Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Valde-marsdóttir fædd- ist í Fremri-Arnar- dal við Skutulsfjörð 14. maí 1904. Hún lést á Landspítala, Landakoti, laugar- daginn 10. nóvem- ber. Foreldrar henn- ar voru Valdemar Jónsson bóndi í Fremri-Arnardal, f. 29.3. 1866, d. 29.3. 1922, og kona hans Elín Hannibalsdótt- ir, f. 4.8. 1866, d. 18.12. 1953. Foreldr- ar Valdemars voru Jón Jónsson b. á Litlu-Ávík á Ströndum og kona hans Helga Guðmundsdótt- ir frá Kjörvogi í Reykjarfirði. Foreldrar Elínar voru Hannibal Jóhannesson b. á Neðri-Bakka í Langadal og kona hans Sigríður Arnórsdóttir prófasts í Vatns- firði Jónssonar. Systkini Sigríðar voru: Guðrún, ljós- móðir á Vestfj. og í Rvk, f. 1897, d. 1990; Jón, vélsmið- ur á Ísafirði, f. 1900, d. 1988; Hannibal, alþm. og ráðherra, f. 1903, d. 1991; Finnbogi Rútur, alþm. og bæjarstj. í Kópavogi, f. 1906, d. 1989; og Arnór loft- sk.m., f. 1907, d. 1928. Sigríður var ógift og barnlaus. Sigríður stundaði nám á Ísafirði og síðan á Akureyri, hún stundaði barnakennslu á Ísafirði um tíma, en vann síðan hjá Pósti og síma mestalla sína starfsævi. Hún var formaður Vestfirðingafélagsins um árabil. Útför Sigríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þá er hún Sigga frænka mín farin í þá ferð sem svo fá okkar skipuleggj- um fyrirfram. Ferðina sem hvorki flugfélög né ferðaskrifstofur auglýsa en er samt það ferðatilboð sem lang- flestir falla fyrir, bæði ungir og gaml- ir. Sú eina ferð sem ekki lýtur mark- aðslögmálum og auglýsingaskrumi eða fellur undir lög og reglur sam- keppnisráðs. Engin afsláttartilboð eða sértilboð, ekki einu sinni tilboð um heimför. Ég var mjög ung er ég kynntist Siggu frænku minni. Fyrst var það aðeins af umtali. Alla mína tíð var tal- að mikið um Siggu frænku. Pabbi minn, stóri bróðir hennar, talaði að sjálfsögðu um hana sem krakka, því það var hún auðvitað í hans augum allt fram í andlátið. Hún var heilum fjórum árum yngri en hann, hafði allt til að bera sem hann og hin systkini hans höfðu og reyndi örugglega ekki að leyna því. En hún hafði eitt um- fram þá sem þeir ekki nefndu. Hún hafði þann kjark sem mörgum konum í sterkum bræðrahópi er gefinn. Kjarkinn til að berjast fyrir tilveru sinni og réttindum. Kjarkinn til að standa á rétti sínum gagnvart hinu kyninu. Alla tíð heyrði ég talað um Siggu sem skapstóra og ráðríka konu. Margar sögur fóru af stórlyndi henn- ar og skapofsa, ekki síst frá þeim fjöl- skyldumeðlimum sem lotið höfðu í lægra haldi í viðureignum sínum við hana. Og margir voru hildirnir háðir innan fjölskyldunnar þar sem Sigga var í fremstu víglínu og barðist eins og sá einn gerir sem er trúr sinni sannfæringu. Í eðli sínu var hún stjórnmálaskörungur, ekki síður en bræður hennar tveir sem kusu sér þann vettvang til að berjast á. En hennar stjórnmál voru af öðrum toga en þeirra eða þeim sem við eigum að venjast. Á sama hátt og bræður henn- ar dæmdu pólitíska flokka og þeirra stefnur, dæmdi hún fólk og þeirra líf- erni. Sagði fólki til syndanna og þá voru ekki syndir feðranna heldur undanskildar. Hennar