Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 19 ERLENT OLÍAN sem fundist hefur við Fær- eyjar liggur við endimörk fær- eyskrar lögsögu, á svæði suðaustur af Færeyjum og norður af Skot- landi sem um árabil var bitbein milli Færeyinga og Breta. Niður- staða þeirrar deilu varð sú að svæð- inu var skipt milli þjóðanna en nú hefur semsé fundist olía innan fær- eysku lögsögunnar. Bæði færeysk yfirvöld og for- ystumenn fyrirtækjanna, sem stóðu að olíuboruninni, ráðlögðu fólki að taka tíðindunum með ró þegar greint var frá olíufundinum í fyrrakvöld. Ljóst var þó að menn eru vongóðir um að nýta megi lind- irnar. Nokkur fyrirtæki skipta borleyf- inu á þessu tiltekna svæði með sér, bandaríska fyrirtækið Amereda Hess, danska félagið DONG og færeyska fyrirtækið Atlantic Petroleum. Breska fyrirtækið Brit- ish Gas átti einnig aðild að sam- starfinu en dró sig í hlé eftir að bor- anir niður á 3.800 metra dýpi undir hafsbotni höfðu ekki skilað árangri. Amereda Hess, sem hefur for- ystu í samstarfi fyrirtækjanna, fékk hins vegar heimild til að fara neðar og bar það árangur. „Niðurstaðan sýnir að mat okkar var rétt,“ sagði Søren Gath Han- sen, sem er stjórnmaður í DONG. „Við erum auðvitað stoltir af því og ef við horfum á þetta út frá sjón- arhorni DONG eingöngu – en við höfum einnig leyfi til að bora í bresku lögsögunni – þá er það afar ánægjulegt að búið er að fá staðfest að það má finna olíu og gas í fær- eyskri lögsögu,“ sagði Hansen í samtali við Jyllandsposten. Olíusvæðið var lengi bit- bein Færeyinga og Breta 5 $ % $ ..% "!                !"#           $% & ' % () !    "#   $        %   &   '  $ " (    $ )*(   "+',-./(   "$ /(" $   1'...  GEORGI Parvanov, fyrrverandi kommúnisti, var kjörinn forseti Búlgaríu í síðari umferð forseta- kosninga í landinu á sunnudag. Sig- ur Parvanovs kom mjög á óvart því Petar Stoyanov, fráfarandi forseta, var spáð öruggum sigri nokkrum dögum fyrir kosningarnar. Stuðningsmenn Stoyanovs í Sam- einuðu lýðræðisöflunum biðu einn- ig óvæntan ósigur fyrir nýstofn- uðum flokki fyrrverandi konungs Búlgaríu, Simeons II, í þingkosn- ingum 17. júní. Simeon II, sem er nú forsætisráðherra, studdi einnig Stoyanov en þarf nú að vinna með Parvanov, sem lofaði að leggja meiri áherslu á að leysa félagsleg vandamál landsins en inngöngu í Evrópusambandið og Atlantshafs- bandalagið. „Parvanov varð forseti með at- kvæðum þeirra sem gleymdust þegar umbótum var komið í fram- kvæmd: hinna fátæku, atvinnu- lausu, minnihlutahópanna sem hafa lengi myndað traustan meiri- hluta,“ sagði búlgarska dagblaðið 24 Chasa. Samkvæmt síðustu kjörtölum í gær fékk Parvanov 52,5% at- kvæðanna og Stoyanov 47,5%. Parvanov fagnar hér úrslitunum með stuðningsmönnum sínum í miðborg Sofíu. AP Fyrrverandi kommúnisti kjörinn for- seti Búlgaríu HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra trygginga hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2001 var 424 milljónir króna. Hagnaðurinn á sama tíma á síðasta ári var 269 milljónir. Aukningin milli ára er því um 58%. Hagnaður af vá- tryggingarekstri félagsins var 589 milljónir en í fyrra var hins vegar 637 milljóna króna tap af þessum rekstri. Fjárfestingartekjur hækka um 69% Bókfærð iðgjöld voru 6.294 millj- ónir króna en eigin iðgjöld, að teknu tilliti til breytinga á iðgjaldaskuld, voru 4.476 milljónir. Bókfærð tjón voru 3.515 milljónir en eigin tjón, að teknu tilliti til breytinga á tjóna- skuld, voru 4.086 milljónir, sem er nokkuð lægri fjárhæð en á síðasta ári, er eigin tjón voru 4.402 milljónir. Fjárfestingatekjur