Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 45 Jólahlaðborð Cafe Bleu Kringlunni Sími: 568 0098 BJÖRGVIN Halldórsson má kalla eina af „meginpersónum“ íslenskrar dægurlagatónlistar síðastliðin 30 ár eða svo. Umsvif hans í flestu því sem viðkemur þeim heimi hafa verið mik- il og í þessum litla „bransa“ hefur honum ætíð fylgt sterk ára og stór- virkt umtal. Oft vill gleymast hvað maðurinn stendur fyrir fyrst og fremst. Björg- vin er tónlistar- maður, frábær söngvari og sjarm- erandi skemmti- kraftur og sem upptökustjóri hef- ur hann staðið að fjölda hljómplatna með hinum og þessum tónlistar- mönnum. Í þeirri vinnu hefur hann m.a. náð að búa til einhvers konar „Bo“-hljóm, þ.e. honum hættir til of- hlaða og fínpússa þannig að lögin á bak við drukkna í sírópslegnu smekkleysi. Þótt útkoman sé ljúf og fagmannleg missa lögin oft og tíðum einhvern lífsneista. Þetta viðurkenn- ir hann meira að segja í upplýsinga- bæklingi disksins, segist stundum hafa fallið í þessa gryfju. Á þessari plötu er því ætlunin, samkvæmt orðum Björgvins sem finna má í upplýsingabæklingi, að gera plötu sem er hrein og bein, með „lifandi“ hljómsveitarhljómi og engu óþarfa pjatti eða pjátri. Þetta verður að teljast hugrakkt skref fyrir mann í hans stöðu og í nokkrum tilfellum, þó alls ekki öllum, tekst honum þetta. Tæknidraugurinn er sannar- lega á kreiki á þessari plötu þó að Björgvin nái að særa hann í burt á stundum. Og í völdum tilvikum sneiðir hann listavel fram hjá „gömlukallapoppi“ sem hefði kannski fremur legið beint við. Einkanlega nær hann þessu í sveitatónlistinni. Það er næsta bros- legt að nú í dag, þegar sveitatónlist, hvort sem um er að ræða svokallaða jaðarsveitatónlist eða megin- straums-, er Björgvin að gera svala hluti. Maðurinn sem var úthrópaður er hann var að gera nokkurn veginn það sama með Sléttuúlfunum og Brimkló. Það borgar sig greinilega að vera fylginn sér í sumum tilfell- um. T.d er sveitarokksútgáfa af stað- allagi meistara Megasar, „Spáðu í mig“ vel heppnuð. Það er næsta skrýtið að heyra Bo renna sér í gegnum smíðina og jaðrar þetta við að vera „kits“. En fyrst og síðast ein- faldlega flott. Björgvin sýnir í öðrum sveitalög- um að hann er vel kunnugur forminu og þá í sinni fjölbreyttustu mynd. Tvö meginstraumslög, einn dúett með dótturinni Svölu og lagið „Blá- stjörnur blika“ (upprunalega flutt af Tracy Lawrence sem „Stars over Texas“ ’96) eru fín og eitt gamalt og gott „country & western“ eftir þá Merle Travis og Tex Williams er skemmtilegt („Smoke! Smoke! Smoke!“ frá 1960, sett við íslenskan texta Jónasar Friðriks). Björgvin sýnir svo í laginu „Höfðinginn“ að hann getur hæglega snarað út boð- legri sveitatónlist sjálfur. Þó þykir mér textinn, sem fjallar um áhuga- mál Björgvins, fluguveiði, álappaleg- ur. Frábærlega valið tökulag eftir þá Jagger og Richards („Dead Flow- ers“) gerir svo sveitapakkann hérna hinn stæðilegasta. Í hefðbundnari lögunum virkar þetta „hreina og beina“ viðhorf Björgvins ekki jafn vel. Mann grun- ar að Björgvin leggi nokkuð annan skilning en hinn almenni hlustandi í það hvað teljist vera „hrár“ hljómur. Eins og hans viðmið liggi nokkuð of- ar í því tilfellinu. Alla vega eru mörg laganna nokkuð hlaðin og fínpússuð og þá er nú stutt í