Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÁTÍÐARSKYRTUR
Vönduð íslensk framleiðsla
Aldur 1 til 12 ára
Skyrta og klútur kr. 2.750
Sendingarkostnaður innifalinn
Póstsendum hvert
á land sem er
Skeifunni 9, 108 Reykjavík,
sími 568 6966, fax 568 6945
Í s l a n d
R á ð s t e f n a n
h e i m
Fimmtudaginn 22. nóvember nk. efnir Ráðstefnuskrifstofa Íslands, ásamt fagaðilum
til kynningar á aðstöðu til ráðstefnu- og fundahalds hérlendis.
Kynningin fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur frá kl. 16:00–18:00.
Íslenskir og erlendir fagaðilar munu flytja stutt erindi um mikilvæga þætti er tengjast
ráðstefnu- og fundahaldi og nauðsyn þess að hafa greiðan aðgang að fagþjónustu:
• Steinn Lárusson, stjórnarformaður Ráðstefnuskrifstofu Íslands
• Tuula Lindberg, forseti ICCA (International Congress and Convention Association.)
• Hulda Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri markaðs-
og kynningarmála hjá Íslandsbanka.
Við bjóðum alla væntanlega ráðstefnugestgjafa velkomna.
H e f u r þ ú h u g á a ð h a l d a r á ð s t e f n u á Í s l a n d i ?
NÝTT fjölbýlishúsahverfi við
Breiðumýri í Bessastaðahreppi er
nú í skipulagningu og býst skipu-
lagsfulltrúi hreppsins við að upp-
bygging þess geti hafist strax á
næsta ári. Gert er ráð fyrir um 100
íbúðum í hverfinu.
Að sögn Gunnars Vals Gísla-
sonar, sveitarstjóra og skipulags-
fulltrúa, er nú verið að ljúka við
uppbyggingu tveggja íbúðarhverfa
í hreppnum og býst hann við að
flutt verði inn í allflest hús í þeim
hverfum þegar á þessu ári. „Nú er-
um við að huga að næstu byggð hjá
okkur og við erum að velta fyrir
okkur að byggja lítið hverfi fjöl-
býlishúsa. Við verðum vör við það
hér hjá okkur, eins og alls staðar á
höfuðborgarsvæðinu, að þörfin fyr-
ir minni íbúðir er meiri en hefur
verið fram til þessa og því erum
við að skoða lítið hverfi með um
eitthundrað íbúðum í fjölbýlishús-
um.“
Tólf fjölbýlishús og
fjögur raðhús
Gunnar segir þetta tengjast því
að í október síðastliðnum hafi
hreppurinn skrifað undir viljayfir-
lýsingu með Búseta um að félagið
byggi 15–20 leiguíbúðir í hreppn-
um á næstu tveimur árum. „Það
yrði þá í slíkum húsum og vænt-
anlega í þessu hverfi,“ segir hann.
Gert er ráð fyrir hverfinu við
vestanverða Breiðumýri, gegnt
skólahverfinu.
Gunnar segir að þar séu áætluð
12 tveggja hæða fjölbýlishús með
sex til átta íbúðum í hverju húsi.
Að auki yrðu fjögur raðhús þar
sem yrðu 12 íbúðir af þeim eitt-
hundrað sem áætlað er að verði í
hverfinu.
Þá er gert ráð fyrir verslunar-
og þjónustulóð í deiliskipulaginu
auk leikskólalóðar. „Við sjáum það
að í fullbyggðum Bessastaðahreppi
þurfum við tvo sex deilda leik-
skóla. Við ætlum að halda skól-
unum öllum saman hjá okkur –
leikskólarnir hafa svo mikil sam-
skipti við Álftanesskóla, tónlistar-
skólann og íþróttahúsið að við vilj-
um halda þeim báðum í framtíðinni
á þessu svæði.“
Aðspurður segir Gunnar hug-
myndina vera á deiliskipulagsstigi.
„Ef fram fer sem horfir þá ætti
deiliskipulag þessa hverfis að geta
verið tilbúið einhvern tímann upp
úr áramótum. Ef samkomulag
næst við landeigendur um kaup á
landi undir hverfið ætti uppbygg-
ingin að geta hafist næsta vor.“
Verið að skipuleggja
nýtt fjölbýlishúsahverfi
Uppbygging gæti hafist næsta vor semjist um lóðir
47
)
* "
-%% !.# -1#" $2-
3 %
%
Bessastaðahreppur
ÁKVEÐIÐ hefur verið að úthluta
börnum í Staðahverfi, sem búa
lengra en 1,5 kílómetra frá Korpu-
skóla, miðum í strætisvagna.
Fræðslustjórinn í Reykjavík segir
ekki hafa verið grundvöll fyrir skóla-
akstri í hverfinu.
