Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 43 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert ákveðinn og lætur engan vaða ofan í þig. Aðeins meiri mýkt væri stundum í góðu lagi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhverjir eiga eftir að koma þér á óvart annað hvort með gjafmildi eða frekjugangi. Hvort heldur er skaltu halda ró þinni hvað sem það kostar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vandaðu verk þín sérstaklega í dag því þau ráða úrslitum um framhaldið. Þú mátt ekki láta augnabliks óaðgæzlu stofna árangrinum í tvísýnu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með still- ingu og hugsa þitt mál vand- lega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Vertu ljúfur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt hlutirnir gangi ekki fyrir sig akkúrat eins og þú hefðir helst viljað er engin ástæða til að örvænta. Reyndu bara að gera gott úr öllu saman. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt það sé kostur að vera sveigjanlegur máttu ekki vera svo laus í rásinni að menn viti ekki hvort þú ert að koma eða fara. Taktu þig nú á! Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gættu þess að hlutirnir fari ekki á slíka ferð í kring um þig að þú hafir ekki stjórn á neinu. Það er betra að fara sér ögn hægar og komast í mark. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Skyndiákvarðanir eru oft slæmar og ástæðulaust með öllu fyrir þig að grípa til þeirra. Hugsaðu þinn gang og leyfðu tímanum að vinna með þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu ekki blekkjast af fag- urgala þeirra sem vilja pranga einhverju inn á þig. Íhugaðu hvort þú þarft á hlut- unum að halda og hefur efni á þeim. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver óróleiki svífur yfir heimaslóðinni svo þú skalt fara þér hægt og vera eins þolinmóður og tillitssamur og þú frekast getur verið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þú hafir skipulagt daginn vandlega geta alltaf komið upp atvik sem þú þarft að sinna fyrirvaralaust. Láttu þau ekki eyðileggja allt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt þú heyrir eitthvað sem þér fellur miður skaltu láta það hafa sem minnst áhrif á þig. Þetta tal segir mest um þá sem það stunda. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Kipptu þér ekkert upp við það þótt einhverjar breytingar verði á ferðum þínum í dag. Galdurinn er að taka hlutun- um með jafnaðargeði og brosa. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ASKURINN Hríðar um gættir, hreysið skelfur, hrikta bjálkar og dyr. Skáldið í Bólu er skinið af hungri, en skapið líkt og fyr, og heldur en bugast, beygja kné og bjóða dauðanum inn, sker það máttuga meginstafi og myndir – í askinn sinn. Þungum sökum er bóndi borinn og bannfærð skáldsins ljóð. Í rökkrinu minna rauðar glæður á rjúkandi sauðablóð. Hann bítur á jaxlinn, bölvar í hljóði og beitir oddinum fast. Allt hans líf var storkandi stríð við stormanna iðukast. Davíð Stefánsson 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. cxd5 Rxd5 9. Rxd5 exd5 10. a3 Bd6 11. Bxd6 Dxd6 12. Be2 Rc6 13. O-O Bg4 14. h3 Bxf3 15. Bxf3 Hfd8 16. Db3 Re5 17. Be2 d4 18. exd4 Rc6 19. Dxb7 Hab8 20. Da6 Hb6 21. Da4 Rxd4 22. Hfe1 Hxb2 23. Bc4 h6 24. He8+ Kh7 25. Bxf7 Df4 26. Bg8+ Kg6 27. Da6+ Hd6 28. Df1 Hf6 29. Dd3+ Kh5 30. Bd5 Dxf2+ 31. Kh1 Hd2 32. De4 Df4 33. He1 Dxe4 34. H8xe4 g5 35. He7 Kg6 36. Hxa7 Re2 37. Be4+ Kh5 38. Kh2 Rd4 39. Kg3 Re2+ 40. Kh2 Rd4 41. Hd7 g4 Staðan kom upp í Evrópu- keppni landsliða sem lauk fyrir stuttu í Leon á Spáni. Loek Van Wely (2714), sem leiddi sveit Hollendinga til sigurs á mótinu, hafði hvítt gegn Christopher Lutz (2614). 42. Kg3!! Re2+ Að sjálfsögðu gekk 42... gxh3 ekki upp vegna 43. Hd5+. 43. Hxe2 Hxd7 44. Hc2! og svartur gafst upp enda getur hann ekki með góðu móti komið í veg fyrir 45. Hc5+. Lokastaða efstu liða í opnum flokki varð þessi: 1. Holland 24½ vinning af 36 mögu- legum. 2. Frakkland 23 v. 3. Þýskaland 22 v. 4.–5. Eng- land og Slóvenía 21½ v. 6. Ísrael 20 ½ v. 7.–8. Spánn A og Grikkland 20 v. Bestum árangri á mótinu náði Joel Lautier, en hann fékk 7½ vinning fyrir Frakkland á fyrsta borði. