður hlýtur þó beinn fjárhagslegur stuðningur frá mennta- og heilbrigðiskerfinu að skipta sköpum um framtíð þessa merka starfs hjá Janusi. Móta þarf heildarstefnu Á umliðnum árum hefur okkur Ís- lendingum tekist að byggja upp gott velferðarkerfi, þótt alltaf megi gera betur og mönnum finnist oft ekki miða nægilega vel og fljótt í rétta átt gagnvart ýmsum þjóðfélagshópum, s.s. öryrkjum og öldruðum. Hluti af velferðarkerfinu er auðvitað lífeyris- sjóðirnir, en uppbygging þeirra hér á landi er í fremstu röð meðal vest- rænna þjóða, eins og kunnugt er. Starfsendurhæfng er mjög mikilvæg- ur þáttur í velferðarkerfinu og brýn nauðsyn er að gefa öllum sem missa starfsorku sína vegna sjúkdóma eða slysa kost á skilvirkum endurhæfing- arúrræðum. Þeim mun fljótar sem gripið er til starfsendurhæfingar þeim mun betra fyrir alla. Þar þarf ekki síst að leita samstarfs við sjúkra- sjóði verkalýðsfélaga, því þangað leita launþegar oftast í byrjun langvarandi veikinda og fjarveru frá vinnumark- aði. Skilvirk starfsendurhæfing lækkar kostnað og fjárútlát ríkissjóðs og líf- eyrissjóða þegar til lengri tíma er litið en mest er þó um vert að með því að aðstoða einstaklinginn við að takast á við launuð störf á vinnumarkaði eykst sjálfsvirðing hans og lífshamingja. Nauðsynlegt er að á næstu mánuðum og misserum verði unnið að árangurs- ríkum úrræðum í starfsendurhæfing- armálum og að móta þá heildarstefnu sem þarf til þess að svo megi verða. Lífeyrissjóðir og starfsendurhæfing Hrafn Magnússon Starfsendurhæfing Starfsendurhæfng er mikilvægur þáttur í vel- ferðarkerfinu, segir Hrafn Magnússon, og nauðsynlegt er að gefa öllum sem missa starfs- orku kost á skilvirkri endurhæfingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Í Morgunblaðinu föstudaginn 2. nóvem- ber birtist fjörleg grein eftir Stefán Snævarr, skáld og heimspeking, undir fyrirsögninni „Írafárið, gelískan og íslenskan“. Þar setur hann meðal annars ofan í við undirritaðan fyrir að hafa fyrr á árinu „lát- ið glepjast af áróðri fimmtu herdeildarinn- ar, málfeigðarsinn- anna“ í stað þess að verja íslenskuna af full- um eldmóði gegn þeim hættum sem að henni steðja. Vísaði hann þar til greinar í tímaritinu Skírni, þar sem ég ræddi um stöðu íslenskunnar á tímum alþjóðavæðingar. Þótt ég fagni áhuga Stefáns á þess- um skrifum olli það mér vonbrigðum að hann skyldi velja að gagnrýna efn- isatriði sem alls ekki er að finna í grein minni! Stefán segir mig „gefa í skyn að Írar hafi af fúsum og frjáls- um vilja gert ensku að móðurmáli sínu“. Þetta er fjarri öllum sanni. Í greininni tók ég Íra sem dæmi um þjóð sem virðist hafa lifað það af að upprunaleg þjóð- tunga þeirra vék fyrir ensku að verulegu leyti. Dæmið var notað sem rök gegn þeirri skoðun að Íslendingar myndu hætta að vera þjóð um leið og íslenskan viki fyrir ensku. Það, hvort Írar tóku enskuna upp af fúsum og frjálsum vilja, kemur þessum rökum ekkert við, enda ræði ég þá spurningu ekki í greininni. Það gerir hins vegar Davíð Logi Sigurðsson sagnfræðingur í Morgunblaðsgrein 6. nóvember sl., enda er hann manna fróðastur hér- lendis um þá sögu. Ég vona líka að lesendur Morgun- blaðsins ráði það ekki af skrifum Stef- áns að ég taki undir með þeim sem vilja hlaupa til og fara að tala ensku á þeim sviðum þjóðlífsins þar sem þá grunar að það geti verið „hag- kvæmt“, svo sem í verslun og við- skiptum eða vísindum og fræðum. Þeir sem