Morgunblaðið - 21.11.2001, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
BAKKAVÖR Group hefur keypt
breska matvælafyrirtækið Kats-
ouris Fresh Foods Ltd. (KFF) í
Bretlandi fyrir 15,6 milljarða
króna. Um er að ræða stærstu fyr-
irtækjakaup í íslenskri viðskipta-
sögu og eru kaupin að helmingi
fjármögnuð af þremur breskum
bönkum. Áætluð velta sameinaðs
félags á næsta ári er um 20 millj-
arðar króna og verða starfsmenn
1.900 talsins.
Með kaupunum á KFF verður
Bakkavör Group eitt af stærstu fyr-
irtækjunum á Íslandi og verður þar
m.a. í hópi með Pharmaco, Baugi og
bönkunum. KFF er skuldlaust fyr-
irtæki og samningur Bakkavarar
við bresku bankana þrjá kveður
einnig á um að bankarnir endur-
fjármagni öll fyrri lán Bakkavarar
Group. Alls veita bankarnir Bakka-
vör Group 12,3 milljarða króna lán.
KFF framleiðir kældar tilbúnar
matvörur; smárétti, meðlæti og
ídýfur. Varan er seld í breskum
stórmörkuðum á borð við Marks &
Spencer og Tesco sem er stærsti
viðskiptavinur KFF. Bakkavör
Group var stofnað árið 1986 og á nú
dótturfélög í sex Evrópulöndum og
hefur höfuðstöðvar í Kaupmanna-
höfn. Stærstu eigendur eru eftir
sem áður bræðurnir Lýður og
Ágúst Guðmundssynir sem gegna
störfum framkvæmdastjóra og
stjórnarformanns og næststærsti
eigandi verður Katsouris-fjölskyld-
an sem selur KFF.
Fjölskyldan fær að hluta greitt
með hlutabréfum í Bakkavör Group
að jafnvirði um tveggja milljarða
króna sem er með stærstu eignar-
hlutum erlends aðila í íslensku fyr-
irtæki. Tveir meðlimir fjölskyld-
unnar sem jafnframt eru
stjórnendur KFF munu taka sæti í
stjórn Bakkavarar Group.
Kaupin á KFF eru því fjármögn-
uð með lánum frá erlendu bönkun-
um, hlutabréfum í Bakkavör Group
og hlutafjárútboði sem haldið verð-
ur í byrjun desember á Íslandi, í
Danmörku og Svíþjóð. Kaupþing
hefur yfirumsjón með útboðinu en á
bilinu 2.600 til 2.900 milljónir króna
verða boðnar út.
„Þessi stuðningur sem félagið
hefur fengið frá erlendum bönkum
er mjög athyglisverður og ber vott
um að bæði Bakkavör Group og
KFF njóta trausts. Þetta er við-
urkenning, ekki bara fyrir okkur
heldur líka íslenskt efnahagslíf,“
sagði Lýður Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Bakkavarar Group í
samtali við Morgunblaðið.
Stærsta yfirtaka
íslensks fyrirtækis
Breskir bankar/18
Bakkavör Group kaupir KFF fyrir 15,6 milljarða króna
SJÓÐSTJÓRI hjá fjármálafyrir-
tækinu Kaupþingi hf. hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina
viku vegna gruns um brot á lögum
um verðbréfaviðskipti og auðgunar-
brot samkvæmt almennum hegn-
ingarlögum.
Maðurinn, sem er hálfþrítugur,
var handtekinn á mánudag ásamt
tveimur meintum samverkamönn-
um – starfsmanni Íslandsbanka og
framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins
Hlífar, en þeir voru látnir lausir í
gær eftir yfirheyrslur.
Að sögn Jóns H. Snorrasonar, yf-
irmanns efnahagsbrotadeildar Rík-
islögreglustjóra, hefur málið verið
til rannsóknar hjá efnahagsbrota-
deildinni um tveggja vikna skeið.
Ábending hafði þá borist frá Ís-
landsbanka um að grunsemdir
hefðu vaknað af hálfu innra eftirlits
bankans að starfsmaður bankans
stundaði peningaþvætti. Rannsókn
á ákveðnum færslum viðkomandi
starfsmanns leiddi lögregluna að
grunsamlegum hlutabréfaviðskipt-
um sjóðstjóra hjá Kaupþingi sem
talin voru geta varðað við lög um
verðbréfaviðskipti og um auðgunar-
brot samkvæmt almennum hegn-
ingarlögum.
Hafði áhrif á gengi hlutabréfa
Jón H. Snorrason segir að leitað
hafi verið gagna hjá Kaupþingi og
lagði fyrirtækið í gær fram kæru á
hendur þessum starfsmanni sínum.
Efnahagsbrotadeildin hefur ekki
áður upplýst slíkt mál og ekki fengið
kærur þar að lútandi, að sögn Jóns.
