Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BAKKAVÖR Group hf. hefur keypt breska matvælafyrirtækið Katsouris Fresh Foods Ltd. (KFF) fyrir 15,6 milljarða króna. Þetta eru stærstu fyrirtækjakaup í íslenskri viðskipta- sögu og eru kaupin að helmingi fjár- mögnuð af þremur breskum bönkum. Hinn helmingur kaupverðsins verður fjármagnaður með hlutabréfum í Bakkavör Group og hlutafjárútboði sem haldið verður í Danmörku og Svíþjóð, auk Íslands, í byrjun desem- ber. Áætluð velta sameinaðs félags fyr- ir árið 2002 er um 20 milljarðar króna og starfsmenn verða um 1.900 tals- ins. Lýður Guðmundsson er forstjóri Bakkavarar Group. Hann segir að forsvarsmenn Bakkavarar Group hafi þekkt til KFF í London í um ára- tug en kaupin eigi sér um hálfsárs að- draganda. Eigendur KFF eru grísk fjölskylda sem búsett hefur verið í London frá því um miðja síðustu öld og höfðu forsvarsmenn KFF í raun frumkvæði að kaupunum, þar sem þeir þekktu til Bakkavarar Group. „Þetta er sameining tveggja sterkra félaga. Það sem okkur finnst athyglisvert við þetta fyrir utan það hve stórar tölurnar eru, er fyrst og fremst það að fjölskyldan hafði áhuga á að eignast hlutabréf í Bakkavör Group og mun eignast hlutabréf fyrir um tvo milljarða íslenskra króna, auk þess að setjast í stjórn fyrirtækisins. Það gefur þessum samningi mikinn trúverðugleika,“ segir Lýður í sam- tali við Morgunblaðið. KFF, sem staðsett er í Wembley í London, framleiðir einungis kældar tilbúnar matvörur. Meginhluti fram- leiðslunnar eru tilbúnir réttir, smá- réttir, ýmiss konar meðlæti og fersk- ar ídýfur. Á degi hverjum framleiða 1.593 starfsmenn KFF yfir 110 þús- und ferska tilbúna rétti, um 30 þús- und einingar af smáréttum og rúm- lega 150 þúsund einingar af ferskum ídýfum sem seldar eru í Tesco og Marks & Spencer og öðrum breskum matvöruverslunarkeðjum. Vöruþró- un KFF hefur farið fram í samráði við þessa stórmarkaði og eru vörurn- ar oftar en ekki framleiddar undir merkjum stórmarkaðanna en strang- ar gæðakröfur þarf að standast til þess. Forsvarsmenn KFF í stjórn Bakkavarar Group Fyrir kaupin var KFF að mestu í eigu Katsouris fjölskyldunnar, þeirr- ar sem stofnaði félagið árið 1982. Stofnendurnir, ásamt öðrum lykil- starfsmönnum félagsins, munu halda áfram störfum hjá félaginu. Áformað er að forstjóri KFF, Antonios Yero- lemou, og fjármálastjóri félagsins, Panikos Katsouris, taki sæti í stjórn Bakkavör Group. Eignarhluti fyrrum eigenda KFF í Bakkavör Group mun verða einn stærsti eignarhluti er- lendra aðila í íslensku fyrirtæki skráðu á Verðbréfaþingi Íslands. Ekki liggur fyrir hve hátt hlutfall af Bakkavör Group gríska fjölskyld- an mun eignast þar sem fjölskyldan ætlar að kaupa að stærstum hluta á því gengi sem verður í útboðinu í des- ember nk. Fyrrverandi eigendur KFF munu því samþykkja það verð- mat sem markaðurinn mun leggja á bréf Bakkavarar Group. Til þeirra verða greiddar samtals um 1.850 milljónir króna af kaupverðinu í formi hlutabréfa. Það er því ljóst að Katsouris-fjöl- skyldan verður næststærsti eigandi Bakkavarar Group á eftir bræðrun- um Lýði og Ágústi Guðmundssonum, en sá síðarnefndi er stjórnarformað- ur félagsins. Með alþjóðlegu hluta- fjárútboði að auki, verður