Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Tónlistarskólakennarar fóru í kröfugöngu um Egilsstaði á föstudag. Fylktu nemendur einnig liði og mótmæltu seinagangi í kjaraviðræðum. Á FÖSTUDAGSEFTIRMIÐDAG hittust tónlistarskólakennarar og nemendur í Tjarnargarðinum á Egils- stöðum. Þaðan var gengið fylktu liði undir lúðrablæstri og söng til að minna á málstað kennaranna í þeim kjaradeilum sem uppi eru. Þó að nokkur kröfuspjaldanna tættust nið- ur í rokinu voru menn hvergi bangnir og fóru víða um götur í fylgd lögreglu. Áhrifa verkfallsins gætir hér eystra eins og annars staðar á landinu og er þegar farið að fella niður ýmsa tónlistarviðburði sem fyrirhugaðir höfðu verið í jólamánuðinum. Þar á meðal hefur Óperustúdíó Austur- lands fellt niður sýningar á söngleikn- um The Music Man og Skólakór Tón- listarskóla Austur-Héraðs slegið botninn úr flutningi Magnificat eftir Bach, sem kórinn hugðist flytja á að- ventunni. Taktfastar feil- nótur í rokinu Egilsstaðir LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útstillingarefni fyrir verslanir, fyrirtæki, veitingahús o.fl. BOÐAÐ er til borgarafundar um verkefnið Staðardagskrá 21 í Borg- arbyggð. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20.30 á Hótel Borgarnesi. Einn mikilvægasti þáttur Stað- ardagskrár 21 er að virkja íbúa til þátttöku. Aðalmál fundarins verður að kynna verkefnið fyrir áhugasöm- um íbúum og á þessum fundi verð- ur óskað eftir fólki til að starfa í tengslahópi. Í fréttatilkynningu er fólk hvatt til að sýna samstöðu, hafa áhrif á umhverfi sitt og taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem snertir alla. Borgarafundur um Staðardagskrá 21 Borgarnes HALDIÐ var nýlega upp á hálfrar aldar afmæli Flugbjörgunarsveit- arinnar á Hellu. Hófið var haldið í húsnæði sveitarinnar og var 120 manns boðið til dagskrár og veit- inga en húsið var opnað almenningi síðar um daginn. Veislustjóri var sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Odda á Rangárvöllum. Margir stigu í pontu og fluttu kveðjur og færðu flug- björgunarsveitinni rausnarlegar gjafir. Formaður sveitarinnar, Ein- ar Brynjólfsson, bauð gesti vel- komna og rakti í stuttu máli sögu hennar, starfsemi og fjáröflun. Meðal annarra ræðumanna má m.a. nefna Jón Gunnarsson, formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Guðmund Inga Gunnlaugsson, sveitarstjóra Rangárvallahrepps, sem einnig kom fyrir hönd al- mannavarnanefndar Rangár- vallasýslu, Guðmund Gunnarsson frá fjarskiptafyrirtækinu Stiklu og fleiri. Einnig kom fram stúlknakór Þykkvabæjar- og Oddakirkju sem flutti nokkur lög undir stjórn Nínu Maríu Morávek. Margar góðar gjafir voru færðar sveitinni í tilefni tímamótanna, m.a. ný gerð af talstöð, hljómflutnings- tæki, sérstök leitarlugt, staðsetn- ingartæki, rausnarleg fjárframlög o.fl. Upphafið og saga góðs tækjakosts Í ræðu Einars Brynjólfssonar, formanns sveitarinnar, kom fram að hún hefði í fyrstunni heitið Flug- björgunarsveit Rangæinga og hefði verið stofnuð í kjölfar stofnunar sams konar sveitar í Reykjavík skömmu eftir Geysisslysið á Vatna- jökli 1950. Árið 1969 var nafninu breytt í það sem nú er. Fyrsti for- maður sveitarinnar var Magnús Sigurlásson. Einar sagði að vegna þess hversu tækjakostur var fábrotinn fyrstu árin réðust menn í það 1973 að stofna til fjáraflana og má þar nefna flugdag sem haldinn var í samráði við flugmálastjórn, merkjasölu, flugeldasölu og tor- færukeppni en sveitin var með þeim fyrstu sem stóðu fyrir slíkri keppni. Hefur hún verið haldin ár- lega síðan nema síðastliðið