Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra upplýsti á Alþingi í gær að hann hefði skrifað bréf til Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra, sem ráðherra upplýs- ingamála, þar sem hann óskaði eftir úrskurði um að hve miklu leyti lög leyfðu að veita Alþingi umbeðnar upplýsingar um sölu ríkisjarða aftur í tímann. Samkvæmt bréfinu virðist sem ráðuneyti fjármála og landbúnaðar leggi mis- munandi skilning í tak- mörkun upplýsinga, miðað við að hluti þeirra upplýsinga sem Guðni neitaði Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur, þingmanni Samfylk- ingarinnar, um í fyrirspurnartíma ný- lega hefur verið birtur í ríkisreikningi til ársins 1998. Í umræðum um störf þingsins í gær fögnuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar þeirri fyrirætl- an ráðherrans að leita sannleikans í málinu en gagnrýndu hann jafnframt fyrir að leita ekki ráða hjá nefndasviði Alþingis frekar en að leita til forsætis- ráðherra. Var m.a. talað um „grát- broslegt undanhald“ ráðherrans. Gagnrýndur fyrir rýr svör Forsaga málsins er í stuttu máli sú að Ásta Ragnheiður lagði fram fyr- irspurn á Alþingi 5. nóvember sl. um hvaða jarðir ríkið hefði selt undanfar- in fimm ár, hverjir hefðu keypt og á hvaða verði. Í svari ráðherra þá kom fram að 44 jarðir hefðu verið seldar árið 2000 og 2001. Flestir kaupendur jarðanna voru ábúendur þeirra, sem höfðu áunnið sér kauprétt á þeim samkvæmt 38. gr. jarðalaga frá árinu 1976, þ.e. búið lengur á jörðunum en í 10 ár. Ekki var farið lengra aftur í tíma né upplýst hverjir keyptu og á hvaða verði. Ráðherra var gagnrýndur fyrir þessi svör, þau sögð heldur rýr og lagði Ásta Ragnheiður fram kvörtun. Hún upplýsti jafnframt að hún hefði leitað til Ríkiskaupa eftir að svar ráð- herra barst og fengið þau svör að allar þessar upplýsingar lægju fyrir, að- eins þyrfti heimild ráðuneytisins til að fá þær. Sagði hún svar ráðherra fyr- irslátt og spurði hvað hann hefði að fela. Guðni sagðist í umræðunum ekkert hafa að fela en vitnaði til laga og reglna. Reglur um sölu ríkisjarða hefðu verið settar í samráði við Rík- isendurskoðun um að allar jarðir sem væru seldar á almennum markaði væru seldar hæstbjóðanda gegnum Ríkiskaup. Ráðherra sagði að úr- skurðarnefnd um upplýsingamál hefði í tvígang komist að þeirri nið- urstöðu að upplýsingar um sölu rík- isjarða bæri ekki að veita almenningi nema kaupsamningum hefði verið þinglýst. Það væri kaupenda að þing- lýsa jörðunum og ráðuneytið hefði ekki upplýsingar um það. Eftir að Ásta Ragnheiður hafði fengið ábendingu um að sala ríkis- jarða væri inni í ríkisreikningum allt til ársins 1998 bar hún fram fyrir- spurn að nýju í þingsölum viku síðar, eða mánudaginn 12. nóvember, og krafði ráðherra skýringa á þessu. Guðni sagði upplýsingarnar koma sér á óvart og þær hefðu einnig komið Ríkisendurskoðun á óvart. Taldi hann birtingu upplýsinganna stríða gegn lögum og úrskurði upplýsinganefnd- ar. Þarna stangaðist augljóslega eitt- hvað á sem þyrfti að skoða betur og sagðist hann skulda Alþingi skýring- ar á þessu. Deilt um lagatúlkun Ásta upplýsti jafnframt að hún hefði leitað álits lögfræðinga nefnda- sviðs Alþingis á þeim ummælum ráð- herrans að þingmenn hefðu sama rétt til að- gangs að upplýsingum og almenningur gegn- um upplýsingalög og samkvæmt skýrslu um starfsskilyrði stjórn- valda. Hún sagði nefndasviðið ekki hafa fundið þessum skilningi stað í lögunum og taldi Ásta stjórnarskrárvar- inn rétt þingmanna til upplýsinga vera ofar upplýsingalögum. Í svari nefndasviðs er m.a. vitnað til sömu skýrslu um starfsskil- yrði stjórnvalda um að réttur þingmanna til aðgangs að upp- lýsingum um opinber málefni ráðist ekki af upplýsingalögum heldur byggist