Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 33 Það eru ekki allir sem eiga þess kost að geta drukkið 90 ára afmæl- iskaffið sitt á dyrahellu fæðingarbæj- ar síns, en það gerði Sigga þó að hún þyrfti talsvert fyrir því að hafa. Hún fór með rútu til Hólmavíkur og þang- að sótti frændi hennar hana og kom henni fram í Fremri-Arnardal. Þar drakk hún sitt afmæliskaffi, enda þótt hún þyrfti að ganga í ófærð síðasta spölinn. Þannig var Sigga ekki á því að gefast upp ef hún beit eitthvað í sig. Upp á 95 ára afmælið hélt hún með veglegri veislu á Hótel Sögu. Þar hélt hún ræðu og þakkaði fyrir sig. Það var ekki fyrr en síðasta ár sem hún var farin að kröftum og treysti sér ekki út nema í brýnustu nauðsyn. Við ætluðum að fara saman allt síð- asta ár og skoða gamla vestfirska kvikmynd í vörslu Íslenska kvik- myndasafnsins, en það fórst fyrir og nú er það orðið of seint. Sama var með fjölskylduboðin síðasta árið. Þangað treysti hún sér ekki þótt hana langaði mikið til. Sigga mín. Hafðu þökk fyrir öll elskulegheitin og væntumþykju við mig og fjölskyldu mína gegnum árin. Við munum ætíð minnast þín með þakklæti og virðingu. Þín frænka, Guðríður Hannibalsdóttir frá Hanhóli. Þær voru systradætur móðir okkar og Sigríður Valdemarsdóttir sem nú er kvödd. Þær báru báðar nafn ömmu sinnar Sigríðar Arnórsdóttur frá Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Nöfn- urnar voru nær jafnaldra og slitu barnsskónum undir hlíðum vest- firskra fjalla, báðar í stórum systk- inahópi. Ungar að aldri urðu þær nánar vinkonur og þótt oft yrði vík milli vina hélst vinátta þeirra og tryggð til hinstu stundar. Móðir okk- ar lést árið 1983 og nú á haustdögum þegar frænka hennar lá banaleguna var það síðasta sem hún sagði við okkur: „Við mamma ykkar vorum alltaf eins og systur, alla tíð“. Þær áttu báðar sína framtíðardrauma frænkurnar, en mikil breyting varð á högum þeirra beggja þegar Sigríður, ung að árum, missti föður sinn og móðir okkar báða foreldra sína með stuttu millibili. Framtíðardraumur Sigríðar um áframhaldandi nám eftir þriggja ára dvöl í Gagnfræðaskóla Akureyrar rættist ekki. Hún fór vest- ur á Ísafjörð til móður sinnar, réð sig í fiskvinnu, kaupavinnu inni í Djúpi og síðar sem símritari á Ísafirði. Sjálf sagði hún í blaðaviðtali fyrir fáeinum árum: „Draumar mínir um framtíð- aráform voru jarðaðir með pabba.“ Við systur eigum ljúfar æskuminn- ingar um Siggu, eins og hún var ávallt kölluð. Hún kom oft í heimsókn til Akureyrar eða þangað sem fjölskyld- an dvaldist á sumrin; á Varðgjá, Sval- barði eða í Bjarkalundi í Vaglaskógi. Hún sagði okkur sögur og gaf okkur gjafir. Við gleymum aldrei stóru brúðunum sem hún gaf okkur og við lékum okkur með í mörg ár. Þær voru svo fínar og fallegar að þær voru sett- ar upp í hillu og við máttum aðeins horfa á þær til að byrja með. Seinna fréttum við að hún hefði keypt tólf brúður og látið senda sér frá Bret- landi með skipi, svo eflaust hafa fleiri frænkur notið góðs af. Sjálf tók Sigga á móti gestum af mikilli gestrisni. Hún bjó með móður sinni á Njálsgötu áður en þær fluttu á Birkimel. Það var mikill friður yfir Elínu ömmusystur okkar þar sem hún sat í stólnum sínum og prjónaði, milli þess sem hún reiddi fram góð- gjörðir. Ekki stóð á Siggu að skemmta ættingjum utan af landi. Stundum var farið í kvikmyndahús, kannski til Hafnarfjarðar í strætis- vagni, eða í leikhús, en það var áhuga- mál hennar alla tíð. Það sópaði að henni þegar hún hraðaði sér til vinnu sinnar í Landssímahúsinu af Njáls- götu niður Skólavörðustíg. Hún var að sjálfsögðu í íslenskum búningi í svartri síðri kápu, þvengmjó í mittið með ljósar þykkar fléttur, langt niður á bak. Minnisstæð er ferð með Siggu frænku og fleiri ættingjum á lýðveld- ishátíðina