Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 31 hugann. Gísli var fæddur í Hvarfs- dal vestur í Dölum en ólst að mestu upp í Steinsholti norður í Skaga- firði. Hann var glæsilegur maður og mikið snyrtimenni, frjálsmann- legur í fasi en jafnframt kurteis og sérlega greiðvikinn. Gísli stundaði nám í Héraðsskól- anum á Laugarvatni en lagði síðan fyrir sig verslunarstörf. Vann hann mjög lengi sem sölumaður hjá Ás- birni Ólafssyni og ferðaðist þá víða um landið. Átti hann um síðir hvar- vetna kunningja og vini. Gísli var hagmæltur og skrifaði fagra rithönd. Um það vitnar ljóða- bók sem hann samdi sér til hug- arhægðar. Hún var handskrifuð og prentuð fyrir nokkrum árum. Gísli kvæntist Jóhönnu Ólafs- dóttur nuddkonu Péturssonar frá Hafnardal, mikilli ágætiskonu sem var frænka okkar beggja. Bjuggu þau fyrst í leiguhúsnæði á Grett- isgötu 2 og síðar á Flókagötu 58 þar til þau keyptu sér íbúð á Óðinsgötu 17. Alla minnist þess, að þegar hún og fleiri úr fjölskyldu hennar komu norðan af Ströndum til Reykjavík- ur, stóð heimili þeirra Gísla og Jó- hönnu ávallt opið fyrir þeim svo lengi sem á þurfti að halda, þótt plássið væri ekki mikið meðan þau bjuggu í leiguhúsnæði. Eftir að við hjónin stofnuðum heimili í Finnbogastaðaskólanum nutum við oft fyrirgreiðslu Gísla þegar okkur vantaði eitt eða annað úr höfuðborginni. M.a. útvegaði hann Öllu Singer-saumavél sem var mikið þarfaþing. Fundum við bæði fyrr og síðar hve gott var að eiga þetta fólk að vinum og njóta greið- vikni þeirra á ýmsa vegu. Fyrir tíu árum dvöldum við hjón- in í sumarbústað á Hólum í byrjun júlímánaðar. Þá komu þau Gísli og Hanna í Hjaltadalinn og fóru með okkur hringferð um Skagafjörðinn Sýndu þau okkur ýmsa merkisstaði í byggðarlaginu. Þarna var Gísli á heimavelli enda var gott að njóta leiðsagnar hans á ferð okkar um héraðið á þeim eftirminnilega sól- skinsdegi. Haustið 1983 fluttum við hjónin suður og tókust þá nánari kynni með okkur Gísla og Hönnu því að talsverður samgangur var milli heimilanna og margt spjallað yfir kaffibollum. Báðir höfðum við Gísli gaman af að tefla og voru þær orðn- ar margar skákirnar sem við tókum meðan tækifæri gafst til. Gísli var mjög frumlegur og skemmtilegur skákmaður því að hann óttaðist ekki að leita á vit ævintýranna á skákborðinu. Þó oft væri glatt á hjalla hjá þeim Gísla og Hönnu var langt frá því að líf þeirra væri alltaf dans á rósum. Þau eignuðust fimm börn en urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa fjögur þeirra, þannig að aðeins eitt af þeim er á lífi, Björk Gísladóttir, sem var tvíburi, fædd 26. janúar 1952. Tvær telpur dóu nýfæddar og aðra tvíburadótturina, Bryndísi, sem var bráðefnileg stúlka, misstu þau er hún var tuttugu og eins árs að aldri. Sonurinn, Bragi Þór, var þekktur listmálari fyrir framúr- skarandi góðar andlitsmyndir sín- ar. En hann var heilsuveill og dó ár- ið 1984 fáum mánuðum áður en hann varð fertugur. Fjölskyldan varð þannig fyrir miklum áföllum. Einkum lagðist sorgin þungt á Gísla og hafði mikil áhrif á heilsu hans og líferni. Þá kom einatt í ljós að hann átti góðan lífsförunaut því að Jóhanna Ólafsdóttir var sterk kona sem studdi mann sinn með ráðum og dáð og hetjulund gegnum allar þrengingar á lífsleiðinni þar til yfir lauk. Nú