Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMÞYKKT var á fundi ríkisstjórn- arinnar í gærmorgun að mennta- málaráðherra heimilaði Ríkisútvarp- inu 7% hækkun á afnotagjöldum frá næstu áramótum, en nú stefnir í 300 milljón króna rekstrartap RÚV á þessu ári. Á fundinum lagði mennta- málaráðherra fram skýrslu vinnu- hóps um fjárhag og rekstur RÚV þar sem m.a. kemur fram að fjárhags- staða stofnunarinnar sé núna með þeim hætti að ekki verði hægt að rétta af reksturinn nema með rót- tækum hagræðingaraðgerðum og breytingum á dagskrárframboði. Þá segir að lagaákvæði virki greinilega hamlandi fyrir reksturinn þar sem innra stjórnkerfi stofnunarinnar og verkaskipting æðstu stjórnenda séu bundin í lög. Að mati vinnuhópsins er verka- og ábyrgðarskipting milli út- varpsstjóra og útvarpsráðs alls ekki nógu skýr og telur vinnuhópurinn að útvarpsráð hafi haft afskipti af ýms- um málum sem falli augljóslega ekki undir lögbundið stjórnunarumboð ráðsins. Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, segir skýrsluna tala sínu máli og staðfesti nauðsyn þess sem hann hafi haldið fram varðandi málefni Ríkisútvarpsins síðustu árin og að líta þurfi á skipulagsmál og rekstr- arfyrirkomulag stofnunarinnar. Ráð- herra segist hafa verið talsmaður þess að afnotagjöld féllu niður og mun beita sér sérstaklega fyrir at- hugun á fjárhagslegum tengslum Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, en ákveðið hefur ver- ið að stjórnarflokkarnir setji niður hóp undir forystu menntamálaráð- herra til að vinna að skipulagsbreyt- ingum á Ríkisútvarpinu og breytingu á opinberri tekjuöflun til að standa undir rekstri þess. Tekjur af auglýsingum og kostun dregist saman á árinu Menntamálaráðherra skipaði í lok ágúst 2001 vinnuhóp til að fara yfir fjárhag og rekstur Ríkisútvarpsins, en vinnuhópinn skipuðu Auður Björg Árnadóttir frá menntamálaráðuneyt- inu, Jón Loftur Björnsson frá Rík- isendurskoðun og Leifur Eysteins- son frá fjármálaráðuneytinu. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að RÚV hafi verið rekið með halla und- anfarin ár og nú stefni í 300 milljón króna rekstrartap á þessu ári, sem er um 10% af rekstrargjöldum. Að mati vinnhópsins skýra nokkrir þættir versnandi fjárhagsstöðu stofnunar- innar, þ.á m. hækkun lífeyrisskuld- bindinga vegna áhrifa kjarasamn- inga, hækkun launa og aukinn fjármagnskostnaður vegna lána sem tekin voru til greiðslu á lífeyrisskuld- bindingum og vegna flutnings Sjón- varpsins í Efstaleiti. Tekjur af aug- lýsingum og kostun hafa farið vaxandi undanfarin ár en dregist saman á þessu ári og því er greiðslu- staða RÚV orðin mjög slæm vegna halla og afborgana af lánum. Ríkisútvarpinu er ætlað að standa undir fjórðungi af kostnaði við rekst- ur Sinfóníuhljómsveitar Íslands eftir að Menningarsjóður útvarpsstöðva var lagður niður í maí árið 2000. Í skýrslu vinnuhópsins er talið að sú breyting hafi komið fjárhagslega bet- ur út fyrir aðrar útvarpsstöðvar en RÚV. „Væntanlega íþyngja kjarasamn- ingar Sinfóníuhljómsveitarinnar rekstri Ríkisútvarpsins um 15–20 m.kr. í ár og um 26 m.kr. á ári eftir það. Þá má ætla að Ríkisútvarpið muni þurfa að taka þátt í að greiða niður lífeyrisskuldbindingar Sinfón- íuhljómsveitarinnar sem eru orðnar afar miklar,“ segir í skýrslu vinnu- hópsins. Þörf á breyttri dagskrá og rót- tækum aðgerðum í hagræðingu Í niðurstöðum skýrslunnar segir jafnframt að RÚV sé ætlað að taka þátt í kostnaði vegna Sinfóníuhljóm- sveitarinnar án þess að hafa nokkuð um rekstur hennar að segja. „Vinnu- hópurinn telur afar óheppilegt að ætla einni ríkisstofnun að fjármagna rekstur annarrar ríkisstofnunar með þessum hætti.