Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing KRFÍ í Ráðhúsinu Betur má ef duga skal KvenréttindafélagÍslands heldurmálþing í Tjarnar- sal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 24. nóvem- ber. Yfirskrift málþingsins er „Konur til áhrifa“. Þor- björg I. Jónsdóttir formað- ur KRFÍ varð fyrir svörum er Morgunblaðið spurði nánar um málþingið. – Segðu okkur eitthvað frá málþinginu, hvert er þemað og hverjir tala? „Málþingið er haldið til að hvetja konur til þátt- töku í sveitarstjórnarmál- um, bæði með að gefa kost á sér í framboð og með þátttöku í nefndum og stjórnum sveitarfélagsins að öðru leyti. Heiti mál- þingsins og meginefni þess er „Konur til áhrifa“, KRFÍ vill sem sé minna á að það er nauðsyn- legt að gæta jafnréttis við röðun á framboðslista flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Að öðrum kosti verður ekki jafnrétti í stjórnum sveitarfélaga. Málþingið hefst klukkan 13 á laugardaginn kemur í Ráðhúsi Reykjavíkur og er Sigríður Lillý Baldursdóttir fyrrverandi formað- ur KRFÍ málþingsstjóri. Með er- indi á þingingu verða Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, Þorgerður K. Gunnarsdóttir alþingismaður, Kristín Sigfúsdóttir bæjarstjórn- arfulltrúi á Akureyri, Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjórnar- fulltrúi í Reykjavík og Sigríður Þorgeirsdóttir frá Háskóla Ís- lands. Erindi þeirra fjalla m.a. um reynslu kvenna af þátttöku í sveit- arstjórnarmálum og stjórnmála- þátttöku almennt, svo og jafnrétti við opinbera stefnumótun og stöð- una í dag varðandi jafnrétti kynjanna við stjórnun ríkis og sveitarfélaga.“ – Hefur orðið árangur í að auka áhrif kvenna? „Ef litið er til baka þá er ljóst að árangur hefur orðið í því að auka áhrif kvenna, en betur má ef duga skal. Við þingkosningarnar 1999 urðu konur í fyrsta sinn um einn þriðji af þingmönnum og var þeim áfanga m.a. fagnað í tímariti KRFÍ, 19. júní, það ár. Þá voru konur í sveitarstjórnum á Íslandi alls 213 eftir síðustu sveitarstjórn- arkosningar sem er töluverður fjöldi m.t.t. síðustu tvennra eða þrennra kosninga þar á undan. Engu að síður eru konur enn í miklum minnihluta, bæði á þingi, í sveitarstjórnum, ríkisstjórn og æðstu embættum ríkisins þannig að enn er langt í land til að jafn- rétti náist í þessum efnum. Við í KRFÍ höfum lagt áherslu á að nú þurfi að gæta sérstaklega að því að sofna ekki á verðinum eins og oft er hætt við þegar ágætum áföng- um er náð. Jafnréttisbaráttunni er engan veginn lokið með því að konur verði einn þriðji þingmanna heldur þarf að vinna áfram að því að skapa það umhverfi í íslenskum stjórnmál- um sem gerir það jafn sjálfsagt fyrir konur og karla að gefa kost á sér til forystu og til að vera kjörin til trúnaðarstarfa. Þar fyrir utan þá er staðan á einka- markaðnum síst betri. Fáar konur leiða fyrirtæki hér á landi, þær eru miklum mun færri í stjórnum fyr- irtækja, banka og sparisjóða auk þess sem þær eru sjaldan í hæstu stjórnunarstöðum fyrirtækja, svo sem í stöðu forstjóra, fjármála- stjóra, starfsmannastjóra eða markaðsstjóra. Á þessu sviði hefur ekki orðið viðunandi árangur í að auka áhrif kvenna, til dæmis síð- asta áratug. Fyrirtæki mættu vel setja sér þau markmið að fjölga konum í stjórnunarstöðum, eins og var gert með góðum árangri hjá Eimskipafélaginu sem fékk jafnréttisverðlaun það ár.“ – Er þetta harður slagur? „Já.