við ferðalok, þegar Gísli er leystur frá öllum þrautum eru þetta kveðjuorð okkar: Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Að lokum biðjum við góðan guð að blessa og styrkja Jóhönnu í raunum hennar um leið og við send- um henni og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Aðalbjörg Albertsdóttir, Torfi Guðbrandsson. ✝ Þorsteinn Valdi-marsson fæddist á Guðnabakka í Staf- holtstungum 12. júní 1929. Hann andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 11. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Davíðsson, f. 1899, d. 1974, og Helga Ingi- björg Halldórsdóttir, f. 1895, d. 1985. Systkini hans eru Ástrún, f. 1920, Guð- rún, f. 1924, Þórður, f. 1925, Valdís, f. 1927, d. 26.9. 1995, Halldór, f. 1928, d. 9.11. 1995, og Guðbjörg, f. 1934. Hinn 12. desember 1965 kvænt- ist Þorsteinn Ingu Ingólfsdóttur, f. 10. júlí 1932. Foreldrar hennar voru Ingólfur Kristinn Jónsson, f. 1893, d, 1932, og Anna Sigurjóns- dóttir, f. 1900, d. 1987. Börn Þor- steins og Ingu eru: 1) Ingólfur Kristinn, f. 1956, maki Inga Jóna Gísladóttir, f. 1958, börn Inga Sif, f. 1989, Hildur Hanna, f. 1991, og Maren, f. 1978, móðir hennar er Guðbjörg Magnúsdóttir. 2) Helga Björk, f. 1961, sonur hennar er Þorsteinn Már, f. 1992, faðir hans er Bogi Friðriksson, d. 1995. 3) Björn Bjarki, f. 1968, maki Guðrún Ólafsdóttir, f. 1969, börn Jó- hanna Marín, f. 1992, og Ólafur Ax- el, f. 1995. 4) Valur Rúnar, f. 1973, sam- býliskona Ólöf Erla Einarsdóttir, f. 1974. Þorsteinn var við nám í Héraðsskólan- um í Reykholti, en vann síðan almenn sveitastörf þar til hann flutti að heiman. Þorsteinn og Inga byrj- uðu búskap í Reykjavík, þar sem hann vann við akstur, m.a. hjá Norðurleið. Þau fluttu í Borgar- nes árið 1959 og bjuggu þar síðan. Í byrjun starfaði hann hjá Bif- reiðastöð KB, síðar var hann við skrifstofustörf og kjötmat í slát- urhúsi KB í Borgarnesi. Þorsteinn hafði mikið yndi af hestum og starfaði mikið í hestamannafélög- unum Faxa og síðar Skugga. Útför Þorsteins verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku afi. Núna ertu kominn til Guðs. Vonandi líður þér vel og ert hættur að finna til. Manstu hvað við brölluðum margt saman? Þá var nú oft gaman. Fórum út að skokka, í hesthúsið, í bíltúr að skoða bílana á bílasölunum. Takk fyrir allt, elsku afi. Ég passa ömmu. Þinn afastrákur Þorsteinn Már. Elsku afi okkar lést á Líknardeild- inni í Kópavogi 11. nóvember sl., um- vafinn ástúð fjölskyldu sinnar og þess góða fólks sem vinnur þar. Hann fór þangað sex dögum áður en hann dó. Amma okkar var búin að vera svo dugleg að hjúkra honum heima í Ánahlíð. Hún vék varla frá rúminu hans og reyndi að gera allt sem í hennar valdi stóð til að gera líf hans bærilegt. Það voru líka margir aðrir sem hjálpuðu ömmu að hjúkra afa, það lögðust allir á eitt að leyfa honum að vera heima sem lengst. Vinir afa voru duglegir að koma í heimsókn til hans, og það þótti hon- um vænt um. Núna huggum við okk- ur við að þjáningum afa er lokið, en hann var búinn að vera veikur síðan í vor. Það er skrítið að afi skuli ekki vera lengur í Ánahlíð og horfa stolt- ur á okkur afabörnin ærslast og hafa hátt, en það máttum við alveg óáreitt, aldrei var sussað á okkur, bara brosað. Við þökkum afa allar góðu stundirnar