“ Samkvæmt niðurstöðum vinnu- hópsins er fjárhagsstaða RÚV orðin þannig að stofnunin muni augsýni- lega ekki geta rétt af reksturinn nema með róttækum hagræðingarað- gerðum og breytingum á dagskrár- framboði, „t.d. með styttingu útsend- ingartíma, minna hlutfalli innlends efnis og meiri endursýningum í sjón- varpi og verulegri fækkun viðamestu dagskrárgerðarverkefna í útvarpi, svo sem leikrita og tónlistarþátta. Það er afar mikilvægt að forðast að láta breytingar á dagskrá hafa áhrif á auglýsingatekjur því ef það gerist getur stofnunin lent í vítahring,“ seg- ir í niðurstöðum skýrslunnar. Ákvæði laga um Ríkisútvarpið og útvarpslög stangast á í ýmsum efn- um, að mati vinnuhópsins. Í skýrsl- unni kemur fram að innra stjórnkerfi RÚV og verkaskipting æðstu stjórn- enda séu bundin í lög og lagaákvæði virki augljóslega hamlandi fyrir rekstur stofnunarinnar. Það sama eigi við um vangaveltur varðandi framtíðarrekstrarform RÚV, sem hljóti að skapa óvissu á meðan nið- urstaðan liggi ekki fyrir. Þá telur vinnuhópurinn að verkaskipting á milli útvarpsstjóra og útvarpsráðs sé alls ekki nægilega skýr og til þess fallin að þyngja ákvarðanatöku innan stofnunarinnar. Útvarpsráð farið út fyrir lögbundið umboð ráðsins „Verka- og ábyrgðarskipting milli útvarpsstjóra og útvarpsráðs er alls ekki nógu skýr eins og sést þegar fundargerðir útvarpsráðs eru skoð- aðar. Að mati vinnuhópsins hefur út- varpsráð haft afskipti af ýmsum mál- um sem falla augljóslega ekki undir lögbundið stjórnunarumboð þess og því er afar mikilvægt að útvarpsráð haldi sig við lögbundið hlutverk sitt eða að breyta lagaákvæðum og ætla ráðinu stærra hlutverk,“ segir í skýrslunni. Vinnuhópurinn telur að endur- skoða þurfi lög um Ríkisútvarpið til þess að samræma þau betur útvarps- lögum og telur hópurinn sérstaklega mikilvægt að stofnunin líði ekki fyrir „þunglamalegt eða óskýrt stjórnun- arkerfi“ enda þurfi RÚV að geta brugðist hratt við til að mæta sam- keppni og aðlaga sig tekjubreyting- um. „Núverandi stjórnkerfi Ríkisút- varpsins hefur lítið breyst að stofni til í marga áratugi, þrátt fyrir að um- hverfi þess og starfsemi hafi tekið miklum breytingum. Sama gildir um hlutverk og lagalegar skyldur Ríkis- útvarpsins sem hafa mikið til staðið óbreyttar síðustu þrjátíu árin. Hvort tveggja eru að áliti vinnuhópsins börn síns tíma sem þarfnast gagn- gerrar endurskoðunar,“ segir í skýrslunni. Skýrsla um fjárhag og rekstur Ríkisútvarpsins kynnt á ríkisstjórnarfundi Hlutverk og skyldur RÚV þarfnast gagn- gerrar endurskoðunar SÍLDVEIÐAR hafa gengið ágætlega síðustu daga og hafa skipin veitt á tveimur svæðum. Vel hefur veiðst í flottroll í Vopnafjarðardýpi og nóta- skipin hafa fengið góðan afla í Beru- fjarðarál. Þar var þó heldur að draga úr veiði í gær, að sögn skip- stjórnarmanna. Alls hafa nú borist rúm 30 þúsund tonn af síld á vertíð- inni, sem þótt hefur afspyrnuslök. Sú síld sem veiðst hefur fer nánast öll til manneldisvinnslu en verð á síldarafurðum er mjög hagstætt um þessar mundir og því veldur treg veiði enn meiri vonbrigðum en ella. Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar er búið að frysta um 800 tonn af síld. Nótaskipið Júpíter ÞH landaði um 800 tonnum þar í fyrradag og Rósa Daníelsdóttir, starfsmaður HÞ, hafði í nógu að snúast í frystingunni í gær. Ljósmynd/Þorgrímur Kjartansson Síldveiðin að glæðast „ÞETTA er merkilegur úrskurður en kemur í sjálfu sér ekki á óvart,“ sagði Stefán S. Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunarinnar – FÍS, um úrskurð Evrópudómstólsins, þar sem réttur stórmarkaðar til að selja Levi’s gallabuxur er takmarkaður. Evrópudómstóllinn, æðsti dómstóll Evrópusambandsins, úrskurðaði í gær að gallabuxnaframleiðandinn Levi Strauss gæti takmarkað inn- flutning bresku verslanakeðjunnar Tesco á vörum fyrirtækisins frá Bandaríkjunum en verslunin hefur flutt þær inn og selt þær á mun lægra verði en gengur og gerist í verslunum Levi Strauss í Bretlandi. Stefán sagði eðlilegt að eigendur vörumerkja hefðu eitthvað að segja um markaðssetningu vörunnar og hvar varan er seld. Stefán segir að úr- skurðurinn hafi áhrif hérlendis þar sem hann gildir innan EES-svæðis. „Okkur finnst þetta vera mjög eðli- legt útfrá hagsmunum framleiðenda og eigenda vörumerkja. Mér finnst annað hvorki réttmætt né sanngjarnt. Þetta jaðrar við að vera mannrétt- indamál. Þarna er framleiðandi, sem hefur lagt í ákveðna sköpun á hug- verki. Gengið er útfrá ákveðinni markaðssetningu og mikil vinna ligg- ur á bak við hönnun og sköpun á þess- um tískuvarningi eins og öðrum iðn- aðarvörum,“ sagði Stefán. Samningsfrelsi Stefán minnist á samningsfrelsi í þessu sambandi og segir að eðlilegt sé að eigandi vörumerkis ráði við hverja hann geri samning eða ekki, ekki sé vitað um ákveðin dæmi hér þar sem úrskurður Evrópudómstólsins hafi áhrif en í dómsorði er tilgreint að úr- skurðurinn nái til alls EES-svæðisins. „Það er alveg klárt að dómurinn hefur þýðingu hér á landi. Ef upp koma svona mál hér er nokkuð víst að íslenskir dómstólar tækju mið af þessari niðurstöðu,“ sagði Stefán. Evrópu- sambandið takmarkar innflutning merkjavöruBÆTT umgengni við fiskistofnana við Ísland er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði hinn 25. nóvember næstkom- andi. Að undirbúningi ráðstefnunnar stendur hópur einstaklinga, fyrir- tækja og sveitarfélaga á Vestfjörð- um sem stuðla vill að aukinni um- ræðu sem leitt getur til betri umgengni við fiskistofnana. Að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ, hafa fjölmargir að- ilar þegar samþykkt að taka þátt í ráðstefnunni eða að styðja hana. Því megi reikna með að þátttaka í henni verði víðtæk. Lóð á vogarskál leitar að þolanlegum sáttum „Ráðstefnu þessari er ætlað að leggja lóð á vogarskál leitarinnar að þolanlegum sáttum um stjórn fisk- veiða, á grundvelli þess að aðilar með ólíka hagsmuni og ólíkar skoðanir hafi nokkurn skilning á sjónarmiðum hverjir annarra,“ segir Halldór. Meðal frummælenda á ráðstefn- unni verða Jón Kristjánsson fiski- fræðingur, Magnús Þór Hafsteins- son, fiskifræðingur og fréttamaður, Óli Olsen, togaraútgerðarmaður í Færeyjum, Auðunn Konráðsson, formaður Útróðrabátafélags Færey- inga, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, og Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávar- útvegsráðherra. Að loknum fram- sögum verða pallborðsumræður og fyrirspurnir úr sal. Halldór segir að frummælendur hafi meðal annars verið valdir með tilliti til þess að kalla fram málefna- lega umræðu um árangur af núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi Íslend- inga og þeirri leið sem Færeyingar hafa fetað. Ráðstefnan verður eins og áður segir sunnudaginn 25. nóvember nk. á Ísafirði og hefst klukkan 13. Ráðstefna um bætta umgengni við fiskistofnana Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Ráðstefna um bætta umgengni við fiskistofnana var kynnt á blaðamannafundi á Ísafirði í gær. F.v. Eiríkur Finnur Greipsson, aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestfjarða, Guðmundur Halldórsson, formaður smábáta- félagsins Eldingar, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.