Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 25 O D D IH F H 63 81 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Ljós í miklu úrvali fyrir heimilið. HINN 18. október sl. birtist í Morgunblaðinu grein Gústafs Adolfs Skúlasonar, forstöðu- manns stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins, sem bar yfirskriftina „Launamunur kynjanna og ábyrgð á heimilunum“. Greinin er svar hans við leiðara Morgunblaðsins frá 11. október þar sem segir með vísan til kannana um launamun kynj- anna: „Þótt tekið sé til- lit til mismunandi starfsaldurs, aldurs, vinnutíma og menntunar stendur æv- inlega eftir bil, sem verður ekki skýrt með neinu öðru en því að vinnuveit- endur meti störf og hæfileika kvenna minna en karla.“ Þessu neitar Gústaf Adolf harðlega og frábiður sér að at- vinnurekendum sé brigslað um þvílík ósköp. Að hans mati er ástæðan að baki launamunar kynjanna sú að ábyrgð á heimilishaldi sé enn að mestu leyti í höndum kvenna. At- vinnurekendur geti þar litlu um breytt en augljóst sé að ef konur eru almennt bundnari heimilinu en karlar þá séu þær ekki eins verðmætur vinnukraftur. Verðmæti vinnukrafts felst því að hans mati í sveigjanleika heima fyrir og „þar með meiri mögu- leikum til þess að leggja sig fram í þágu fyrirtækisins“. Vissulega er rétt að konur bera í ríkari mæli ábyrgð á heimilishaldi fjölskyldunnar þrátt fyrir ýmsar breytingar þar á undan- farna áratugi og tekur Gústaf Adolf undir þau sjónarmið að óæskilegt sé hve ábyrgðinni á heim- ilum er misdreift en tel- ur ekki að fyrirtæki geti haft nein áhrif þar á. Þessu er ég ekki sam- mála. Fólk í fullri vinnu eyðir að minnsta kosti 40 klukkustundum í viku hverri á vinnustað sínum sem er langur tími. Ef starfsmanna- stefna fyrirtækja er fjölskylduvæn geta þau gert starfsmönnum sín- um, konum jafnt sem körlum, kleift að bera ábyrgð á heimili sínu án þess að það bitni á vinnunni. Ef starfs- mannastefna fyrirtækja miðaði að því að umbuna fólki fyrir heimilisábyrgð í stað þess að „refsa“ því gætu atvinnu- rekendur vissulega haft áhrif á þann félagslega veruleika sem vitnað er til í grein Gústafs Adolfs. Kannski er þetta „útópísk“ draumsýn sem ekki fellur að veruleika atvinnulífsins, en sá veruleiki byggist á hefðum sem tímabært er að endurskoða. Mögu- legt er að atvinnulífið missi af miklu við það að líta á konur sem verðminni starfskraft en karla eingöngu vegna minni yfirvinnu þeirra. Nú er ég ekki að halda því fram að atvinnurekendur einsetji sér meðvit- að að borga körlum betur en konum. En í stað þess að firra sig allri ábyrgð væri réttara að líta gagnrýnum aug- um í eigin barm og skoða hvort mis- munun eigi sér stað þótt ómeðvituð sé. Skv. launakönnun Jafnréttisráðs frá árinu 1995 eru laun giftra karla hærri en einhleypra karla og allra kvenna. Hvað þýðir þetta? Jú, körlum er umbunað fyrir hjúskaparstöðu sína en konum ekki. Sú ótrúlega líf- seiga goðsögn að karlinn sé fyrir- vinna heimilisins og staður konunnar sé inni á heimilinu virðist skila sér í launaumslög launþega. Ef þjóðfélagið byði upp á framfærslu fjölskyldunnar á einum launum ættu konur ekki vinna úti. Þetta virðist ef til vill órök- rétt að segja í dag og afturhvarf, en þetta eru skilaboðin sem þjóðfélagið sendir sjálfu sér, þó á dulmáli séu. Kvæntir karlar með börn fá hærri laun en ógiftir og allar konur – þeir hafa fyrir fjölskyldu að sjá. Þetta er dæmi um ómeðvitað misrétti. Hvað er til ráða, hvernig eiga at- vinnurekendur að greina í sundur þá þætti sem þeir geta breytt og þá þætti sem ekki er á þeirra valdi að hafa áhrif á? Skv. 16. gr. jafnréttis- laga nr. 96/2000 skulu atvinnurekend- ur gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu. Ráðstaf- anir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að tekið sé tillit til þarfa atvinnulífs og fjöl- skylduaðstæðna starfsmanna. Í jafn- réttislögum er ennfremur kveðið á um að fyrirtæki eða stofnun, þar sem fleiri en 25 starfa, beri að setja sér jafnréttisáætlun eða vinna markvisst að jafnrétti kvenna og karla. Jafn- réttisstofa býður fyrirtækum og stofnunum upp á aðstoð við gerð jafn- réttisáætlana. Markvisst jafnréttisstarf og gerð jafnréttisáætlunar kosta tíma og pen- inga; eru atvinnurekendur og stjórn- endur stofnana tilbúnir til að kosta því til? Hafa atvinnurekendur hag af gerð jafnréttisáætlunar fyrir sitt fyr- irtæki eða stofnun? Þetta er hugsan- lega stóra spurningin. Almennt er það viðurkennt að ánægður starfs- maður sé verðmætur starfskraftur því þá er viðkomandi frekar tilbúinn til að leggja eitthvað á sig fyrir fyr- irtækið og leggur metnað