og allar hesthús- ferðirnar. Inga Sif og Hildur Hanna. Elsku Steini afi, nú ertu farinn frá okkur, við söknum þín mikið. Við eig- um eftir að sakna þess að fara með þér í hesthúsin og hitta Glettu og Glóa og alla hina hestana þína. Við eigum eftir að sakna þess að hitta þig hjá ömmu í Ánahlíð, þar sem þú varst oft að grínast eitthvað í okkur. Við ætlum að setja hérna bænina sem við settum hjá þér í kistuna þína sem þú ert í núna: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Bless, bless, elsku afi, vonandi líð- ur þér betur núna heldur en síðustu dagana sem þú lifðir. Þín Jóhanna Marín og Ólafur Axel. Ætli það sé nokkuð hægt að velja sér betri stað að fæðast á en Guðna- bakka í Stafholtstungum árið 1944? Ég lenti í hvorugu framan vanefnum né ofefnum; var hins vegar fæddur í allsnægtir hlýrra tilfinninga og gleði í þessum torfbæ – sem stendur reyndar enn – við Litlu-Þverá. Það sem var haft eftir mér yngstum sýndi einmitt þetta: takmarkalausa og algerlega grunlausa, mér liggur við að segja fíflalega, gleði krakka sem veit ekki í þennan heim né ann- an. Semsé í fyrstu viku lýðveldis fæddist undirritaður í faðminn á fjöl- skyldunni á Guðnabakka í Stafholts- tungum, móður minni og föður, nátt- úrlega, en líka systkinum móður minnar og afa mínum og ömmu. Lífið var sannarlega ekki alltaf einfalt á Guðnabakka og margt hefði mátt gera og gerast öðruvísi; en í þessari samantekt sem er kveðja úr fjarlægð vegna andláts Þorsteins Valdimars- sonar móðurbróður míns í Borgar- nesi verður ekki birt úttekt á þessu fólki, heldur mynd. Afi minn, Valdi- mar bóndi á Guðnabakka, var skap- harður maður og viðkvæmur í senn, en stórvinur minn var hann á þess- um árum. Valdi var hann kallaður í sveitinni; frá honum ætla ég að segja meira einhvern tímann seinna. Amma Helga húsfreyjan á bænum tók mig að sér í margföldum skiln- ingi þess orðs og endaði með því að kjósa mig eindregnum stuðningi nokkrum sinnum eftir að hafa samt kosið Sjálfstæðisflokkinn áður mesta alla ævina. Hún færði mér ævinlega skyr þegar hún gat jafnt þegar ég var orðinn heilbrigðisráðherra eins og þegar hún hafði mig við stokkinn á Guðnabakka. Svo komu systkini móður minnar: Ástrún, raungóð og traust, var þá fjarri í skólum mest, svo mamma, þá Þórður, svo Valdís, svo Halldór, svo Steini og loks Dúdda en þau fimm síðasttalin móð- ursystkini mín voru á Guðnabakka um þetta leyti. Þetta fólk bar mig síðan á höndum sér í ein fjögur ár og svo á hverju sumri til átta ára aldurs; fyrst á Guðnabakka svo í Hömrum. Þessi systkini urðu eiginlega öll for- eldrar mínir hvert með sínum hætti – og öll saman. Þau voru 10, 15, 16, 17, 19, 20 og 24 ára, sem sé á allra glaðasta aldri. Misjöfn að vísu í lund og gerð en þetta var venjulegt ungt fólk í byrjun nýrrar aldar á Íslandi; aldar lýðveldisins. Fólkið sem hafði í raun fæðst inn í miðaldir og torfkofa og var í einu stökki komið á bíla. Þórður var elstur af strákunum og fyrirmyndin og kenndi mér að stafa og á margföldunartöfluna. Þórður frændi minn býr nú í Borgarnesi. Þau næstu í aldri Dóri og Valla dóu fyrir liðlega hálfum áratug. Og svo núna Steini. Þorsteinn Valdimarsson var heitinn eftir Þorsteini á Arn- bjargarlæk, fóstra afa míns. Steini var einna mildastur í lund þeirra systkina