Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GENGI íslensku krónunnar hef-ur lækkað síðustu misseri ogvaldið hækkun á vöruverði oggert fyrirtækjum erfitt fyrir sem tekið hafa lán í erlendum gjaldmiðli. Morgunblaðið leitaði til nokkurra for- ráðamanna fyrirtækja í ýmsum atvinnu- greinum og leitaði álits þeirra á þróun gengis og verðbólgu og hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af hugsanlegri uppsögn launaliðar kjarasamninga. Fer beint út í verðlagið „Gengislækkun hefur bein áhrif sem menn kunna að lesa misjafnlega en hjá okkur fer gengisfelling beint út í verðlag- ið, við höfum ekki þá álagningu að við getum tekið á okkur á annan milljarð í gengisfellingu,“ segir Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, er hann er spurð- ur um áhrif gengisþróunar síðustu miss- erin. Geir segir að lækkun gengis vinni á móti þeirri miklu lækkun sem verið hafi að undanförnu á olíuvörum, hún skili sér ekki eins vel til neytenda hér. „Við finn- um líka fyrir 9-10% hækkun launavísitöl- unnar sem kemur beint í innlendan kostnað hjá okkur sem við verðum líka að mæta með því að setja út í verðlagið,“ segir Geir og nefnir að önnur áhrif sam- dráttar hér séu meiri ásókn í vinnu hjá fyrirtækinu. Til þessa hafi verið vand- kvæðum bundið að fá starfsfólk en nú hrúgist inn atvinnuumsóknir. Ekki hefur þó þurft að grípa til uppsagna og hann sagði minnkandi eldsneytissölu aðeins hafa verið að koma fram síðustu vikur án þess að hann hefði tölur um slíkt. „Hjá olíufélögunum munum við finna fyrir samdrætti í flugvélaeldsneyti og við fundum samdrátt fyrir 11. september því færri vélar fóru um Keflavíkurflugvöll og eftir 11. september er samdrátturinn meiri. Áhrifin mikil því kvótin mikið saman o búast við samd ekki einboðið a eldsneytis á bíl með olíufélögun sumarleyfisferð ingar ekið meir Geir sagði að fyrir að launali upp. Hann sag möguleikum þ uppsögn launal Telur samdr Þórður Sver segir krónuna mánuði langt áætluðu en í m hefði hún haldis höfðu trú á. „Þa aðurinn sé í áfö frjálst gengi. greina ástæður ingum á gengi ljóst er þó a ákveðnum þátt Þórður og segi unina áfram. H von á að gengi nokkru nemi t ekki forsendur Forráðamenn nokkurra fyrirtækja Segja brýnt að v verðlag og atvin Forráðamenn nokkurra fyrirtækja sem Morg- unblaðið ræddi við segjast hafa áhyggjur af sam- drætti en sumir telja hann viðráðanlegan. Þeir segja gengislækkun leiða til hærra verðlags hér- lendis, m.a. á eldsneyti og í byggingariðnaði. GRÉTAR Þorsteinsson, forsetiAlþýðusambands Íslands, seg-ir ljóst að verðbólguforsendurkjarasamninga séu brostnar og engin leið sé að koma í veg fyrir að staðan verði þannig í febrúar nk. þegar endanleg ákvörðun um endurskoðun launaliðar kjarasamninga verður tekin. Hann gagnrýnir harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í verðlagsmálum. Um 30 manna hópur forystumanna landssambanda og stéttarfélaga innan ASÍ ræddi um hugsanlega uppsögn kjarasamninga á fundi í gær. Fundurinn er fyrsti formlegi fundurinn þar sem efn- isleg umræða um málið fór fram á vett- vangi ASÍ en endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en í febrúar. Grétar sagði að það hefði komið skýrt fram á fundinum að það væri mjög þétt samstaða innan verkalýðshreyfingarinn- ar um að vinna að málinu sameiginlega. „Skilaboðin sem við fengum frá sam- böndum og félögum á þessum fundi voru með því yfirbragði sem við þekkjum frá samþykktum sem einstök félög og sam- bönd hafa verið að gera á síðustu vikum. Það er alveg ljóst að verðbólguforsend- ur kjarasamninganna eru brostnar og það er ekkert sem getur orðið til að þess- ar forsendur verði komnar í lag í febrúar þegar endanleg ákvörðun um hugsanlega uppsögn samninga verður tekin. Ef þetta heldur svona áfram skiptir engu máli hvaða skoðun við höfum, samningunum verður einfaldlega sagt upp. Það kom hins vegar fram á fundinum að það væri enn sá möguleiki að stjórn- völd tækju duglega til hendinni og kæmu með einhverjar aðgerðir sem væru sann- færandi og traustvekjandi í þá veru að verðbólgan lækkaði. Það þýðir að það verður að taka á þessum þáttum sem hafa skapað verðbólguna.