eigenda- samsetningin því alþjóðleg. Á kynningarfundi sem haldinn var í gær, sagði Lýður að mikilvægar for- sendur fyrir útrás Bakkavarar Group væru boðaðar skattalækkanir ríkis- stjórnarinnar, afnám verðbólgu- reikningsskila og heimild til að gera fyrirtæki upp í erlendri mynt. Með kaupunum á KFF verður Bakkavör Group eitt af stærstu fyr- irtækjunum á Íslandi, hvort sem mælt er í hagnaði, veltu eða starfs- mannafjölda og verður í hópi með bönkunum, Pharmaco, Baugi o.s.frv. Bakkavör Group hefur varið sig að fullu fyrir gjaldeyrisáhættunni sem af kaupunum hlýst með afleiðusamn- ingum, eins og fram kemur í tilkynn- ingu um kaupin til Verðbréfaþings Íslands. Markaðurinn vex um 12–15% á ári Síðustu ár hefur rekstur KFF skil- að góðum hagnaði samhliða örum vexti. Félagið velti á síðasta rekstr- arári 10,8 milljörðum króna og áætl- uð velta þessa árs er 12,2 milljarðar króna. Hagnaður KFF á síðasta rekstrarári var um 2.030 milljónir króna fyrir skatta og áætlaður hagn- aður þessa árs er um 2.350 milljónir króna fyrir skatta. Félagið skilaði EBITDA, þ.e. hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði, upp á um 2.450 milljónir króna á síðasta ári og áætl- anir KFF gera ráð fyrir að EBITDA þessa árs verði um 2,8 milljarðar króna. KFF er skuldlaust fyrirtæki við kaupin. Lýður segir áætlanir gera ráð fyrir 4,2 milljarða króna EBITDA-hagn- aði sameinaðs fyrirtækis á næsta ári. Með kaupunum hefur félagið haslað sér enn frekari völl á þeim hluta breska matvælamarkaðarins sem vex hvað hraðast um þessar mundir, eða um 12-15%, að sögn Lýðs. Bakkavör Group var stofnað árið 1986 og hefur verið matvælafyrir- tæki frá upphafi. Bakkavör Group á dótturfélög í sex löndum í Evrópu en höfuðstöðvarnar eru í Kaupmanna- höfn. Fyrir á Bakkavör Group annað dótturfélag í Bretlandi, Bakkavör Birmingham Ltd., sem framleiðir ferskar salat-sósur fyrir Bretlands- markað. Kaupin á KFF eru í sam- ræmi við yfirlýsta stefnu Bakkavör Group, sem er að stækka með fyr- irtækjakaupum og bæta við vörulínu félagsins í kældum, tilbúnum matvör- um. Samhliða kaupunum mun Bakkavör Group komast í viðskipti við nokkrar af stærstu verslunar- keðjum Evrópu, en alls selur félagið nú vörur sínar til 15 af 20 stærstu verslunarkeðjum Evrópu. Ágúst Guðmundsson, stjórnarfor- maður Bakkavarar Group, lýsti því yfir á kynningarfundinum í gær að Bretland væri þróaðasti markaður- inn í Evrópu fyrir matvæli eins og KFF og Bakkavör Group framleiða, og þar yrðu nýjungarnar til. Það væri því afar mikilvægt fyrir Bakkavör Group að vera sterkt fyrirtæki á Bretlandsmarkaði, það kæmi dóttur- félögum á meginlandinu mjög til góða og myndi auka vaxtarmöguleika þeirra verulega. Viðurkenning fyrir íslenskt efnahagslíf Þrír af stærstu bönkum Evrópu, Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og HSBC Bank, lána um helming af kaupverðinu. Auk þess munu þeir endurfjármagna öll fyrri lán Bakkavarar Group en bankarnir hafa skuldbundið sig til að lána Bakkavör Group alls 12,3 milljarða króna. „Þessi stuðningur sem félagið hef- ur fengið frá erlendum bönkum er mjög athyglisverður og ber vott um að bæði Bakkavör Group og KFF njóta trausts. Þetta er viðurkenning, ekki bara fyrir okkur heldur líka ís- lenskt efnahagslíf. Ég man ekki í fljótu bragði eftir því að íslenskt fyr- irtæki, fyrir utan bankana, hafi feng- ið lán af þessari stærðargráðu hjá þessum stóru bönkum í Evrópu,“ segir Lýður. Öllum áreiðanleikakönnunum, bæði á KFF og á Bakkavör Group, er lokið. „Þetta voru mjög ítarlegar áreiðanleikakannanir sem gengu út á allt frá því að athuga tölur félaganna og upp í læknisskoðun á mér og Ágústi bróður.