Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þóra Ólafsdóttirfæddist í Laxár-
dal í Svalbarðshreppi
í Norður-Þingeyjar-
sýslu 19. febrúar
1903. Hún andaðist á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 14. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Ólaf-
ur Þórarinsson bóndi
Laxárdal, f. 22. maí
1875, d. 3. júlí 1966,
og Guðrún Guð-
munda Þorláksdótt-
ir, f. 22. des. 1868, d.
26. maí 1957. Þóra
átti fjóra albræður og fimm hálf-
systkini frá fyrra hjónabandi
móður sinnar. Albræður hennar
eru: Kjartan, húsasmiður, f. 7.
feb.1905, d. 5. mars 1991, Þórar-
inn, húsasmiður, f. 1908, Eggert,
bóndi, f. 28. okt.1909, d. 3. feb.
1998, og Ófeigur, húsgagnasmið-
ur, f. 28. okt. 1909, d. 30. maí 1999.
Hálfsystkini Þóru(börn Guðrúnar
Guðmundu og Stefáns sem var
bróðir Ólafs) eru: Þórarinn, f.
1891, d. 24. ág. 1901, Þorlákur,
bóndi, f. 28. ág. 1892,
d. 9. des. 1969, Vil-
borg, hjúkrunar-
kona, f. 23. 1894, d.
21. feb. 1945, Hólm-
fríður, húsmóðir, f.
13. mars 1896, d. 25.
júní 1929, og Stef-
anía, barnahjúkrun-
arkona, f. 22. nóv.
1897, d. 25. des.
1986.
Þóra ólst upp í for-
eldrahúsum. Að
loknu barnaskóla-
námi fór hún í
Kvennaskólann á
Blönduósi 16 ára gömul. Hún
stundaði kaupavinnu meðfram
dvöl í Laxárdal. Á heimsstyrjald-
arárunum flyst Þóra til Reykja-
víkur og vann hin margvíslegustu
störf, lengst af hjá Vinnufatagerð
Íslands og þvottahúsi Landspítal-
ans. Þóra hefur verið á Hrafnistu í
Hafnarfirði frá 1978, lengst af við
góða heilsu.
Útför Þóru fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Þóra lifði alla síðustu öld og upp-
lifði mestu breytingar sem orðið hafa
í sögu þjóðarinnar. Árið 1903 er sam-
þykkt stjórnarskrárbreyting sem
færir Íslandi stjórn sérmála sinna,
fyrsta hestasláttuvélin kemur til
landsins þetta sama ár. Fyrsti bíllinn
kemur til landsins sumarið eftir, þá
er Þóra eins árs. Ritsíminn er tekinn í
notkun 1905. Landsmenn eru að stíga
út úr kyrrstöðusamfélagi miðalda.
Í Laxárdal í Þistilfirði er fjölmennt
heimili, systkinahópurinn stór eða tíu
og átján ár milli þess elsta og þess
yngsta, að auki er í Laxárdal fjöldi
annarra, systkini Ólafs, föður Þóru.
Þórarinn afi Þóru deyr 1906 en Vil-
borg amma hennar lifir til 1922. Árið
1929 eru á heimilinu tvær ungar syst-
ur, Guðrún tíu ára og Ólöf, móðir
undirritaðs, sex ára. Hólmfríður
mamma þeirra deyr þetta ár en faðir
þeirra hafði dáið sex árum áður.
Ólafur faðir Þóru var mikill rækt-
unarmaður, smiður góður og atorku-
samur svo af bar. Guðrún Guðmunda,
mamma Þóru, sá um heimilið innan-
stokks og öll þessi litlu börn. Oft hef
ég heyrt frásagnir af því hve allt var
með sérstöku næmi og myndarskap.
Þessa eiginleika foreldra sinna erfði
Þóra í ríkum mæli, var einstök hann-
yrðakona.
Fyrstu áratugi ævi sinnar er Þóra í
Laxárdal og tekur þátt í rekstri
heimilisins. Á heimsstyrjaldarárun-
um síðari flytur Þóra til Reykjavíkur.