sumar að ekki varð úr. Fjár hefur einnig verið aflað með ýmsu öðru móti bæði með hjálp heimamanna og eins hafa borist framlög úr spila- kössum í eigu Landssamtakanna, Rauða krossins og fleiri. Í dag er tækjakostur sveitarinnar með því besta sem gerist á landinu, t.d. Land Cruiser, nefndur 70-bíll, Ford Ecoline 11 manna, Unimog á 56 tomma hjólbörðum, góður fjalla- og vatnabíll svo eitthvað sé nefnt fyrir utan annan björgunarbúnað. Formaður minntist einnig í ræðu sinni nokkurra verkefna sem flug- björgunarsveitin hefur tekið þátt í og nefndi hann t.d. strand Vík- artinds á Þykkvabæjarfjöru fyrir nokkrum árum og Suðurlands- skjálftana 17. og 21. júní á síðasta ári en í hvoru tveggja gegndi sveit- in mikilvægu hlutverki. Seinni árin hafa helstu verkefnin verið leit að fólki, oft í aftakaveðrum við slæmar aðstæður á hálendinu. Fyrir næstu áramót stefnir flug- björgunarsveitin að því að gefa út sérstakt rit í tilefni afmælisins. Flugbjörgunarsveitin á Hellu 50 ára Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Stúlknakór Þykkvabæjar- og Oddakirkju söng nokkur lög. Hella Á LEIÐ sinni í Reykholt á degi ís- lenskrar tungu kom Björn Bjarna- son menntamálaráðherra við í Andakílsskóla á Hvanneyri. Þar fékk hann hlýjar móttökur. Nem- endur höfðu skipað sérstaka mót- tökunefnd, sem tók á móti ráð- herra og fylgdi honum og föru- neyti um skólastofurnar, þar sem nemendur stunduðu nám sitt. Nemendur sungu fyrir ráðherra, lásu ljóð og kvæði og síðast en ekki síst, þá fékk hann afhentar margar myndir sem yngstu nemendur höfðu teiknað og málað af honum. Eftir stuttan en ánægjulegan stans hélt ráðherra áfram að Kleppjárnsreykjum, sem var síð- asti áfangi áður en komið var í Reykholt, þar sem móðurmáls- verðlaunin voru afhent við hátíð- lega athöfn í Reykholtskirkju. Gáfu mennta- málaráð- herra myndir af honum Morgunblaðið/Davíð Skorradalur Guðbrandur Björgvinsson, framkvæmdastjóri beitukóngsvinnslunnar, og Sigurður Þórarinsson, skipstjóri á Arnari SH, fyrir framan gildr- urnar sem notaðar voru í sumar. Hver bátur notar fjölda gildra. UM miðjan nóvember lauk beitu- kóngsvertíðinni á Breiðafirði. Hún hófst í byrjun júlí og stunduðu veið- arnar 3 bátar, þeir sömu og í fyrra. Vinnsla á beitukóngi fer fram í Stykkishólmi hjá útgerð Arnars. Bátarnir þrír hafa skipt með sér veiðisvæðum á Breiðafirði og er það gert til að forðast ofveiði. Alls bár- ust á land á þessari vertíð 650 tonn af kuðungi og er það um 200 tonn- um minna en í fyrra. Að sögn Guðbrandar Björgvins- sonar hjá Útgerð Arnars er ekki vitað hvað stofninn í Breiðafirði er stór. Hann segir að litlar rann- sóknir hafi farið fram á stærð stofnsins og hefur hann lítið heyrt frá Hafrannsóknarstofnun um þessi mál. Reynslan eftir síðustu tvær vertíðir sýni að stofninn er mjög takmarkaður og að veiðisvæðin þola ekki veiðar ár eftir ár. Á svæðum sem gáfu góða veiði í fyrra var mun minna að hafa í ár og smærri kuðungur. Það virðist sem gildrurnar lokki til sín megnið af beitukónginum á viðkomandi svæði. Svæðin þola ekki veiði þrjú ár í röð og á næsta ári verður að leita nýrra miða, ef vinnsla á að halda áfram. Vinnsla beitukóngs hefur gengið vel. Beitukóngurinn er lausfrystur og Japanir kaupa bróðurpartinn af framleiðslunni, en einnig er selt til Belgíu. Afurðaverðin sem eru greidd í dollurum hafa ekkert hækkað á milli ára, en lækkun krónunnar hefur hjálpað mikið og leitt til þess að reksturinn á vertíð- inni hefur staðið undir sér, að sögn Guðbrandar. Beitukóngs- vertíð lokið Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.