Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÓPERA á tímamótum“ er yfir- skrift málþings sem haldið verður í Íslensku óperunni á morgun, á Degi tónlistar, 22. nóvember. Um- ræðuefni þingsins er framtíð Ís- lensku óperunnar, og munu aðilar er starfa að uppbyggingu óperunn- ar, auk fulltrúa atvinnulífs, verk- efnisstjórnar um byggingu tónlist- arhúss og fulltrúar óperuflytjenda utan óperunnar, halda framsögu- erindi. Þá er gert ráð fyrir rúmum tíma til almennra umræðna meðal þinggesta í lok dagskrárinnar. Bjarni Daníelsson óperustjóri segir að kallað sé til þingsins í því augnamiði að efna til umræðna um málefni Óperunnar á þeim tíma- mótum sem hún stendur á. „Yf- irskrift þingsins vísar til þess að nýr samningur milli Óperunnar og ríkisins um stóraukin framlög úr ríkissjóði, ásamt aukinni þátttöku atvinnufyrirtækja í rekstrinum, markar upphafið að nýju tímabili í starfsemi Íslensku óperunnar,“ segir Bjarni. „Ljóst er að við mun- um hafa öllu meira fjármagn milli handanna á næstu árum en hingað til og gefur það okkur tilefni og tækifæri til að hugsa fram í tím- ann,“ bendir hann jafnframt á. Bjarni segir að um leið liggi fyr- ir ýmis stór mál sem taka þurfi af- stöðu til og verði því meginþungi umræðunnar á spurningar um stöðu Óperunnar sem menningar- stofnunar og framtíðarhúsnæði hennar. „Þróun Óperunnar á næstu árum kallar á að teknar verði ákvarðanir um uppbyggingu hennar og aðstöðu. Óperurekstur í litlu samfélagi hlýtur að kalla á hagkvæmar lausnir og höfum við haft uppi hugmyndir um hugsan- legt samstarf menningarstofnana um uppbyggingu menningarstarf- semi. Við höfum jafnframt metið það svo að með vaxandi starfsemi verði fljótlega of þröngt um okkur í Gamla bíói en líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur stjórn Ís- lensku óperunnar óskað eftir við- ræðum við stjórnvöld um hugs- anlega aðild að byggingu tónlistarhúss. Heyrst hafa skiptar skoðanir meðal aðila utan Óper- unnar sem áhuga hafa á málinu og vonumst við til þess að fá fram sem flest sjónarmið með því að efna til opinnar umræðu af þessu tagi.“ Á málþinginu er gert ráð fyrir þátttöku söngvara og annars tón- listarfólks, fulltrúa menningar- stofnana á sviði tónlistar og leik- listar, fulltrúa félagasamtaka um lista- og menningarstarf, fulltrúa atvinnulífs og opinberrar stjórn- sýslu, fjölmiðlafólks og almenn- ings. Bjarni áréttar að tekið verði á málum á umræðugrundvelli og sé markmiðið fyrst og fremst það að laða fram sem flest sjónarmið. „Það sem við viljum gera með þessu málþingi er að bjóða fólki, sem hefur áhuga á málinu og þeim sem þessar spurningar okkar varða beint, til þess að ræða málin og skiptast á skoðunum til þess að gera okkur sem stýrum Óperunni kleift að móta okkur skynsamlega skoðun og síðan stefnu í þessum málum,“ segir Bjarni að lokum. Málþingið um framtíð Íslensku óperunnar verður haldið í húsa- kynnum hennar í Gamla bíói. Mun það standa frá kl. 13 til 17 og er aðgangur ókeypis. Málþing haldið um framtíð Íslensku óperunnar „Stór mál sem taka þarf afstöðu til“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenska óperan stendur á miklum tímamótum um þessar mundir og verður efnt til málþings um framtíð hennar á morgun, á Degi tónlistar. Myndin sýnir Ólaf Kjartan Guðjónsson og Hönnu Dóru Sturludóttur í hlutverkum Papagenó og Pamínu í nýjustu uppfærslu Óperunnar á Töfraflautunni eftir Mozart. HAFLIÐI Hallgríms- son, tónskáld, hefur hlot- ið styrk úr breska styrktarsjóðnum NESTA (National En- dowment for Science, Technology and the Arts), en tilkynnt var um nýja styrkþega í London á mánudaginn. Sjóður- inn var stofnaður af breska þinginu árið 1998 fyrir ágóða af ríkishapp- drættinu, Nation Lot- tery, en fyrst var veitt úr sjóðnum í maí á síðasta ári. Það þykir mikill heiður að komast í hóp styrkþega hjá NESTA, enda er ekki sótt um styrki frá sjóðn- um, heldur berast sjóðsstjórninni ábendingar um athyglisverða ein- staklinga og verkefni frá sérstaklega