Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 23 www.isb.is Netbankinn - fjármál ver›a ekkert mál. fiú gerir fletta me› annarri! Me› flví a› nota Netbanka Íslandsbanka á isb.is getur flú á flægilegan hátt sinnt öllum flínum fjármálum á Netinu. Fá›u lykilor› hjá næsta fljónustufulltrúa og afgreiddu fjármálin me› annarri hendi. Alla dreymir um a› sleppa vi› a› borga reikningana sína. fiessi draumur gæti ræst frá 12. nóv. til 12. des. fiá ætlum vi› a› endurgrei›a heppnum notendum Netbankans 50 fjárhagslegar a›ger›ir. fia› eina sem flú flarft a› gera til a› taka flátt í leiknum er a› sinna fjármálum í Netbankanum, t.d. grei›a gíróse›la e›a grei›sluse›la, millifæra á milli reikninga, kaupa símafrelsi e›a leggja inn á sparna›arreikning. A› auki ver›a flóknanir vegna ver›bréfavi›skipta á Netinu endurgreiddar á tímabilinu. Slep pur flú v i› a › borg a? Á SÍÐUSTU fjórum árum hefur útgáfa atvinnuleyfa til útlendinga nálega þrefaldast. Í landinu búa nú tæplega níu þúsund erlendir ríkisborgarar. Langstærstur hluti þessa hóps er hér við störf og þetta erlenda vinnuafl hefur verið afar kærkomið til að svara mikilli eftir- spurn sem verið hefur eftir vinnuafli síðustu ár. Í fyrirlestri sem haldinn var á ársfundi Vinnumálastofnunar á síðasta ári var þetta orðað svo að við flyttum inn erlent vinnuafl en fengjum fólk. Það leiðir spurn- inguna að því hvernig við tökum á móti þessu fólki og hversu vel því gengur að aðlaga sig að íslensku samfélagi. Nýverið kom út í Danmörku mjög ítarleg skýrsla sérfræðinganefndar sem skipuð var af innanríkisráðu- neytinu þar sem fjallað var um að- lögun innflytjenda að danska sam- félaginu. Nefndin tilgreindi sjö markmið sem hún setti sem viðmið um það hversu vel aðlögunin hefur tekist. Aðstæður innflytjenda voru síðan bornar saman við markmiðin. Þau voru eftirfarandi:  Kunnátta í dönsku og almenn menntun. Innflytjendur hafa náð það góðu valdi á dönsku að þeir eru vel virkir á vinnumarkaði og í samfélaginu almennt. Jafnframt er almennt menntunarstig þeirra að verða svo gott að það samræm- ist vel kröfum á vinnumarkaði.  Atvinnuþátttaka. Atvinnuþátt- taka innflytjenda er sú sama og Dana. Afkomendur innflytjenda hafa fengið störf sem samræmast hæfni þeirra og kunnáttu að sama skapi og Dana.  Fjárhagslegt sjálfstæði. Innflytj- endur búa við sama fjárhagslega sjálfstæði og Danir og sjá um sig án nokkurs fjárhagsstuðnings frá ríki eða sveitarfélögunum.  Líf án fordóma. Innflytjendum er ekki mismunað á vinnumarkaði eða í samfélaginu almennt hvort sem er vegna kynþáttar, litar- háttar, uppruna, kyns, aldurs, þjóðernis eða trúar.  Samskipti milli innflytjenda og Dana í hinu daglega lífi. Góð sam- skipti eru milli innflytjenda og Dana í hinu daglega lífi. Birting- armynd þessara samskipta er m.a. í hjónaböndum milli Dana og innflytjenda, vináttusamböndum og almennum jákvæðum sam- skiptum.  Þátttaka í félagsmálum. Innflytj- endur taka þátt í félagsmálum með sama hætti og Danir hvort heldur er sem kjósendur, sem frambjóðendur til sveitarstjórna, eða sem þátttakendur í frjálsum félagssamtökum, s.s. launþega- félögum, íþróttafélögum, kven- félögum, Lionsklúbbum, leik- félögum, foreldrafélögum o.s.frv.  