Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss og Dettifoss
koma og fara í dag.
Trinket kemur í dag.
Mingo fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss fer í dag.
Fréttir
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað í síma Krabba-
meinsráðgjafarinnar,
800 4040, kl. 15–17.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551 4349, flóamark-
aður, fataúthlutun og
fatamóttaka sími
552 5277 eru opin mið-
vikud. kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og postulín,
kl. 13 vinnustofa og
postulín, jóga kl. 17.
Ath. það komast fleiri
að, upplýsingar í af-
greiðslu, s. 562 2571.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofan, kl. 13
spilað, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan, kl. 10 pútt-
völlurinn opinn. Allar
uppl. í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
12 vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10
banki, kl. 13 spiladagur,
kl. 13–16 vefnaður. Litlu
jólin verða fimmtud. 6.
des., jólahlaðborð. Sr.
Kristín Pálsdóttir flytur
jólahugvekju, Björk
Jónsdóttir syngur við
undirleik Svönu Vík-
ingsdóttur. Tvær ungar
stúlkur leika á þver-
flautu, Bjarki Már El-
ísson, 11 ára, les jóla-
sögu. Fagnaðurinn
hefst kl. 18. Salurinn
opnaður kl. 17.30.
Skráning í síma
568 5052 fyrir 5. des.
Allir velkomnir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið,
Hlaðhömrum, er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga föstudaga
kl. 13.30. Kóræfingar
hjá Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ, á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19. Uppl.
hjá Svanhildi í s.
586 8014 kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9–
16.45 handavinnustofur
opnar, kl. 10–10.45 leik-
fimi, kl. 14.30 banki.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18. Bingó verður
spilað í félagsheimilinu
Gjábakka fimmtudaginn
22. nóvember kl. 14.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 13.30 enska, byrj-
endur.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Miðvikudagur
21. nóv. Leshringur í
Bókasafninu á Álftanesi
–kynning – kl. 15.30.
Fimmtudagur 22. nóv.
Félagsvist á Álftanesi
kl. 19.30. Fimmtudagur
29. nóv. Spilað í Holts-
búð kl. 13.30. Föstudag-
ur 30. nóv. Dansað í
kjallaranum í Kirkju-
hvoli kl. 11.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Línudans kl. 11. Mynd-
list kl. 13, pílukast kl.
13.30. Tölvunámskeið í
Flensborg kl. 17. Á
morgun verður pútt í
Bæjarútgerðinni kl. 10.
Kl. 14 verður opið hús.
Á dagskrá eru upp-
lestur úr nýjum bókum
og tónlist í umsjón
menningarmálanefndar.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi – blöðin og
matur í hádegi. Mið-
vikudagur: Göngu-
hrólfar fara í létta
göngu kl. 9.45 frá
Hlemmi. Söngfélag
FEB, kóræfing kl. 17.
Línudanskennsla fellur
niður. Bridsnámskeið
kl. 19.30. Söngvaka kl.
20.45, umsjón Sig-
urbjörg Hólmgríms-
dóttir. Fimmtudagur:
Brids kl. 13. Jólafagn-
aður í Ásgarði,
Glæsibæ, miðvikudag-
inn 5. desember nk.
Skemmtunin hefst kl.
20. Ýmsir skemmti-
kraftar, hugvekja, kaffi
og meðlæti. Silfurlínan
er opin á mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofan er flutt að
Faxafeni 12, sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ.
Uppl. á skrifstofu FEB.
kl. 10–16 s. 588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, postu-
lín, mósaik og gifsaf-
steypur. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16,
blöðin og kaffi.
Félag eldri borgara,
Garðabæ. Jólahlaðborð
verður í Kirkjuhvoli
föstudaginn 7. des. Hús-
ið opnað kl. 19. Tryggvi
Þorsteinsson leikur á
flygil, hugvekja, sr.
Hans Markús Haf-
steinsson, Kór eldri
borgara Garðabæjar
syngur undir stjón
Kristínar Pétursdóttur,
fjöldasöngur, Sighvatur
Sveinsson skemmtir og
leikur fyrir dansi. Allir
velkomnir. Miðapant-
anir og upplýsingar í s.
565 7826 eða 895 7826,
Arndís, og á skrifstofu
félagsins, Kirkjuhvoli, s.
565 6627, fyrir þriðju-
daginn 27. nóv.