Í Morgunblaðinu hinn 27. október
sl. sagði Sigrún Magnúsdóttir, for-
maður fræðsluráðs Reykjavíkur, að
kæmi í ljós að vegalengdir í hverfinu
væru yfir viðmiðunarmörkum
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur
væri sjálfgefið að hefja skólaakstur í
hverfinu. Davíð Héðinsson, formaður
foreldraráðs Korpuskóla, segir vega-
lengdirnar sem um er að ræða feiki-
miklar. „Þær eru svipaðar og ef barn,
sem væri búsett við Fossvogsskóla
þyrfti að labba niður í Menntaskól-
ann við Sund. Þetta er nú svolítill
spölur fyrir stutta fætur og það geng-
ur ekkert upp að láta krakka ganga
svona langar vegalengdir.“
Hann segir brýnt að finna lausn á
málinu og nú sé boðið upp á stræt-
isvagnamiðana. „En það er bara
spurning hvort fólk telji þá lausn við-
unandi,“ segir hann.
Hjörtur Stefánsson, foreldri í
hverfinu sem hefur látið málið til sín
taka, segir lausnina með strætis-
vagnamiðana skrípaleik. „Í fyrsta
lagi gengur vagninn á 20 mínútna
fresti og gengur ekki í nyrsta hluta
hverfisins. Krakkar sem eru nyrst
eru búnir að labba einn þriðja til
helming af vegalengdinni og það er
ekki einu sinni strætisvagnaskýli
þeim megin sem Korpúlfsstaðir eru
við götuna.“
Hann segir lengstu vegalengdir í
hverfinu vera yfir viðmiðunarmörk-
um Fræðslumiðstöðvar en auk þess
sé ekki rétt að einblína á þau mörk
þegar ákvörðun um skólaakstur er
tekin. „Samkvæmt deiliskipulagi
hverfisins á skólinn að vera á allt öðr-
um stað og það er fullt af fólki sem
keypti sér íbúð eða lóð vitandi að
skipulagsskilmálarnir væru þeir að
þarna skyldi vera skóli á ákveðnum
stað. Það stóð aldrei til að hafa skóla
á Korpúlfsstöðum heldur var það
ekki fyrr en búið var að úthluta
hverri einustu lóð í hverfinu að sú
umræða kom upp innan kerfisins.“
Skólaakstur ef enn
lengra er til skóla
Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu-
stjóri í Reykjavík, segir að við athug-
un hafi ekki verið talin þörf á að taka
upp skólaakstur í Staðahverfi.
„Fræðsluráð sagði að það væri sjálf-
gefið að hefja skólaakstur ef göngu-
leiðir væru of langar. Okkur var falið
að kanna það og þá kom í ljós að þetta
eru í mesta lagi 1,6 kílómetrar. Það er
þannig í borginni allri að nemendur
sem eiga heima lengra en 1,5 kíló-
metra fá strætómiða en skólaakstur
er svo ef það er enn lengra til skóla.“
Hún segir að örfá hús í Staðahverfi
séu 1,6 kílómetra frá skólanum og
þeim börnum sem þar búa gefist nú
kostur á miðum í strætisvagna. „Þeg-
ar það var ákveðið fyrir nokkrum ár-
um að viðmiðið væri 1,5 kílómetrar
þótti fólki í lagi að börn gengju þetta.
Þetta hefur breyst og fólk er farið að
keyra börn miklu meira. Sumir vilja
meina að það sé börnunum hreinlega
hættulegt heilsufarslega, að þau
megi ekki ganga neitt.“
Gerður segist hafa kynnt sér að
strætisvagn númer 14 gangi endanna
á milli í Staðahverfi á tuttugu mín-
útna fresti en hvort það vanti biðskýli
geti hún ekki dæmt um.
Hún segir það alltaf hafa verið á
hreinu að Korpuskóli sé til bráða-
birgða á meðan verið sé að einsetja
alla skóla í Reykjavík og því ljúki á
næsta ári. Ekki sé búið að forgangs-
raða verkefnum eftir það en byrja
eigi að undirbúa hönnun á Staðaskóla
á næsta ári. Hins vegar sé líklegt að
framkvæmdir hefjist ekki fyrr en í
fyrsta lagi 2004–2005 þar sem und-
irbúningur og hönnun taki trúlega
eitt til tvö ár.
Strætisvagna-
miðar í stað
skólaaksturs
Staðahverfi
OPINN borgarafundur um Staðar-
dagskrá 21 verður haldinn í sal Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ annað
kvöld. Staðardagskrá 21 er ætlað að
vera forskrift að sjálfbærri þróun
sveitarfélagsins fram á 21. öldina og
lýsir því hvernig skila má komandi
kynslóðum jörðinni eins og tekið var
við henni. Á fundinum kynnir for-
maður starfshóps um Staðardagskrá
21 stöðumat sem hópurinn hefur
unnið en á eftir verður fundarmönn-
um skipt í umræðuhópa sem fjalla
annars vegar um mannlíf, náttúru-
vernd, menningarminjar og útivist
og hins vegar um atvinnustarfsemi,
skipulag og mengunarvarnir.
Niðurstöður umræðuhópanna
verða hafðar til hliðsjónar við loka-
gerð Staðardagskrár 21 fyrir Garða-
bæ. Fundurinn hefst klukkan 20.
Fundur um Staðardagskrá
Garðabær