skoðanir voru málaðar í svart-hvítum lit og enginn gat horft framhjá þeim eða haggað þeim. Þannig var hún Sigga frænka mín. Þrátt fyrir þetta hef ég ævinlega verið full af stolti þegar ég tala um Siggu frænku. Lífsþróttur hennar, leiftrandi hugur og andlegt atgervi hefur alla tíð heillað mig. Hún var hreint engin gufa eins og við segjum stundum. Stálminni hennar sló öllum við sem ég þekki og hún var þeim góð sem hún vildi. Öðrum gat hún verið erfið viðureignar. Enginn millivegur. Að- eins svart eða hvítt. Hún vann af hörku að sínum hugsjónum og starfi hvert sem viðfangsefnið var. Hún var formaður byggingarnefndar þegar íbúðarblokkin við Birkimel var reist og stjórnaði framkvæmdum þar af skörungsskap, var formaður Vest- firðingafélagsins í mörg ár, stofnaði Minningarsjóð vestfirskrar æsku til minningar um foreldra sína og móð- ursystur, var forstöðumaður Byggða- safns Jóns Sigurðssonar í tvö ár, og svo mætti lengi telja. Já, Sigga frænka mín var engum lík. Hún var að mörgu leyti merki- legri manneskja en flestir aðrir sem ég þekki, þó hvorki betri né verri. En svo sannarlega var hún svo miklu, miklu samkvæmari sjálfri sér en nokkur önnur manneskja sem ég þekki. Dugnaður hennar, óbilandi hugrekki og bjartsýni ásamt ofur- skammti af sjálfstrausti, allt þetta gerði hana að þeirri stórbrotnu konu sem hún var. Hvorki Hannibal né Finnbogi Rútur bræður hennar sem báðir gerðu stjórnmál að sínu ævi- starfi, gátu komist hjá að hlusta á hennar persónulegu og pólitísku ráð- gjöf jafnt í einkamálum sem öðrum málum. Aðeins hann Jón bróðir henn- ar, sem var svo forsjáll að velja sér nám sem hún náði ekki að tileinka sér, losnaði undan ráðgjafarþjónustu þessarar systur sinnar sem allt vissi og sá. „Vélsmiður“. Nei, sem betur fer hafði Sigga frænka ekki vit á vél- um. Það var sennilega þessvegna sem við börnin hans Jóns sluppum nokkuð vel undan hennar óvægnu athuga- semdum. Nú þegar ég kveð þessa frænku mína, sem ávallt var mér góð svona eftir efnum og ástæðum, eru mér að sjálfsögðu efst í huga þær stundir sem ég sat hjá henni við sjúkrabeðinn og strauk yfir ótrúlega fíngert og sítt hárið. Horfði á greindarlegt ennið og sterkbyggða hökuna. Horfði á nefið, kinnbeinin og lokuð augun og hugsaði um liðna tíð. Strauk hendurnar, aðra máttvana en hina sem af og til þrýsti á móti. Las fyrir hana ritningargrein- ar sem ég hafði fjandakornið enga trú á. Bað hana í huganum fyrir kveðju til kynslóðarinnar sem á undan er geng- in. Varð hugsað til minnar eigin for- tíðar og til allra þeirra sem ég sakna og á undan henni hafa farið þessa löngu ferð. Horfði á þessa sterku konu lúta í lægra haldi fyrir ótrúlegu ferðatilboði án nokkurra skuldbind- inga um heimferð. Eiginlega var ég mest hissa á að hún skyldi ekki bara hætta við. Gunnhildur Jónsdóttir. Það gerði stórviðri helgina sem hún dó. Hann fór í 12 vindstig í hvið- unum. Þá loksins skildi önd hennar við líkamann eftir fimm vikna bið. Það átti ekki við hana að hafa vista- skipti í logni. Kyrrlátasta og hlýjasta hausti frá upphafi veðurmælinga. Minna en 12 vindstig mátti