Eftir því sem næst verður komist
er hér um verulegar fjárhæðir að
ræða, þar sem sjóðstjórinn hjá
Kaupþingi er talinn hafa með því að
nýta sér ákveðna reikninga við-
skiptamanna, haft áhrif á gengi
hlutabréfa, aðallega í óskráðum fé-
lögum, og nýtt sér gengismun er
þannig myndaðist í eigin þágu. Sam-
kvæmt lögum um verðbréfavið-
skipti mega sjóðstjórar ekki stunda
kaup og sölu á hlutabréfum og fékk
hann því ofangreindan starfsmann
Íslandsbanka til liðs við sig.
Morgunblaðið hefur ekki upplýs-
ingar um hvernig framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðsins Hlífar tengist
málinu. Í úttekt Morgunblaðsins á
dögunum kom fram að Hlíf var með
bestu raunávöxtunina af öllum líf-
eyrissjóðunum á árunum 1996-2000.
Grunur um brot á lögum um verðbréfaviðskipti og peningaþvætti
Sjóðstjóri úrskurðaður
í viku gæsluvarðhald
Óeðlilegar færslur/4
HREINDÝRIN í Húsdýragarðinum
mynda litla hjörð; einn tarfur og
þrjár kýr. Nú stendur fengitími
dýranna sem hæst en þegar honum
lýkur missir tarfurinn glæsilegan
höfuðbúnaðinn og ný horn taka að
vaxa. Tarfurinn á myndinni er
mikil félagsvera og er engu líkara
en hann hafi sótt sér félagsskap í
eigin spegilmynd í matartímanum.
Morgunblaðið/RAX
Spegill, spegill
ÍSLENSKUR karlmaður á þrítugs-
aldri var myrtur í strandbænum
Fuengirola í Malaga-héraði á Spáni
á sunnudag. Sá sem grunaður er um
verknaðinn er danskur karlmaður
sem jafnframt er bróðir unnustu
hins látna. Hann er nú í haldi
spænsku lögreglunnar í Malaga-
borg. Per Dover Petersen, ræðis-
maður Íslands á Spáni, staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Aðspurður kveðst Per Dover Pet-
ersen ekki vita hvort Daninn hafi ját-
að á sig verknaðinn en íslenski karl-
maðurinn var myrtur með hnífi.
Íslendingurinn var, að sögn Peter-
sens, búsettur í Danmörku en hann
var myrtur í íbúð sem hann var í
ásamt Dananum sem grunaður er
um verknaðinn.
Íslending-
ur myrtur
á Spáni
ÁKVEÐIÐ var á ríkisstjórnar-
fundi í gærmorgun að mennta-
málaráðherra heimilaði Ríkisút-
varpinu 7% hækkun á
afnotagjöldum frá næstu áramót-
um. Á fundinum lagði ráðherra
fram skýrslu vinnuhóps um fjár-
hag og rekstur RÚV þar sem fram
kemur að Ríkisútvarpið hafi verið
rekið með halla á undanförnum ár-
um og í ár stefni í um 300 milljóna
króna rekstrartap.
Þar kemur jafnframt fram að
veruleg þörf sé á gagngerri endur-
skoðun á hlutverki og skyldum
Ríkisútvarpsins og hefur verið
ákveðið að stjórnarflokkarnir skipi
hóp undir forystu menntamálaráð-
herra til að vinna að skipulags-
breytingum á RÚV og breytingum
á opinberri tekjuöflun til að standa
undir rekstri þess.
Heimilt að
hækka af-
notagjöld
RÚV um 7%
Hlutverk/6
♦ ♦ ♦
HÆFILEIKAKEPPNI grunnskóla
Reykjavíkur, Skrekkur 2001, var
haldin í ellefta skipti í Borgarleik-
húsinu í gærkvöld. Troðfullt var í
aðalsal leikhússins á þessu úrslita-
kvöldi þar sem Hagaskóli, Engja-
skóli, Hvassaleitisskóli, Laugalækj-
arskóli, Réttarholtsskóli og Húsa-
skóli öttu kappi.
Sýningaratriði skólanna voru
hvert öðru glæsilegra og greinilegt
að mikil vinna liggur að baki hverju
dansspori, sönglínu og leikþætti
sem sett var á svið. Allt var á suðu-
punkti þegar úrslitastundin nálg-
aðist, áhorfendur orðnir hásir eftir
öll hvatningarhrópin og angist-
arblandin spenna í hverju augna-
tilliti.
Úrslit urðu þau að Hagaskóli
varð í fyrsta sæti, Húsaskóli í öðru
sæti og Réttarholtsskóli varð í
þriðja sæti.
Morgunblaðið/Golli
Sýningarhópur Hagaskóla sýndi snilldartakta í dans- og söngvaatriði sínu, Sveiflunni, þar sem andi millistríðsáranna sveif yfir vötnum.
Hagaskóli
varð hlut-
skarpastur