á Guðnabakka. Hann var óendanlega mikil barnagæla – þann- ig tók hann öll börn í fjölskyldunni eins og mig og síðar yngri systkini mín Svenna og Helgu hvert á fætur öðru á arminn og hnén og gerði stáss með okkur hvert með sínum hætti. Á miðjum sjötta áratugnum kynntust þau Inga Ingólfsdóttir í Forna- hvammi þar sem þau voru bæði við störf . Fornihvammur stóð þá efst og fremst í Norðurárdal þar sem veg- urinn kemur niður af Holtavörðu- heiðinni. Þar var ungt fólk og glað- sinna. Frændi minn, Steini, sótti fátt fast fyrir sjálfan sig en hann vissi þarna hvað hann vildi nákvæmlega, enda giftust þau Inga og svo komu krakkarnir; Ingólfur, Helga, Bjarki og Valur. Þeim var að sjálfsögðu tek- ið eins og börnum jafnan fyrr af Þor- steini Valdimarssyni og Ingu Ing- ólfsdóttur að ekki sé svo talað um barnabörnin sem að lokum sýndu afa sínum fágæta ræktarsemi. Steini var fyrst vinnandi á Norð- urleiðarrútum og gerði út frá Reykjavík. Síðan fluttu þau Inga í Borgarnes. Bjuggu síðan lengi á klettinum upp undir barnaskólanum og svo undir lokin vestan til í byggð- arlaginu þar sem fór vel um þau tvö eftir að krakkarnir voru farnir að heiman. Steini var ótrúlega flínkur hesta- maður með næmt auga og nákvæma tamningahæfileika. Hann sá efni strax í hverri skepnu ef eitthvað var af henni að hafa og hann var minn- ugur á hestanöfn og hestaættir oft langt umfram mannaættir. Steini hafði fyrir mig hesta um tíma og sinnti hestaerindum fyrir mig þar sem aðrir komu sjaldan. Hann hafði verið veikur lengi er hann dó; fékk fyrst áminningu fyrir 18 árum. Svo tók þetta sig upp og varð verra og verra. Undir lokin var þetta orðið allt of erfitt og hann dó á líknardeildinni 11. nóvember síðast- liðinn á fæðingardegi föður síns og afa míns. Ef það er eitthvað til fyrir handan – sem sumir halda – þá eru þeir örugglega að tala um hesta. Þorsteinn Valdimarsson var sú tegund af manni að hann tranaði sér aldrei fram; hann hefði aldrei beðið um orðið á fundi, né heldur hækkað raustina til að yfirgnæfa aðra. Enn síður hefði honum nokkurn tímann dottið í hug að hann væri borinn til nokkurs annars en þess sem hann vann sér fyrir sjálfur. Ég heyrði í frænda mínum í síma fyrir fáum vikum hér frá Stokk- hólmi. Það var þá orðið mjög af hon- um dregið. Þó hitti ég svo vel á að við gátum rætt það sem er löngum hvað brýnast í þessum heimi: hross. Enda höfðum við helst aldrei talað um ann- að, að minnsta kosti ekki um pólitík og aldrei um það sem hér í Svíþjóð heitir problem. Í þessu síðasta sam- tali ræddum við ma. aðeins um Högnastaðahestana; Ási á Högna- stöðum hafði nýlega gefið Vali syni Steina hest. Hann er „Högnastaða- legur“ sagði frændi minn; við vissum báðir hvað hann átti við. Ég kveð frænda minn með þökk- um fyrir móttökurnar á Guðnabakka fyrir 57 árum og svo fyrir allt og allt. Allri fjölskyldunni sendum við Guð- rún og krakkarnir mínir samúðar- kveðjur. Ingu þakka ég móttökurnar allar við fjölskyldu mína fyrr og síð- ar. Svavar Gestsson. Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augu þín. Ég skal þerra tár þíns trega tendra falinn eld, svo við getum saman, vinur, syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, tárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði heimur ei þau sér. Sofna, vinur, svefnljóði, meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú vært, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Í dag er kveðjustund, hann Þor- steinn er dáinn. Það eru ekki mörg ár síðan ég kom inn í fjölskylduna í Borgarnesi, fjölskyldu sem hefur svo stóran faðm og er svo samrýnd. Þor- steinn og ég vorum strax miklir vinir og var hann ekki lengi að draga borgarstelpuna upp í hesthús, því hestamaður var hann mikill. Ég heillaðist auðvitað á staðnum af hest- unum og auðvitað átti stelpan að fara á bak. En einhvers staðar gleymdist það að daman væri úr borginni og hefði aldrei áður farið á bak, því henni var skellt á bak og átti að fara af stað, en þar missti hún kjarkinn. Nú læt ég mér það duga að klappa þeim. Ég lofaði að fara á hestbak þegar sumarið kæmi en ég stóð ekki við loforðið, því veikindi bönkuðu upp á í Ánahlíðinni. Þannig að ég lofa að fara á hestbak þegar nýtt sumar kemur, þegar grasið verður grænt og trén fara að laufgast. Elsku Þorsteinn, það er mér svo mikill heiður að hafa fengið að ganga síðustu skrefin með þér, að vera við hlið þér á erfiðum tímum. Svo mikill heiður að hafa þekkt þig, svo mikið stolt þegar þú kynntir mig fyrir vin- um þínum sem tengdadóttur. Takk fyrir allt og Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Ólöf Erla Einarsdóttir. Það var árið 1972 sem ég fyrst hitti Þorstein Valdimarsson eða Steina Vald eins og hann var kall- aður, en þá kom hann á hestum yfir Sópandaskarð að Blönduhlíð, heimili mínu í Dölunum. Hann kom með hópi manna frá Borgarnesi og þar á meðal var elsti sonur hans. Þá strax óskaði ég þess að hann yrði tengda- faðir minn, mér leist svo ansi vel á soninn og þá feðga. Sú ósk rættist þrettán árum síðar, og betri tengda- föður hefði ég ekki getað eignast. Hann var með yfirvegaðri mönnum sem ég hef kynnst, tók öllu með jafn- aðargeði og vildi helst hafa lífið slétt og fellt, en umfram allt skemmtilegt. Steini var mikill fjölskyldumaður og að ógleymdu hestamaður. Hann var sjálfur að mestu hættur að fara á hestbak þegar ég kynnist honum, en hafði mikla ánægju af að fylgja börn- um sínum á hestaferðum þeirra. Hann var óþreytandi að koma á án- ingarstaði okkar með einhverja hressingu frá Ingu tengdamömmu og til að athuga hvort ekki væri allt í sóma. Ég hafði oft á tilfinningunni að heimur hans þyrfti ekki að vera svo mikið stærri en heimilið og hest- húsahverfið, en þar var hans annað heimili. Ég átti mér aðra ósk árið 1972 en hún var sú að fljótlega yrði fundin upp lækning við krabbameini, sú ósk hefur ekki ræst og virðast mér aldrei fleiri en nú falla fyrir þessum vá- gesti. Það er erfitt að bíða þess að ástvinur verði kallaður burt, á næstu vikum eða dögum, maður veit ekki hvenær vagninn kemur og tekur þann sem kallaður er. Eftir stöndum við fjölskylda hans og horfum á eftir honum stíga um borð. Við höfum hvert annað, þjöppum okkur saman og huggum. Eitt er víst að vel verður tekið á móti Steina á endastöð. Við þökkum fyrir líf Steina og þann frest sem hann fékk, en fyrir tuttugu ár- um fékk hann samskonar krabba- mein og það sem sigraði hann nú. Ég þakka Steina samfylgdina síðastliðin sextán ár. Það voru góð ár. Inga Jóna. ÞORSTEINN VALDIMARSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.