Félagsstarfið, Furu-
gerði. Kl. 9 bókband og
almenn handavinna, kl.
10.15 leikfimi, kl. 14
syngur Barnakór
Breiðagerðisskóla nokk-
ur lög undir stjórn Sig-
rúnar Hákonardóttur,
kaffiveitingar.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofan
opnuð, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar, kl. 13
boccia. Myndlistarsýn-
ing Bryndísar Björns-
dóttur stendur yfir.
Veitingar í veitingabúð.
Allir velkomnir. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 10–17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. 16 hringdansar, kl.
17 bobb. Handverks-
markaður verður í Gjá-
bakka fimmtudaginn 22.
nóv. frá kl. 13. Margt
góðra og eigulegra
muna.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.05 leikfimi, kl. 13
keramikmálun, Bún-
aðarbankinn með þjón-
ustu í Gullsmára kl. 10,
boccia kl. 14.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl.
9–12 útskurður, kl. 11
banki, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
föndur – klippimyndir,
kl. 13.30, gönguferð, kl.
15 teiknun og málun, kl.
13.30 gönguferð.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun,
fimmtudag, á Korpúlfs-
stöðum. Púttað kl. 10 og
gönguferð kl. 11. Kaffi-
stofan er opin. Allir vel-
komnir. Upplýsingar
veitir Þráinn Haf-
steinsson, sími 5454 500.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9–12 tréskurður, kl.
10 sögustund, kl. 13
banki, kl. 14 félagsvist,
kaffi, verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9.15–16 postu-
línsmálun og mynd-
mennt, kl. 13–14 spurt
og spjallað, kl. 13–16
tréskurður.
Vitatorg. Kl. 9 smíði,
morgunstund, bókband
og bútasaumur, kl. 12.30
verslunarferð, kl. 13
handmennt og kóræf-
ing, kl. 13.30 bókband,
kl. 15.30 kóræfing.
Félagsstarf aldraðra í
Bústaðakirkju kl. 13–
16.30 í dag. Handa-
vinna, spilað og föndrað.
Kaffi. Þið, sem viljið
láta sækja ykkur, látið
kirkjuvörð vita í s.
553 8500 eða Sigrúnu í
s. 864 1448.
Álftanes. For-
eldramorgunn í Hauks-
húsum kl. 10–12 í dag.
Heitt á könnunni.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið, Hátúni 12, kl. 19.30
félagsvist.
Kvenfélagið Aldan.
Fundur verður í kvöld,
miðvikudaginn 21.
nóv.,kl. 20.30 í Borg-
artúni 18, 3. hæð. Tísku-
sýning. Konur eru beðn-
ar að fjölmenna.
Í dag er miðvikudagur 21.
nóvember, 325. dagur ársins 2001.
Þríhelgar. Orð dagsins: Gjörið því
iðrun og snúið yður, að syndir
yðar verði afmáðar.
(Post. 3, 19.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 frostleysa, 4 þraut-
seigja, 7 flýtinn, 8 dáin, 9
máttur, 11 slæmt, 13 eld-
stæði, 14 kuldaskeið, 15
skarkali, 17 féll, 20
mannsnafns, 22 setur, 23
álygar, 24 kögurs, 25
verða súr.
LÓÐRÉTT:
búlki, 2 bæn, 3 kven-
mannsnafn, 4 spýta, 5
skammt, 8 mannsnafn, 10
djörf, 12 kvendýr, 13
brodd, 15 helmingur, 16
úldna, 18 hryggð, 19 lít-
ilfjörleg kind, 20 atlaga,
21 hagnaðar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 heyskapur, 8 hugur, 9 detta, 10 ger, 11 reyfi,
13 árnir, 15 fress, 18 skref, 21 kyn, 22 dugga, 23 armur,
24 hirðulaus.
Lóðrétt: 2 Engey, 3 syrgi, 4 andrá, 5 urtan, 8 óhýr, 7
barr, 12 fis, 14 rok, 15 fædd, 18 eigri, 17 skarð, 18 snarl,
19 romsu, 20 forn.
Vantar fyrripart vísu
FRIÐFINN Friðfinnsson,
Tjarnarlundi 13c á Akur-
eyri vantar, að því er hann
telur, fyrrihluta vísu um
Austurland, en hann telur
að hún sé hluti af svonefnd-
um landsfjórðungavísum.
Alltaf verður Austurland
efst í huga mínum.
