Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar stjórnmála- flokkur, hvar sem hann er í litrófinu, heldur landsfund fáum við hin ákveðna tilfinningu í fæturna við að fylgj- ast með herhvötinni í lokin. Til- finningin er líklega í ætt við þá sem gamlir stríðshestar fá þegar þeir híma í stallinum og skyndi- lega heyrist lúðrablástur. Hausn- um er lyft, eyrun blaka, frísað er svolítið af gömlum vana og krafs- að í gólfið – en síðan birtist Öm- urleikinn og segir með þjósti: Þetta er ekkert fyrir þig, framtíð þín er hjá sláturfélaginu. Svona er heimurinn vondur. En stundum segja menn að flokkarnir séu á undanhaldi og það er rétt að einu sinni voru þeir miklu áhrifa- meiri, hér sem annars staðar. Brennandi áhugi á hefð- bundnum stjórnmáladeilum hefur minnkað á Vesturlöndum og ein af ástæð- unum er svo augljós að hún getur ekki farið fram hjá neinum. Mál- efnin eru ekki lengur jafn brýn og áður, sjaldnast upp á líf og dauða. Þess vegna snýst kjarabarátta núna oftast um að skipta kökunni innbyrðis milli þokkalega staddra launamanna. Hér er búið að leysa í bili flestar efnalegar þarfir al- mennings, hvað sem síðar verður og heimsmálin eru venjulega ekki efst í huga kjósenda. Það gæti þó breyst vegna Evrópumála og baráttu gegn hryðjuverkum. Ekkert er rangt við umskiptin í sjálfu sér, aðstæður hafa breyst og ekki er endalaust hægt að nota allar gömlu hugsjónirnar óbreyttar. Það gera samt nokkrir varðveislumenn fornra dyggða á vinstrivængnum hérlendis og að vissu leyti fagurt að þeir skuli þannig sýna öldruðum spámönn- um virðingu. Í málflutningnum er sami rauði þráðurinn og ekki gert upp milli mála eftir væginu. Kraf- an um endurnýtingu er í fyr- irrúmi hvort sem verið er að ræða taubleiur sem má þvo eða slagorð um andstöðuna við her- inn á Íslandi. Tryggðin við það sem lærifeðurnir sögðu að væri rétt er hjartnæm. En þótt ekki ríki hér neyðar- ástand er okkur ekki sama hverj- ir stjórna eða með hverjum þeir sænga í pólitísku tilliti. Samfylk- ingarmönnunum nýju hefur gengið misjafnlega að skipu- leggja starf sitt og hafa samt fyr- ir augunum endingargóða fyr- irmynd, Sjálfstæðisflokkinn þar sem oft kraumar undir niðri en ekki sýður upp úr. Menn lyfta lokinu og lækka hitann. Sjálf- stæðisflokkurinn varð til úr tveim flokkum á þriðja áratugnum og varla getur heitið að klofningur hafi komið þar upp ef undanskilið er stutt upphlaup á níunda ára- tugnum. Framsóknarflokkurinn hefur líka reynst furðu traustur á samskeytunum þótt límið úr kaupfélaginu sé nú búið. Hver er leyndardómurinn á bak við sam- loðunina? Hvers vegna ríkir ein- ing hægra megin en tvístringur milli öreindanna vinstra megin? Niðurstöður kalda stríðsins og sigur markaðshyggju geta ekki skýrt ástandið, klofningseðlið var orðið fullskapað löngu fyrir nú- tímann. Munurinn stafar af ólík- um karakter kjósendahópanna að svo miklu leyti sem þeir eru gefin stærð. Hefðbundnir sjálfstæð- ismenn eru áhugalitlir um stjórn- mál og gera sér ekki miklar væntingar, þeir eru tortryggnari á að pólitíkusar geti gert allt fyrir þá. Yfirleitt eru sjálfstæðismenn friðsamt fólk sem forðast að ríf- ast mikið um stjórnmál nema kosið sé til hreppsnefndar í Reykjavík. Það fallegasta sem þeir segja um stjórnmálamann, svona að tjaldabaki, er að hann sé ekki leiðinlegur, hafi gert lítið af sér og oft látið fólk í friði. Vinstrimenn eru miklu líklegri til að vera brennandi í andanum, sannfærðir um að með réttri stjórnarstefnu verði hægt að skila afkomendunum miklu betri heimi en tekið var við. Lands- fundir þeirra hafa þess vegna ekki verið huggulegar samkomur þar sem heilsað er upp á