Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 11 JEPPI og fólksbifreið eru ónýt eftir harðan árekstur á Vesturlandsvegi sunnan við Bifröst í gærmorgun. Þrennt var í bílunum og voru þau flutt á heilsugæsluna í Borgarnesi. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var mikil hálka á veginum. Ökumaður fólksbílsins missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann snerist á veginum, rann yfir á rangan vegarhelming og lenti fram- an á jeppanum. Bílarnir höfnuðu báðir utan vegar, sitt hvorum meg- in. Skullu saman á Vesturlandsvegi HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hef- ur dæmt rúmlegan tvítugan mann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið lögreglumann með krepptum hnefa í andlitið þar sem hann var að skyldustörfum í anddyri lögreglustöðvarinnar á Ísafirði. Lögreglumaðurinn hlaut mar og bólgu fyrir neðan vinstra auga og á vinstra kinnbeini. Maðurinn játaði sök. Á árunum 1997 til 1998 hlaut hann þrjá skil- orðsbundna dóma fyrir brot gegn umferðarlögum og almennum hegningarlögum. Síðast var hann dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, þann 17. maí 1998. Auk refsingarinnar, sem fellur niður eftir þrjú ár haldi maðurinn almenn skilorð, var maðurinn dæmdur til að greiða lögreglu- manninum 30.000 krónur í bætur auk alls sakarkostnaðar. Dæmdur fyr- ir að slá lög- reglumann KÓLNAÐ hefur í Þingeyjarsýslu að undanförnu eftir veðragott haust, en búfénaður var lengur úti en oft áður. T.d. voru kýr víða úti fram yfir 20. október sem er ekki algengt og geldneyti voru úti fram undir síðustu mánaðamót. Margir eru farnir að taka sauðfé sitt á hús auk þess sem nokkrir hafa lokið haustrúningi og eru því með allt fé inni. Vetrarbeit er víðast hvar aflögð í héraðinu og eru kindur jafnan ekki settar út nema til þess að viðra sig á góðum dögum. Því er það að fjár- hús á svæðinu eru jafnan vönduð, einangruð og með loftræstikerfi enda innistaðan oft og tíðum löng. Kristín Margrét Jónsdóttir í Lyngbrekku, Reykjadal, er farin að huga að ánum enda eru þær farnar að leita heim að húsum til þess að fá heytuggu eða ef til vill nokkrar fóðurköggla sem gaukað er að þeim. Búast má við að þær verði fúsar að koma inn enda vanar góðu at- læti hjá húsbændum sínum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Ærnar kunna vel að meta góða heytuggu þegar beitin rýrnar. Sauðfé tekið á hús Laxamýri. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦ TILLÖGU Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa um endurskoðun á deiliskipulagi suðausturhluta Grjótaþorps með sérstöku tilliti til einstæðra fornminja á horni Að- alstrætis og Túngötu var á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld vísað til skipulags- og bygginga- nefndar með fjórtán samhljóða at- kvæðum. Ólafur sat hjá við atkvæða- greiðslu um tillöguna og lét bóka að með því að vísa tillögunni til nefndar væri verið að drepa mál- inu á dreif. Þar með væri verið að bjóða þeirri hættu heim að forn- minjunum verði ekki tryggð sú „umgjörð sem hæfir þessari þjóð- argersemi,“ eins og það er orðið í bókuninni. „Það verður [heldur ]ekki gert með því að koma land- námsbæ Reykjavíkur fyrir í hót- elkjallara í eign einkaaðila,“ segir ennfremur í tillögunni. Stuðningur við tillöguna Í yfirlýsingu frá Hollvinum Ing- ólfsbæjar er eindregnum stuðningi lýst yfir við umrædda tillögu Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. „Við teljum að endurskoða verði hugmyndir um framkvæmdir á reitnum eftir fund landnámsskál- ans sem í ljós kom við fornleifa- gröft fyrr á árinu og ætla má að verið hafi bústaður fyrstu land- námsmanna Íslands. Þessar forn- minjar hafa ekki einungis tákn- rænt og sögulegt gildi fyrir íslenska þjóð og sögu Reykjavíkur, heldur hafa þær mikið menning- argildi á heimsvísu. Við vekjum at- hygli borgarstjórnar á skoðana- könnun sem bendir til að mikill meirihluti þjóðarinnar aðhyllist verndarsjónarmið í þessu máli, en fáir eða engir aðrir en beinir hags- munaaðilar hafa á opinberum vett- vangi mælt því bót að láta hótel sitja í fyrirúmi fyrir söguskálanum og gera hann að hornkerlingu í kjallara þess.“ Skora þeir á borg- arstjóra að samþykkja tillögu Ólafs. Tillaga Ólafs til nefndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.