Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 39 VERSLUNIN Drangey hefur verið opnuð í Smáralind. Drangey byrj- aði sem lítil matvöruverslun á Grettisgötu árið 1934, flutti í breyttri mynd að Laugavegi 58 árið 1941 og er því orðin 67 ára. Árið 1995 keypti María Maríusdóttir verslunina og hefur lagt áherslu á innflutning á töskum og annarri vöru beint frá Ítalíu. Einnig má geta þess að Drangey selur íslensk- ar leðurvöru frá Atson. Sú ný- breytni er að í Smáralind eru einn- ig leðurdömukápur og -jakkar, en á Laugaveginum eru kvenskór. Hollenskar listakonur komu til landsins til að myndskreyta gólfið í nýju versluninni. Drangey býður viðskiptavini, bæði gamla og nýja, velkomna í nýju verslunina, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hollensk listakona myndskreyt- ir gólf Drangeyjar í Smáralind. Drangey opnuð í Smáralind DÓMARAFÉLAG Íslands, Lög- fræðingafélag Íslands og félagsdeild Lögmannafélags Íslands bjóða lög- fræðingum til morgunverðarfundur í Háskólanum í Reykjavík föstudag- inn 23. nóvember kl. 8.15–9.15. Efni fundarins er kynning á rekstrarnámi fyrir lögfræðinga í Há- skólanum í Reykjavík en námið hefst í byrjun janúar 2002. Boðið verður upp á sérsniðið rekstrarnám fyrir lögfræðinga þar sem um er að ræða kennslu í ýmsum viðskiptatengdum fögum, s.s. fjármögnun fyrirtækja, fjárhagsáætlunum, greiningu og úr- lestri ársreikninga, verðbréfavið- skiptum, starfsmannastjórnun, markaðssetningu og upplýsinga- tækni svo eitthvað sé nefnt. Einnig kynna félögin styttri lög- fræðileg námskeið. Aðgangur er ókeypis, en skrá þarf þátttöku fyrir 22. nóvember kl. 12 hjá félagsdeild LMFÍ í síma eða á netfang: jonak@lmfi.is Kynning á rekstr- arnámi fyrir lögfræðinga EKIÐ var á bifreiðina TG-228, sem er grá Toyota-fólksbifreið, við ný- byggingu Íslenskrar erfðagreining- ar við Njarðargötu. Þetta mun hafa hafa átt sér stað hinn 19. nóvember sl. á milli kl. 8 og 14. Talið er víst að um hafi verið að ræða rauða bifreið og er því ökumað- ur hennar eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Aðfaranótt föstudagsins 16. nóv- ember sl. var ekið á bifreiðina RZ 925, sem er Nissan-fólksbifreið, dökkgræn að lit, þar sem hún stóð við Njálsgötu 38. Atvikið gerðist á milli kl. 00.00 og 2.00. Bifreiðin er skemmd á hægra frambretti og framhurð. Tjónvaldur fór af staðnum án þess að láta vita. Sá eða þeir sem geta gefið upplýs- ingar um atvikið eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ELLEN Gunnarsdóttir sagnfræð- ingur verður með opinberan fyrir- lestur á vegum rannsóknastofu í kvennafræðum í Norræna húsinu 22. nóvember kl. 16. Fyrirlesturinn nefnist: Konur og alþýðumenning í barokk-Mexíkó; lífshlaup Franciscu de los Ángeles, 1674–1744. Í fyrirlestrinum verður sagt frá lífi og störfum Franciscu de los Ángeles, sem uppi var í mexíkósku nýlendu- borginni Querétaro 1674–1744. Francisca varð fræg í heimaborg sinni og víðar fyrir hið sérstaka sam- band sitt við guð; hún varð vinur og ráðgjafi fransiscusartrúboða sem ferðuðust til Texas samkvæmt ráð- um hennar, hún var þekkt fyrir störf sín fyrir sálir í hreinsunareldinum, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um konur og al- þýðumenningu NÁMSKEIÐ í jólaskreytingu verð- ur í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykj- um í Ölfusi fyrir áhugafólk um blómaskreytingar. Boðið verður upp á sex eins dags námskeið. Tveir kennarar skipta námskeiðunum á milli sín, þau Uffe Balslev blóma- skreytingameistari og Júlíanna Rannveig Einarsdóttir blómaskreyt- ir. Námskeiðin verða haldin laugar- daginn 24. nóvember, sunnudaginn 25. nóvember, laugardaginn 1. des- ember, sunnudaginn 2. desember, sunnudaginn 9. desember og sunnu- daginn 16. desember, kl. 10–16. Skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða í gegnum netfangið mhh@reykir.is. Jólaskreytinga- námskeið Garð- yrkjuskólans KYNNINGARNEFND