á Þingvöllum 17. júní 1944. Það rigndi mikið en reynt var að fylgjast með því sem fram fór. Mest- ur tími hjá henni fór í að láta stimpla frímerki dagsins og skrifa utan á um- slög til vina og ættingja. Þessarar ferðar minntist hún síðast eftir að hún lagðist banaleguna. Sigga aðstoðaði aðra okkar við að komast í skóla í útlöndum og lánaði henni íslenskan búning til að hafa með sér. Um jólaleytið barst þungt umslag frá henni, fullt af járnteinum og harðort bréf með. Á myndum, sem hún hafði fengið af námsmeyjum í þjóðbúningum á skólaskemmtun, hafði upphluturinn á frænku hennar ekki farið nógu vel í bakið, að hennar mati, og þetta átti að laga strax. Hún var ákaflega vel af guði gerð, bæði til munns og handa. Hún lét sig ekki muna um að endursauma ís- lenskan búning handa okkur systr- um, sem móðir okkar kom sér upp fyrir Alþingishátíðina 1930. Þetta fal- lega handverk eigum við og afkom- endur okkar til minningar um hana. Oft dáðumst við að einstöku minni Siggu og ósjaldan leituðum við til hennar þegar visku vantaði og minni þraut. Allt fram undir það síðasta hafði hún svör á reiðum höndum við spurningum okkar. Tilvera hennar hefur alla tíð verið samofin fjölskyldu okkar allri. Á stórum stundum svo sem í afmælum, brúðkaupum, skírnum eða öðrum samverustundum var hún aufúsu- gestur og hrókur alls fagnaðar. Oft- ast kvaddi hún sér hljóðs og hélt stuttar eða langar ræður, eftir því sem við átti, en mæltist ávallt vel. Fyrir réttu ári kom hún í afmæli í stórfjölskyldunni, þá 96 ára, með fangið fullt af blómum, eins og alltaf. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við frænku okkar. Fyrir ótrúlega um- hyggju og áhuga fyrir velferð okkar systra og fjölskyldna okkar. Fyrir góðar gjafir bæði fyrr og síðar. Fyrir frábærar greinar sem hún skráði um frændfólkið, m.a. um ömmu okkar Guðríði Hannibalsdóttur og afa Guð- mund Steinsson frá Ytri Búðum í Bol- ungarvík. Fyrir að heiðra minningu foreldra okkar og systur með falleg- um eftirmælum og ógleymanlegri minningargjöf. Til hafs sól hraðar sér, hallar út degi, eitt skeiðrúm endast hér á lífsins vegi. Þannig byrjar kvöldsálmur langafa Sigríðar Valdemarsdóttur sr. Arnórs Jónssonar, prófasts í Vatnsfirði. Þessi sálmur var henni ætíð hugstæð- ur. Með honum kveðjum við mikil- hæfa konu með virðingu og þökk fyrir hönd fjölskyldna okkar og Birnu syst- ur okkar. Guðrún og Erla Björnsdætur. Ég dey og ég veit nær dauðann að ber, ég dey, þegar komin er stundin ég dey, þegar ábati dauðinn er mér, ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta er fundin. (Stefán Thorarensen.) Þegar andlát kjarnakonunnar Sig- ríðar Valdemarsdóttur barst okkur hjónum þar sem við vorum stödd á Sólheimum í Grímsnesi komu þessar ljóðlínur í hugann. Alltaf er það svo þegar manneskja yfirgefur þetta jarðneska líf að minningarnar steyma fram enda þótt dauðinn komi sem líknandi hönd. Sigríður hafði lifað langa og farsæla ævi, brotist áfram af dugnaði og skynsemi og komið mörg- um góðum málum í höfn. Hún hafði eins og þeir sem fæddir eru í byrjun síðustu aldar lifað svo stórstígar breytingar á íslensku samfélagi að vart er hægt að skilja slíkt. Sigríður var glæsileg kona, dugn- aðarforkur, skarpgreind, stálminnug og víðlesin heimskona sem hafði skoðanir á málefnum líðandi stundar og lét þær gjarnan í ljós. Sigríður hlaut góða menntun á æskuheimili sínu og í lífsins skóla en oft kom fram hjá henni hversu löngun hennar var rík að ganga menntaveginn. Aðstæð- ur alþýðustelpunnar, fæddrar í byrj- un síðustu aldar, skópu henni einfald- lega ekki þau örlög. Þetta sýndi Sigríður í verki með því að styðja mörg ungmenni til mennta, veitti þeim fæði og húsaskjól og með því að stofna Menningarsjóð vestfirskrar æsku í lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja vestfirsk ungmenni til náms. Úr þessum sjóði hefur margur nem- andinn fengið stuðning á liðnum ár- um. Sigríður var fróð um ættir og hafði mörgu að miðla frá fyrri tíð. Slíkar spjallstundir voru oft langar, skemmtilegar og fræðandi. Hún hafði ríka tilfinningu fyrir íslenskri tungu. Henni var óskiljanlegt hvernig eitt- hvað gat verið „ógeðslega gott“ eða „hryllilega fallegt“. Sigríður var mjög frændrækin og var ótrúlega minnug á hagi og nöfn frændfólksins. Hún átti fastan sess í fjölskylduboðum okkar og lét sig sjaldan vanta þar til á þessu ári að hún var farin að kröftum. Sigríði lét illa að vera þurfandi. Hún vildi vera sjálfstæð og sjálfbjarga, halda reisn og hafa hlutverk. Hún hafði lokið hlutverkum þessa jarðneska lífs og var ferðbúin. Við kveðjum Sigríði Valdemarsdóttur með virðingu og þökk fyrir allt sem hún hefur verið okkur og börnunum okkar og vonum að henni hafi auðnast að finna upp- sprettu eilífs lífs. Aðstandendum vottum við samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Valde- marsdóttur. Haukur Hannibalsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Við fráfall og útför frænku minnar, Sigríðar Valdemarsdóttur, Birkimel 8B í Reykjavík, koma mér í hug ljúfar minningar um hana og fólkið hennar, sem flest hið eldra er nú látið. Sigríður hafði mikið baráttuþrek og lífsvilja og barðist heils hugar fyrir þeim málum, sem voru hennar hjart- ans mál. Ég minnist sérstaklega heimsókna hennar og móður hennar, Elínar Hannibalsdóttur, á heimili mitt á Hvanná, þá ungur ég var. Trygglyndi mæðgnanna við Hvannárheimilið var einstakt og þangað leituðu þær sér félagsskapar við þá ættingja sína, sem mest vinátta var við. Sigríður stofnaði Menningar- og minningarsjóð vestfirskrar æsku til minningar um foreldra sína og móð- ursystur, Matthildi Hannibalsdóttur. Markmið sjóðsins var að veita vest- firskum ungmennum frá fátækum heimilum styrki til náms. Hún var einnig áhugasöm um málefni Vest- firðinga og það svo, að hún var for- maður Vestfirðingafélagsins um ára- bil. Ýmsir erfiðleikar mættu henni og fólkinu hennar á langri ævi, en þó held ég að bruni heimilisins hennar og foreldra hennar að Bakka árið 1912 hafi verið eitt hið mesta áfall í lífi hennar. Þá voru öll börn hjónanna Valde- mars Jónssonar og Elínar Hannibals- dóttur fædd, sex að tölu. Nærri má geta, hversu raunalegt það var fyrir hjón með svo mörg ung börn, að tak- ast á við hús- og heimilismissi. Sigríður mat mikils systkini sín, enda mesta menningar- og myndar- fólk, hvert á sinn hátt. Ég gat vel skil- ið það, að Sigríði þætti gott að mega hverfa frá skarkala borgarlífsins á sumrin og heimsækja fólkið í sveit- inni, sem var fólkið hennar, heimilis- fólkið á Hvanná. Og ekki vantaði það, að þegar ég hóf nám við Háskóla Ís- lands, þá stóð mér heimili hennar op- ið. Ég þakka af heilum hug trygglyndi Sigríðar og vináttu og bið henni bless- unar Guðs. Samúð færi ég öllum hennar skyldmennum og vinum. Bragi Benediktsson. Elsku Sigga. Nú ert þú farin til ættingja þinna og ef ég þekki þig rétt farin að stjórna öllu. Síðasta skiptið sem ég hitti þig var þegar þú varst búin að vera svo elsku- leg við Jennifer McCormack og Brian Sweeney að leyfa þeim að leigja kjall- araíbúðina á Njálsgötu 20. Pabbi og ég komum að sækja þig og þú fórst með okkur í íbúðina að hitta þau. Þeg- ar við keyrðum þig heim réttirðu mér 1000 krónur og sagðir: Hérna elskan, láttu þetta í sparibyssuna þína. Margir höfðu sagt mér að þú værir piparjómka og þess vegna mjög stjórnsöm og svolítið frek! En við mig varstu svo elskuleg og blíð að í raun- inni varstu eins og amma mín. Þú bauðst okkur inn í kaffi og komst með konfekt á borðið! Við kvöddum þig síðan en mig grunaði ekki að það