Ekki þarf að efa að Reykjavík þessa
daga hefur verið mikil upplifun og
breytingar miklar.
Þóra starfaði alla tíð sem verka-
kona, lengstum hjá Vinnufatagerð-
inni og þvottahúsi Landspítalans. Oft
var vinnudagurinn langur og vinnan
þung og erfið, tæknivæðing stutt á
veg komin. Aldrei man ég samt eftir
því að Þóra kvartaði undan sínum
högum.
Þóra frænka var systir Hólmfríðar
ömmu minnar og þátttakandi í mörg-
um atburðum í minni fjölskyldu.
Fyrsta langferðalag sem ég fór í var
ferð með Þóru frá Reykjavík norður í
Þistilfjörð þegar ég var fimm ára
gamall. Ekki man ég margt úr þeirri
ferð annað en minningabrot, akstur í
litlum jeppa eftir vondum vegum og
feginleikinn þegar komið var heim að
bæ og fengnar kökur með kaffinu.
Mikið var nú skemmtilegt að koma
til Þóru í heimsókn og alltaf var borið
fram veisluborð á augabragði og
skipti engu hvar eða hvenær barið
var að dyrum.
Þóra var heilsuhraust jafnan og ár-
in urðu mörg eða 98. Þakka vil ég all-
an velvilja og skemmtilegheit í ár-
anna rás.
Ólafur Hjörtur
Sigurjónsson.
Ömmusystir mín, Þóra Ólafsdóttir,
er látin 98 ára. Alltaf frá því ég man
eftir mér var hún hluti af lífi mínu og
fjölskyldu minnar.
Hún var fædd og uppalin norður í
Þistilfirði en flutti uppkomin til
Reykjavíkur þar sem hún starfaði og
bjó alla tíð síðan.
Þóra frænka, eins og við kölluðum
hana alltaf, eignaðist ekki eigin fjöl-
skyldu, en þess í stað tók hún ein-
stöku ástfóstri við fjölskyldu foreldra
minna, okkur systkinin og síðan börn
okkar. Engin amma hefði gert það
betur.
Þóra frænka bar með sér heiðar-
leika og hlýju hvar sem hún fór. Hún
var létt á fæti og alltaf vel til höfð og
mat það mikils að vera vel klædd.
Það var fastur liður í tilveru okkar
að Þóra frænka sameinaðist fjöl-
skyldu okkar um allar stórhátíðir og
oft um helgar. Þegar við vorum lítil
biðum við úti í glugga og fylgdumst
með þegar hún birtist og hlupum þá á
móti henni. Hún sá okkur systkinun-
um oft fyrir sokkum, vettlingum,
treflum, húfum og peysum. Hún
bróderaði í sængurver og koddaver
og færði okkur í fermingargjöf og
hún var vakin og sofin yfir velferð
okkar. Sterkt samband og mikil hlýja
ríkti milli móður minnar og hennar.
„Þú átt aðeins það sem þú gefur,“
segir einhvers staðar og vissulega var
samband hennar við fjölskyldu mína
henni einnig lífsins gjöf. Og við
reyndum að endurgjalda henni það,
heimsóttum hana í íbúð hennar, punt-
uðum jólatréð fyrir jólin og snerumst
fyrir hana. Um sjötugt lét hún af
störfum og flutti á Hrafnistu í Hafn-
arfirði, þar sem hún átti heima síðan.
Þar átti hún góða daga, lengst af
við góða heilsu. Samkvæmt lífsins
gangi þurfti hún þegar aldurinn
færðist yfir hana ýmsa aðstoð þar
sem við gátum endurgoldið henni ást-
ríki hennar við okkur.
Þegar ellin fór að sækja þungt að
var það Jórunn systir mín, sem er
hjúkrunarfræðingur, sem tók hana
mest að sér og hlúði mjög vel að
henni. Fyrir það erum við í fjölskyld-
unni þakklát.
Minningin um allan þann kærleik
sem hún gaf okkur um dagana verður
okkur dýrmæt.
