Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STAÐA sjúkraliða innan heilbrigð-
iskerfisins var rædd utan dagskrár á
Alþingi í gær að tilhlutan Margrétar
Frímannsdóttur, Samfylkingunni.
Margrét spurði Jón Kristjánsson
(B) heilbrigðisráðherra um til hvaða
aðgerða ráðuneytið hygðist grípa
vegna skorts á sjúkraliðum í heil-
brigðiskerfinu og benti á að mestur
skortur væri á sjúkraliðum á dvalar-
og hjúkrunarheimilum.
Margrét benti á að breytt aldurs-
samsetning þjóðarinnar hefði það í
för með sér að um 300 sjúkraliðar
þyrftu að koma til starfa á hverju ári
á næstu árum. Í byrjun árs hefðu ríf-
lega þrjú þúsund einstaklingar feng-
ið lögbundin réttindi til að starfa
sem sjúkraliðar, en aðeins um 1.500
þeirra væru í starfi. Síðan þá hefði
fjöldi sjúkraliða sagt upp störfum.
„Allt útlit er fyrir að skortur á
faglærðum sjúkraliðum verði gífur-
legur og er það reyndar nú þegar,
því vart er hægt að manna bráða-
deildir, hvað þá að fullmanna stöður
annarra þátta hjúkrunar sem þessi
stétt sinnir,“ sagði Margrét.
Samstarf um að
bæta ímynd starfsins
Heilbrigðisráðherra sagði að gott
samstarf hefði verið milli Sjúkraliða-
félags Íslands og ráðuneytisins m.a.
um að bæta ímynd starfsins. Hann
tók undir að skortur væri á sjúkra-
liðum og sagði að hlutfallslega væru
fæstir sjúkraliðar starfandi á Íslandi
miðað við önnur Norðurlönd.
Heilbrigðisráðherra sagði einnig
að fyrirhugað væri að gera áætlanir
árlega um mannaflaþörf innan heil-
brigðisþjónustunnar. Hann ítrekaði
þó að brýnast væri að ná kjarasamn-
ingum við sjúkraliða og kvaðst binda
vonir við að hægt væri að ná samn-
ingum á næstu dögum.
Þeir þingmenn sem tóku þátt í
umræðunni lýstu yfir þungum
áhyggjum af afleiðingum viðvarandi
verkfalls sjúkraliða. Þannig sagði
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna, sláandi að viðvar-
andi skortur væri á sjúkraliðum
samtímis því að flótti væri úr stétt-
inni. Vinnuálag væri víða mjög mikið
og heilu deildirnar undirmannaðar
og reknar þannig áfram á tryggð
sjúkraliða við starfið, sjúklinga og
sína hugsjón. Slíkt gengi þó ekki
endalaust.
Hallar á sjúkraliða miðað
við sambærilegar stéttir
Katrín Fjeldsted (D) gerði að um-
talsefni þann vegg sem væri milli
náms sjúkraliða í framhaldsskólum
og náms á háskólastigi og benti á að
hjúkrun hefði verið flutt á háskóla-
stig fyrir nokkrum árum eftir
margra ára baráttu. Taldi hún vanta
möguleika fyrir sjúkraliða til að
bæta við sig í menntun eftir þriggja
ára nám í framhaldsskóla og auka
þannig tekjumöguleika, en slíkt væri
nú eftirsóknarvert í mörgum grein-
um.
Jónína Bjartmarz (B), formaður
heilbrigðisnefndar, greindi frá því að
forysta sjúkraliða hefði komið á fund
nefndarinnar í síðustu viku. Þar
hefði m.a. verið gerð grein fyrir
könnun hagfræðideildar BSRB sem
leiddi í ljós að það hallar á sjúkraliða
í samanburði við aðrar sambæri-
legar stéttir opinberra starfsmanna.
Sagði Jónína nauðsynlegt að þeim
fjölgaði sem sæktu nám sjúkraliða,
bæta þyrfti starfsaðstöðu stéttarinn-
ar og fjölga möguleikum til endur-
menntunar.
Vonir bundnar við
stofnanasamning
Ásta R. Jóhannesdóttir (S) sagði
mikilvægast að hækka laun stéttar-
innar sem hún kallaði „kvennastétt“.
Ásta benti einnig á að búið væri að
hækka laun hefðbundinna „karla-
stétta“, sem krefðust jafn mikils
náms, eins og tollvarða og lögreglu-
manna. Kolbrún Halldórsdóttir (Vg)
sagði að nauðsynlegt væri að vekja
áhuga fólks á sjúkraliðamenntun.
Hún gagnrýndi ríkisstjórnina harð-
lega og hvatti til þess að samið yrði
við sjúkraliða nú þegar, að ráðherra
„opni nú hug sinn, eyru og hjarta“
fyrir réttlátum kröfum þeirra.
