Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Rumsfeld sagði á fréttamanna- fundi á mánudag að þær 25 milljónir dollara (rúmlega 2,5 milljarðar króna) sem settar hafa verið til höf- uðs bin Laden ættu að vera leiðtog- um Pastúna-ættbálka í Afganistan hvati til að aðstoða bandamenn við leitina að hryðjuverkamönnum. Osama bin Laden og samverka- menn hans innan al-Qaeda-hreyf- ingarinnar eru taldir leynast í hellum og manngerðum göngum til fjalla í afskekktum hlutum Afganist- ans. Varnarmálaráðherrann varaði við því að þótt fækkað hefði í liði al- Qaeda væri ekki þar með sagt að eftirleikurinn yrði auðveldari. „Fólk getur dulist í hellum um langt skeið og þetta mun taka tíma,“ sagði Rumsfeld. Hann gaf til kynna að þeir bandarísku sérsveitarmenn, sem nú eru staddir í Afganistan, myndu ekki hefja leit að bin Laden og liðsmönnum hans í hellum og göngum, enda krefðist slík leit ann- ars konar herafla og aðferða. Möguleikar bin Ladens Þótt vissulega kunni að reynast erfitt að hafa uppi á Osama bin Lad- en er ljóst að valkostir hans eru tak- markaðir. Bandarískir öryggismála- sérfræðingar segja fjóra helstu möguleika hans vera eftirfarandi:  Bin Laden gæti reynt að laum- ast á brott frá Afganistan fótgang- andi. Hann gæti t.d. dulbúið sig sem kona í burqa-kufli, ferðast einn eða fáliðaður og reynt að falla inn í hinn stóra hóp afganskra flóttamanna. En ljóst er að nágrannaríkin eru ekki reiðubúin að skjóta skjólshúsi yfir hann og þar gæti hann átt erf- iðara með að leynast.  Bin Laden gæti reynt að laum- ast á brott frá Afganistan flugleiðis, til dæmis til Pakistans þaðan sem hann gæti flogið til Sómalíu eða Súdans. Hugsanlegt er talið að bin Laden ráði yfir þyrlu, sem gæti flogið lágt til að forðast athygli. En ratsjár- vélar Bandaríkjahers geta jafnvel greint lágfleygustu þyrlur. Auk þess er alls óvíst að fyrrnefnd ríki væru tilbúin að hýsa hann.  Bin Laden gæti valið að láta lífið. Hann hefur lýst því yfir að hann sé „reiðubúinn að deyja“ og talið er að hann muni forðast að láta ná sér lifandi. Hann gæti t.d. sprengt sig í loft upp og reynt að taka bandaríska hermenn með sér í dauðann.  Líklegast er talið að bin Laden reyni að leynast í hellum eða mann- gerðum göngum í fjalllendi Afgan- istans um óákveðinn tíma. Bin Laden barðist um árabil með mujahedeen-skæruliðum gegn her- setu Sovétmanna í Afganistan og varði stórfé til að byggja upp kerfi hella, ganga og neðanjarðarbyrgja. Bandaríkjaher hefur gert sprengjuárásir úr lofti á öll helstu hella- og gangakerfi sem vitað er um í Afganistan, bæði sunnan Kan- dahar og sunnan Jalalabad. Ef bin Laden fellur í slíkri árás er líklegt að lík hans finnist ekki og að lát hans verði aldrei staðfest. Beita ber hátæknivopnum fremur en sérsveitum The Washington Post hefur eftir yfirmanni í Bandaríkjaher að engin þumalputtaregla sé til um hversu fjölmennt herlið þurfi til að ráðast á slíka hella eða göng. Í sumum til- fellum dugi fjögurra til sex manna hópur, en þegar um flókin hella- og gangakerfi sé að ræða geti verið þörf á heilum 500 til 750 manna her- flokki. Hins vegar er búist við að reynt verði í lengstu lög að beita öðrum aðferðum til að ráðast gegn hellisbúum, enda má ætla að yfir- menn Bandaríkjahers hafi lært af reynslu Sovétmanna, sem misstu fjölda hermanna í ranghölum gangakerfa mujahedeen-herjanna í Afganistan. Sérfræðingar sem The Washington Post ræddi við sögðu að helsti lærdómurinn sem draga mætti af óförum Sovétmanna væri að nota bæri nýjustu hátæknivopn, fremur en að beita sérsveitum og hætta þannig á mikið mannfall. Til dæmis má nota hitasæknar myndavélar eða koltvísýringsnema um borð í njósnaflugvélum til að greina mannaferðir í hellum og göngum. Þéttleiki bergsins gerir að- stæður til árása erfiðari, en beita má svokölluðum „byrgjabönum“, 250 kílóa leysistýrðum flugskeytum sem grafa sig niður í berg, eða skjóta stýriflaugum inn um hellismunna. Þá er unnt að nota sprengiefni sem hannað er til að eyða súrefni úr neð- anjarðarbyrgjum og veldur því að allir sem þar leynast kafna. Stjórn Bandaríkjanna treystir á aðstoð Afgana við að hafa hendur í hári bin Ladens AP HERMENN Norðurbandalagsins á skrið- dreka í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Allt hefur verið með kyrrum kjörum í borginni frá því að Norðurbandalagið náði henni á sitt vald fyrir