Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 17 VIÐ ætlum að taka púlsinn á starfinu. Sjá hver staðan er í dag, hvort menn séu ánægðir með hana eða hvort einhverju þurfi að breyta,“ segir Stefán Bjarkason, formaður undirbúningsnefndar vegna ráðstefnu um æskulýðs- og tómstundamál fyrir ungt fólk í sveitarfélögum, sem haldin verður í Reykjavík á morgun. Ráðstefnan er haldin af mennta- málaráðuneytinu, Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og æskulýðs- ráði ríkisins og er yfirskrift hennar „Betra mannlíf – betri byggð.“ Að sögn Stefáns Bjarkasonar er þetta þriðja ráðstefnan sem æsku- lýðsráð ríkisins heldur í samvinnu við ýmsa aðila um æskulýðsmál. Fyrst var haldið menntaþing þar sem meðal annars var rætt um möguleikana á námi hérlendis fyr- ir það fólk sem hefur áhuga á að starfa með ungu fólki. Þá var hald- in ráðstefna þar sem lögð var áhersla á að taka stöðuna hjá frjálsum félagasamtökum. „Nú fannst okkur tími til kom- inn að sjá hver staðan væri í þess- um málum hjá sveitarfélögunum,“ segir Stefán. Hann segir að áhersl- an sé á það að fjalla um félags- og tómstundastarf, annað en íþróttir. Til undirbúnings ráðstefnunni sendi Samband íslenskra sveitarfé- laga spurningalista til æskulýðs- og íþróttafulltrúa sveitarfélaganna til þess reyna að sjá hvernig séð væri fyrir þessum þætti starfsins og hvernig fjárframlögin og vinnan skiptust á milli íþrótta og annars æskulýðsstarfs. Ætlunin er að kynna niðurstöðurnar á þessum fundi og segir Stefán spennandi að sjá þær. „Þessi málaflokkur er all- ur undir sama bókhaldslyklinum og því ekki vitað nákvæmlega hvernig fjárframlögin skiptast. Menn hafa þó hugboð um að meg- inhlutinn fari í íþróttamálin.“ Segir Stefán að mörg önnur fé- lög vinni mikið og gott forvarn- arstarf og nefnir skátahreyfinguna í því sambandi. Hins vegar eigi skátafélög af einhverjum ástæðum erfiðara með að fá fjármagn en íþróttafélögin. Nefnir hann sem dæmi að fyrirtæki vilji gjarnan tengja sig við íþróttafélög en ekki skátafélög þótt þar sé unnið raun- verulegt forvarnarstarf. Ekki segist Stefán hafa endan- legar skýringar á þessu en telur að skipulag og félagsleg uppbygging íþróttahreyfingarinnar eigi veru- legan hlut að máli. Þau gætu bætt úr þessu með stofnun Tómstunda- bandalags Íslands. Stefán er íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar og segist hann hafa hvatt til þess að félög og klúbbar sem standa utan íþrótta- hreyfingarinnar stofnuðu með sér samtök, Tómstundabandalag Reykjanesbæjar, til að vinna að sínum málum með sama hætti og íþróttafélögin gera með Íþrótta- bandalagi Reykjanesbæjar. Fulltrúi ÍRB ætti fulltrúa á fund- um tómstunda- og íþróttaráðs bæj- arins og hin félögin gætu með þessum hætti komið sjónarmiðum sínum að með sama hætti. Spurður að því hvaða félög gætu myndað slíkt Tómstundabandalag nefnir Stefán ýmsa klúbba áhuga- fólks um jaðaríþróttir, eins og hjólabretti, pílukast, kajakróður og sportköfun, auk skátafélaganna og KFUM. Þarf að breytast Á ráðstefnunni verða flutt nokk- ur stutt framsöguerindi um efni fundarins og segir Stefán að þau séu hugsuð sem innlegg í vinnu- hópa sem síðan taka til starfa. Bindur hann vonir við starfið í hópunum. Einn hópurinn mun fjalla um hlutverk sveitarfélaga í félags- og tómstundastarfi ungs fólks, annar um markaðssetningu þess, sá þriðji um framtíðarsýn og stefnumótun og fjórði hópurinn mun fjalla um hlutverk frjálsra fé- lagasamtaka. Stefán getur þess varðandi starf þriðja vinnuhópsins að æskulýðs- og tómstundastarfið þurfi að taka mið af hækkun sjálfræðisaldurs í átján ár. Sveitarfélögin þurfi að koma meira til móts við unglinga á aldrinum 16 til 18 ára en þau hafi almennt gert en vekur jafnframt athygli á því að nokkur sveitar- félög hafi unnið gott brautryðj- endastarf á þessu sviði. Fór sjálfur í námið Þá segir hann að ætlunin sé að kynna það nám sem fólk sem hefur áhuga á að vinna þessum málum á kost á hér á landi. Segir Stefán að nám í tómstunda- og félagsmála- fræði sem Kennaraháskóli Íslands byrjaði með í haust sé merkasta nýjungin á þessu sviði. Þetta er 45 eininga nám sem stundað er í fjar- námi á tveimur árum. 25 nem- endur stunda það nú, þar á meðal Stefán og samstarfsmaður hans, Ragnar Örn Pétursson, forvarnar- og æskulýðsfulltrúi