“ Á þriðja milljarð í hlutafjárútboð Rúmur fimmtungur af kaupverð- inu verður fjármagnaður með al- mennu hlutafjárútboði sem fara mun fram á Íslandi, í Svíþjóð og í Dan- mörku. Hlutafjárútboðið fer fram á tímabilinu 3.-12. desember nk. en skráningarlýsing þar sem verðbil og stærð útboðs kemur fram verður gef- in út 30. nóvember nk. Núverandi stærðarviðmið er á bilinu 2.600 til 2.900 milljónir króna. Áhugakönnun hefst í dag og stend- ur til 28. nóvember og á grundvelli hennar verður verðbilið ákveðið. Helgi Bergs er forstöðumaður fyrir- tækjaþjónustu Kaupþings sem er yf- irumsjónaraðili útboðsins. Að hans sögn verður útboðið með svokölluðu „book-building“ fyrirkomulagi, þ.e. fagfjárfestar lýsa áhuga á að kaupa ákveðið magn hlutabréfa á skil- greindu verði. Þetta er skráð í bók sem Kaupþing heldur utan um en bókinni verður lokað 12. desember og staðfestingum safnað á grundvelli út- hlutunar eftir bókinni. Þetta fyrirkomulag hefur ekki ver- ið haft á hlutafjárútboði á Íslandi áð- ur. Helgi segir það víðast hvar notað annars staðar en á Íslandi og henta vel til að hafa áhrif á samsetningu hluthafanna. Samhliða þessu fyrir- komulagi verður áskriftarfyrirkomu- lag fyrir einstaklinga á Netinu. Meðumsjónaraðilar útboðsins eru Búnaðarbanki Íslands og sænska fjármálafyrirtækið Aragon Fond- kommission sem mun halda utan um skráningu í Svíþjóð. Söluaðilar eru auk þess MP-Verðbréf og Íslands- banki og Kaupþing í Svíþjóð og Dan- mörku. Helgi segir markhópinn vera fag- fjárfesta á Íslandi og á Norðurlönd- unum og almenna fjárfesta á Íslandi. Stefnt er að því að Bakkavör komist í Úrvalsvísitölu VÞÍ og að fyrirtækið verði með veltumestu félögunum á Verðbréfaþingi Íslands. Markmið út- boðsins er að sögn Helga að skapa sterkan markað með hlutabréf Bakkavarar Group. Á kynningarfundi sem Bakkavör Group og Kaupþing héldu í gær kom fram í máli Lýðs Guðmundssonar, forstjóra Bakkavarar Group, að skráning hlutabréfa fyrirtækisins á erlenda markaði væri í athugun og ákvörðun yrði tekin um slíkt innan árs. Fyrsta skrefið væri að byrja að gera reksturinn upp í erlendri mynt, en frá og með næstu áramótum mun Bakkavör Group gera upp í breskum pundum. Hlutabréf Bakkavarar Group eru skráð á Aðallista Verðbréfaþings Ís- lands en lokað var fyrir viðskipti með bréf félagsins allan gærdaginn. Bakkavör Group kaupir Katsouris Fresh Foods í Bretlandi fyrir 15,6 milljarða króna Breskir bankar fjármagna helming kaupverðsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjárfestar og fleiri sóttu kynningarfund Kaupþings og Bakkavarar Group í gær, þar sem kaupin á KFF voru kynnt. Bakkavör Group verður eitt stærsta fyr- irtæki á Íslandi eftir kaupin á hinu breska KFF. Áætluð velta sameinaðs félags á næsta ári er um 20 milljarðar króna og starfsmenn verða 1.900 talsins. Steingerður