gerilsneyðinguna. Þau lög grafast undir öllu því sem lagt er ofan á þau og fletjast við það út. Það er t.d. lítið hægt að gera til að bjarga „Brimi“ og oft hef ég heyrt höfund lagsins, Guðmund Jónsson, betri. Lagið „Lennon (Hinn eini sanni Jón)“ og „Það breytist ekki í bráð“ eru heldur ófrumleg, dæmi- gerð Bjögga-lög sem hreyfa lítt við manni. Tökulagið „This Magic Moment“ er svo afar afkáralegt og slappt. Glætan felst í nýju lagi Meg- asar sem er einkennilega indælt á að hlýða og gefur það plötunni aukna vigt. Hvað áferð og hljóm varðar fer þessi „hljóðmotta“ sem liggur yfir lögunum hvað mest í pirrurnar á mér. Lögin væri hægt að hífa upp ef bakröddum og þessum sindrandi skemmtaralegu hljóðgervlum sem kúra oft á bak við lögin væri sleppt. Röddina reynir Björgvin að hafa afslappaða og niðri á jörðinni, kannski svolítið „skítuga“. Þessi nálgun hæfir heildarhugmyndinni hérna oftast vel þótt stundum mætti hann gefa svolítið í. Þess er ég fullviss að platan hefði haft mikinn hag af því ef Björgvin hefði falið einhverjum öðrum en sjálfum sér að stjórna upptökum. Fá unga manneskju til verksins sem stæði utan við það sem Björgvin á að venjast. Útkoman af því hefði a.m.k. orðið athyglisverð, þótt ekki væri nema bara til að blása ferskri golu yfir þá hluti sem fastir eru í hjólför- um hins vanabundna. Þegar maður handleikur þessa plötu verður manni ósjálfrátt hugsað til Johnny Cash sem tók upp „Am- erican“-plöturnar með sérvitringin- um Rick Rubin, nokkuð yngri manni. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Björgvin hefði haft Cash í huga við gerð þessarar plötu, ef tekið er tillit til lagavals, umslags og titils (Eft- irlýstur eða „Wanted“ eins og það er upp á ensku). Það er engu líkara en höfundur sé að gera því skóna að hans sé vænst eða hann vanti. Sjálfs- traustið hefur nú aldrei vantað hjá Björgvini og hefur sá eiginleiki orðið honum til tekna bæði og taps í gegn- um tíðina. Nokkuð brokkgeng afurð frá Bo verður að segjast. Sveitasinfónían gerir hana þess virði að leggja sig eftir en það mætti leggja höfuðið betur í bleyti hvað restina varðar. Tónlist Björgvin Halldórsson Eftirlýstur Skífan Eftirlýstur, einherjaskífa Björgvins Hall- dórssonar. Björgvin syngur ásamt því að leika á gítara og munnhörpu. Honum til fulltingis eru Hjartagosarnir, Jóhann Hjör- leifsson (trommur), Haraldur Þor- steinsson (bassi), Þórir Baldursson (Hammond-orgel, hljómborð, píanó, harmonikka,), B.J. Cole (stálgítar), Dan Cassidy (fiðla), Magnús Einarsson (mandólín), Vilhjálmur Guðjónsson (raf- gítar), Arnþór Örlygsson (tamborína, sleðabjalla, slagverksforritun), Kristján Edelstein (kassagítar) og Þórður Árna- son (rafgítar). Svala Björgvinsdóttir syngur með í einu lagi. Lög eftir Björgvin, Megas, Funk/ Hickenlooper, Jagger/Richards, Guð- mund Jónsson, Travis/Williams, Lawr- ence, Pomus og Dean/Leigh. Textar eftir Jónas Friðrik Guðnason, Megas, Stefán Hilmarsson og valda erlenda höfunda. Stjórn upptöku var í höndum Björgvins. Meðstjórnendur voru þeir Arnþór Örlygs- son og Hafþór Guðmundsson. 46,18 mín- útur. Leitin að Bo Arnar Eggert Thoroddsen Ljósmynd/Ari Magg Eftirlýstur er fyrsta einherjaskífa Björgvins Halldórssonar í 15 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.