Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 21 FYRSTU útgönguspár sem birtar voru í gærkvöldi gáfu til kynna að stjórnarskipti væru í vændum í Danmörku en þar fóru fram þing- kosningar í gær. Útgönguspár voru í samræmi við skoðanakannanir sem bent höfðu til þess, að veruleg um- skipti yrðu í þingkosningunum. Ríkisstjórnarflokkunum, Jafnað- armannaflokknum og Radikale ven- stre, var spáð ósigri en útlit var fyrir sögulegan sigur borgaraflokkanna og þá einkanlega Venstre og leið- toga hans, Anders Fogh Rasmus- sens. Hann mun því að öllum líkind- um leysa Poul Nyrup Rasmussen af hólmi sem forsætisráðherra. Anders Fogh Rasmussen er 48 ára að aldri og var fyrst kjörinn á danska þingið árið 1975. Var hann þá aðeins 22 ára og er sá yngsti frá upphafi, sem náð hefur kjöri á Folketinget. Var hann formaður ungliðahreyf- ingar flokksins frá 1974 til 1976 en 1987 tók hann við embætti skatta- málaráðherra í ríkisstjórn borgara- flokkanna. Gegndi hann því til 1992 og var að auki efnahagsráðherra frá 1990. Gengi Venstre hefur verið mis- jafnt í gegnum árin en óhætt er að segja, að vegur flokksins hafi aukist mikið í formannstíð þess litríka manns, Uffe Ellemann-Jensens, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Var hann formaður flokksins í 14 ár eða til 1998 þegar Rasmussen tók við. Þá hafði hann verið varaformaður Venstre frá 1985 og jafnframt leiðtogi þing- flokksins. Venstre – gamalt heiti hinna borgaralegu afla Anders Fogh Rasmussen er hag- fræðingur að mennt og hefur lengi verið helsti hugmyndasmiður Ven- stre og raunar danskra hægri- manna. Átti hann mestan þátt í stefnuskránni Grundvallaratriðun- um, sem Venstre kynnti 1995, og hefur skrifað margar bækur um skoðanir sínar á þjóðfélagsmálum. Má af þeim nefna „Frá velferðarríki til lágmarksríkis“, „Danmörk árið 2000“ og „Vinnugleði og velferð – ómöguleg blanda“. Venstre er frjálslyndur hægri- flokkur og því vill flokksheitið vefj- ast fyrir mörgum, sem ekki eru nógu kunnugir dönskum stjórnmál- um og stjórnmálasögunni almennt. Að þýða það á íslensku sem Vinstri- flokkurinn er beinlínis villandi mið- að við stjórnmálin nú á dögum. Skýringin á hægri og vinstri í stjórnmálunum var upphaflega sú, að í Frakklandi sátu fulltrúar aðals- ins og kirkjunnar, hinnar ráðandi stéttar, hægra megin í þingsalnum en fulltrúar borgaranna vinstra megin. Rætur Venstre liggja aftur til miðrar 19. aldar er Hægriflokk- urinn var við stjórn í Danmörku en þrír frjálslyndir flokkar í stjórnar- andstöðu. Á þessum tíma voru þeir vinstriflokkar samkvæmt skilgrein- ingunni þótt þeir hefðu ekkert með sósíalisma að gera. Þessir þrír frjálslyndu flokkar sameinuðust árið 1870 og síðan hef- ur Venstre haft á stefnuskrá sinni að berjast fyrir borgaralegu frjálslyndi og valddreifingu. Sækir hann fylgi sitt til allra stétta og hefur á und- anförnum árum verið næststærsti flokkurinn á eftir jafnaðarmönnum. Hafi skoðanakannanir gengið eftir er hann nú orðinn sá stærsti. Anders Fogh Rasmussen líklegur forsætisráðherra Danmerkur eftir kosningarnar Helsti hugmynda- smiður danskra hægrimanna Reuters Anders Fogh Rasmussen á kjörstað í Kaupmannahöfn í gær. BJÖRGUNARMENN höfðu í gær fundið 10 lík í flaki rússneskrar farþegaþotu af gerðinni Ílj- úshín-18, sem hrapaði til jarðar við bæinn Zakharjíno í fyrradag. Með þotunni voru 25 manns, 18 farþegar og sjö manna áhöfn. Var hún á leið frá Khatanga í Síberíu til Moskvu. Tekist hefur að finna flugrita vélarinnar en nokkra athygli vekur, að flugstjórinn gaf aldr- ei til kynna, að neitt amaði að. Yfirvöld segjast ekki útiloka neitt, meðal annars hryðjuverk, en vonast er