Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 47
Harmóníkutónar og dans MIKIÐ var um dýrðir í félagsheim- ilinu að Breiðumýri um helgina þegar Harmoníkufélag Þingeyinga hélt ár- lega matarveislu sína með harmon- íkutónum og dansi. Margt var gert til skemmtunar og komu margir á svið og léku listir sínar fyrir gesti. Voru m.a. spiluð mörg harmoníkulög eftir látna félaga sem eru vinsæl danslög enn í dag auk þess sem Kristbjörg Lilja Jakobsdóttir söng þrjú lög við gítarleik Hróbjartar Sigurðssonar. Ásgeir Stefánsson stjórnaði fjöldasöng og Sigríður Ív- arsdóttir flutti annál í bundnu máli frá sumarferð félaganna í Borgarfjörð á liðnu sumri. Veislustjóri kvöldsins var Jóhannes Sigurjónsson frá Húsavík sem fór með góðlátlegt grín af harm- oníkuþekkingu sinni um leið og hann kynnti dagskráratriðin. Að loknu borðhaldi var stiginn dans og var ekki að sjá annað en að allir skemmtu sér mjög vel. Strákabandið lék undir eins og venja er til. Stefán Þórisson lék einleik. Árshátíð Harmoníkufélags Þingeyinga Morgunblaðið/Atli Vigfússon Laxamýri. Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 47 Sýnd kl. 10. B. i. 12. SV MBL Sýnd kl. 8 og 10. Vit 296 Sýnd kl. 6 og 8 HVER ER CORKY ROMANO? Sýnd í sal-A kl. 6.  ÓHT. RÚV  HJ MBL Geðveik grínmynd! Síðustu sýningar Nýr og glæsilegur salur betra en nýtt Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6. Ljóskur landsins sameinumst Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6, 8 og 10. MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Úr smiðju snillingsins Luc Besson kemur ein svalasta mynd ársins. Zicmu, Tango, Rocket, Spider, Weasel, Baseball & Sitting Bull eru YAMAKAZI. Þeir klifra upp blokkir og hoppa milli húsþaka eins og ekkert sé... lögreglunni til mikils ama. Ótrúleg áhættuatriði og flott tónlist í bland við háspennu-atburðarrás! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10.30. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Hausverkur MOULIN ROUGE! Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8 og 10.15.Vit 296 www.lordoftherings.net Sýnd kl. 8. „Stórskemmtileg kómedía“ H.Á.A. Kvikmyndir.com MYNDIN SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA STÓRKOSTLEG BARDAGA OG ÁHÆTTUATRIÐI JUSTIN CHAMBERS TIM ROTH MENA SUVARI Myndin hefur hlotið lof áhorfenda og gagnrýnenda víða um heim. Myndin hlaut hið virta Gullna Ljón á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum nú í ár. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Ath textuð Sýnd kl. 10.05. Sýnd kl. 6, 8 og 10.05. Ljóskur landsins sameinumst Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk 1/2 HL Mbl  ÓHT Rás 2 Blindgata (Dead End) Spennumynd Ástralía 1999. Bergvík VHS. Bönnuð inn- an 16 ára. Leikstjórn og handrit Irene Koster. Aðalhlutverk William Snow, Vict- oria Hill. ÞAÐ ER eitthvað við morðgátur sem kveikir duldar hvatir í fólki, for- vitni og þörf fyrir að vera klár og finna morðingjann á undan öðrum. Umrædd morðgáta á rætur að rekja til andfætlinga okkar, Ástrala, en nánari deili á aðstandend- um kann ég nú ekki. Hún fjallar á vel klisjukenndan máta um metsölu- höfund og fyrrum löggu sem skrifar um fjöldamorðingja. Þegar hann liggur sjálfur undir grun um að hafa framið hrinu morða þarf hann að sanna sakleysi sitt. Það reynist