“ – Hvers vegna? „Þar sem margir gefa kost á sér og fáar stöður eru í boði, eins og efstu sæti framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar, þá er alltaf harður slagur. Konur sem vilja gefa kost á sér í efstu sæti eiga líka við það að etja að þessi sæti voru aðeins skipuð körlum fyrir ótrúlega stuttum tíma. Þann- ig vantar vissa viðhorfsbreytingu í stjórnmálin, að það þyki alveg jafnsjálfsagt að kona gefi kost á sér og karl og að áherslan verði ekki á útlit og fjölskylduaðstæður konunnar í framboðsslagnum. Hér þurfum við fyrst og fremst við- horfsbreytingu meðal kjósenda, hún er það eina sem getur í raun gefið okkur þann árangur sem KRFÍ stefnir að í þessum málum. Að fullu jafnrétti kynjanna á þessu sviði sem öðrum.“ – Hvernig munuð þið vinna úr því sem fram kemur á málþinginu? „Það sem kemur fram á mál- þinginu verður til úrvinnslu í mál- efnavinnu innan KRFÍ og verður m.a. birt á heimasíðu félagsins, www.krfi.is. Að ári mun félagið leggja áherslu á framboð til alþingis- kosninga og reynslan af mál- þinginu mun án efa nýtast í þeirri vinnu. Sem lið í því því að hvetja konur til þátttöku í sveitarstjórnarmál- um þá hefur KRFÍ sent öllum konum sem sitja í sveitarstjórnum bókina í Gegnum glerþakið, valda- handbók fyrir konur, að gjöf, ásamt boði um að taka þátt í mál- þinginu.“ Þorbjörg I. Jónsdóttir  Þorbjörg I. Jónsdóttir fæddist 30. janúar 1967 á Blönduósi. Lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild HÍ 1993. Lauk við- skipta- og rekstrarnámi frá End- urmenntunarstofnun HÍ 2000. Hlaut réttindi til málflutnings í héraðsdómi 1994 og hefur rekið eigin lögmannsstofu frá júní 1996, síðast Lagaþing sf. að Tún- götu 14 í Reykjavík. Hlutastörf eru framkvæmdastjóri Kvenna- ráðgjafarinnar og formaður KRFÍ. Sambýlismaður Þor- bjargar er Ólafur Kristinsson smiður og eiga þau dótturina Kristínu Arndísi. Enn er langt í land til að jafnrétti náist Nei, nei, það er varla kóði hent, Árni minn, þetta eru bara einhverjir tittir sem Raxi á Mogga er búinn að kenna að fljúga, góði. ÓBYGGÐANEFND vinnur nú að endurupptöku á málum vegna þjóð- lendna í uppsveitum Árnessýslu sem áður höfðu verið tekin til úrskurðar. Að sögn Kristján Torfasonar, for- manns óbyggðanefndar, eru endur- upptökurnar ætlaðar til að fullnægja upplýsinga- og andmælarétti máls- aðila og gefa þeim færi á að fjalla um þau gögn sem óbyggðanefnd hefur aflað eftir málflutning um það svæði sem nú er til umfjöllunar hjá nefnd- inni. Auk þess er gefinn kostur á að svara nokkrum spurningum sem nefndin hefur beint til þeirra af því tilefni. Stefnt er að því að síðasta málið verði endurupptekið 30. nóvember nk. en þriðja málið var endurupptek- ið í síðustu viku og eftir helgina verða síðan tvö mál endurupptekin. Það fer síðan eftir því hvernig vinna við endurupptökur gengur hvenær hægt verður að tilkynna um upp- kvaðningu úrskurða í Árnessýslu, að sögn Kristjáns. Þjóðlendur í Árnessýslu Mál endurupptekin TVEIR fimmtán ára piltar hafa við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík viðurkennt innbrot í nokkra bíla í vesturborginni. Lagt var hald á þýfi úr innbrotunum. Annar piltanna var handtekinn á sunnudagskvöldið og var yfir- heyrður daginn eftir ásamt félaga sínum. Piltarnir höfðu ekki áður komið við sögu lögreglunnar í Reykjavík. Piltar viður- kenna inn- brot í bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.