Ólafsdóttir kynnti sér stærstu fyrirtækja- kaup í íslenskri viðskiptasögu. Katsouris Fresh Foods Ltd. hefur aðsetur á Wembley í London. Fyrirtækið framleiðir kældar tilbúnar matvörur. steingerdur@mbl.is TAP af rekstri OZ á fyrstu níu mán- uðum ársins 2001 nam 13,0 milljón- um Bandaríkjadala, jafngildi um 1,4 milljarða íslenskra króna, sam- kvæmt reikningsskilareglum banda- ríska verðbréfaeftirlitsins (SEC). Þar með talið eru afskriftir af við- skiptavild vegna kaupa á fyrirtæki í Kanada og gjaldfærsla vegna kaup- réttarsamninga, samtals 1,3 milljón- ir dala og tap vegna áhrifa dóttur- félaga 0,9 milljónir dala. Á sama tímabili á síðasta ári var tapið 9,7 milljónir Bandaríkjadala. Bókfærðar heildartekjur OZ á fyrstu níu mánuðum ársins námu samtals 10,3 milljónum Bandaríkja- dala, jafngildi um 1,1 milljarðs ís- lenskra króna. Af þessum tekjum er 4,5 milljónum dala, sem fyrirtækið hefur þegar fengið greiddar, frestað í samræmi við reikningsskilareglur SEC. Í rekstrarreikningi eru þar af leiðandi tekjufærðar 5,8 milljónir Bandaríkjadala. Tekjuaukning fyrir- tækisins milli ára, að teknu tilliti til frestaðra tekna, er 95%. Í tilkynn- ingu félagsins segir að tekjuaukn- ingu þess milli ára megi fyrst og fremst rekja til nýrra samninga á sviði hugbúnaðarþróunar. Rekstrargjöld OZ á fyrstu níu mánuðum ársins námu samtals 12,9 milljónum Bandaríkjadala en 11,2 milljónum á sama tímabili á síðasta ári. Tap fyrirtækisins af reglulegri starfsemi (EBIDTA) nam 7,1 milljón Bandaríkjadala á fyrstu níu mánuð- um þessa árs en 5,9 milljónum á sama tímabili á síðasta ári, sam- kvæmt reglum SEC. Að teknu tilliti til frestaðra tekna var tap OZ á fystu níu mánuðum þessa árs 2,6 milljónir Bandaríkjadala en 5,9 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Áhrif dótturfélaga, afskriftir og fjármagnskostnaður voru neikvæð um 5,9 milljónir dala í ár en neikvæð um 3,9 milljónir í fyrra. Eignir OZ þann 30. september síð- astliðinn námu samtals 20,7 milljón- um Bandaríkjadala, jafngildi um 2,2 milljarða íslenskra króna. Um síð- ustu áramót námu eignirnar hins vegar 27,4 milljónum dala. Þær hafa því dregist saman um 6,7 milljónir Bandaríkjadala á níu mánuðum, eða um 24%. Að sögn Steingríms Ólafs- sonar, ritstjóra OZ, stafar lækkun eigna fyrirtækisins að stærstum hluta af afskriftum, lækkun við- skiptavildar og minna handbæru fé í lok september en um síðustu ára- mót. Óráðstafað eigið fé OZ í lok sept- ember nam 6,4 milljónum Banda- ríkjadala í lok september en 18,0 milljónum um síðustu áramót. Lækkun á óráðstöfuðu eigin fé nam því 11,6 milljónum dala á fyrstu níu mánuðum ársins, eða 64%. Stein- grímur segir að þessi lækkun á óráð- stöfuðu eigin fé skýrist af tapi ársins. OZ tap- ar 1,4 millj- örðum ♦ ♦ ♦ HAGSTOFAN hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verð- lagi um miðjan nóvember. Er vísital- an 262,6 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar 1,8% hækk- un á ári en síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,8%. Þá hefur Hagstofan einnig reikn- að út launavísitölu miðað við með- allaun í október 2001 og hækkar hún um 0,2% frá fyrra mánuði. Vísitölur hækka um 0,2%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.