Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 4. Með íslensku tali. Miðasala opnar kl. 15  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Kvikmyndir.com  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.10. B. i. 16 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.  DV Úr smiðju snillingsins Luc Besson (Leon, Taxi 1&2, Fifth Element) kemur ein svalasta mynd ársins. Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Ljóskur landsins sameinist! FÁIR ef nokkrir núlifandi leikarar hafa unnið slík afrek sem Jack Nich- olson. Ekki aðeins í verðlaunum, veg- tyllum og úrvalsmyndum talið, held- ur var hann farinn að síga á fertugsaldurinn, að því er virtist löngu staðnaður í B-myndum, er hann fékk fyrsta, umtalsverða tæki- færið í Hollywood. Greip það og hef- ur ekki sleppt takinu síðan. Í áratugi einn hæfileikaríkasti, vinsælasti og dáðasti leikari samtímans og minnir heldur betur á sig í Skuldbinding- unni, nýjustu mynd vinar hans, Seans Penns, og gleður augu og eyru reyk- vískra bíógesta um þessar mundir. Það er ekkert venjulegt við Nichol- son. Ævi hans og ferill er með slíkum eindæmum að dygði í óteljandi grein- ar. Sá bíógestur er ekki til í hinum vestræna heimi, sem þekkir ekki „drápsglottið“, vörumerki leikarans, og Jack karlinn Torrace í The Shin- ing, kemur umsvifalaust upp í hug- ann. Glaðbeittur og gjörsamlega vit- stola með axarkjaggið á lofti, hrópandi í gegnum sundurhöggnar dyrnar; „Here comes Johnny!“ Eitt ógleymanlegt atriði af mörgum með snillingnum. Upphafs- og lokaatriðið í Skuldbindingunni er þrungið sömu algjöru firringunni, hlaðið sömu tján- ingartöfrunum, sem hríslast út til áhorfenda. Í B-myndaklóm Cormans Leiðin er orðin löng og ströng. Nicholson fæddist fyrir rúmum 64 árum í smábæ í New Jersey. Fað- irinn hljópst á brott, drengurinn ólst upp í blekkingum; var sagt að amma hans væri móðir hans, en móðirin stóra systir. Nicholson fékk ekki að vita sannleikann fyrr en á áttunda áratugnum, þá heimsfræg kvik- myndastjarna. 17 ára flutti fjölskyld- an búferlum til Kaliforníu, þar sem piltur átti að ganga menntaveginn. Sendilsstarf hjá MGM var mun eft- irsóknarverðara, goðsögnin byrjaði því, líkt og hjá fleirum, í lægsta þrep- inu í kvikmyndaiðnaðinum. Um svip- að leyti hóf hann leiknám hjá áhuga- mannaleikhópi, fór að bregða fyrir í smáhlutverkum í sjónvarpi og ekki leið á löngu uns B-myndakóngurinn Roger Corman, veitti honum athygli og setti í aðalhlutverkið í The Cry Baby Killer (’59). Nicholson var tví- tugur, og alsæll ílengdist hann hjá Corman í á annan áratug og líkaði vistin vel. Hafði nóg fyrir stafni, að- allega sem leikari, síðar bætti hann við sig skriftum og framleiðslustjórn. Samkvæmt ævisögunni Jack’s Life eftir Patrick McGilligan (Harper- Collins ’95) voru þetta áhyggjulaus dýrðarár í félagsskap snjallra og ungra meðleikara og kvikmynda- gerðarmanna, á borð við Bruce Dern, Harry Dean Stanton, Warren Oates, Millie Perkins og Shirley Knight (sem varð fyrsta eiginkona hans, svaramenn Perkins og Stanton). Nóg að eta, drekka og ekki síst reykja, enda komið fram á sjöunda áratug- inn. Riddari götunnar Myndirnar á Corman-tímanum, eru fæstar umtalsverðar, nokkrar hafa náð „cult“-sessi. Minnisstæðast- ur er Nicholson í hlutverki „Tanna“ í Litlu hryllingsbúðinni (’60) og í Hrafninum (’63), byggðri á ljóði Poe, þar sem Nicholson hélt engan veginn sínu á móti Vincent Price og Peter Lorre, samkvæmt minningum úr Hafnarbíósbragganum. Nicholson óx fiskur um hrygg, skrifaði m.a. hand- rit The Trip, vinsællrar „cult“-mynd- ar með Peter Fonda, dró nafnið af vímugjafanum LSD, sem naut mik- illa vinsælda á þeim sjöunda. Myndin varð til þess, eftir að Rip Torn af- þakkaði gott boð, að Fonda bauð Nicholson lítið en bitastætt hlutverk í Easy Rider (’69). Leikstjórinn Denn- is Hopper harðneitaði ráðahagnum, sömuleiðis Nicholson því hann vildi ekki láta skerða gróskumikið hár sitt og skegg fyrir hlutverk smábæjar- lögfræðingsins og pabbastráksins George Hansons. Sagðist vera kvik- myndagerðarmaður en ekki leikari. Nicholson var þá fastráðinn hjá BBS, öflugu framleiðslufyrirtæki, þar sem hann var allt í öllu. Bjargvætturinn Bob Evans En svo fór sem fór og framhaldið skráð á spjöld kvikmyndasögunnar. Nicholson hætti að mestu öllu vafstri bak við tökuvélarnar og heiminum ákotnaðist mikilmenni leiklistarinn- ar. 1970 lék Nicholson í On a Clear Day You Can See Forever, hlutverk sem endaði þó að mestu leyti í skær- um klipparans. Það kom honum hins- vegar í kynni við Bob