hann á sjálfstæðri heimild í 54. gr. stjórnarskrárinnar. Hægt sé að hafa hliðsjón af ákvæðum upplýs- ingalaga við túlkun stjórnarskrárinn- ar. Í bréfi landbúnaðarráðherra til Davíðs Oddssonar í gær er m.a. vitn- að til fyrrnefndrar skýrslu um starfs- skilyrði stjórnvalda og hvernig lög takmarki upplýsingagjöf. Vitnar ráð- herra einnig til niðurstöðu úrskurð- arnefndar um upplýsingamál um að enginn eðlismunur sé á aðgangi að þeim upplýsingum sem veittar séu Al- þingi og afhentar almenningi á grund- velli upplýsingalaga. Í bréfi Guðna til forsætisráðherra segir ennfremur: „Eftir að svar mitt var lagt fyrir Al- þingi hefur komið í ljós að hluti þeirra upplýsinga, sem ég hef á framan- greindum grundvelli hafnað að veita Alþingi, hafa verið birtar í ríkisreikn- ingi allt frá árinu 1998. Þar eð engar sambærilegar takmarkanir gilda hins vegar um aðgang að upplýsingum sem þar birtast, sbr. 7. og 45. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, virðist sem fjármálaráðuneytið leggi ekki sama skilning í þær takmarkan- ir, sem landbúnaðarráðuneytið hefur á hinn bóginn talið vera fyrir hendi og skylt að virða gagnvart þeim einstak- lingum og lögaðilum, sem stofnað hafa til slíkra viðskipta við ríkið. Þegar til þess er litið hversu miklu það varðar fyrir farsæl samskipti rík- isstjórnar og Alþingis að stjórnvöld leggi sama skilning í það, að hve miklu leyti lögbundin þagnarskylda ríkir um aðgang að upplýsingum í þeirra vörslu, þykir eins og mál þetta er vaxið, rétt að leita álits yðar, hr. forsætisráðherra, á því að hve miklu leyti lög leyfa að Alþingi verði veittar hinar umbeðnu upplýsingar miðað við framangreint.“ Virði persónulegan rétt Guðni sagðist í samtali við Morg- unblaðið, aðspurður um ástæðu þess að hafa sent forsætisráðherra umrætt bréf, ekki vilja sitja undir ásökunum um að vera að leyna Alþingi upplýs- ingum sem það ætti rétt á, að mati þingmanna, eða ásökunum um að hafa eitthvað að fela. Önnur höndin innan ríkiskerfisins þyrfti að vita hvað hin væri að gera og hann vildi ekki brjóta upplýsingalög. „Ég er fyrsti landbúnaðarráðherr- ann í Íslandssögunni sem býr við þær aðstæður að í maí 1999 voru settar í ráðuneytinu skýrt markaðar reglur með hvaða leiðum ríkisjarðir yrðu seldar. Það var gert í samráði við Sig- urð Þórðarson ríkisendurskoðanda. Tveir úrskurðir hafa fallið á landbún- aðarráðuneytið um að það megi ekki gefa upp söluvirði jarða sem seldar eru einstaklingum, hafi viðkomandi jarðir ekki verið þinglýstar af kaup- anda. Ég vil virða þennan persónu- lega rétt fólks, sé hann fyrir hendi, og bað forsætisráðherra því um þennan úrskurð. Ég vil hafa þetta á hreinu,“ sagði Guðni. Í fyrra svari sínu á Alþingi upplýsti landbúnaðarráðherra að hann hefði beðið Ríkisendurskoðun um að rann- saka sölu á ríkisjörðum í sinni ráð- herratíð. Guðni sagði í gær að rann- sóknin væri á lokastigi. Þegar ríkisreikningar fyrir árin 1998, 1999 og 2000 eru skoðaðir kem- ur í ljós að ríkið hefur á þessum tíma selt nærri 100 jarðir eða jarðaparta. Í langflestum tilvikum hafa ábúendur neytt réttar síns og keypt ríkið út, að því skilyrði uppfylltu samkvæmt jarðalögum að hafa búið á jörðinni í meira en 10 ár, eins og fram kom í svari ráðherrans á Alþingi. Þær jarðir eru ekki auglýstar og í sumum tilvik- um er hlutur ríkisins misstór. Að- spurður hvort ríkið sé að fá sann- gjarnt verð fyrir sínar eignir sagði Guðni það vera matsatriði. „Menn verða að gá að því hvað er verið að selja. Í mörgum tilfellum eiga þeir sem jarðirnar hafa setið, kannski áratugum saman, allar framkvæmdir á jörðinni, hvort sem það er íbúðar- hús, útihús, ræktun eða girðingar. Það er oft stærsta eignin á jörðunum og þá er eingöngu verið að meta land- ið