Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. JÓHANN Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, ritar grein í Morg- unblaðið 10. nóvember sl. um hvernig hann telur best staðið að sölu áfengis í landinu. Jóhann hafn- ar því með öllu að áfengi skuli selt í matvöruverslunum. Hann kýs að beita þeim rökum að þjónusta í verslunum ÁTVR sé og muni verða betri en í matvöruverslunum. Einn- ig tínir hann þau rök til að sé áfengi aðgengilegt í matvöruverslunum þá sé það freisting fyrir unga fólkið sem ekki má kaupa áfengi, aldurs vegna. Jóhann segist einnig gera miklar kröfur um úrval og þjónustu þegar hann kaupi sitt áfengi. Að matvöruverslanir muni ekki getað keppt við ÁTVR hvað úrval og þjón- ustu varði. Jóhann gengur svo langt að bera saman þjónustu þá er hann fær í matvöruverslunum og sér- verslunum ÁTVR. ,,Í ÁTVR fæ ég betri þjónustu en í nokkurri mat- vöruverslun sem ég þekki“ skrifar bæjarfulltrúinn keikur. Lofar Jó- hann starfsemi ÁTVR í hástert og dregur hvergi úr hólinu. Heldur því hiklaust fram að verðmerkingar séu yfirleitt réttari í verslunum ÁTVR en í verslun almennt í landinu. Traust hans á ríkisvaldinu virðist takmarkalaust. Drepið á dreif Slíkum rökum er erftitt að kyngja þegjandi. Flest þau rök er Jóhann tínir máli sínu til stuðnings, falla um sig sjálf. Má segja að Jó- hann drepi málinu á dreif. Að halda því kalt fram að takmarkað úrval af bjór og léttvíni í matvöruverslunum sé freisting fyrir æsku landsins finnst mér léttvæg rök. Er þá ekki allt eins hægt að segja að troðfullar búðir ÁTVR með mislitum og fal- legum flöskum séu tíu sinnum meiri freisting? Ég held að æsku landsins stafi meiri ógn af þeim vímuefnum sem ríkið selur ekki. Einnig gerir hann lítið úr þeim er í verslunar- geiranum starfa og talar líkt og þeir séu ekki hæfir að höndla með vör- una. Málið snýst bara alls ekki um hæfi eða óhæfi. Jóhann treystir fólki illa og telur sig þess umkominn að ákveða hvar og hvenær fólk kaupir áfengisvörur. Ég tel alveg fráleitt að halda að sér- verslanir með breitt úrval af áfengi muni leggjast af þó að fólki bjóðist að kaupa áfengi í matvöruverslun- um. Ég tel líklegt að kaupmenn, fái þeir til þess tækifæri, muni ekki eyða miklu plássi eða vera með mik- ið úrval áfengis í verslunum sínum. Líklegt má telja að dæmigerður stórmarkaður muni bjóða uppá t.d. 5–10 söluhæstu bjórtegundirnar í landinu og jafnvel 10–20 tegundir af léttvínum. Það er ljóst að framlegð- in af áfengissölu mun ekki verða það mikil að kaupmenn séu tilbúnir að eyða undir hana miklu plássi. Kaupmenn vilja aðallega hafa þann möguleika að geta boðið uppá þá þjónustu að selja þessa vöru. Ég trúi því að það muni alltaf vera markaður fyrir öflugar sérverslanir með áfengi þar sem Jóhann og fé- lagar geti keypt sitt áfengi og látið stjana við sig. Málið snýst um val. Hættum að drepa málinu á dreif og treystum fólki. STEINÞÓR JÓNSSON, bakari, Hléskógum18, Egilsstöðum. Áfengi er almenn verslunarvara Frá Steinþóri Jónssyni: NÝLEGA sögðu læknar á tækni- frjógvunardeild, að hætta yrði öllum aðgerðum á þessu ári vegna þess að fjármagn til lyfja væri uppurið. Það láðist að geta þess hvað fastur kostnaður yrði margar milljónir þótt ekkert væri framkvæmt. Síðan kemur það fram í fyrir- spurnartíma á Alþingi, að heilbrigð- isráðherra lýsir því yfir strax í kjöl- far fyrirspurnar að aukið fjármagn til þessara aðgerða hafi verið tryggt, þannig að hægt sé að halda aðgerð- um áfram og biðlistar lengist ekki. Þetta er hið besta mál og ekkert nema gott um það að segja og allir vita að það er nauðsynlegt að inn- fæddum Íslendingum fjölgi með öll- um tiltækum ráðum. Er þetta ekki eitt af mörgum aug- ljósum dæmum um það að yngri kynslóðir hafa áhrif í krafti sinnar afstöðu og samtaka? Stjórnmála- menn vita það að þeir yngri eru til- búnir að skipta um flokk og kjósa þá, sem þeim finnst gagnast sér mest og best. Það er hluti af lýðræðinu. En það stingur í augu að þetta er mjög augljóst dæmi um það að rík- isvaldið þorir ekki að ganga á móti yngra fólki, en aldraðir fá hins vegar aðrar kveðjur frá ríkisvaldinu. Aldr- aðir eru ekki þrýstihópur, sem taka þarf tillit til, að áliti stjórnvalda. Þess vegna er allt í lagi að biðlistar þeirra eftir aðgerðum lengist á hverjum degi og lyfjakostnaður sé aukinn dag frá degi. Það má líka allt- af vona það að þeir eldri verði ekki lengur kjósendur í næstu kosning- um. Allt ber að sama brunni. Eldri borgarar eru hundsaðir og fjármála- ráðherra hugsar aðeins í krónum. Andlegar og líkamlegar þjáningar aldraðra sem eru á biðlistum „rúm- ast ekki innan fjárlagarammans“ svo notað sé orðfæri stjórnmála- manna. Þá má spyrja: Hafið þið, yngri borgarar okkar velferðarþjóðfélags ekki líka átt við kerfið að stríða, þeg- ar ykkar foreldrar, ömmur eða afar eru sett út á gaddinn? Við gamlingj- ar erum að vísu 13% af kjósendum, en við vonumst sannarlega til þess að allir kjósendur styðji okkur til góðra verka, til hagsbóta öldruðum. PÉTUR GUÐMUNDSSON, Skeiðarvogi 41, Kt. 0201277919. Hafið þið séð það augljósara? Frá Pétri Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.