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SPIL dagsins er þraut á opnu borði. Samningurinn er sex grönd í suður og út- spil vesturs er smár tígull. Norður ♠ G765 ♥ 3 ♦ K932 ♣Á742 Vestur Austur ♠ D1098 ♠ 43 ♥ 2 ♥ G987654 ♦ D10874 ♦ 65 ♣KG5 ♣108 Suður ♠ ÁK2 ♥ ÁKD10 ♦ ÁG ♣D963 Hvernig á að ná í tólf slagi eins spilið liggur? Byrjum á því að telja örugga slagi: ÁK í spaða, fjórir á hjarta með svíningu, þrír á tígul eftir útspilið og laufás. Samtals 10 slagir. Augljóslega má búa til slag á spaða með því að taka ÁK og spila þeim þriðja. Upp úr því gæti sprottið þvingun á vestur í laufi og tígli. Eða hvað? Skoðum það, stig af stigi. Tígulgosi fær fyrsta slag, svo er tígulás tekinn og ÁK og þriðja spaðanum spil- að. Vestur er inn á spaða- drottningu. Laufi má hann ekki spila, og ef hann sendir blindan inn á spaða, verður einfalt að þvinga hann í laufi og tígli með því að taka fjóra hjartaslagi. En vestur getur gert slíka drauma að engu með því að spila hjarta. Þá vantar samgang. Þessi leið gengur því ekki. En hér er ábending: Slemm- an vinnst ekki nema fyrsti slagurinn sé tekinn á tígul- kóng! Einum tígulslag er sem sagt fórnað fyrir innkom- una. Sagnhafi spilar svo laufi á níuna og gosa vest- urs. Vestur spilar væntan- lega tígli, sem sagnhafi á heima og spilar laufdrottn- ingu. Með þessu móti gefur laufliturinn þrjá slagi og þá eru heildarslagirnir orðnir ellefu. Sá tólfti kemur svo í rólegheitum með þvingun á vestur í spaða og tígli, því nú er samgangur í laufi til að enda í borði þegar búið er að taka hjartaslagina fjóra. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21. nóvember, er níræð frú Ás- laug Thorlacius. Af þessu tilefni mun Áslaug taka á móti vinum og ættingjum laugardaginn 24. nóvember í Fólkvangi, Skipholti 50 a, milli klukkan 17 og 20. Ljósmynd/Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júlí sl. í Stafafells- kirkju af sr. Sigurði Kr. Sig- urðssyni Anna Halldóra Ragnarsdóttir og Þórður Ólafsson. Norðurmynd, Ásgrímur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband í Glerár- kirkju 20. október síðastlið- inn af sr. Snorra Óskarssyni brúðhjónin Jóheiður Pálm- ey Halldórsdóttir og Theó- dór Þorleifsson. Heimili þeirra er í Keilusíðu 1d, Ak- ureyri. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. september sl. í Frí- kirkjunni Kefas af móður brúðarinnar, Helgu R. Ár- mannsdóttur, Björg Ragn- heiður Pálsdóttir og Benja- mín Ingi Böðvarsson. Heimili þeirra er í Kópa- vogi. Í skammdeginu Úrval af vönduðum vetrarfatnaði  Prjón  Tweed  Skinn Gjafakort kvenfataverslun Skólavörðustíg 14 FRÉTTIR 23. LANDSÞING Landssambands sjálfstæðiskvenna samþykkti eftir- farandi stjórnmálaályktun: „23. landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna fagnar árangurs- ríkri ríkisstjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins og lýsir stuðningi við framkomnar tillögur um breytingar á skattalögum sem fela m.a. í sér af- nám verðbólgureikningsskila og verulega lækkun tekjuskattshlut- falls fyrirtækja. Auk þess sem rekstrargrundvöllur atvinnulífsins styrkist munu þessar breytingar auka samkeppnishæfni fyrirtækja. Nauðsynlegt er, hins vegar, að vextir lækki og verði sambærilegir við vexti í helstu nágrannaríkjum Ís- lands. Vaxtastig hér á landi er með því hæsta sem gerist á Vesturlönd- um og ljóst að svo háir vextir eru íþyngjandi bæði fyrir atvinnurekst- ur og heimilin í landinu. Um leið og 23. landsþing Lands- sambands sjálfstæðiskvenna harmar þá voveiflegu atburði, sem áttu sér stað í Bandaríkjunum hinn 11. sept- ember sl., lýsir landsþingið fullum stuðningi við aðgerðir sem miðast að því að stöðva alþjóðlega hryðju- verkastarfsemi. Jafnframt styður landsþingið stefnu stjórnvalda að taka virkan þátt í alþjóðlegu sam- starfi gegn þessari vá sem ógnar frelsi og lýðræði. Baráttan fyrir jafnari stöðu kynjanna hefur skilað miklum ár- angri. Þó er enn víða pottur brotinn svo sem dæmi um viðvarandi launa- misrétti kynjanna sýna. 23. lands- þing Landssambands sjálfstæðis- kvenna áréttar enn og aftur mikilvægi sjálfstæðs fæðingarorlofs- réttar feðra sem er ein frumfor- sendna þess að vinna megi bug á launamisréttinu.“ Þing Landssambands sjálfstæðiskvenna Nauðsynlegt að vextir lækki Ég hélt að þú vissir eitt- hvað, hann kom bara inn og fór beint í krókinn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.