skipuðum tilnefnurum. Styrkirnir eru veittir á þremur sviðum, í fyrsta lagi fyrir uppfinn- ingar og nýjungar, í öðru lagi fyrir kennsluverkefni sem hafa að mark- miði að vekja áhuga almennings á vísindum, tækni og listum og í þriðja lagi er skapandi listamönnum með óvenjulegar og frumlegar hugmynd- ir veitt svokallað „fellowship“, sem eru nokkurs konar starfslaun og er ætlað að gefa styrkþegunum tæki- færi og fjárhagslegt svigrúm til að einbeita sér í lengri tíma að verð- ugum verkefni. Hafliði Hallgrímsson er í hópi síð- asttöldu styrkþeganna, einn af að- eins þremur tónsmiðum sem hlotn- aðist heiðurinn að þessu sinni. Hann mun vinna að ýmsum verkum næstu fjögur árin, en meginverkefni hans verður smíði óperu sem byggð er á stutt- um sögum eftir Rúss- ann Daniil Kharms. Verkið Mini-Stories eða Örsögur, sem Hafliði samdi árið 1997 við sögur Kharms, hefur hlotið frábæra dóma og m.a. verið flutt í Iðnó. Þessi styrkveiting er enn eitt dæmið um þá virðingu sem selló- leikarinn og tónskáld- ið Hafliði Hallgríms- son hefur áunnið sér í Bretlandi, þar sem hann hefur verið bú- settur frá 1964, fyrst í London, en síðan í Edinborg. Konunglega fíl- harmóníusveitin í London og Skoska kammersveitin hafa pantað verk hjá honum og einleikarar á borð við Eve- lyn Glennie leika tónlist hans. Hafliði varð sextugur í september síðast- liðnum og hljóma verk hans víða um þessar mundir af því tilefni. Formaður NESTA er kvikmynda- framleiðandinn David Puttnam, sem ávann sér lávarðstitil fyrir myndir á borð við Chariots of Fire, Local Hero og The Killing Fields. Í tilefni af úthlutuninni á mánudaginn sagði Puttnam: „Fjárhagur okkar treystir í æ meira mæli á sköpunarmátt manna og hæfni okkar í að beisla nýja tækni og örva nýjar hugmyndir. Það er einmitt tilgangur þessa sjóðs – að styðja við bakið á hinum hug- rökku og áræðnu, að taka áhættur og að fjárfesta á djarfan hátt í hinum miklu auðlindum sköpunar sem við eigum hér í Bretlandi.“ Að styðja við bak- ið á hinum hug- rökku og áræðnu Hafliði Hallgrímsson Hafliði Hallgrímsson tónskáld hlýtur styrk úr virtum breskum sjóði ÞAÐ er fátt meira hressandi en að sjá myndlistarsýningu þar sem unnið hefur verið heiðarlega og af krafti, án alls rembings og tilgerð- ar. Þannig er því einmitt farið á haustsýningu menningarmiðstöðv- arinnar Skaftfells á Seyðisfirði. Fyrirferðarmestur listamann- anna sex á sýningunni er Ásmund- ur Ásmundsson sem býður gestum upp á fjögur verk auk eins verks sem hann og Gunnhildur Hauks- dóttir vinna saman. Ásmundur hef- ur á undanförnum misserum m.a. verið að fjalla um virkni hins al- þjóðlega myndlistarheims, galler- istanna og frægu myndlistarmann- anna og heldur hér áfram á þeirri braut. Tónninn í þessum verkum er alltaf dálítið hæðinn og stundum er óljóst hvort listamaðurinn gerir þessi verk af því að hann er sjálfur svekktur út í að vera ekki með í hringekjunni, eða að honum líður einfaldlega vel sem púkinn á fjós- bitanum sem lætur glósur fjúka og finnur að tilgerðinni sem oft vill fylgja þessum heimi. Þessi hluti af list Ásmundar er heldur óaðgengi- legur þorra almennings sem hvorki veit né hefur áhuga á því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í þröngri kreðsu myndlistarinnar. Því má segja að þessi verk séu list um listamenn og heim þeirra, fyrir listamenn, sem rýrir þó alls ekki gæði verkanna. Undir þetta fellur t.d. verkið Art on the internet, þar sem Ásmund- ur stillir af miklu hispursleysi sam- an netsíðum Listasafns Íslands og Gagosian gallerísins og myndlist- arstemmningum af klámsíðunum Freecumzone og assholez.com. Þessar samlíkingar gera andrúms- loftið rafmagnað. Annað verk í þessa veru er Verkfærakistan, en það er frystikista full af áfengi. Þetta er „tragikómískt“ verk þar sem Ásmundur bendir okkur á hlut áfengisins í tilverju lista- manna í gegnum tíðina, bæði í einkalífinu, í vinnunni og á sýning- aropnunum. Verkið er skemmti- lega hrátt í gerð sinni og segir allt sem segja þarf. Gunnhildur