halda slíku fram eru að vísu ekki landráðamenn, öfugt við það sem Stefán heldur fram. En þeim sést yfir þau mikilvægu verðmæti sem íslensk málrækt stendur vörð um. Þetta var raunar meginatriðið í Skírnisgrein minni: að jafnvel þótt ís- lenskt þjóðerni gæti lifað það af að tungan visni, sé þörf á málrækt til að önnur og meiri verðmæti glatist ekki. Misskilin aðild að Írafári Sigurður Kristinsson Gelíska Jafnvel þótt íslenskt þjóðerni gæti lifað það af að tungan visni, segir Sigurður Kristinsson, er þörf á málrækt til að önnur og meiri verð- mæti glatist ekki. Höfundur er heimspekingur og lektor við Háskólann á Akureyri. Í REYND er ekki ágreiningur í grundvallaratriðum um yfirlýst markmið árásanna á Afganistan. Fáir, ef nokkrir, andmæla því að bin Laden og hryðjuverkasamtök hans al-Qaeda séu það sterklega bendluð við hryðjuverk að ástæða sé til þess að krefjast framsals hans og aðstoð- armanna hans og að réttað verði og dæmt í þeirra málum. Þó svo að meintum sönnunar- gögnum um aðild bin Ladens að hryðjuverk- unum 11. september sl. hafi að mestu verið haldið leyndum eru svo sterkar vísbend- ingar sem benda til að- ildar hans að öðrum og eldri óhæfuverkum að það eitt væri nóg. Svipað gildir um hitt meginmarkmið árás- anna, eins og þeim er opinberlega lýst af Bandaríkjamönnum og Bretum, þ.e.a.s. að koma talibanastjórninni frá völdum og reyna að stuðla að því að eitt- hvað skárra taki við. Nei, vaxandi ágreiningur um hernaðinn í Afgan- istan er ekki um markmið heldur um aðferðir og afleiðingar. Mark- mið geta verið réttlætanleg og jafn- vel göfug án þess að tilgangurinn helgi meðalið. Fyrir það fyrsta gætir mikilla efasemda um þá þvinguðu rétt- arþróun í heiminum að einstök ríki eða samtök skilgreini sjálf og ákveði rétt sinn til að hefja hernað gegn öðrum fullvalda ríkjum. Með árás- unum á Afganistan er það að gerast í annað sinn á skömmum tíma. Í öðru lagi er ótal spurningum ósvarað um hvers konar aðgerðir séu réttlætanlegar og hvers konar ekki, burtséð frá því hvernig að ákvörðunum um þær er staðið. Í árásunum á Afganistan hefur þegar verið beitt svonefndum klasa- sprengjum sem fyrst og fremst drepa eða slasa fólk, en eru gagns- lítil vopn gagnvart hernaðarlegum skotmörkum, dauðlegum tólum og tækjum. Spyrja má hvort einhverj- ar lagalegar eða efnislegar forsend- ur réttlæti notkun klasasprengna en ekki t.d. kjarnorkuvopna í Afg- anistan, sem sagt hvar liggja mörk- in? Í þriðja lagi er nú viðurkennt að mannfall í röðum óbreyttra borgara er umtalsvert. Borgaraleg skot- mörk s.s. skólar, sjúkrahús, birgða- skemmur hjálparsamtaka og síðast en ekki síst heimili venjulegs fólks, leirkofar eða tjöld, verða unnvörp- um skotmörk, við skulum vona fyrir slysni. Hvort mannfallið í Afganist- an er nú þegar mælt í þúsundum eða fleiri hundruðum skiptir ekki öllu máli. Fórnirnar verður að meta í samhengi við markmið aðgerðanna og þótt mikilvæg séu, þ.e. að koma höndum yfir grunaðan mann eða menn og losna við ólýðræðislega harðstjórn, eina af mörgum tugum í heiminum, réttlætir það ekki hvað sem er. Tilgangurinn má aldrei helga meðalið. Síðast en ekki síst verða skyn- samleg rök að styðja það að sú að- ferð sem valin hefur verið sé líkleg til að skila árangri. Þrátt fyrir frétt- ir af miklu undanhaldi talibana síð- ustu daga er óvíst með öllu að enda- lok hernaðarins í Afganistan séu þar með í sjónmáli. Margir telja lík- legt