Drífa Hjartardóttir (D) benti á að
sjúkraliðar og stjórn LSH hefðu að
undanförnu unnið að stofnanasamn-
ingi sem mundi leiða til aukinna
tækifæra til starfsþróunar með nýj-
um og breyttum starfslýsingum.
Vísaði hún til þess að vonir væru
bundnar við samninga á næstu dög-
um og þeir mundu væntanlega færa
sjúkraliðum umtalsverðar kjarabæt-
ur. „Þess er vænst að sjúkraliða-
starfið sjálft, breyttur starfsvett-
vangur og bætt kjör stéttarinnar
laði fleiri sjúkraliða til starfa og
fleiri nemendur í sjúkraliðanám. Til
þess þarf þó að vekja athygli á já-
kvæðum þáttum starfsins,“ sagði
hún.
Guðmundur Árni Stefánsson (S)
sagði að vilji heilbrigðisráðherra
dygði skammt til að lagfæra málið
vegna samstarfsflokks hans. Hann
ásakaði Sjálfstæðisflokkinn um að
vilja „veikja heilbrigðiskerfið innan
frá“ og grípa svo til markaðsvæð-
ingar.
Staða sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins rædd utan dagskrár
Fæstir sjúkraliðar starfandi hér
miðað við önnur Norðurlönd
ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í
dag, miðvikudag, kl. 13.30. Fjöl-
margar fyrirspurnir til ráðherra
eru á dagskrá fundarins, en síðar
um daginn fer fram önnur umræða
um frumvarp til fjáraukalaga fyrir
árið 2001.
Fyrirspurnir og
fjáraukalög
NOKKRAR umræður urðu um frum-
varp sjávarútvegsráðherra til laga
um umgengni um nytjastofna sjávar
er hann mælti fyrir því á Alþingi í
gær. Frumvarpinu er ætlað að auð-
velda eftirlit með brottkasti afla, en
skv. gildandi lögum „er heimilt að
varpa fyrir borð afla sem sýktur er,
selbitinn eða skemmdur á annan hátt
sem ekki hefði verið unnt að komast
hjá á þeim veiðum sem um er að
ræða. Þá er heimilt að varpa fyrir
borð fisktegundum sem ekki sæta
takmörkunum á leyfilegum heildar-
afla, enda hafi viðkomandi tegund
ekki verðgildi.“
Í frumvarpi ráðherra er lagt til að
óheimilt verði að henda slíkum fiski
aftur í hafið heldur skylt að koma
með hann að landi og að slíkur fiskur
reiknist ekki til aflamarks fiskiskips,
enda verði hann einungis nýttur til
bræðslu.
Slík umgengni um auðlindina
sögð forkastanleg
Sigríður Ingvarsdóttir (D) gerði
brottkastið að umtalsefni og sagði
kerfi veiðanna ekki ráða brottkasti.
Til dæmis hefðu frjálsar veiðar í
Smugunni fyrir nokkrum árum litast
af mjög miklu brottkasti, þar sem Ís-
lendingar hefðu ekki verið barnanna
bestir.
Sigríður sagði slíka umgengni um
auðlindina forkastanlega og benti á
að ýmsar leiðir væru til að hagræða í
útgerð; útgerðarmenn geti keypt,
selt og skipst á veiðiheimildum og því
ætti enginn að þurfa að henda verð-
mætum, nema þeir sem það vildu í
græðgi. Þess vegna sagði hún þá sem
brottkastið stunda grafa undan eigin
atvinnurekstri og til lengri tíma litið
þjóðarhag.
Hún sagði eðlilegt að myndir sem
Sjónvarpið hefur sýnt af brottkasti
veki umtal og athygli. „Ekki finnst
mér þó ólíklegt að þarna sé um skipu-
lega aðför að fiskveiðistjórnarkerfinu
okkar að ræða. Myndatökumönnum
var boðið sérstaklega um borð til að
mynda er stórum og fallegum fiski
var hent hátt á loft upp svo hann svifi
betur fyrir framan linsur myndavél-
anna af útgerðarmönnum á kvóta-
litlum eða kvótalausum bátum,“ sagði
hún.
Sagði hún mjög alvarlegt þegar
„falsaðar eru fréttir vísvitandi og rýr-
ir afskaplega trúverðugleika þeirra
fjölmiðla sem hlut áttu að máli“.
Sigríður sagði stærsta vandamálið
felast í því að of mikið af kvótalitlum
eða kvótalausum bátum geri út og
leigi til sín afar takmarkaðar veiði-
heimildir. Þeir hugsi eingöngu um að
koma verðmætasta aflanum að landi.
„Ef menn eiga ekki kvóta, eða hafa
ekki burði til þess að leigja til sín afla-
heimildir, þá eiga þeir einfaldlega
ekki að vera gera út,“ sagði hún.