ekki gagn gera þótt hún yrði 97 ára líkt og frænkur hennar margar. Þannig man ég hana líka. Ég gekk á eftir henni einhverntíma á unglings- árum Austurstrætið í áttina að Póst- hússtræti. Hún á upphlut. Pilsaþytur í strætinu, þar sem áður hafði verið logn. Ég hljóp hana ekki uppi. Hitti hana fyrst á Njálsgötu 76. Var í fyrsta sinn í höfuðstaðnum, tíu ára gamall. Foreldrar mínir á ferða- lagi eftir vel heppnaða kennararáð- stefnu á Laugarvatni. Eina skiptið sem ég dvaldi daglangt með Siggu frænku og Elínu ömmu minni. Ég bú- inn að eiga þrjár ljúfar stundir með nýuppgötvaðri ömmu, Elínu. Laugar- dagur. Unnið til tólf á Símanum. Hefst nú tiltekt og skúringar. Ég er alltaf að hrekjast undan kústi og dulu út í hin ýmsu horn í örsmárri íbúð- inni. Hreyfingarnar eru ákveðnar og afdráttarlausar. Hún spyr um náms- afrek mín, sem ekki voru burðug. Hún er ánægð með 10 í lestri, fílir grön við 4,5 í skrift. „Eins og hann pabbi þinn skrifar vel, og er góður skriftarkennari.“ Ég verð að viður- kenna að hann kenndi mér að lesa, en ekki að skrifa. „Og hvað með reikn- inginn?“ Ég var nokkuð hreykinn með mína 4,5. Hún er aldeilis gáttuð. „Vantar eitthvað í þig?“ spyr hún. Ég svara að í reikningi sé tekið lands- próf, miðað við 14 ára fullnaðarpróf- sbörn. Þau ein geti fengið 10, ef þau hafa lært allt, sem skólinn setur fyrir. Yngri krakkarnir geri bara eins og þau geta og 4,5 teljist nokkuð gott fyrir minn aldursflokk. Hún færist öll í aukana. Skrúbburinn og dulan sleikja tærnar á spariskónum, sem ég hef verið dubbaður upp í í tilefni dagsins. „Hvers konar próf eru það, þar sem prófað er í því, sem maður hefur ekki ennþá lært? Skólinn á að gera kröfur um vitneskju í námsefn- inu, ekki í því sem þú átt að læra á næstu árum.“ Þetta fannst mér vit- urlega mælt og hafði ekki hugsað út í það fyrr. Kannski var eitthvað vit- laust í mælistikum heimsins? Gat það verið að þetta væri ranglátt? Svo kom pabbi að sækja mig síðla kvölds. Þetta var árið sem Keflavíkursamn- ingurinn var á döfinni. Pabbi hafði verið kosinn á þing um vorið. Hún spurði hvort hann ætlaði að láta þetta yfir sig og þjóðina ganga möglunar- laust. Ég man hann svaraði að vart væri hægt að ætlast til að nýgræð- ingur á þingi, sem ekkert kynni þar til verka, risi strax upp og segði meiri- hlutanum til syndanna. „Til hvers varstu þá að láta kjósa þig á þing?“ spurði Sigga. Áður en ég vissi af voru þeir bræð- ur, Finnbogi Rútur og Hannibal, farnir að gefa út Ísafjarðarkratablað- ið, Skutul, í Reykjavík, gegn yfirvof- andi framlengingu hersetu, og ég far- inn að selja það í Austurstræti og æpa í kapp við dagblaðasölubörnin: „Skut- ull, Skutull!