FT og FÍH stendur fyrir mótmælaaðgerðum í tengslum við bæjarstjórnarfund í Mosfellsbæ, miðvikudaginn 21. nóv- ember kl. 16.30. Fyrir fundinn mun formaður verkfallsstjórnar afhenda fulltrúum bæjarstjórnar áskorun um að samið verði við tónlistarskóla- kennara hið fyrsta og að þeim verði tryggð sambærileg laun og öðrum kennurum. Fulltrúar nemenda og foreldra í Tónlistarskóla Mosfells- bæjar munu afhenda bæjarstjórn undirskriftalista. Tónlistarskóla- kennarar í Mos- fellsbæ mótmæla ODDUR Friðrik Helgason ættfræð- ingur heldur fyrirlestur á vegum Ættfræðifélagsins í fundarsal Þjóð- skjalasafns Íslands á Laugavegi 162, 3. hæð, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir hann „Staða og framtíð íslenskrar ætt- fræði“. Allir velkomnir. Oddur hefur í mörg ár stundað ættfræði og viðað að sér miklu og tölvutæku efni. Mun hann koma víða við og fjalla um það helsta sem er á döfinni í dag í ætt- fræði hér á landi. Oddur mun svara fyrirspurnum fundarmanna, segir í fréttatilkynningu. Félagsfundur í Ættfræðifélaginu Á AÐALFUNDI félags nema í hársnyrtiiðn nýlega var samþykkt að þeir nemar sem eru í skóla nú á haustönn muni ekki fara til vinnu á hár- snyrtistofum í desember. Grípa þeir til þessarar að- gerðar til að knýja fram launahækkun. Launataxtar hársnyrtinema hafa ekkert hækkað síðan í janúar 1999 og hafa kjarasamningar verið lausir síðan 1996, segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur: „Á fundinum sátu um 100 hár- snyrtinemar og 90% af þeim fá 251 kr. á tímann en nemar sem koma úr 10. bekk grunn- skóla og eru að vinna hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fá 362 kr. á tímann. Fleiri aðgerðir eru í sjón- máli og er nokkuð ljóst að nú munu nemar ekki lengur sætta sig við lágt kaup og er það von okkar að samstaða nema þrýsti á að samningar náist. Nú er botninum náð og klárt mál að nemar munu berjast fyrir bættari kjörum. Það má benda á það að hár- greiðslunemar eru þeir einu nemar á landinu sem fá lán hjá LÍN meðan þeir eru að vinna, heildarlaun 1. árs nema er 43.582 kr. en LÍN grunn- framfærslan er 69.500 kr.“ Hársnyrti- nemar boða til aðgerða ÍSLENSKA málfræðifélagið býður til spjallkvölds í Skólabæ fimmtu- daginn 22. nóvember kl. 20. Á dag- skrá verða reglur um íslenska staf- setningu og þá einkum kostir og gallar við auglýsingu menntamála- ráðuneytisins frá 1974 og 1977. Fundarstjóri verður Margrét Guð- mundsdóttir, frummælendur eru Baldur Sigurðsson, Erna Erlings- dóttir og Sigurlín Hermannsdóttir. Frummælendur munu segja frá reynslu sinni af stafsetningarreglun- um en mestum tíma verður varið í frjálsar umræður. Fundur hjá Íslenska málfræðifélaginu Nemandi í Selásskóla Í frétt af ráðstefnu 300 grunn- skólanemenda var rangt farið með nafn skóla Ingunnar Tryggvadóttur, sem stjórnaði pallborðsumræðum. Rétt er að hún er nemandi í Selás- skóla. Listasafn Reykjavíkur Ranghermt var í blaðinu í gær, í frétt um uppboð á málverki á Net- inu, að eigandi málverksins hafi snú- ið sér til Listasafns Íslands. Rétt er að hann óskaði eftir upplýsingum frá Listasafni Reykjavíkur. LEIÐRÉTT ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational hefur hafið sölu á jóla- korti ársins 2001. Í ár er kortið með myndinni „Á tali“ eftir listakonuna Sigríði Önnu E. Nikulásdóttur. Kortin eru fáanleg bæði með og án jólakveðju. Sala jólakortanna er ein helsta fjáröflunarleið deildarinnar. Ákveðið hlutfall af sölu jólakorta Íslandsdeildar Amnesty rennur í hjálparsjóð, en það fé sem safnast í þann sjóð er nýtt til endurhæfingar fórnarlamba pyntinga og veitt í að- stoð við aðstandendur horfinna og stuðning við fólk sem hefur sætt mannréttindabrotum. Kortin eru seld á skrifstofu sam- takanna að Hafnarstræti 15 í Reykjavík, þar sem einnig er tekið á móti pöntunum, og á netfangi amnesty@hi.is. Jólakort Amnesty

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.