Virðing fyrir grunngildum sam- félagins. Innflytjendur hafa til- einkað sér sömu grunngildi sam- félagsins og fólk í Danmörku lifir samkvæmt í sínu daglega lífi. Í þessu felst m.a. að bera virðingu fyrir yfirvöldum og ákvörðunum þeirra, fyrir jöfnum réttindum borgaranna og lögum landsins, frjálsum skoðanaskiptum og um- burðarlyndi fyrir mismunandi siðum og venjum. Þegar sérfræðinganefndin hafði borið stöðuna í Danmörku saman við þessi markmið var niðurstaðan í stuttu máli talin sú að engin af þess- um markmiðum hefðu náðst. Inn- flytjendur væru mjög félagslega óvirkir í samfélaginu og sérstaklega ef litið væri til vinnumarkaðarins en atvinnuleysi er mjög mikið meðal innflytjenda. Þeir væru af þeim sök- um fjárhagslega mjög illa stæðir og ef þessi þróun héldi áfram þýddi það mikinn fjárhagslegan þrýsting á velferðarkerfið danska. Auk þess mun vandamálið birtast í tiltakan- legum vinnuaflsskorti í Danmörku til framtíðar. Hvernig er þessu farið hérlendis? Hvernig er íslenskukunnátta nýbúa sem hér starfa? Hver er þátttaka þeirra í daglegu lífi landsmanna, félagsstarfi sem almennu frístunda- starfi? Hvernig eru samskiptin? Við hversu tryggar at- vinnuaðstæður búa þeir útlendingar sem hér starfa? Eru þau markmið sem hér eru nefnd þau sem við stefnum að? Umræðan um mál- efni útlendinga hefur verið að aukast hér- lendis upp á síðkastið og það er mjög til bóta. Nýverið birti Reykja- víkurborg svokallaða fjölmenningarstefnu sem hefur það að leið- arljósi að reykvískt samfélag fái notið þeirrar fjölbreytni í mannlífi sem samskipti fólks af ólíkum upp- runa bjóða upp á. Þessu ber að fagna enda mikilvægt að höfuðborgin setji sér markmið og stefnu í jafn mikilvægum málaflokki. Augu manna hafa nú fyrst í stað beinst að því að auka framboð á íslenskunámi fyrir ný- búa og sem dæmi lagði starfsmenntaráð fé- lagsmálaráðuneytisins 5,5 milljónir króna á þessu ári í verkefni tengd nýbúafræðslu. Fræðslusjóðir verka- lýðsfélaganna og sam- taka atvinnurekenda – Landsmennt og Starfsafl, hafa nú síðustu misseri einnig verið að leggja fjármuni til íslenskukennslu. Þetta eru fyrstu skrefin í löngu ferli. Stærstur hluti þess tímabundna vinnuafls er þrátt fyrir allt hingað kominn til langframa. Það er Ís- lendingum nauðsynlegt að þetta fólk aðlagist samfélaginu á allan hátt til að koma í veg fyrir fordóma og mismunun. Vinnumálastofnun sem fer með útgáfu atvinnuleyfa í umboði félagsmálaráðuneytisins, hefur margvísleg samskipti við út- lendinga og atvinnulífið af þeim ástæðum, mun leggja sig fram í þessum efnum. Málefni nýbúa og aðlögun þeirra að samfélaginu verð- ur eitt að aðalverkefnum þeirra sem starfa að vinnumarkaðsmálum á næstu árum. Fyrir samfélagið er líka eftir miklu að slægjast. Aðlögun nýbúa að íslensku samfélagi Gissur Pétursson Höfundur er forstjóri Vinnumálastofnunar. Atvinnuleyfi Stærstur hluti þess tímabundna vinnuafls, segir Gissur Pétursson, er þrátt fyrir allt hingað kominn til langframa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.