“ Viðbrögð voru blendin. Einn, sem keypti blaðið ráðlagði mér um leið að vera ekki að reyna að yf- irgnæfa allan dyn borgarinnar. Ég lækkaði röddina um einhverjar átt- undir. Ég fór inn í allar helstu versl- anir við umferðaræðar borgarinnar. Man, að í verslun Skjaldbergs við Laugaveg spurði einhver kaupmann- inn hvað þessi Skutull væri? Hann sagði að það væru þessir bræður að vestan sem væru að gefa út blað. Mér fannst hvort tveggja asnalegt, spurn- ingin og svarið. Allir, sem hefðu fulln- aðarpróf, hlytu að vita um Skutul. Mig minnir að mér hafi áskotnast ná- lægt 13 krónum og fimmtíu fyrir þessa fyrstu tilraun mína til sölu- mennsku í höfuðstaðnum. Keflavík- ursamningurinn gekk hins vegar sinn gang. Þessu bernskuminning rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég heimsótti Siggu á undanförnum vikum á Land- spítala og Landakoti. Hún hélt sínum karaktereinkennum fram í rauðan dauðann. Hreinskilin. Afdráttarlaus, hvort sem í hlut átti læknir, hjúkr- unarkona eða sjúkraliði. Og eins við okkur ættingjana. Engin tilfinninga- semi. Ekkert verið að vikna. Engum tíma eytt í diplómatískar vangaveltur um hvernig best væri að laga mál sitt að hugarfari viðmælandans. Það kom umbúðalaust og hreint út án orða- lenginga. Dauðastríðið var háð með sama hætti. Ekki gefið eftir um þuml- ung, þangað til eitthvað brast. Snögg- lega og með veðurgný við hæfi. Áttræður héraðshöfðingi varð fyrir því að ræðumaður í hófi honum til heiðurs sagði hann hafa verið „hvers manns hugljúfi“. Sá gamli spratt strax upp og mótmælti: Svo mikið gauð hefði hann aldrei verið að hann verðskuldaði þessi ummæli. Sigríður Valdemarsdóttir hirti heldur aldrei um að gera hverjum manni til geðs. Fyrir bragðið mátu samferðamenn hana og virtu. Og hverjum, sem henni kynntist, mun hún verða ógleyman- leg. Ólafur Hannibalsson. Helstu skapgerðareinkenni Sigríð- ar Valdemarsdóttur voru hreinskilni, hugrekki og næm tilfinning fyrir rétt- læti. Lygin var svo fjarri hennar vörum, að takmarkalaus hreinskilni hennar særði stundum þá sem heldur kjósa að heyra dísæt orð þeirra sem mæla fagurt en hyggja á svik. Þannig erum við flest og hver er sá sem ekki hefur dæmt aðra í fylgsnum hugans eða látið niðrandi orð falla um fólk þegar það er ekki viðstatt en svo sýnt því kurteisi og smeðjulega vinsemd þegar á fund þess er komið? Okkur er svo tamt að þóknast, að við þolum ekki návist þeirra sem aldrei hefur dottið í hug að hræsna til þess að hljóta vinsældir fyrir. En getur ekki verið að það, sem okkur virðist vera hryssingsleg framkoma og við hneykslumst á og dæmum harkalega, vegna þess að hún kemur við kaun í okkur sjálfum og slær öll vopn úr hendi okkar, sé ekki annað en hróp á hjálp? Getur ekki hugsast, að það sé hróp særða mannsins í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann, mannsins sem lá særður í valnum eft- ir árás ræningja og flestir gengu framhjá? Fólk eins og Sigríður, sem á ekki til óheilindi, fólk sem getur ekki logið, þótt sá eiginleiki geti orðið því dýrkeyptur, er oft sakað um skort á blíðu og hlýju. En hver sýndi henni blíðu? Hver sýndi henni umhyggju og samúð í þjáningum lífsins, ekki endi- lega þeim sem liggja í augum uppi, eins og veikindum og öðrum erfiðleik- um, heldur þjáningunni sem ástleysi veldur og allir vilja leyna? Sigríður ólst upp við erfiðar að- stæður, þær sem fátækir bændur á Vestfjörðum bjuggu við í upphafi tuttugustu aldar, í stöðugri baráttu fyrir lífinu í harðneskjulegasta um- hverfi sem til er á