gamla kunningja og fjandvini í ró og spekt heldur slagsmál. Þeir eiga að vera slagsmál, annars hafa þeir mistekist og heimurinn í háska staddur. Nálgast verður sannleikann í hverju máli með vægðarlausum umræðum. Síðan þarf að skipta reglulega um nafn til að veita ferskum andblæ inn í flokksstarfið og efla ímyndina. Engan mosagróður, takk. Næsti landsfundur vinstrigrænna mun vafalaust verða fjörugri en sá síð- asti þar sem menn liðu um í sælu- vímu skoðanakannana. En Samfylkingin hins vegar hefur átt í vök að verjast og eftir þrautreyndum kokkabókum yrði leiðtoganum sparkað með látum. En eitthvað fór úrskeiðis, allt var slétt og fellt. Aðeins ein skýring er til á þessu hefðarofi. Samfylking- armenn eru búnir að skipta um gír og stefna nú að því að verða alltumlykjandi stórflokkur sem ætlar sér VÖLD og finnst gamla afþreyingarhlutverkið ekki leng- ur nóg. Samheldni og settlegur virðuleiki er málið. Ábyrgð, ein- urð og festa eru hugtökin sem verða nú límd utan á kosn- ingapakkana. Villta vinstrið, grátt fyrir hærum, getur fundið sér samastað í Ódáðahrauni og stundað sauðfjárræktina sem enginn nefndi um helgina. Áfallið sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur undir niðri óttast hef- ur nú riðið yfir, á vinstrivellinum er hætta í aðsigi. Samfylkingin er nú vís til að fara að kanna hvern- ig jafnaðarmenn hafa farið að því að hrifsa til sín völdin frá hægri- öflunum um mestalla Evrópu. Nú er að bíða og sjá hvort keyrt verði fram úr Sjálfstæð- isflokknum hægramegin með því til dæmis að hamra á nauðsyn raunverulegrar samkeppni í þágu neytenda. Annað sóknarfæri gæti verið að mynda bandalag með at- vinnurekendum og verkalýðs- forkólfum um Evrópusambands- aðild. Þá gætu orðið spennandi tímar í íslenskum stjórnmálum næstu árin. Ábyrgðin og festan Það fallegasta sem þeir segja um stjórn- málamann, svona að tjaldabaki, er að hann sé ekki leiðinlegur, hafi gert lítið af sér og oft látið fólk í friði. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ✝ Gísli Guðmunds-son fæddist í Hvarfsdal á Skarðs- strönd í Dalasýslu 18. maí 1919. Hann lést á Droplaugarstöðum 10. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Helga Gísla- dóttir fædd 16. des- ember 1891 í Forsæludalskoti í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu, d. 6. ágúst 1970, og Guð- mundur Ari Gíslason, f. 8. desember 1880 í Geitagerði í Staðarhreppi í Skagafirði, d . 2. júní 1956. Gísli var einn af fjórtán systkinum, hin eru Sigurlaug, f. 2. júní 1911, Vilhjálmur, f. 20. sept- ember 1912, d. 6. nóvember 1971, Gunnar, f. 16. desember, d. 16. september 1974, Sigrún, f. 8. febr- úar 1915, d. 6. desember 2000, Anna, f. 3. júní 1916, d. 14. sept- ember 1990, Hulda, f. 15. janúar 1918, d. 10. október 1995, Guðrún, f. 7. október 1920, Þorsteinn, f. 13. nóvember 1921, Margrét, f. 3. des- ember 1923, d. 17. september 1998, Eysteinn, f. 12. nóvember 1924, Ingimar, f. 9. mars 1926, Bogi, f. 7. ágúst 1927, d. 12. júlí 1959, Jóhann, f. 9. nóvember 1928, d. 15. september 1945. Eiginkona Gísla er Jóhanna Ólafsdóttir, f. 14. ágúst 1921 á Nauteyri við Ísa- fjarðardjúp. For- eldrar hennar voru Sigríður Sam- úelsdóttir og Ólafur Pétursson. Gísli og Jóhanna eignuðust fimm börn. Tvær dætur dóu í frumbernsku, en upp komust Bragi Þór, f. 20. apríl 1944, listmálari, d. 22. jan- úar 1984, Bryndís, f. 26. janúar 1952, d. 2. mars 1973, Björk, f. 26. janúar 1952. Dóttir hennar Bryn- dís Hrönn Ragnarsdóttir, f. 19. janúar 1974, sonur hennar Gísli Reginn Pétursson, f. 27. júní 1995, sambýlismaður hennar Ingirafn Steinarsson, f. 16. mars 1973. Útför Gísla