yfirfærðar á vátryggingarekstur voru 1.439 millj- ónir og hækka um 69% frá fyrra ári. Í tilkynningu félagsins segir að ástæða þessarar hækkunar sé sú að útreikningsreglur taki mið af auk- inni verðbólgu. Tap af fjármála- rekstri var 141 milljón. Á sama tíma á síðasta ári var hagnaður af þessari starfsemi hins vegar 1.010 milljónir. Við útreikning skatta er tekið tillit til áhrifa af lækkun skatthlutfalls á skattskuldbindingu. Viðunandi afkoma Í tilkynningu frá Sjóvá-Almennum segir að afkoma félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins sé viðunandi og í samræmi við væntingar stjórnenda. Ljóst sé að afkoma af vátrygginga- rekstri, einkum ökutækjatrygging- um, hafi breyst til batnaðar eftir slæma afkomu undanfarinna ára. Á fyrsta fjórðungi ársins hafi tjónum fækkað nokkuð miðað við sama tíma- bil ársins á undan, en eftir því sem lengra líði á árið sé ljóst að fækkun tjóna milli ára sé varla merkjanleg. Of snemmt sé því að fullyrða hvort viðunandi jafnvægi hafi skapast milli iðgjalda og tjóna í ökutækjatrygg- ingum en það sé meginforsenda fyrir jákvæðri afkomu í vátrygginga- rekstrinum. Í júnímánuði síðastliðnum samdi félagið um kaup á vátryggingastofni Vélbátaábyrgðarfélagsins Gróttu og í júlímánuði keypti félagið vátrygg- ingastofn Bátatrygginga Breiða- fjarðar. Stofnarnir voru yfirfærðir til Sjóvár-Almennra 1. október síðast- liðinn. Félagið hefur einnig keypt allt hlutafé í Samábyrgðinni hf. og hyggst sameina félagið Sjóvá-Al- mennum í árslok. Í tilkynningunni segir að þessi kaup séu þáttur í við- leitni félagsins til að auka markaðs- hlutdeild sína á sjótryggingamark- aði. Yfirfærslurnar muni hafa óveruleg áhrif á afkomu Sjóvár-Al- mennra á árinu 2001. Ekki lækkun ökutækjatrygginga Fram kemur í tilkynningu Sjóvár- Almennra að hækkun iðgjalda öku- tækjatrygginga á árinu 2000 hafi haft veruleg áhrif til batnaðar í vá- tryggingarekstrinum enda þótt áhrifin séu ekki að fullu komin fram. „Óvíst er þó hvort tekist hafi að ná því jafnvægi milli iðgjalda og tjóna í ökutækjatryggingum sem nauðsyn- legt er. Þá virðast áhrif síðustu breytinga á skaðabótalögum, sem stöðugt gætir meira í tjónauppgjör- um, ætla að verða meiri en áætlað var. Jafnvægi í vátryggingarekstrin- um er því enn ekki tryggt og varla tímabært að búast við almennri lækkun iðgjalda ökutækjatrygginga á næstunni. Ávöxtun fjármuna hefur verið ásættanleg hjá félaginu það sem af er árinu og ekki er talin ástæða til að ætla að breyting verði á því. Afkoma fyrstu níu mánaða árs- ins treystir þá skoðun stjórnenda fé- lagsins að afkoma ársins 2001 verði betri en á árinu á undan,“ segir í til- kynningu Sjóvár-Almennra trygg- inga. Hagnaður jókst um 58% ÓLAFUR B. Thors mun að eigin ósk láta af störf- um sem framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. þann 1. mars 2002. Hann segir að nærtækasta ástæðan fyrir þessari ákvörðun sinni sé sú að um það leyti verði hann búinn að vera í stjórnunarstöðu í vá- tryggingarrekstri í 39 ár. Honum finnist það nægjanlega löng starfsævi á þeim vettvangi. Á árinu 2002 verði hann jafn- framt kominn á þann ald- ur að ekki sé óeðlilegt að maður í hans stöðu hætti. „Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa á þessum vettvangi allan þennan tíma og fyr- ir að hafa komið að stofn- un þessa stóra og sterka fyrirtækis sem Sjóvá- Almennar tryggingar eru í dag. Árin hjá fyrirtækinu hafa verið einstaklega ánægjuleg,“ segir Ólafur B. Thors. Ólafur B. Thors Ólafur B. Thors hættir Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.