væri í síðasta sinn sem ég kveddi þig. Elsku Sigga mín, farðu vel með þig og sjáumst þegar þar að kemur. Þín frænka, Ásdís Ólafsdóttir. Sigríður Valdemarsdóttir hefur nú fengið hvíld eftir langa ævi. Sigga frænka eins og hún var alltaf kölluð í okkar fjölskyldu var börnum mínum nokkurs konar önnur amma. Hún var alltaf með okkur þegar fjölskyldan kom saman og var þátttakandi í lífi okkar Valdimars fyrst, svo barnanna og síðar barnabarnanna. Sigríður var kjarnmikil kona, gáf- uð og bráðmyndarleg, eljusöm og þrautseig. Ungar stúlkur sem vildu ganga menntaveginn á fyrri hluta síð- ustu aldar þurftu líka að hafa bein í nefinu. Það var líka til marks um skapgerð hennar að vilja búa ein á fjórðu hæð í lyftulausri blokk 97 ára gömul. Sjálfstæð – engum háð – eng- in byrði á öðrum. Hún fékk að lifa tímana tvenna og þreyttist ekki á að segja okkur frá gömlum tímum. Þó árin færðust yfir var Sigga var alla tíð eldklár og hafði skoðanir á öllum hlutum í nútímanum hvort sem um var að ræða heimsmál- in eða það sem nær var. Þó stundum gustaði af henni og maður fengi heldur betur að heyra það ef henni mislíkaði eitthvað þá var hún hlý og tilfinningarík kona sem bar velferð okkar fyrir brjósti. Mér reyndist hún vel frá fyrstu tíð er ég kom til Íslands fyrir tæpri hálfri öld. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka Siggu fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu hennar. Christina Kjartansson. Kveðjuorð frá Vestfirðinga- félaginu í Reykjavík Látin er í hárri elli frú Sigríður Valdemarsdóttir Birkimel 8b í Reykjavík. Hún var einn af kvenskör- ungum þessa lands og mikil merkis- kona sem bæði er vert og skylt að minnast. Sigríður var komin af vest- firskum kjarnaættum. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Valde- mar Jónsson í Fremri-Arnardal, ættaður úr Árneshreppi, og Elín Hannibalsdóttir frá Tungu í Nauteyr- arhreppi. Þegar verið var að kynna Sigríði á fullorðinsárum hennar var jafnan sagt að hún væri systir þeirra bræðra, Finnboga Rúts og Hannibals Valdimarssonar og þurfti þá ekki fleiri orða við, því að þeir voru þjóð- kunnir menn sem komust snemma til mannaforráða. Sigríður var skarp- greind og stálminnug og ól með sér þann draum á unglingsárum sínum að komast í skóla og afla sér mennt- unar. En ekki var það auðsótt mál fyrir fátækar stúlkur á fyrstu áratug- um tuttugustu aldarinnar. Það var Matthildur Hannibalsdóttir, móður- systir Sigríðar, sem lét draum hennar rætast. Hún bjó á Akureyri og bauð Sigríði að dvelja hjá sér meðan á námi hennar stæði í Gagnfræðaskólanum þar. Var hún alla ævi þakklát frænku sinni fyrir þann stóra greiða. Þannig atvikaðist það, að Sigríður hóf skóla- göngu á undan Hannibal bróður sín- um sem var þó eldri og þótti það tíð- indum sæta á þeim tíma. Sigríður gerðist símastúlka og vann fyrst á símstöðinni á Ísafirði en síðar í Reykjavík. Þótt hún væri flutt til höfuðborg- arinnar bar hún alla tíð mikla tryggð til átthaganna og gekk því brátt til liðs við Vestfirðingafélagið í Reykja- vík sem stofnað var árið 1940. For- maður þess fyrstu tvö árin var Jón Halldórsson trésmíðameistari. Síðan var Guðlaugi Rósinkrans yfirkennara falið embættið og hafði hann það á hendi til ársins 1953, en það ár tók Sigríður Valdemarsdóttir við for- mennskunni og stjórnaði hún félag- inu með rögg og skörungsskap í 28 ár og þó einu ári betur því að síðar eða 1986 var hún kosin formaður á nýjan leik eftir 5 ára hlé. Var hún þá orðin áttatíu og tveggja ára gömul. Félagið starfaði af miklum þrótti fyrstu ára- tugina og beitti sér þá m.a. fyrir kvik- myndatökum og bókaútgáfu auk dansskemmtana. En þegar átthaga- félögum fjölgaði í Reykjavík varð þyngra fyrir fæti með starfsemi Vest- firðingafélagsins enda kemur þá fram í