Guðmundssonar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látinn er elskulegur bróðir minn, Gísli. Mig langar til að minn- ast hans í fáeinum orðum. Hann fæddist í Hvarfsdal á Skarðsströnd í Dalasýslu og ólst hann upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin þar en fluttist síðan með þeim norður í Skagafjörð árið 1922 þar sem hann var lengst af hjá þeim í Steinholti í Staðarhreppi. Gísli stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni veturna 1938-1940 en flutti síðan til Reykjavíkur vorið 1941 og vann það sumar á Korpúlfs- stöðum. Um haustið sama ár hóf hann störf hjá Heildverslun Ás- bjarnar Ólafssonar í Reykjavík en þar starfaði hann í meira en þrjá áratugi, aðallega sem sölumaður. Sumarið sem Gísli var á Korpúlfs- stöðum kynntist hann konuefni sínu Jóhönnu Ólafsdóttur, f. 14. ágúst 1921 á Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Það var mikill gleðidagur í lífi þeirra er þau giftu sig þann 15. jan- úar 1944. Gísli var lengst af sölu- maður og var hann vinsæll og vel látinn í því starfi og ekki sakaði að hann hafði yfir að ráða listafallegri rithönd. Gísli var vel ritfær og hag- mæltur og eftir hann liggja greinar í blöð og út hafa verið gefnar tvær handskrifaðar fjölritaðar möppur „Ljóð og lítil sagaog „Hótel jörð“. Gísli var skákmaður góður og minnist ég margra ánægjustunda sem við bræðurnir áttum saman með Sigurjóni mági okkar og Vil- hjálmi bróður. Við hjónin áttum margar ánægjustundir með þeim Gísla og Jóhönnu og í minningunni eru þær stundir okkur afar dýrmætar. Við Erla vottum Jóhönnu og fjölskyldu hennar innilega samúð. Erla og Eysteinn. Er ég kveð Gísla Guðmundsson þá leita á hugann ótal minningar frá liðnum dögum. Gísli kvæntist móðursystur minni, Jóhönnu Ólafs- dóttur, árið 1944. Þá þegar mynd- uðust traust og varanleg tengsl með honum og móðurfólki mínu. Einkum finnst mér mjög til um þá virðingu og hlýhug sem hann bar ætíð til tengdamóður sinnar, Sig- ríðar Samúelsdóttur. Við Bragi Þór, sonur Gísla og Hönnu, vorum á líku reki og áttum í mörg ár gott at- læti hjá ömmu á Vonarlandi við Ísa- fjarðardjúp við leiki og störf. Síðar bættust í hópinn tvíburarnir Bryn- dís og Björk. Gísli var glæsilegur maður að innra og ytra atgervi. Ég sé hann fyrir mér úti á túni með fangið fullt af ilmandi töðu sem hann er að bera upp í sæti eftir langan, sólríkan dag. En þarna vestur við Djúp eru sumrin eilíf og sólin virðist aldrei hníga til viðar. Á unglingsárum mínum dvaldist ég um tíma á heimili þeirra hjóna í Reykjavík og naut ég þar mikillar hlýju og gestrisni í hvívetna. Gísli ákvað að kenna mér tveggja manna vist og að tefla skák. Ég náði reyndar litlum tökum á þessum við- fangsefnum en fékk hins vegar í veganesti að lífið er margslungið sem manntafl og gæta þarf vel að þeim leiðum sem maður velur. Miklar umræður fóru fram á heim- ili þeirra Gísla og Hönnu um þau mál sem efst voru á baugi hverju sinni, hvort heldur sem um menn- ingarmál eða heimsmálin var að ræða. Mjög hvöttu þau hjónin okk- ur unglingana til að kynna okkur sem best verk helstu rithöfunda og listamanna, jafnt utan lands sem innan. Má segja að þarna hafi áhugi minn á listum vaknað og samvist- irnar við þau hafi því ráðið nokkru um lífsbraut mína síðar. Á þeim ár- um sem ég var að alast upp höfðu unglingar ekki mikið fé milli handa og það var ósjaldan að Gísli stakk að mér peningum til að fá mér eitt- hvað sem mig vanhagaði um. Einn vetur réð hann mig sem sendil en hann vann í fjölmörg ár við versl- unarstörf. Þá varð ég enn vísari um þá eiginleika sem voru svo ríkir í fari hans. Heiðarleiki, vandvirkni, ósérhlífni og lipurð í