til, að flugritarnir geti veitt um það upplýsingar. Íljúshín-18 var tekin í notkun 1957 en frá 1960 hafa alls 79 vélar af þessari gerð hrapað. Á myndinni stendur björg- unarmaður við eitt lendingarhjóla þotunnar. Reuters Fórst með 25 manns HRYÐJUVERKIN í Banda- ríkjunum og eftirmál þeirra valda því, að sjónvarpsstöðvar vestra leggja nú meiri áherslu á harðar fréttir en þær hafa gert frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Umfjöllun um frægt fólk og annað léttmeti, sem var svo vinsæl á síðasta áratug, þykir ekki lengur jafn nauðsynleg. Kemur þetta fram í könnun, sem sýnir, að átta af hverjum tíu fréttum snúast um málefni ríkisstjórnarinnar, um lands- málin og erlend málefni. Hefur þessum fréttum stórfjölgað frá 11. september en fréttir af stjörnum og öðrum hégóma, sem áður voru fjórðungur allra frétta, eru nú aðeins ein og ein á stangli. Áhyggjur af yfirborðskennd- um fréttaflutningi hafa lengi farið vaxandi í Bandaríkjunum og margir óttast, að hann leiði til þess, að þekking lands- manna verði svo yfirborðs- kennd og grunn, að þeir verði ófærir um að takast á við ýmis vandamál. Breytingin, sem nú hefur orðið á fréttaflutningn- um, þykir því fagnaðarefni en eftir sem áður óttast margir, að aftur muni sækja í fyrra farið. Harðar fréttir í sókn Stjörnur og annar hégómi úti í kuldanum Washington. AP. TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar sagði í gær, að flest benti til, að Íraksstjórn hefði komið sér upp sýklavopnum en sakaði hana þó ekki beinlínis um að hafa útvegað Osama bin Laden slík vopn. John R. Bolton, aðstoðarutanrík- isráðherra á sviði afvopnunarmála, sagði á ráðstefnu 144 ríkja, sem und- irritað hafa lífefnavopnasáttmálann frá 1972, að Bandaríkjastjórn hefði einnig miklar áhyggjur af tilraunum Norður-Kóreumanna til að koma sér upp sýklavopnum. Gilti raunar það sama um Líbýu, Sýrland, Íran og Súdan. Bolton sagði, að vitað væri, að bin Laden hefði talið það heilaga skyldu sína að komast yfir gjöreyðingar- vopn, sem unnt væri að beita gegn Bandaríkjunum, og hugsanlegt væri, að hann hefði leitað á náðir einhvers ríkis um það. Bandaríkjastjórn hefur aldrei vilj- að fallast á, að aðildarríki sáttmálans skuldbindi sig til að sæta reglu- bundnu eftirliti en vill þess í stað, að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna geti fyrirskipað eftirlit sé grun- ur um, að sáttmálinn hafi verið brot- inn. Önnur aðildaríki segja, að verði ekki komið á reglubundnu eftirliti muni sáttmálinn aldrei ná tilgangi sínum. Ráðstefna 144 ríkja um sýklavopn Áhyggjur af Írak og N-Kóreu Genf. AP. EVRÓPUDÓMSTÓLLINN átti í gær að kveða upp dóm í máli vændiskvenna frá Póllandi og Tékklandi, sem krefjast þess að fá að starfa í Hollandi. Samkvæmt hollenskum lög- um mega aðeins borgarar að- ildarríkja Evrópusambandsins stunda þar vændi sér til fram- færis. Konurnar fimm, ein frá Póllandi og fjórar frá Tékk- landi, telja sig hins vegar hafa rétt til að starfa sem vændis- konur í Hollandi á grundvelli samninga milli ESB og ríkjanna sem sótt hafa um inn- göngu í sambandið. Er krafa þeirra byggð á því að vændi sé „efnahagsstarfsemi“, og falli því undir samningsákvæði um að borgurum umsóknarríkj- anna sé heimilt að stunda sjálf- stæðan atvinnurekstur í aðild- arríkjunum. Hollensk stjórnvöld halda því hins vegar fram að vændi falli ekki undir ákvæði fyrr- nefndra samninga. Búist var við að Evrópudómstóllinn úr- skurðaði að vændi væri í raun efnahagsstarfsemi, en hvert ESB-ríki fyrir sig hefði samt sem áður vald til að setja reglur um það. Vændi sagt „efnahags- starfsemi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.