viku. Forystumenn bandalagsins samþykktu í gær að hefja viðræður í Þýskalandi í næstu viku við leiðtoga annarra afganskra fylkinga um myndun þjóðstjórnar til að koma í veg fyr- ir að nýtt borgarastríð blossi upp í Afgan- istan eftir fall talibanastjórnarinnar. Sérsveitum ekki beitt í hellum og göngum Washington. AP, Los Angeles Times, The Washington Post. DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkjastjórn vænti þess að afganskir andstæðingar talibana muni gegna stóru hlutverki við leitina að hryðjuverkamanninum Osama bin Laden og liðsmönnum al-Qaeda-hreyfingarinnar. Hermenn á verði í Kabúl Bush og sagði hana geta orðið til þess önnur ríki drægju úr rétt- indum sakborninga. „Mannrétt- indahreyfingar í fyrrverandi sov- étlýðveldum og kommúnistaríkjum hafa miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Aaron Rhodes, fram- kvæmdastjóri IHF. „Þær óttast að stjórnvöld í þessum ríkjum líti svo á að þau geti nú losað sig við ýmiss konar reglur sem vernda sakborn- inga og tryggja mannréttindi. Bandaríkin þurfa að ganga á und- an með góðu fordæmi í þessum efnum.“ Breskt lagafrumvarp gagnrýnt David Blunkett, innanríkisráð- herra Bretlands, hefur einnig sætt gagnrýni stjórnarandstæðinga og nokkurra þingmanna Verkamanna- GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur varið þá ákvörðun sína að undirrita tilskipun um stofnun sérstaks herréttar sem á að fjalla um mál útlendinga sem ákærðir eru fyrir hryðjuverk. Nokkrir bandarískir þingmenn, repúblikan- ar jafnt sem demókratar, hafa látið í ljósi áhyggjur af því að tilskip- unin geti stofnað réttarreglum, sem vernda sakborninga, í hættu. Bush undirritaði tilskipunina í vikunni sem leið og samkvæmt henni getur herréttur fjallað um mál útlendinga, sem eru í al- Qaeda, samtökum hryðjuverkafor- ingjans Osama bin Ladens, hafa verið ákærðir fyrir aðild að hryðju- verkum eða fyrir að hafa veitt hryðjuverkamönnum skjól. Hægt verður að rétta í kyrrþey og sönn- unarbyrði ákæruvaldsins verður minni en við venjuleg réttarhöld. „Ég þarf að hafa þennan óvenju- lega kost á reiðum höndum,“ sagði Bush eftir fund Bandaríkjastjórn- ar á mánudag. „Ég þarf að hafa þennan möguleika ef við náum liðs- mönnum al-Qaeda lifandi. Það þjónar hagsmunum þjóðarinnar, öryggishagsmunum okkar, að geta leitað til herréttar. Slíkur dómstóll tryggir einnig öryggi hugsanlegra kviðdómara.“ Samkvæmt tilskipuninni á for- setinn sjálfur að ákveða hvaða mál herrétturinn eigi að fjalla um. Er þetta í fyrsta sinn frá síðari heims- styrjöldinni sem heimilað er að draga óbreytta borgara fyrir her- rétt í Bandaríkjunum. Mannréttindasamtökin Alþjóð- lega Helsinki-sambandið (IHF) lét í gær í ljósi áhyggjur af tilskipun flokksins vegna lagafrumvarps sem heimilar m.a. að meintum hryðjuverkamönnum verði haldið í fangelsi um óákveðinn tíma án réttarhalda. Neðri deild breska þingsins samþykkti þó í fyrradag með 458 atkvæðum gegn fimm að vísa frumvarpinu til annarrar um- ræðu og búist er við frumvarpið verði að lögum fyrir jól. Stjórnarandstæðingarnir gagn- rýndu einkum heimildina til að fangelsa meinta hryðjuverkamenn án réttarhalda og sögðu að þingið fengi alltof skamman tíma til að fjalla um málið. Samkvæmt frumvarpinu verður fangelsun meintra hryðjuverka- manna endurskoðuð með hálfs árs millibili. Lögreglan fær einnig heimild til að afla gagna um síma- og netnotkun þeirra. Ver tilskipun um her- rétt í hryðjuverkamálum Washington, London. The Washington Post, AFP. STAÐFEST var í gær að fjórir fréttamenn hefðu verið myrtir í fyrirsát við þjóðveg skammt austur af Kabúl í fyrradag. Al- þjóðaráð Rauða krossins sagði að lík mannanna væru á sjúkra- húsi í afgönsku borginni Jalala- bad og yrðu flutt til Pakistans í dag. Sjónarvottar sögðu að óþekkt- ir menn, vopnaðir Kalasníkov- rifflum, hefðu setið fyrir frétta- mönnunum og orðið þeim að bana. Hermt er að afganskur túlkur þeirra, Pastúni, hefði einnig verið myrtur. Tveir mannanna – Ástrali og ljósmyndari sem fæddist í Afg- anistan – störfuðu fyrir frétta- stofuna Reuters. Einn þekktasti stríðsfréttaritari Spánar, Julio Fuentes, blaðamaður El Mundo, beið einnig bana í árásinni. Fjórði fréttamaðurinn var 39 ára blaðakona ítalska dagblaðsins Corriere della Sera. Dauði frétta- manna staðfestur Íslamabad. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.