hon- um hinsvegar þrautin þyngri því hann kemst um svipað leyti að ýmsu dularfullu sem tengist fortíð hans og uppruna þannig að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð, hvort hann er í raun sá sem hann hélt að hann væri eða ef til vill kaldrifjaður morðingi. Þetta er heldur skrítinn krimmi, leikstjórnin er klaufsk og næsta ruddaleg og aðalleikarinn, Snow, virðist sannfærður um að hann sé Pierce Brosnan endurborinn, Flétt- an er þó hin þokkalegasta og mesta furða hvað hún heldur manni við efni.½ Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Lausir spottar ÞETTA ÁR hefur verið ár mikillar grósku og uppskeru á íslenskum rappakri. Eftir tilraunir og pælingar í nokkur ára hefur sprottið fram fjöldi listamanna sem rappar á ís- lensku um íslenskan veruleika og gefur þeim langt nef sem haldið hafa því fram að ekki sé hægt að rappa ís- lensku. Þegar við bætist að tónlist á bak við rappið er grípandi og vel pæld er ekki annað hægt en að fagna; nýir tímar upp runnir, nýtt skeið hafið í íslenskri tónlist sem á vonandi eftir að vera áberandi á næstu misserum. Fyrstur til að senda frá sér disk með íslensku rappi er Sesar A sem gaf út diskinn Stormurinn á eftir logninu fyrir skemmstu, en daginn eftir kom út diskur XXX Rottweiler- hunda sem gefur glöggt til kynna fjörið sem er að færast í leikinn. Veit vonandi á gott. Talsvert hefur verið spilað í út- varpi af disknum lagið „Nafnið“, sem er einskonar kynning á listamann- inum; hann segir á sér deili, dissar keppinautana rækilega og stærir sig af eigin snilli og orðfimi; skemmti- legt lag með ómótstæðilegu viðlagi: „Hver representar aðeins það feit- asta“ og svarið vitanlega byrjar á S og endar á A Enn betra er lagið „Stormurinn“ þar sem Sesar tætir í sig keppinaut- ana með skemmtilega beittum rím- um: „Buffa þig verbalt eins og Aster- ix / hamrar Rómverja“ og síðar: „Öllum heimsins peningum er ekki hægt / að skipta fyrir þetta ódauð- lega / sem ég er að gera.“ Útsetningar á plötunni eru skemmtilega fjölbreyttar og undir- spil vel saman sett, sjá til að mynda frumskógatrommurnar í „Einföldu“, og skrautlegan grunn í „200 í 101“, þar sem Blazroca, bróðir Sesars, kemur í heimsókn með drjúgt af Rottweilerstemmningu með sér. Fyrirtaks lag. Ekki síðra er „Feitur skóþvengur“ sem nýtir búta úr bandarísku frumfönki á smekklegan hátt, en í því fjallar Sesar á skemmti- legan hátt um tískuveikina. Sesar A fer á kostum á „Storm- inum á eftir loginu“, en Dj Magic stendur líka sérdeilis vel fyrir sínu, bæði með smekklegu skanki þegar við á en einnig á hann lengri spretti eins og í laginu „Dj Magic Opus Und“ sem hefði gjarnan mátt vera lengra. Vert er að geta umbúnaðar disks- ins sem er sérdeilis vel heppnaður; umslagið afbragðsgott með fínum myndum af Sesari og frágangur all- ur til mikillar fyrirmyndar. Glæsileg útgáfa. Tónlist Sesar A Stormurinn á eftir logninu Boris Stormurinn á eftir logninu, fyrsta breið- skífa Eyjólfs Eyvindarsonar sem kallar sig Sesar Africanus eða bara Sesar A. Lög og textar eftir Sesar, nema einn texti sem Blazroca semur með Sesari, eitt lag ereftir DJ Magic og eitt eftir U Manden. Plötuskank er eftir DJ Magic. Boris gefur út, Edda dreifir. Árni Matthíasson Fyrsti íslenski rappdiskurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.