jarðríki. Þá voru menn enn haldnir þeim misskilningi að það þurfi hörku til þess að lifa af í svo óblíðri og óvægilegri náttúru. Börn voru því alin upp við hörku og lítil miskunn sýnd. Ekki af vonsku, heldur vegna þess að það átti að herða þau svo að þau stæðust storma lífsins, þá sem eru enn verri en vetr- arhörkur Vestfjarða. Þau sem upp komust urðu stór og sterk, að minnsta kosti á ytra borðinu, en hver veit hvaða sár leyndust undir niðri, sár sem ekkert getur grætt nema kærleikurinn. Og vegna þess að hann hefur kólnað eru mörg sár opin og ógróin alla ævi, þótt þau sjáist aldrei. Það voru margir sem dáðust að Sigríði því að hún var aðdáunarverð kona á margvíslegan hátt. Hún var einstaklega hugrökk manneskja. Hugrekki var líka eitt af því sem Vestfjarðaharkan kenndi mönnum. Það þarf hugprýði og fullkomið traust á Guði og lukkunni til þess að trúa því að maður lifi af til vorsins þegar ekk- ert er eftir í kotinu. Foreldrar Sigríð- ar, afi minn og amma, urðu fyrir mörgum og þungum áföllum, meðal annars því að bærinn þeirra brann til kaldra kola og þau stóðu uppi slypp og snauð. Nokkrum árum síðar lést Valdemar, faðir hennar, eftir upp- skurð, fyrir slysni og aðgæsluleysi á spítalanum. Þá varð Sigríður að segja skilið við allar vonir sínar um að verða læknir eins og hún þráði að verða og fara að vinna eins og Guðrún eldri systir hennar, svo að bræður hennar fengju menntunina sem var metnað- ur Elínar, móður hennar, að öll börn- in hennar gætu hlotið. Á ljósmyndum frá þessum tíma má sjá að Sigríður var undurfríð stúlka með mikið og þykkt, ljóst hár. Það er einskonar sjálfsfórn að afsala sér framtíðarvon- um sínum og allsendis óvíst að það hafi verið metið eða þakkað sem skyldi. Á þessum árum, sem fyrir okkur eru sem fornöld, þótti sjálfsagt að konur lúffuðu og létu sér nægja verra hlutskipti en þær hefðu kosið sér. Alla ævi hafði Sigríður brennandi áhuga á öllu því sem snýr að heilsu og lækningum og hún hefði eflaust getað orðið góður læknir því að hana skorti hvorki greind, orku né heldur samúð með þeim sem þjást og eiga bágt. Minni Sigríðar var með ólíkindum og því hélt hún til hinsta dags. Hún var orðin 96 ára þegar ég talaði við hana síðast. Hún sagði mér þá frá uppvexti sínum og systkina sinna fyr- ir hartnær öld. Hún lýsti fyrir mér öllum aðstæðum, atburðum, veður- fari, dýralífi, innanstokksmunum og búshlutum á heimilinu, málefnum og mönnum. Hún mundi nöfn allra, þekkti fæðingardag og ár, ætt þeirra og uppruna, dagsetti alla viðburði lífs þeirra nákvæmlega og talaði um alla af virðingu og varkárni án þess þó að vera með neinn fagurgala. En Sigríð- ur mundi líka það sem hafði gerst daginn áður eða klukkustundu fyrr en það er mjög óvenjulegt þegar svo háum aldri er náð. Þetta var í síðasta sinn sem ég sá Sigríði og þegar ég kvaddi hana, gekk hún til mín, faðmaði mig að sér og kyssti mig blíðlega. Ég vona að þeir, sem hún hrelldi kannski einhvern- tíma með hreinskilni sinni og fals- leysi, lesi þessi orð, skilji að undir yf- irborði, sem stundum var hrjúft, leyndist gæska og fyrirgefi henni, nú