hjá Reykja- nesbæ, og Ágústa Halldóra Gísla- dóttir, æskulýðsfulltrúi í Grinda- vík. „Ég hef verið að berjast fyrir þessu í mörg ár og fannst það vera siðferðileg skylda mín að taka þátt í því þegar það loksins bauðst. Ég er búinn að vera fimmtán ár í þessu starfi, fyrst í Njarðvík og síðan í Reykjanesbæ, og taldi mig geta miðlað einhverju af minni reynslu í þessu námi. Svo veitir manni ekki af því að bæta við kunnáttuna til þess að staðna ekki í starfi,“ segir Stefán. Hann segir að margir starfs- menn sveitarfélaga muni taka þátt í ráðstefnunni en tekur fram að öllum sé heimilt að skrá sig og segist hann til dæmis eiga von á fulltrúum frjálsra félagasamtaka. Ráðstefnan er eins og fyrr segir á morgun. Hún er haldin í Borg- artúni 6 í Reykjavík og hefst klukkan 9.30. Tilgangurinn að átta sig á stöðunni Morgunblaðið/Hilmar Bragi Stefán Bjarkason er í námi í tómstunda- og félagsmálafræði við Kennaraháskólann. Reykjanesbær Stefán Bjarkason undirbýr ráðstefnu um félags- og tómstundastarf fyrir ungt fólk í sveitarfélögum UNGLINGAR í félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Reykjanesbæ starf- rækja útvarpsstöð dagana 22. til 29. nóvember næstkomandi. Fjörstöðin er á tíðninni FM 99,4. Starfsmenn Fjörheima og ung- lingar hafa unnið að undirbúningi út- varpsstöðvarinnar. Unglingarnir sóttu námskeið í þáttagerð og eru nú að búa til sína eigin útvarpsþætti sem fluttir verða á Fjörstöðinni frá klukkan 16 til 22 í útvarpsvikunni. Umsjónarmenn stöðvarinnar eru Marteinn Ingason, Nilsína L. Ein- arsdóttir og Hafþór B. Birgisson. Útvarpsvikunni lýkur síðan með para- og vinaballi í Stapa 30. nóv- ember. Fjörstöðin útvarpar Njarðvík SKÓLA- og fræðsluráð Reykjanes- bæjar hefur lagt til að komið verði á aðgerðaáætlun um viðbrögð við ein- elti í öllum leik- og grunnskólum bæjarins. Einnig að komið verði upp áfalla- og sorgarteymi í skólunum og gerð áætlun um móttöku nýrra nem- enda. Áætlað var að fjalla um tillög- una á fundi bæjarstjórnar í gær- kvöldi. Björn Bjarnason, formaður skóla- og fræðsluráðs, segir að ekkert sér- stakt tilefni sé fyrir tillöguflutningn- um. Einelti sé víða vandamál og ráð- ið vilji fylgja eftir frumkvæði menntamálaráðuneytisins í þessum efnum. Í sumum skólunum sé ákveð- ið starf í gangi en nauðsynlegt sé að hafa það samræmt og virkt í öllum skólunum. Allt skóla- og fræðsluráð stóð að tillögugerðinni. Eineltisáætlun og eineltisteymi Í tillögunni segir að í aðgerðaáætl- un gegn einelti skuli felast skilgreind eineltisáætlun sem starfsfólk og for- eldrar þekki og vinni eftir og að starfrækt sé eineltisteymi á fagleg- um grunni þar sem hlutverk hvers og eins sé skilgreint. Jafnframt er lagt til að komið verði á fót áfalla- og sorgarteymi og áætlun um móttöku nýrra nemenda. Lagt er til að Skóla- skrifstofa Reykjanesbæjar setji fræðslu í umræddum þáttum í for- gang á skólaárinu. Í greinargerð með tillögunni kem- ur fram að tilgangur hennar er að gera skólana að betri vinnustað nem- enda og starfsmanna, bæta líðan og öryggi nemenda og möguleika þeirra til að fræðast og þroskast í heil- brigðu og gefandi umhverfi, draga úr hættu á skólaleiða og áhrifum röskunar á einstaklinga eða hópa og stuðla að betra mannlífi í bæjar- félaginu. Móttökuskóli fyrir nýbúa Tekið er sérstaklega á móttöku nýbúa. Lagt er til í því efni að Skóla- skrifstofa athugi, í samráði við skóla- stjórnendur og bæjaryfirvöld, hvort ástæða sé til að einhver einn skóli bæjarins verði eins konar móttöku- skóli fyrir börn sem koma frá öðrum löndum. Hlutverk skólans væri að taka við börnum sem ekki hafa nægi- lega kunnáttu í íslensku til að stunda nám í almennum bekkjum einvörð- ungu. Miðað væri við að börnin væru til dæmis eitt ár í slíkri kennslu en færu eftir það í sinn hverfisskóla. Fram kemur í greinargerð að með þessu væri hægt að safna saman á einn stað sérfræðiþekkingu um það hvernig best væri að haga kennslu og aðlögun nýbúabarna. Einnig þekkingu á því hvernig taka skuli á vandamálum sem mörg börn eigi við að etja. Fram kemur að reynslan annars staðar frá sýnir að mjög mik- ilvægt er að börnin upplifi sig ekki ein á báti heldur geti þau samsamað sig öðrum í sömu sporum. Vilja samræmda eineltisáætlun skóla Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.