Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 49 Sýnd kl. 3.50.Íslenskt tal. Vit nr. 292 Sýnd kl. 3.40 og 5.50. Vit 289. Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10. Vit nr. 297 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit nr. 296 Það eina sem er hættulegra en að fara yfir strikið er lög- reglan sem mun gera það Hingað til hefur Denzel Wasington leikið hetjur og góða gæja, en nú breytir hann hressilega til og leikur löggu með vafasamt siðferði. Telja margir að hann eigi eftir að sópa til sín verðlaunum með leik sínum hér Sýnd kl. 10.05. Vit 295. S K Ó L A L Í F Kvikmyndir.is HVER ER CORKYROMANO? Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12. Vit nr. 302 1/2 SV Mbl  DV  Kvikmyndir.com SHADOW OF THE VAMPIRE Dramatískt listaverk! ÓTH Rás 2 Metnaðarfull, einlæg, vönduð! HJ- Morgunblaðið ..fær menn til að hlæja upphátt og sendir hroll niður bakið á manni. SG DV ..heldur manni í góðu skapi frá fyrsta ramma til þess síðasta! EKH Fréttablaðið Þvílíkt náttúrutalent! SG - DV Ugla Egilsdóttir er hreint út sagt frábær! HJ Morgunblaðið  HJ. MBL ÓHT. RÚV Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson Edduverðlaun Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Vit nr. 287 6 Sýnd kl. 6 og 8. B.i.16. Vit nr. 300 Kvikmyndir.com Radíó-X 1/2 DV  HL Mbl www.skifan.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 1/2 DV 2001 kvikmyndahátíð í reykjavík Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.Sýnd kl. 6, 8 og 10.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Storytelling Sögur Sýnd kl. 6, 8 og 10. Y Tu Mama Tambien Og Mamma Þín Líka Mbl 6, 8 og 10. Hluthafafundur Hluthafafundur Bakkavör Group hf. verður haldinn að Hótel Sögu, Reykjavík, Þingsal A, þann 28. nóvember 2001 kl. 17:00. DAGSKRÁ 1. Tillaga um að heimila stjórn að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 2.000.000.000 og gefa út jafn marga hluti, að nafnvirði 1 króna hver hlutur, með áskrift nýrra hluta í fyrir- huguðu hlutafjárútboði, með ráðstöfun sem hluta greiðslu til seljenda Katsouris (Fresh Foods) Ltd. („KFF“) í skiptum fyrir hlutabréf í KFF og vegna útgáfu víkjandi skuldabréfa með breytirétti í hlutabréf. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: a) Ný málsgrein komi í samþykktir félagsins sem 2. mgr. 3. gr., þar sem stjórn félagsins er veitt heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 2.000.000.000 -tvo milljarða króna-. Hluthafar munu ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að nýjum hlutum, sbr. 3. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, sem er ætlað að selja á markaði í fyrirhug- uðu hlutafjárútboði félagsins, til ráðstöfunar sem hluta greiðslu til seljenda Katsouris (Fresh Foods) Ltd. („KFF“) í skiptum fyrir hlutabréf í KFF og til að tryggja efndir á breytirétti sem veittur verður handhöfum víkjandi skuldabréfa, sem gefin verða út af félaginu. Engar hömlur verða á viðskipti með hina nýju hluti. Þeir skulu veita réttindi í félaginu frá skrásetningardegi þeirrar hækkunar sem þeir tilheyra. Stjórn félagsins skal ákveða útboðsgengi, greiðsluskilmála útboðsins sem og skilmála víkjandi skulda- bréfs með breytirétti í hlutabréf og í hvaða áföngum heimildin verði nýtt. Heimildin skal standa í 5 ár að því marki sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir þann dag. b) Tillaga um breytingu á 1. mgr. 19. gr. samþykkta félagsins þannig að í stað „Aðalfund- ur kýs árlega fimm menn í stjórn félagsins” komi „Hluthafafundur kýs sjö menn í stjórn félagsins“. 3. Stjórnarkjör. 4. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál sem löglega eru upp borin. Eftirfarandi tillaga er lögð fyrir hluthafafund af hálfu stjórnar Bakkavör Group hf.: Stjórn Bakkavör Group hf. er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 2.000.000.000 með áskrift nýrra hluta sem ætlað er að selja á markaði í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem fram mun fara á Íslandi, í Svíþjóð og Danmörku. Mun útgefn- um hlutum einnig ráðstafað sem hluta greiðslu til seljenda KFF í skiptum fyrir hlutabréf í KFF. Útgefnir hlutir verða einnig gefnir út í því skyni að tryggja efndir víkjandi skuldabréfa með breytirétti, sem gefin verða út af félaginu vegna kaupanna, óski handhafar skuldabréfanna eftir að nýta breytirétt sinn, að hluta eða öllu leyti, og fá útgefin hlutabréf í Bakkavör Group hf. Þann 19. nóvember 2001 undirritaði félagið samninga um kaup á öllu hlutafé í KFF og Fillo Pastry Limited („FPL“) fyrir sam- tals 101,8 milljónir sterlingspunda. Af nefndri fjárhæð eru greiddar 98,3 milljónir sterlingspunda vegna kaupa á KFF, sem verð- ur greitt þannig að 84,5 milljónir sterlingspunda eru greidd með útgáfu bankatryggðra skuldabréfa sem og reiðufé, 1,8 milljón sterlingspunda með útgáfu ótryggðra víkjandi skuldabréfa og 12 milljónir sterlingspunda með útgáfu hlutabréfa í Bakkavör Group hf. Fyrir hlutafé í FPL eru greiddar 3,5 milljónir sterlingspunda sem greidd verða með reiðufé. Voru samningarnir undir- ritaðir með fyrirvara um að hluthafafundur samþykkti tillögu þessa efnis. Af áðurgreindum 12 milljónum sterlingspunda sem greidd verða með hlutafé útgefnu í Bakkavör Group hf. verða 2 milljónir sterlingspunda greiddar með útgáfu hlutabréfa í félaginu á genginu 5,0, en eftirstöðvar, 10 milljónir sterlingspunda, verða greiddar með útgáfu hlutabréfa á útboðsgengi. Útboðsgengi hlutafjár sem selt verður á markaði verður ákveðið með þeim hætti að fagfjárfestar munu skrá sig fyrir hlutum á tilteknu verðbili sem ákveðið verður af stjórn félagsins og umsjónaraðilum útboðsins við upphaf útboðstímabilsins. Endanlegt útboðsgengi mun ákvarðast af áhuga fagfjárfesta á nánar tilgreindu útboðstímabili og tilkynnt í lok útboðstímabils, eða með s.k. „book-building process“. Réttur til að breyta hinum víkjandi skuldabréfum í hlutabréf verður virkur næstu fimm ár frá útgáfu skuldabréfsins, þó þannig að eingöngu verður heimilt að skipta 20% af andvirði höfuðstóls skuldabréfsins, auk áfallinna vaxta, á ári hverju. Skiptigengi skal þó jafnað á umræddu fimm ára tímabili við nánar tilgreindar aðstæður, sem leitt getur til þess að hluthafafundur þurfi að gefa út aukið hlutafé til þess að efna ákvæði hinna víkjandi skuldabréfa með breytirétti, auk þess sem tekið hefur verið tillit til þessa við ákvörðun hámarks þeirrar fjárhæðar sem stjórn er heimilt að hækka hlutaféð. Kaupþing hf. hefur samþykkt að sölutryggja andvirði 39 milljóna sterlingspunda vegna útgáfu hinna víkjandi skuldabréfa með breytirétti og/eða hlutabréfa sem ætlað er að selja í fyrirhuguðu hlutafjárútboði, með þeim skilyrðum sem sett eru fyrir sölu- tryggingunni og fram koma í samningi um sölutryggingu („Underwriting Agreement“) á milli Kaupþings hf. og félagsins, en eitt skilyrðanna er að hluthafafundur samþykki þær tillögur sem fyrir hann eru lagðar. Búnaðarbanki Íslands hf. hefur skuldbundið sig til að sölutryggja hluta framangreindrar fjárhæðar gagnvart Kaupþingi hf. Stjórn félagsins leggur til að hluthafar hafi ekki forgangsrétt að hinum nýju hlutum, sbr. 3. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hluta- félög, sem fyrst og fremst er ætlað að fjármagna kaup Bakkavör Group hf. á öllu hlutafé í KFF. Þrír breskir bankar, Bank of Scotland, HSBC og Royal Bank of Scotland munu einnig fjármagna kaupin og endurfjármagna eldri skuldir félagsins. ----- Endurskoðaðir reikningar Bakkavör Group hf. fyrir síðasta reikningsár með áritun um afgreiðslu aðalfundar verða lagðir fram á hluthafafundinum, ásamt níu mánaða uppgjöri félagsins, könnuðu af endurskoðanda félagsins. Í DAG Menntaskólinn í Reykjavík Tón- leikar með Megasi á sal. Takmark- aður miðafjöldi. Húsið opnað kl. 20. Aðgangseyrir 500 kr. Laugardalurinn Menningarkvöld Þróttar. Stuðningsmenn Knatt- spyrnufélagsins Þróttar, Köttarar, standa fyrir menningarkvöldi til styrktar meistaraflokki kvennaliðs Þróttar í knattspyrnu. Formaður Þróttar, Kristinn Einarsson, flytur ávarp, Ný dönsk og Geirfuglarnir taka lagið, Magnús Guðmundsson og Einar Kárason lesa úr nýútkomnum bókum sínum og síðast en ekki síst mun Gunnar Helgason leikari lesa úr nýútkominni sögu Þróttar, Lifi Þróttur. Kynnir menningarkvölds- ins er Halldór Gylfason, leikari og liðsmaður Geirfuglanna. Sætafjöldi er takmarkaður. Miðaverð er 500 kr. en fólki er frjálst að greiða meira ef það vill. Smíðaverkstæðið, Þjóðleikhús- inu Dýrin í Hálsaskógi, sem er djasssveit þeirra Óskars Guðjóns- sonar, Eðvarðs Lárussonar, Matth- íasar M.D. Hemstock og Péturs Grétarssonar heldur útgáfutónleika vegna nýrrar plötu, Láttekkeinsoðú- sértekkiðanna. Tónleikarnir hefjast kl. 21. ÍSLENSKA sveitin Sigur Rós hlaut á mánudagskvöldið bandarísk tón- listarverðlaun sem afhent eru að undirlagi Virgin-plötubúðakeðj- unnar. Verðlaunin heita fullu nafni „The Virgin Megastore Shortlist Prize for Artistic Achievement“ og eru ætluð, líkt og bresku Mercury- verðlaunin, þeim tónlistarmönnum sem þykja skara fram úr, þá sköp- unarlega og listrænt séð. Áhersla er lögð á nýja og efnilega listamenn og því eru einvörðungu þær plötur sem selst hafa í minna en 500.000 eintök- um gjaldgengar. Bresku Mercury-verðlaunin eru virt verðlaun innan dægurtónlist- arinnar og það er ljóst að um mik- inn heiður er að ræða. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Meðlimir Sigur Rósar flugu vest- ur til Los Angeles ásamt mökum og börnum til að verða viðstaddir verð- launaafhendinguna sem fram fór á staðnum Knitting Factory. Upprunalega voru 49 plötur í potti en þeim var svo fækkað niður í tíu. Þeim var svo aftur fækkað niður í fjórar og voru þeir listamenn sem að þeim standa með atriði á hátíð- inni. Þeir voru Nikka Costa, Dandy Warhols, Mos Def og svo Sigur Rós. Aðrir sem voru tilnefndir voru t.d. Air, At the Drive-In, Beta Band, Ryan Adams, Gorillaz, Daft Punk, PJ Harvey og Tortoise. Í dómnefnd voru aðilar eins og Beck, Macy Gray, Trent Reznor (Nine Inch Nails), Dave Grohl (Foo Fighters) og upptökustjórinn Ross Robinson (Korn, Slipknot). Verðlaunin voru 10.000$ eða því sem nemur rúmri einni milljón ís- lenskra króna. Virgin mun einnig ánafna fórnarlömbum hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum sömu upp- hæð. Velgengni Sigur Rósar um þessar mundir er makalaus. Ekkert stöðvar Sigur Rós Sigur Rós vinnur Virgin- verðlaunin fyrir Ágætis byrjun UPPSELT er orðið á Bjarkar- tónleikana sem fram fara 19. desember næstkomandi. Miða- sala hófst á mánudaginn kl. 10 og seldust síðustu miðarnir upp í kringum 13.30 í gær. Miða- verð var 5.900 kr. og eru þessi viðbrögð framar björtustu von- um tónleikahaldara. Tónleik- arnir verða hinir síðustu sem Björk heldur til að fylgja nýrri plötu sinni, Vespertine, eftir. Matt + Marcus Uppselt á Bjarkartón- leikana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.