Kvótakerfið
vanið menn á þetta
Jóhann Ársælsson (S) henti um-
mæli Sigríðar á lofti og benti á sjón-
varpsmyndirnar hefðu aðeins verið
staðfesting á því sem vitað væri og
staðfest hefði verið í skoðanakönnun-
um meðal sjómanna. Það væri stað-
reynd sem bregðast þyrfti við og í nú-
gildandi kerfi væru fá ráð til þess.
Flokksbróðir hans, Kristján L. Möll-
er, sagði ummæli um falsaðar sjón-
varpsmyndir mjög alvarlegar og
Guðjón A. Kristjánsson (F) sagðist
telja að það brottkast sem birst hefði
í fréttum hefði ekki verið sett á svið.
„Kvótakerfið okkar, því miður, hef-
ur vanið menn á þetta, hverju sem
um er að kenna,“ sagði Guðjón.
Almennt má segja að í umræðunni
hafi komið fram ánægja með þá við-
leitni sem fram kemur í frumvarpi
ráðherra til að fá veiddan afla að
landi, en ekki aðeins ákveðinn hluta
hans. Þannig sagðist Jóhann Ársæls-
son gefa sjávarútvegsráðherra prik
fyrir vitleitni sína og taldi ráðherrann
það marka mikil tímamót í um-
ræðunni allri.
Þeir Jóhann og Árni voru sammála
um að ekki kæmi sjálfu brottkastinu
við hvort myndir í Sjónvarpinu hefðu
verið settar á svið eða ekki. Hins veg-
ar sagði ráðherrann að hann hefði
áhyggjur af þeirri fréttastofu sem
bæri ábyrgð á slíku og benti á, undir
lok umræðunnar, að hér á landi og er-
lendis líka væru fordæmi fyrir því að
fréttamenn hefðu verið reknir fyrir
að sviðsetja fréttir.
Frumvarp sjávarútvegsráðherra til laga um umgengni um nytjastofna sjávar
Ætlað að auðvelda
eftirlit með brottkasti
BJÖRN Bjarnason (D) mennta-
málaráðherra segir að kjaradeila
tónlistarkennara heyri ekki undir
sig og því vilji hann ekki ræða
málið utan dagskrár á Alþingi.
Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) gagn-
rýndi við upphaf þingfundar í gær
að ráðherrann hefði hafnað beiðni
sinni um utandagskrárumræðu um
afleiðingar langvinns verkfalls
tónlistarkennara.
Bryndís Hlöðversdóttir (S) furð-
aði sig á því að ráðherra reyndi að
þvo hendur sínar af þessu máli,
enda þótt ábyrgð hans væri skýr.
Menntamálaráðherra kvaðst
vona að deilan leystist sem fyrst
og viðurkenndi að hann hefði
áhyggjur af verkfallinu og afleið-
ingum þess. En hann benti á að ut-
an þingsalarins væru þeir sem
kæmu að deilunni og hún yrði ekki
leyst af öðrum. Aukinheldur benti
hann á að þingmenn hefðu margar
aðferðir til að ræða mál af þessum
toga og meðal þeirra væru sú að-
ferð sem nú hefði verið beitt, að
bera málið upp í byrjun þing-
fundar.
Verkfall
tónlistarkennara
Ráðherra neit-
aði utandag-
skrárumræðu
FRÁDRÁTTUR á mótteknum arði
frá veiðifélögum verður heimilaður
verði frumvarp Drífu Hjart-
ardóttur (D), fyrsta þingmanns
Sunnlendinga, og ellefu þingmanna
annarra til laga samþykkt á Al-
þingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir
að breyting verði gerð á lögum um
tekjuskatt og eignarskatt í þessu
skyni.
Drífa lét þess getið er hún mælti
fyrir frumvarpinu, að í framkvæmd
hefði verið mismunur á skattlagn-
ingu eftir því hvort jarðareigandi
teldist stunda atvinnurekstur á
þeirri jörð sem veiðihlunnindi
fylgdu. Einstaklingar í rekstri
hefðu þannig greitt tekjuskatt af
slíkum tekjum en aðrir jarðareig-
endur, sem talist hefðu utan rekstr-
ar, hefðu greitt 10% fjármagns-
tekjuskatt af sams konar tekjum.
„Með lagafrumvarpi þessu er
leitast við að jafna þennan mismun
enda eiga ekki sömu sjónarmið við
að því er varðar tekjur af þessum
eignum og öðrum eignum sem telj-
ast rekstrareignir,“ sagði Drífa
m.a.
Tekjuskattur og
eignarskattur
Arður veiði-
félaga verði
frádráttarbær
Morgunblaðið/Þorkell
Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, íbygginn undir umræðum um brottkastið.