Biður Friðfinnur þá sem
kunna fyrripartinn að hafa
við sig samband, en sími
hans er 462 1622.
Hvar fæst Mint Jelly?
KRISTÍN hafði samband
við Velvakanda og sagðist
hún vera að leita að Mint
Jelly sem er frá dönskum
framleiðanda en heildsalan
sem flutti það inn er hætt
því. Segir hún að þetta sé
ómissandi með lambasteik-
inni. Spyr hún hvort ein-
hver geti gefið henni upp-
lýsingar um hvar hægt sé
að fá þessa vöru.
Hvar er kærleikurinn?
ÉG hef fylgst með Omega-
stöðinni undanfarið og hef
reynt að ná sambandi við
rekstraraðila þeirrar stöðv-
ar. Finnst mér það skrýtið
að ná aldrei sambandi við
fólk sem er þarna starfandi
og ef maður nær í einhvern
þá hefur það engan tíma til
að tala við neinn. Mér finnst
þetta óheiðarlegt. Maður er
í góðri trú og með kærleiks-
ríka hugsun og langar til að
spjalla – veit jafnvel um
fólk í ánauð – þarf jafnvel
sjálfur aðstoð, en fær aldrei
neina áheyrn. Samt er
hægt að senda gíróseðla og
biðja um peninga til aðstoð-
ar erlendis. Fyrir hvað
standa þessi samtök og
hvar er kærleikurinn?
Matthildur.
Vill ekki
tvö eintök
KONA sem býr við Sævið-
arsund hafði samband við
Velvakanda og sagðist vilja
kvarta undan því að það séu
borin út til hennar 2 blöð
daglega af Fréttablaðinu.
Segist hún ekki kæra sig
um þetta því það safnist
fyrir haugur af blöðum sem
fari einungis í ruslið.
Stórir
og fallegir
VEGNA skrifa í Velvak-
anda er bent á að Ársól í
Grímsbæ, sem er snyrti-
stofa og snyrtivöruverslun,
býður upp á fallega brjósta-
haldara í DD-stærðum.
Víkverji leitar
að bílastæðum
FYRIR stuttu síðan lýsti
Víkverji hrakningum sínum
við að leita að bílastæðum
við Laugaveg nærri verslun
sem hann ætlaði í.
Mig langar að benda
honum á að það eru tvö
bílastæðishús rétt við
Laugaveginn, eins og t.d.
bílastæðishúsið á móti
Þjóðleikhúsinu sem er stutt
frá versluninni.
Það pirrar mig að fólk
skuli kvarta undan bíla-
stæðisvanda í miðbænum
meðan bílastæðishúsin eru
með fullt af auðum stæðum.
Vil ég taka fram vegna
þessara skrifa að ég er ekki
R-listamaður.
Páll Elíasson.
Tapað/fundið
Jakki og taska týndust
SVARTUR jakki með loð-
kraga og svört taska týnd-
ust á Kaffi Viktor sl. laug-
ardag. Í töskunni var
gsm-sími, snyrtivörur, pen-
ingur o.fl. Skilvís finnandi
hafi samband við Edda eða
Jóhönnu í síma 698-0054,
557-4185 eða 568-0800 eða
skilið á Kaffi Viktor eða
lögreglustöð.
Dýrahald
Kettlingur í óskilum
KETTLINGUR, fress ca.
3-4 mánaða, er í óskilum á
Baldursgötu. Hann er grár
á baki nema með hvítt trýni
og hvítar hosur á öllum fót-
um. Hann er mjög blíður og
ómerktur. Þeir sem kann-
ast við kettlinginn vinsam-
lega hafið samband í s. 552-
5859 og gsm 847-1064.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
NÖFN á ýmsum sveitarfélögumvíða um land hafa tekið breyt-
ingum á síðustu misserum af ýmsum
ástæðum. Sameining nokkurra sveit-
arfélaga hefur krafist þess að ný nöfn
séu tekin upp. Er það líklega af til-
finningalegum ástæðum, menn geta
ekki unnt fyrrverandi nágrönnum
sínum þess að nafn sveitarfélags
þeirra lifi áfram en önnur gleymist.