þegar hún er komin til landsins sem okkur er öllum fyrirheitið, landsins, þar sem lygi er ekki til og kærleik- urinn ríkir einn. Guðrún Finnbogadóttir. Fagra góða fjallabyggð fólkið traust á vesturlandi. Við þig bundin tállaus tryggð trú á vorra feðradyggð. Anda frelsis yfirskyggð allur þá mun greiðast vandi. Fagra góða fjallabyggð fólkið traust á vesturlandi. (Lilja Björnsdóttir.) Þetta ljóð varð á vegi mínum þegar ég fór að setja saman á blað minn- ingabrot um elskulega frænku mína, Sigríði Valdemarsdóttur. Hún var svo tengd fjöllunum fyrir vestan að hún ákvað að fá að hvíla þar hinstu hvílu. Þetta ljóð flutti skáldkonan á 30 ára afmæli Vestfirðingafélagsins og fannst mér það eiga hér við. Skapmikil, ákveðin, stálminnug, kjarnorkukona er gengin til feðra sinna á nítugasta og áttunda aldurs- ári. Ég kynntist Siggu þegar ég var um fermingu. Þá skrifaði hún mér bréf, þess efnis að hún ætti að varðveita bankabók, sem ömmusystir mín Guð- rún og jafnframt móðursystir Siggu, gaf mér með þeim skilmálum að ég mætti ekki nota innihald hennar til annars en skólagöngu, þegar ég hefði aldur til. Þegar ég kom svo í fyrsta sinn til Reykjavíkur, 17 ára gömul, heimsótti ég hana og síðan hef ég átt ótal samveru- og vinnustundir með henni. Hún var óþreytandi að safna sem flestum í Vestfirðingafélagið og hætti ekki fyrr en henni tókst að koma mér í stjórn félagsins ásamt bræðrum mínum, Hauki og Sigurvin. Gunna frænka var í miklu uppáhaldi hjá Siggu og oft hittumst við hjá henni í afmælum. Eftir að hún flutti á elliheimili, fyrst í Ás og síðar á Grund, veit ég að Sigga hugsaði vel um henn- ar hag. En þannig var Sigga ákaflega frændrækin og á ég henni að þakka hve mörgum ég kynntist af frændliði okkar í gegnum árin. Vestfirðingafélagið var Siggu alltaf mikils virði og reyndi hún mikið til að efla það. Ein af hugsjónum hennar var að sameina öll átthagafélög kjálk- ans í eitt, en af því varð aldrei. Tvær minnisstæðar ferðir fórum við saman á vegum félagsins. Sú fyrri var farin til Hrafnseyrar 1980 til að gróður- setja tré til uppbyggingar staðarins. Sú síðari var skemmti- og fræðslu- ferð um Vestfirði og var Sigga aldurs- forsetinn, 94 ára gömul. Hún lét sig ekki muna um að þylja upp heilu bálkana um menn og málefni þessara byggða. Varð þetta okkur hinum ógleymanleg ferð, ekki hvað síst vegna hennar nálægðar. Ekki má gleyma kirkjukaffinu, bösurunum og árshátíðunum sem hún kom af stað og vann ötullega og ósérhlífið að öllu sem gat komið félag- inu til góða. Óskabarnið hennar, Menningarsjóður vestfirskrar æsku, mun halda minningu hennar á lofti um ókomin ár. Hann er ótrúlegt afrek og ber henni fagurt vitni. Hún fékk sjálf ekki tækifæri til að læra eins og hana langaði til. Það þótti einfaldlega betri kostur að bræður hennar héldu áfram námi, þegar faðir hennar féll frá og hún gerðist fyrirvinna heimilis- ins 18 ára að aldri. Já, þau eru orðin mörg ungmennin sem hún hefur styrkt með tilurð sjóðsins, í þau rúmu 30 ár sem hann hefur starfað. SIGRÍÐUR VALDE- MARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.