sjálft. Auðvitað má deila um hvort verðið er metið of lágt eða hátt. Þar hljóta Ríkiskaup að taka tillit til að- stæðna á markaðnum, landgæða og hvar jörðin er staðsett. Alþingi hefur verið því hliðhollt að þeir eignist sínar ábúðarjarðir nokkuð átakalaust sem búið hafa á þeim til fjölda ára,“ sagði Guðni. Misræmi milli ríkisreiknings og svars ráðherra Athygli vekur að misræmi er milli ríkisreiknings og svars ráðherra. Þrjár jarðir, sem seldar voru í fyrra samkvæmt svari ráðherra, er ekki að finna í ríkisreikningi og tvær jarðir í ríkisreikningi eru ekki í svari ráð- herra. Þetta var gagnrýnt á Alþingi í gær og í samtali við Morgunblaðið sagðist Guðni á þessu stigi ekki geta skýrt þetta misræmi. Það væri í at- hugun. Af seldum ríkisjörðum til ársbyrj- unar 1998 er meira en helmingur þeirra af Suðurlandi, kjördæmi land- búnaðarráðherra. Spurður um þetta sagðist Guðni ekki hafa persónulega haft samband við menn og hvatt þá til jarðaviðskipta. Hann hefði almennt hvatt til þess opinberlega að ríkið los- aði sig við jarðir sem það ætti og að bændur eignuðust þær jarðir sem þeir hefðu setið vel. Hlutfall ríkis- jarða hefði líka alltaf verið hátt á Suð- urlandi frá fornu fari. Landbúnaðarráðherra vill úrskurð forsætisráðherra um birtingu upplýsinga um ríkisjarðir Misjafn skilningur ráðu- neyta á upplýsingagjöf Guðni Ágústsson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá svæðisráði um málefni fatlaðra á Suðurlandi og trúnaðarmanni fatlaðra á Suður- landi: „Vegna umfjöllunar fjölmiðla síð- ustu daga um málefni Sólheima í Grímsnesi vilja trúnaðarmaður fatl- aðra og svæðisráð um málefni fatl- aðra á Suðurlandi að það komi fram að íbúar Sólheima virðast búa við góða umönnun og aðbúnað. Samráð og samskipti hafa verið með eðlileg- um hætti og eftirlitsaðilar hafa feng- ið þær upplýsingar sem um hefur verið beðið. Vona þessir eftirlitsaðil- ar um málefni fatlaðra á Suðurlandi að svo verði áfram.“ Svæðisráð um málefni fatlaðra á Suðurlandi Aðbúnaður fatlaðra góður ♦ ♦ ♦    !!  " #$$ %  #&'  ( % ) *+, #+-. %+  /  #' & 0 #1+-.  2 "0'  3! "%& 45!' " 41  " )%)  4*) 5 " )+& 2)+ 6  " 6. !7  87   61  1  0'  9 1. 2)+ 9 $ 1  87   0  "%& 0: )    ;  87   "%  5 6))+ "+<  =  <%  $%  !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   ) *++,    -  . %       >  >  ?            ?      >    ?                      >   ?       9*. )%+ $ ')  ( % ) *+ !, 4.) $ @A7 5+  ( , " -  0$) -1 ( , 6. " #1+%  = $ ==  ( ,  $ % 0 ( , B+ "1) -1 #1 87   ( , CA  = 87   ( , D! $% 87   ( , E " + = "0'  ( ,  )% % "1) -1 ( , .$&&%+ " ( , 9 %+ " ( , &F).  ( , 6)&  "%& E 2%"  <" )%)  ( , 4+  ( , @!-' $%  G%6 !!  " ( , 6. 0'   )&  <H)+ /& 6$)+ ( , 0'  #+%& ( , "%.  . 2)+ ( , "* $ %  0+%' 87   ( , @+ 87   ( , 6 !!  <" )%)  ( , 25 %+ "0'  ( , <5+ "0'  "&) " )+ E "%+   ( % ) *+, 9.   ( % ) *+, E !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   )  . %         . %    -  , / $   %         ?    >    >        >           8  $%  " + )  E @1 %' 87   ( , #  $% 87   ( % ) *+, #+-. %+  <" )%)  ( , 0+    ( , @!-%+  ( , =&+ $% 87   ( , G%B  "1)  ( , 9  ) 87   ( , 6. 5 3+ H)+ ( , CII  87   ( , 3 . %+ 87   ( , 8 %+ "0'  ( , "  #+%& ( , " + == 0'  ( ,  87   ( , D! $% 87   ( , E 6)&  "%& E E 9 &-   E $+ 3$ <" )%)  E !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   ) *+++ . %    ?                       ?  ?  ? " % 5 " : )    ( , @ -. <H)+ " 5. /  6 !'  "1)  ( , "&) " )+ E "*+ $ % #$)+ ( , 4 +%+ 87   ( , 4   87   #' $ B = $ == 87   #$ %+  ( , B $% 87   ( , 6 5+%   ( , 9!- "0'  %%+ " )+ 9$% *  87   ( $ )%% !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   ) 0 . %                         !"#$%&'#(

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.