að framundan sé tímabil skæruhernaðar og óstöðugleika þar sem ómögulegt verði að segja til um í hvaða púðurtunnu þessa svæðis neistarnir geti lent næst. Ekki er hægt að horfa fram hjá þeirri stað- reynd að Afganistan er í rúst eftir áratuga linnulausan ófrið, sem núverandi samherjar í árásunum bera ekki svo litla ábyrgð á. (Sovétmenn herjuðu í landinu, Bandaríkjamenn fjár- mögnuðu og vopnuðu m.a. talibana, o.s.frv.) Ef svo heldur sem horfir og áframhald- andi hernaður gerir ómögulegt að koma hjálpargögnum til sveltandi fólks gæti veturinn framundan átt eftir að leiða til meiri mannlegra hörmunga í Afganistan en sést hafa lengi, jafnvel þótt viðskiptabannið á Írak og afleiðingar þess séu taldar með. Þótt bin Laden kynni að nást á næstu dögum eða vikum og talib- anastjórnin að falla eru spurning- arnar áleitnar: hvað svo? hvað tekur við í Afganistan? er einhver trygg- ing fyrir því að forustumenn hins svokallaða Norðurbandalags hegði sér betur nú en áður þegar þeir voru við völd í Kabúl t.d.? hvað um uppsprettu hryðjuverka og jarðveg ofbeldis og haturs annars staðar í heiminum, meðan aðgerðirnar bein- ast ekki a.m.k. jöfnum höndum að undirrótum og orsökum? Að líta í eigin barm Málin kunna að vandast ef farið er að kafa dýpra, það vitum við. Eru Vesturlönd tilbúin fyrir sitt leyti að líta í eigin barm jafnframt, óháð einstökum atburðum eins og hinum fólskulegu ofbeldisverkum 11. sept- ember í Bandaríkjunum. Þá verður ekki horft fram hjá því að örbirgð og örvænting ungs fólks víða í lönd- um þriðja heimsins, kúgun minni- hlutahópa, ágreiningur um stöðu þjóðarbrota og sjálfstjórnarsvæða innan stærri ríkisheilda sem oft eru aftur arfur frá nýlendutímanum, ásælni í verðmætar auðlindir, allt þetta og miklu fleira má nefna til sögunnar sem orsakavald og upp- sprettu átaka. Að ógleymdu hinu pólitíska spili stórvelda og varð- stöðu þeirra um pólitíska og við- skiptalega hagsmuni (olíu-, her- gagnaiðnaðar og viðskipta), vítt og breitt um heiminn. Þora menn yf- irleitt á Vesturlöndum að horfast í augu við sjálfa sig eða verður áfram háð yfirborðskennt áróðursstríð gegnum CNN og öðrum slíka fjöl- miðlum, sem fá tiltal þessa dagana fyrir að vera ekki 100% málpípur bandarísk/breskra sjónarmiða, heldur aðeins 90%. Af hverju lenda Bandaríkin, Bretar, Frakkar o.fl. aftur og aftur í því að mæta eigin vopnum í styrjöldum þar sem upp- vakningar- og bandamenn þeirra sjálfra í svæðisbundnum átökum eru allt í einu orðnir að erkifjend- um. En ef ekki loftárásirnar, hvað þá? Er ekki betra illt að gera en ekki neitt? Slíkar spurningar vakna eðli- lega og þær verðskulda að sjálf- sögðu svör. Í seinni greinum verður reynt að benda á aðrar leiðir, aðra aðferðafræði við lausn deilumála, aðra nálgun en hina hernaðarlegu sem skilaði okkur tveimur heims- styrjöldum á síðustu öld, nærri því þeirri þriðju oftar en einu sinni og stórhernaði á vegum vestrænna ríkja ekki sjaldnar en þrisvar á síð- ustu tíu árum, þ.e. í Flóabardaga hinum síðari, á Balkanskaga og nú í Afganistan. Í upphafi skyldi endirinn skoða Steingrímur J. Sigfússon Höf. er formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs og situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Afganistan Margir sem gerst til þekkja, segir Stein- grímur J. Sigfússon, hafa frá upphafi varað við því að þessi hern- aður yrði feigðarflan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.