“ Grétar sagði að ein meginskýringin á verðbólgunni væri gengislækkun krón- unnar. „Það varð hér gengisfall í upphafi árs upp á fimmtung eða fjórðung. Síðustu vikur hefur gengið lækkað nær daglega. Það er ljóst að gengið er alltof lágt og það eru engar forse Grétar sagði Samtök atvinn ríkið sem atvi verið stikkfrí í þ Grétar sagði ef menn héldu a stefnu þar sem samninga yrði úar. „Það þarf strax. Það er o gera eitthvað í f Grétar sagð myndu hittast betur yfir stöðu að fundi forman ir miðjan desem Ekkert Halldór Björ greinasamband sagði að enga gerðar á fundi f í gærmorgun. fremst verið að Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, eftir fund forystuma Verðbólgu- forsendur samninga brostnar Haraldur Jón Óánægja kom fram á fundi ASÍ í gær með aðgerðarleysi stjórnvalda í verðlagsmálum. Forseti og varaforseti ASÍ segja ekkert annað blasa við en uppsögn samninga. ÍSKYGGILEG STAÐA Staðan í efnahagsmálum er ískyggi-leg um þessar mundir. Á fundiforystusveitar Alþýðusambands Íslands í gær kom fram sú skoðun að verðbólguforsendur kjarasamninganna væru brostnar og „það er ekkert, sem getur orðið til að þessar forsendur verði komnar í lag í febrúar, þegar endanleg ákvörðun um hugsanlega uppsögn samninga verður tekin“, segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið í dag. Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ og formaður Starfsgreinasambandsins, tekur undir þetta mat forseta ASÍ og bætir við: „Það er hins vegar annað mál, hvað menn vilja leggja á sig og hvað menn gera til þess að komast nokkurn veginn standandi út úr þessu. Að öðrum kosti standa menn frammi fyrir átök- um.“ Í Morgunblaðinu í gær kom fram, að samræmd vísitala neyzluverðs á Evr- ópska efnahagssvæðinu hefði lækkað um 0,1% í október en á sama tíma hækk- aði þessi vísitala hér á Íslandi um 0,6%. Verðbólga síðustu 12 mánaða mældist að meðaltali 2,2% í ríkjum EES en 8,3% á Íslandi. Gengi krónunnar er í sögulegu lág- marki. OECD spáir 0,6% samdrætti í hagvexti á næsta ári hér á Íslandi og tel- ur samdráttinn heimatilbúinn. Þetta er alvarleg þróun. Hún vekur upp þá spurningu, hvort sá stöðugleiki í efnahagsmálum, sem tekizt hefur að tryggja frá og með kjarasamningunum snemma árs 1990 sé í hættu. Það er al- veg ljóst, að launþegar hafa orðið fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu. Því má hins vegar ekki gleyma í því sambandi, að flest bendir til þess að í síðustu kjara- samningum hafi verið samið um of mikl- ar kjarabætur. Verkalýðshreyfing og vinnuveitendur geta ekki skotið sér undan ábyrgð á því. En ríkisstjórnin er ekki síður ábyrg fyrir miklum launa- hækkunum hjá opinberum starfsmönn- um. Það hefur hins vegar litla þýðingu að tala um það hverjum þessi óhagstæða þróun er að kenna. Aðalatriðið er að ná tökum á henni og snúa henni við. Það verður sameiginlegt verkefni ríkis- stjórnar, vinnuveitenda og verkalýðs- hreyfingar á næstu mánuðum. Viðskiptahallinn er enn alltof mikill og kemur á óvart að ekki skuli draga hraðar úr honum miðað við framvindu efnahagsmála undanfarna mánuði. Það þarf að leita skýringa á því. Sumir telja, að gjaldeyristekjur t.d. sjávarútvegs- fyrirtækja skili sér ekki hingað heim heldur séu notaðar til þess að greiða niður skammtímaskuldir í útlöndum. Það hefur líka vakið athygli undan- farna daga, sem fram kom í Morgun- blaðinu á laugardag, að vaxtalækkun Seðlabankans er ekki að skila