Evans, afreks- manninn hjá Paramount, sem fékk hann m.a. til að taka að sér hlutverkið í Chinatown og lóðsaði hann inní innstu vé kvikmyndaborgarinnar. Nicholson var ekki enn farinn að taka sig alvarlega, Evans minnist þess í minningum sínum, The Kid Stays in the Picture (Hyperion, ’94), að eftir fundinn, er hann réð Nicholson í On a Clear Day …, hafi þessi nánast óþekkti, grútblanki leikari læðst upp- að sér og spurt glottandi hvort hann væri aflögufær um nokkra græna! Nicholson hlaut Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Easy Rider (tapaði fyrir Gig Young í They Shoot Horses. Don’t They?), aðra fyrir leik í aðal- hlutverki í BBS-myndinni Five Easy Pieces ári síðar. Var orðinn þekktur og virtur og tilboðin hrönnuðust upp. Var leikstjóri, framleiðandi, hand- ritshöfundur og aðalleikari Drive, He said (’71), tók síðan að sér aðalhlut- verkið í Carnal Knowledge (’71) e. Mike Nichols. Lék á móti gömlum vini sínum, Bruce Dern, í The King of Marvin Gardens, fáséðri, athyglis- verðri glæpamynd. ’73 kemur enn einu sinni afburðaleikur í The Last Detail, alltof lítið ræddu meistara- verki eftir Hal Ashby. Enn hlaut Nicholson Óskarstilnefningu, Breska akademían gerði betur, líkt og dóm- nefndin í Cannes, og veitti leikaran- um verðlaunin. Jack Nicholson og Bob Rafelson við tökur á Five Easy Pieces. JACK NICHOLSON I Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Fonda og Nicholson á blómaskeiði vegalífsins í Easy Rider. Afvegaleiddir dátar í The Last Detail: Randy Quaid, Otis Young og Jack Nicholson. Nicholson ásamt framleiðand- anum skrautlega Robert Evans. Nicholson sem særður Jake Gittes í Chinatown ásamt Faye Dunaway sem Evelyn Cross Mulwray. THE LAST DETAIL (1973)  Tveir, veraldarvanir sjóliðar, (Jack Nichol- son, Otis Young) fá það hlutverk að gæta fanga (Randy Quaid) á nokkurra daga lestarferð í grjótið. Þar bíður þessa unga manns, sem haldinn er stelsýki og ekkert þekkir heiminn, þungur dómur fyrir litlar sem engar sakir. Gæslumennirnir aumka sig yfir hann og gefa honum smá innsýn í ljúfa lífið áður en kemur að leiðar- lokum. Klúrt en manneskjulegt handrit Roberts Tow- nes vaknar til lífsins í glæsilegum meðförum Ashbys. Nicholson sýnir á sér nýja hlið, hrjúft yfirborð atvinnu- hermanns úr lægstu gráðum. Young, sem dó langt fyrir aldur fram, á stórleik. Quaid gefur þeim ekkert eftir í sínu fyrsta, stóra hlutverki, tjáning hans á einmana- leika smælingjans, sem aldrei hefur notið vináttu fyrr en á leiðinni í einangrunina, er mögnuð og minnisstæð. Fáséð kvikmyndaperla úr lífi lágstéttanna og lítilmagn- anna vestan hafs. CHINATOWN (1974)  Einkaspæjarinn Jake Gittes (Nicholson) dregst inn í morð og meiðingar, landeignabrask og póli- tíska spillingu í Los Angeles. Þegar hann kafar dýpra tengist hann soralegu máli valdamikils manns (John Huston) og dóttur hans (Faye Dunaway). Ein besta mynd áttunda áratugarins og jafnvel besta rökkur- og einkaspæjaramynd, sem gerð hefur verið. Handrit Ro- berts Towne er listilega skrifað þótt uppbyggingin sé flókin, og leikstjórn Polanskis sýnir óaðfinnanleg tök hans á kvikmyndategundinni (hann fer með örlítil hlut- verk krimma sem sker í nefið á Nicholson). Nicholson er stórkostlegur í spæjarahlutverkinu, Dunaway og Huston hársbreidd á eftir. Nánast óaðfinnanleg, kol- svört klassík sem batnar við hverja skoðun. GAUKSHREIÐRIÐ – ONE FLEW OVER THE CUCKOO’S NEST (1975)  Ein besta mynd allra tíma, segir sögu smá- krimmans McMurphy (Nicholson), sem telur sig losna við fangelsisdóm ef hann er vistaður á geðsjúkrahúsi. Þar mætir hann ofjarli sínum, yfirhjúkrunarkonunni Ratched (Louise Fletcher). Sú kann tökin á að gera menn að löggildum vanvitum þegar hún sér að þeir geta ógnað veldi hennar. Á yfirborðinu sjáum við hvernig hinn frjálsi andi er kæfður innan veggja sjúkrahússins. Forman hefur sjálfsagt haft örlög heimalandsins í huga, sem þá var í járngreipum Sovét. Það má túlka aðstæð- urnar á marga vegu. Hvaða leið sem er farin er myndin óendanlega áhrifamikil. Lengi vel er hún óborganleg gamanmynd, síðan tekur gamanið að grána og lokakafl- inn þegar búið er að brjóta McMurphy niður, laga hann að kerfinu, er nánast óbærilegur. Það leggst allt á eitt, enda var myndin sú fyrsta í fjóra áratugi til að fá fimm, eftirsóttustu Óskarsverðlaunin; fyrir leikstjórn, bestan leik í aðalhlutverkum og besta mynd ársins. Þau fimmtu fyrir handritið. Aukaleikararnir eru einnig hver öðrum betri. Mynd sem allir verða að sjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.