í starf sitt. Hvað gerir fólk ánægt í starfi? Erfitt er að alhæfa um það en benda má á atriði eins og vinnuumhverfi, vinnu- tíma, félagslegt umhverfi, sveigjan- leika til einkalífs (veikindi, foreldra- leyfi o.fl.), að virðing sé borin fyrir einstaklingnum og síðast en ekki síst launamál. Jafnréttisáætlanir eiga að skoða ofangreinda þætti og leiða í ljós leiðir til úrbóta. Ekki má heldur gleyma því að í stöðluðu umhverfi nú- tímans (þar sem ábyrgð á heimilis- haldi þykir vera til trafala) er mikil hætta á að fyrirtækið nýti sér ekki mannauð sinn sem skyldi. Víðtæk reynsla af barnauppeldi og heimilis- haldi getur oft af sér heilmikla þekk- ingu og færni sem nýst getur á vinnu- stað. Þar má nefna skipulagshæfi- leika, raunhæfar tímaáætlanir, fjöl- breyttari samskipti við fólk og getuna til að hafa mörg „járn í eldinum“ sam- tímis því að hafa yfirsýn yfir ólík mál- efni. Eru þetta ekki ákjósanlegir kostir nútímastjórnanda? Kröfur fólks á vinnumarkaði hafa í síauknum mæli verið um ríkari mögu- leika til að sinna einkalífi sínu jafn- framt vinnu og hafa vinnuveitendur vissulega komið til móts við þær kröf- ur að einhverju leyti. En meira þarf ef duga skal. Atvinnurekendur geta ekki skotið sér undan ábyrgð, launa- munur kynjanna er staðreynd hér sem erlendis og þótt eitthvað hafi þokast í rétta átt er rétt að hafa í huga nýlegar upplýsingar Jafnréttisstofu þar sem fram kemur að ef munur á launum kynjanna minnkar með sama hraða og undanfarna áratugi munu kynin hafa sömu laun fyrir sambæri- leg störf eftir 114 ár – og það finnst mér allt of fjarlæg framtíð! Launamunur kynjanna – ábyrgð heimilanna? Elfa Hlín Pétursdóttir Launamunur Mögulegt er að atvinnulífið missi af miklu við það að líta á konur, segir Elfa Hlín Pétursdóttir, sem verðminni starfskraft en karla eingöngu vegna minni yfirvinnu þeirra. Höfundur er stjórnarráðsfulltrúi í landbúnaðarráðuneytinu og nemi við HÍ. MORGUNBLAÐIÐ er okkur dýrmætt. Það skýrir okkur frá mörg- um hlutum, sem annars færu í djúp gleymsk- unnar. Þannig skýrir Mbl. 07.11.01 okkur frá því að kröfum Skelj- ungs á hendur Flutn- ingasjóði olíuvara hafi verið vísað frá dómi því að ekki aðeins voru kröfur Skeljungs um fjárhagslega hagsmuni óljósar heldur kemst dómarinn að því að tekjur hafi verið of- reiknaðar Skeljungi í hag. Þetta mál er hið hlálegasta, því að Skeljungur telur Flutningasjóðinn ábyrgan fyrir því að þeir hafi staðið í vegi fyrir innflutningi til Akureyrar á eldsneytisolíum. Staðreyndirnar sem fyrir liggja eru þær, að frá árinu 1965 þegar Olís setti upp innflutn- ingsgeymi á Seyðisfirði og fram til ársins 1982 var verulegur hluti af gasolíuþörfum landsins flutt inn til Seyðisfjarð- ar. Þar var hraðasta uppdæling í landinu frá úthafstankskipum og jafnframt hraðasta af- greiðsla til skipa, sem öllum olíufélögunum stóð jafnt til boða til móttöku á förmum og afgreiðslu til viðskipta- manna sinna á Seyðis- firði og flutninga til annarra hafna á Austur- og Norðurlandi. Þetta var stöðvað af Skeljungi og hefir þannig valdið tjóni sem meta má nú um 3 milljarða króna vegna aukins til- kostnaðar við olíudreifingu í landinu síðan (sjá MBL. 24.04.00 og 18.11.98). Á því getur vart leikið nokkur vafi að þessi aukakostnaður hefir fengist greiddur í hærra olíu- verði sem þessu nemur og hefir þannig lent á viðskiptamönnum olíu- félaganna á þessu tímabili. Það er vítaverð vanræksla af hálfu stjórnar Flutningarsjóðs olíuvara að láta þetta við gangast svo langan tíma og ber þeim að gera almenningi grein fyrir ástæðum þeirrar vanrækslu. Stærstu farmar sem tekið var á móti á Seyðisfirði voru um 18.000 tonn, en þá voru teknir við skipshlið 3 farmar með strandflutningaskipum til dreifingar á Austfirði og til Norð- urlandsins. Þegar nú innflutningur er hafinn til Akureyrar er rétt að minna á, að miðað við vegalengd samkvæmt „worldscale“ eru um 26% hærri flut- nigsgjöld til Akureyrar og um 38% hærri flutningsjöld til Reykjavíkur miðað við að flutt sé frá Stavanger. Þetta breytist eðlilega þegar olíu- vinnsla hefst í Færeyjum, því að þá verður ódýrara að sækja olíuna til Færeyja en til Reykjavíkur, þeas. nota má strandflutningaskipin til að sækja olíuna beint til olíustöðva í Færeyjum og dreifa henni án milli- löndunar á ströndinni. Það er óviðunandi að stjórn Flutn- ingasjóðs olíuvara skuli sýna slíkt skeytingarleysi um störf sín og ábyrgð gagnvart olíunotendum. „Óljósir hagsmunir“ Ønundur Ásgeirsson Olía Ódýrara verður, segir Ønundur Ásgeirsson, að sækja olíuna til Færeyja. Höfundur er fv. forstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.