sér út á markaðinn með þeim hætti, sem búizt var við. Þetta er flókin staða. Við lifum á breyttum tímum. Ríkisstjórnir geta ekki kippt þessu í lag með „ráðstöfun- um“ eins og gert var áður fyrr. En rík- isstjórnir geta haft margvísleg áhrif á gang mála m.a. og ekki sízt með af- greiðslu fjárlaga. Tekur vinna Alþingis að nýju fjárlagafrumvarpi mið af raun- veruleikanum í atvinnulífinu? Við Íslendingar getum einfaldlega ekki verið þekktir fyrir að missa stjórn efnahagsmála út úr höndunum á okkur eftir þann mikla árangur, sem náðst hef- ur á síðasta áratug í þeim efnum. OECD segir að vandinn sé heima- tilbúinn og það er vafalaust rétt að nokkru leyti. Við gengum of hratt um gleðinnar dyr. Hitt er auðvitað alveg ljóst, að efnahagslíf okkar mótast mjög af því, sem gerist í helztu viðskiptalönd- um okkar. Í Bandaríkjunum var kominn verulegur samdráttur áður en hryðju- verkin 11. september komu til sögunn- ar. Sama þróun var að byrja í Evrópu. Japanir hafa átt við efnahagsvandamál að stríða í mörg ár. Það er auðvitað ljóst, að efnahags- kerfi okkar hefur orðið fyrir vissum áföllum af þessum sökum og er þá ekki gert lítið úr því, sem að okkur sjálfum snýr. NÝ FORYSTA Í DANMÖRKU Borgaraflokkarnir með Venstre íbroddi fylkingar unnu afgerandi sigur í kosningunum í Danmörku í gær. Í leiðara dagblaðsins Jyllandsposten var í morgun talað um „sögulegan sigur“ Ven- stre og vísað til þess að það hefði ekki gerst síðan í kosningunum 1920 að flokk- urinn hefði verið stærri en Jafnaðar- mannaflokkurinn og þar með stærsti flokkur Danmerkur. Þessi úrslit koma ekki á óvart að því leyti að skoðanakannanir höfðu bent til þess að Venstre myndi vinna stórsigur og Sósíaldemókratar og samstarfsflokk- ar þeirra myndu missa nauman meiri- hluta sinn á þingi í kosningunum. Þegar í gærkvöldi voru jafnaðarmenn farnir að tala opinberlega um að nú væri kominn tími til að ný kynslóð tæki við í flokkn- um. Poul Nyrup Rasmussen mun nú láta af embætti forsætisráðherra eftir að hafa gegnt því frá árinu 1993 og við tekur Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi Ven- stre, sem sagði í gærkvöldi að flokkurinn myndi fara með það umboð, sem kjós- endur hefðu veitt honum, „af auðmýkt, með íhygli og ábyrgðartilfinningu“. Poul Nyrup Rasmussen skilar ekki slæmu búi og þótt atvinnuleysi sé viðvar- andi vandamál hefur ástandið oft verið verra í þeim efnum. Hann hefur hins vegar setið lengi við völd og margir Dan- ir voru greinilega þeirrar hyggju að komið væri nóg og tímabært væri að breyta til. Rasmussen hefur verið gagnrýndur fyrir að boða of snemma til kosninga, en hann hefði getað beðið með það fram í mars. Aðrir segja hins vegar að þá hefðu jafnaðarmenn sennilega fengið verri út- reið. Málefni innflytjenda, einkum og sér í lagi múslíma, voru áberandi í kosninga- baráttunni og fékk hún oft á sig ógeð- felldan svip. Þar er enginn flokkur með hreinan skjöld, þótt þeir vilji ganga mis- langt. Gagnrýni hefur sérstaklega beinst að Venstre fyrir að nota málefni innflytj- enda á óprúttinn hátt. Eitt kosninga- spjald flokksins sýndi hóp manna fagna ungum Palestínumönnum, sem dæmdir voru fyrir hópnauðgun á 14 ára stúlku. Innflytjendamál hafa verið í brenni- depli í Danmörku um nokkurt skeið og skerptust línurnar eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Virðist afstaða Dana til innflytjenda fremur vera bundin við kynslóðir en flokkslit og er yngra fólk og menntamenn umburð- arlyndara í garð þeirra. Það er uggvæn- legt ef þessi kosningabarátta er fyrir- boði aukins fjandskapar í garð innflytjenda í Danmörku. Hið pólitíska landslag í Danmörku er gerbreytt, en það á eftir að koma í ljós hvaða breytingar aðrar þessi úrslit hafa í för með sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.