viðmóti. Gísli ólst upp í Steinholti í Skagafirði og víst er að Skagafjörður átti hug hans allan. Æskuslóðirnar hafa efa- laust átt ríkan þátt í að vekja hjá ungum dreng skilning og hrifnæmi fyrir fjölbreytilegri náttúru lands- ins. Gísli var vel hagmæltur og í ljóðum hans endurspeglast bjart- sýni og bjargföst trú á fólkið og landið. Ég þakka fyrir einlæga vináttu og tryggð í garð fjölskyldu minnar og votta Hönnu, Björk, Bryndísi Hrönn, Gísla Regin og öðrum ætt- ingjum og vinum mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning hans. Sigrún Guðmundsdóttir. Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs míns leið, Hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. Þau blöstu við. Þá brosti Hann. „Mitt barn,“ Hann mælti, „sérðu þar, ég gekk með þér og gætti þín, í gleði og sorg ég hjá þér var.“ Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð, hvað var mín vörn í voða, freistni, raun og þraut. En annað sá ég síðan brátt: Á sumum stöðum blasti við, að sporin voru aðeins ein. – Gekk enginn þá við mína hlið? Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa í augu sér: „Þá varstu sjúkur, blessað barn, þá bar ég þig á herðum mér.“ (Sigurbj. Ein.) Einstaklega góður maður er genginn. Okkur langar að þakka þér, Gísli, samfylgdina, við erum ríkari manneskjur eftir að hafa þekkt þig, kæri frændi. Þú reyndist okkur einstaklega vel er pabbi dó og eru óteljandi ánægjulegar æsku- minningar tengdar þér. Ófáir voru til dæmis bíltúrarnir sem þú fórst með okkur í ásamt Bryndísi og allt- af var þér tekið fagnandi, að ég tali nú ekki um þegar prins póló fylgdi með. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um ykkur Hönnu. Missir ykkar við fráfall barna ykkar var meiri en orð fá lýst. Við trúum því að ánægjulegir endurfundir hafi orðið hjá ykkur Bryndísi og Braga Þór. Elsku Hanna, Björk, Bryndís og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minn- ingin um einstakan mann lifir. Anna Ingibjörg og Sigrún Gunnarsdætur. Einn af góðvinum okkar hjóna, Gísli Guðmundsson, Óðinsgötu 17 í Reykjavík, er látinn eftir langvinn og erfið veikindi. Við andlát hans koma margar svipmyndir fram í GÍSLI GUÐMUNDSSON Þegar ég frétti af láti afa míns, Hans Jörg- enssonar, streymdi sorgin fram ásamt góð- um minningum um hann. Það var alltaf svo létt yfir honum og með honum fylgdu hlýir og góðir straumar. Afi reyndist mér afar vel og var mér traustur vin- ur. Mér verður ætíð minnisstætt hve greiðugur og hjálpsamur hann var. Sem dæmi um greiðvikni hans má nefna að ég var eitt sinn staddur í Reykjavík og þurfti nauðsynlega að komast norður til Akureyrar en flug lá niðri vegna veðurs. Upp á sitt ein- HANS JÖRGENSSON ✝ Hans Jörgenssonfæddist í Merki- gerði á Akranesi 5. júní 1912. Hann lést á Heilsustofnuninni í Hveragerði 24. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 2. nóv- ember. dæmi ákvað afi að skutla mér rétt eins og um væri að ræða ferð milli hverfa. Þá var hann á 87. ári sínu. Þrátt fyrir háan aldur ók hann milli Reykja- víkur og Akureyrar án þess að hafa mikið fyrir því. Afi var afar nútíma- legur í hugsun og sýndi mér og öðrum að þótt aldurinn færðist yfir þyrfti það ekki að þýða tilbreytingarleysi og stöðnun. Hann fór til útlanda á hverju ári og jafnvel tvisv- ar. Afi notaði mikið tölvuna sína og ljósritunarvél til þess að safna saman sönglögum fyrir kóra og sönghópa eldri borgara. Elsku afi. Ég vildi óska þess að ég hefði getað kvatt þig og þakkað þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Blessuð sé minning þín. Hans Rúnar Snorrason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.