fundargerðum að félagið átti lengi vel Sigríði Valdemarsdóttur tilveru sína að þakka. Það var dugnaður hennar og útsjónarsemi sem hélt fé- laginu gangandi. Af þessu má sjá, að það var ekki að ófyrirsynju að Sigríð- ur Valdemarsdóttir var kosin heið- ursfélagi Vestfirðingafélagsins árið 1981. Áður hefur verið minnst á löngun Sigríðar til skólagöngu á unglingsár- um hennar. Þessi menntaþrá hennar og vitund um það hvaða gildi námið hefur fyrir alla átti eftir að koma betur í ljós þeg- ar hún stofnaði árið 1966 ,,Menning- arsjóð vestfirskrar æsku“ til minn- ingar um Matthildi Hannibalsdóttur og foreldra sína, en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu þeirra hjóna. Hlutverk sjóðsins var og er að styrkja þá ung- linga í framhaldsnámi sem áttu við erfið kjör að búa. Tengslum Menn- ingarsjóðsins við Vestfirðingafélagið er þannig háttað að embættismenn sjóðsins eru kosnir á aðalfundum fé- lagsins. Þessi sjóðsstofnun var merki- legt framtak sem lýsti bæði stórhug og fórnfýsi, en jafnframt umhyggju og átthagaást. En Sigríður gerði meira en að stofna sjóðinn. Hún fjár- magnaði hann líka með árlegum tekjum af húseign sem hún átti. Og hér var engin loftbóla á ferð sem sprakk við fyrsta mótblástur því að sjóðurinn hefur nú starfað undir verndarvæng Sigríðar á fjórða ára- tug. Og allan þennan tíma hafa þrjú til fimm ungmenni af Vestfjarða- kjálkanum fengið árlega umtalsverð- an styrk til framhaldsnáms. Hann er því orðinn stór barnahópurinn henn- ar Sigríðar, þótt sjálf hafi hún ekki eignast afkomendur. Nú, við vista- skiptin, fylgja henni því áreiðanlega margar, hlýjar kveðjur og blessunar- óskir á ferð hennar til framtíðar- landsins þar sem hún heldur örugg- lega áfram ,,meira að starfa guðs um geim“. Sjálfur er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst þessari mikilhæfu og stórbrotnu konu og fyrir hönd Vest- firðingafélagsins í Reykjavík vil ég þakka henni það mikla starf sem hún hefur unnið í þágu félagsins og eink- um þó þann ómetanlega stuðning sem hún hefur veitt vestfirsku námsfólki með hugsjónastarfi sínu. Líkamsleifar hinnar látnu verða fluttar til átthaga hennar og lagðar í vestfirska mold. Guð blessi minningu Sigríðar Valdemarsdóttur. Torfi Guðbrandsson, formaður Vestfirðinga- félagsins í Reykjavík. Mín kynni af Sigríði Valdemars- dóttur hófust fyrst árið 1997 þegar ég fékk styrk til náms frá Menningar- sjóði vestfirskrar æsku. Sigríður var þar í forsvari og þurfti ég að sækja styrkinn til hennar á Birkimelnum. Ég hafði í upphafi bara ætlað rétt að kíkja inn til Sigríðar að sækja styrk- inn, en heimsókn mín stóð í um tvo tíma. Mikið var spjallað um Vestfirði og þá sérstaklega þótti henni vænt um að vita hvernig við værum skyldar og hófst nú mikil rannsóknarvinna. Upp frá þessu fékk ég stundum sím- töl frá Sigríði þar sem spjallað var um heima og geima. Sigríði fannst menntun vera gulls ígildi og vildi að sem flestir fetuðu menntaveginn og þá sérstaklega hvatti hún konur til mennta. Gaman var að hlusta á Sigríði segja sögur af uppeldi sínu, ferðum til Ísa- fjarðar og Reykjavíkur og því sem á daga hennar hafði drifið. Sigríður var stolt af skyldmennum sínum og var einnig ótæmandi af sögum af námi þeirra og velgjörðum. Vestfirðingafélagið var eitt af hugðarefnum Sigríðar og hafði hún ætíð samband við mig ef eitthvað var um að vera hjá þeim. Sigríður vildi endilega fá meira af ungu fólki til starfa með félaginu og bað hún mig um að svipast eftir nýjum félögum. Einnig fannst henni vel koma til greina að brydda upp á nýjungum til að laða að nýja félaga. Ég vil þakka Sigríði fyrir þann hlý- hug sem hún sýndi mér. Ég votta ættingjum Sigríðar mína dýpstu sam- úð. Svava H. Friðgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.