Hauksdóttir sýnir verkið Chats Morts sem saman- stendur af leirstyttum af dauðum köttum sem liggja eins og hráviði um gólfið. Á þá eru ritaðar setn- ingar um ketti eins og „Einn kött- ur heitir Snauti heim“ og „This Cats name is tragedy“. Verkið er heldur stefnulaust en hefur þó yfir sér eitthvað heillandi yfirbragð. Verkið sem hún og Ásmundur gera saman er myndbandsupptaka af tveimur konum sem sitja inni í stofu og eru að horfa á hina und- urfallegu níu vasaklúta bíómynd, „The Bridges of Madison County“. Verkið er ákaflega hversdagslegt og skemmtigildið er lítið og súr- realískt, en passar þó vel inní heildina í sýningunni. Verk Sirru Sigrúnar Sigurðar- dóttur sker sig dálítið frá öðrum verkum á sýningunni. Það er hefð- bundnara og tónninn í því er allur annar en hjá hinum listamönnun- um. Með því að nota öngla og þræði sem festir eru í kvenmanns- fætur úr tré, tengir hún verkið við sjávarþorpið Seyðisfjörð og ein- angrunina sem felst í því að búa á staðnum. Þannig horfir hún skem- ur en hinir listamennirnir á sýn- ingunni og passar því verr inn í heildina. Næst þar hjá eru verk Magn- úsar Sigurðssonar, Vegamót og Stefnumót. Magnús hefur áður unnið með tilvistarkreppu mynd- listarmanns á Íslandi og einangrun hans, sbr. verkið Stormur í Gallerí Hlemmur. Hann á það sameigin- legt með Ásmundi að vera að fjalla um eigin staðsetningu í veröldinni og horfa yfir girðinguna á það sem er þar fyrir handan. Í seríunni Stefnumót er hann staddur úti í eyðimörk í Bandaríkjunum með ís- lenska fánann á öxlinni, eins og til að undirstrika það að hvar sem við erum stödd losnum við aldrei við upprunann. Í öðru verki, stórri ljósmynd á vegg, stendur hann við söluskálann Vegamót og er að bisa við að blása upp risastóran dalmatíuhund ætt- aðan úr myndinni „101 Dalmat- ians“. Hér verðum við vitni að mótum bandarískrar nútímatákn- myndar og íslensks hversdags- veruleika. Þar rétt hjá er verk Gabríelu Friðriksdóttur sem er sterkasta verk sýningarinnar, og það sem leitar oftast á mann eftir að út úr sýningarsalnum er komið. Verkið er í tveimur hlutum og titill þess er „Operazione Poetica“. Annars- vegar er um að ræða ansi grodda- legan en gerðarlegan sérsmíðaðan ruggustól með sessu úr bökuðu rúgkökudeigi. Á hægri armi er Jameson viskíflaska en á sama stað á vinstri armi er öskubakki. Á gólfinu er gríma með fjórum and- litum, gerð úr samskonar rúgköku- deigi og sessan í stólnum. Út úr hausnum hljómar síðan rödd skáldsins Morris, sem ekki er til- greint nánar hver er, að þylja ljóð. Til að ná botni í þetta verk er ágætt að hafa sýningarskrána til að styðjast við því erfitt er að heyra orðaskil vegna bergmáls. Gabríela gerir góðlátlegt grín að hugmyndinni um hið rómantíska skáld og samsvörun er hér sterk með verkum Magnúsar, Ásmundar og Steingríms Eyfjörð. Með því að gera grímuna jafn grófa og raun ber vitni nær listamaðurinn að láta sýningargestinum líða dálítið und- arlega nálægt verkinu. Steingrímur Eyfjörð sýnir okkur fræga listamenn í líki tuskubrúða sem hanga neðan úr loftinu. Í texta í sýningarskrá minnir hann okkur á að íslenskir málarar hafa löngum verið að fylgja forskrift kollega sinna í Bandaríkjunum og setur fram ákveðna gagnrýni á sjálfstæði og frumleika íslenskrar listar og listamanna. Verkið í heild sinni er heilsteypt og eitt það besta sem ég hef séð eftir Stein- grím. Listamennirnir í Skaftfelli ná óvenjuvel saman og tekst að skapa áhugaverða hrynjandi í salnum. Umfjöllunarefni meirihlutans skar- ast verulega svo úr verður sterk heild. List um listamenn MYNDLIST Menningarmiðstöðin Skaftfell á Seyðisfirði Ásmundur Ásmundsson, Gabríela Frið- riksdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Magn- ús Sigurðarson, Sirra Sigrún Sigurð- ardóttir og Steingrímur Eyfjörð. Sýningu lokið. BLÖNDUÐ TÆKNI Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson „Operazione Poetica“eftir Gabríelu Friðriksdóttur. Þóroddur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.