Af þessum ástæðum hafa orðið til
nöfn eins og Borgarbyggð, Austur-
Hérað, Norður-Hérað, Sveitarfélagið
Skagafjörður, Ísafjarðarbær og eitt-
hvað meira. Og hvað er nú varið í
þessi nöfn? Austur- og Norður-Hér-
að? Áður hétu þessar sveitir Fljóts-
dalshérað eða bara Hérað og ef nán-
ari skilgreiningar var þörf var gripið
til nafna á einstökum svæðum, Jök-
ulsárhlíð, Hróarstunga eða bara Hlíð
og Tunga, Eiðaþinghá, Hjaltastaða-
þinghá og fleira. Og sem betur fer lifa
þessi nöfn áfram í daglegu tali, líka
Egilsstaðir. Þetta á líka við um Borg-
arnes og Borgarfjörð. Í fréttum hér í
blaðinu er gjarnan vitnað í lögregluna
í Borgarnesi en ekki Borgarbyggð og
allir vita að lögreglan hefur aðsetur í
Borgarnesi þótt hún sinni bæði þétt-
býli og dreifbýli í Borgarfirði öllum.
Er ekki laust við að Víkverja finnist
það hálfgerð flatneskja að nota þessi
nýju nöfn og sum eru stirðbusaleg
eins og Sveitarfélagið Skagafjörður.
Eitthvað heyrðist líka í fréttum af
Grundfirðingum, þeir yrðu eða vildu
breyta nafni sínu en sveitarélagið
heitir með réttu Eyrarsveit. Þéttbýlið
hefur lengst af gengið undir nafninu
Grundarfjörður og er ágætt. Nú er
rætt um að nefna það Grundarfjarð-
arbæ. Af hverju þarf að bæta við
þessum óþarfa -„bæ“?
En það er ekki víst að einföld lausn
sé til á þessum málum. Þrátt fyrir
formlega ný nöfn og stjórnsýslulegar
einingar lifa gömlu nöfnin og vonandi
sem lengst. Víkverji heldur bara í
það.
x x x
MITT í allri alvöruþrungnu um-ræðunni um efnahagsmál og
samdrátt má heyra skemmtilega tek-
ið til orða. Fyrirtækin þurfa að spara
og hagræða þar sem hjá mörgum er
róðurinn þungur. Hann er í það
minnsta þungur hjá skipafélögum.
En geta flugfélög rifað seglin? Og
geta prentsmiðjur snúið við blaðinu?
Og úr því Víkverji er kominn á þenn-
an hála ís aulabrandara má líka vekja
athygli á orðalagi frá í haust í ein-
hverri útvarpsútsendingu um að féð
hafi fjölmennt í réttunum!
x x x
FYRIR stuttu minntist Víkverji álögmál Murphys sem hann held-
ur mjög upp á. Eitt þeirra segir svo:
Ef þú fiktar nógu lengi við eitthvað
mun það að lokum eyðileggjast.
Eflaust þykir þetta ekki mikil speki
en hún er þó alveg laukrétt ef við lít-
um af einlægni í eigin barm. Okkur
dettur kannski helst í hug að hún
sannist ekki síst á smáfólkinu, eins og
sonarsyni Víkverja sem er mjög lag-
inn við að nýta út úr bílaflota sínum.
Má segja að hann úreldist nokkuð
hratt en það kemur ekki að sök því
margir eru til þess að aðstoða við end-
urnýjun hans. Hann er nefnilega í
stöðugum árekstraprófunum. Örlítið
hefur bílaáhuginn vikið fyrir áhuga á
dýrum. Þau eru tilefni margvíslegra
leikja og prófana og fá á stundum
nokkuð óblíða meðferð í fiktinu sem
mun að lokum eyðileggja þau.
MÉR finnst mjög miður að
fyrir jólin skulu fyrirtæki
alltaf halda makalausar
jólaskemmtanir, þ.e. bara
fyrir starfsmenn. Mér
finnst kominn tími til að
fyrirtæki taki sig á í þess-
um efnum og haldi bara
jólahlaðborð fyrir starfs-
menn og maka þeirra í
staðinn fyrir einhverjar
drykkjusamkomur. Er
ekki alltaf verið að tala um
að halda hjónafólki saman
og efla hjónaböndin og
minnka skilnaði? Á hjóna-
námskeiðum sem kirkjan
boðar er alltaf verið að tala
um þetta. Mörg fyrirtæki
hafa tekið aðra stefnu og
boðið starfsfólki og mök-
um alltaf með á allar
skemmtanir. Þeir sem eru
makalausir geta þá bara
leitað eitthvert annað.
Starfsmaður með maka.
Makalaus jólafagnaður