Við Þór, Sigurjón og Gauti biðjum
henni Guðs blessunar.
Guðrún Sigríður
Sigurjónsdóttir.
Þóra – nú er hún farin, alfarin. Ég
velti því fyrir mér hvort nokkurn
tíma sé hægt að fara alfarinn. Minn-
ingin verður alltaf eftir. Þóra móð-
ursystir mín verður mér alltaf nálæg,
hvort sem hún er í meiri eða minni
fjarlægð. Þegar ég var barn að aldri
og hafði misst foreldra mína eins og
það er orðað á okkar jarðneska tak-
markaða tungumáli, þá var hún hjá
mér, þar til ég fór að standa á eigin
fótum í lífinu, hún vakti yfir velferð
minni og var mér góð fyrirmynd í svo
ótal mörgu. Allt sem hún vann var
svo vel gert að ekki varð á betra kos-
ið. Hún var fádæma afkastamikil við
öll verk en aldrei hefði verið hægt að
finna að nokkru verki sem hún vann
og ætíð var hún fallega klædd að
hvaða verki sem hún gekk. Hún var
mjög listræn í sér og hafði glöggt
auga fyrir fegurðinni, hvort sem hún
birtist henni í stjörnubjörtum himni á
fögru vetrarkvöldi eða blómskrúði
sumarsins, fögru ljóði eða einhverju
öðru. Glöggt auga sér svo margt.
Hún kom mér stundum á óvart, mest
þó einu sinni, þá settist hún við org-
elið, opnaði Söngvasafnið og spilaði
lag. Ég vissi aldrei hvar eða hvernig
hún hafði lært að þekkja nótur.
Þóra var svo ótalgóðum kostum
búin, en sannleiksást, hreinskilni og
heiðarleiki kemur mér fyrst í hug
þegar ég minnist hennar. Blessuð
veri hún.
Ég hafði ætlað að setja þessi orð á
jólakort til hennar í fyrra og vita
hvort hún áttaði sig ekki á um hvað
ég væri að tala. En ég lét ekki verða
af því þá. Nú eru bráðum að koma jól
og það er best að ég láti þessi orð
fylgja sem jólakveðju inn í þann
óræða heim sem við köllum eilífð.
Hún vissi ef eitthvað mér amaði að
þó aldrei segði ég neitt um það.
Hún saumaði handa mér satínkjól
því senn voru að koma jól
og rauða saumaði hún silkiskó
en sokkana amma til bjó.
Hún kenndi mér seinna að sauma
mér kjól
og sitthvað er þarflegt var.
Í garðinum hennar í sumri
og sól,
ég sé ennþá blómin þar.
Hún hlúði að mér þá háttuð ég var.
Á himninum stjarna skín.
Svo opnaði hún gluggann og inn
kom golan
yndisleg, köld og hrein.
Ekki var það aðeins ég ein
sem umhyggju hennar hlaut.
Elskuleg systir mín yngri en ég
alls þessa sama naut.
Hún las stundum upp úr ljóðabók
er líða á kvöldið tók.
En svo þegar allt var orðið hljótt
sagði hún ofurlágt – góða nótt.
Guðrún Ólafsdóttir.
Við viljum þakka Þóru frænku fyr-
ir stundirnar sem við áttum með
henni. Margar minningar höfum við
eignast, t.d. að fara í heimsókn upp á
Hrafnistu á sjómannadaginn og öll
jólaboðin í gegnum tíðina. Þóra var
alltaf hress og hlýleg gömul frænka.
Hún gaf okkur mörg pör af sokkum
og vettlingum sem hafað yljað okkur í
gegnum árin. Elsku Þóra frænka,
takk fyrir okkur.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgr. Pét.)
Barnabörnin úr Grundó.
Það var erfitt að koma í vinnuna að
morgni þess 14. nóvember og heyra
að þú værir farin. Tómlegt hádegið
gaf huga mínum rúm fyrir minningar
síðustu mánaða. Ég kynntist þér ekki
mikið, en nóg til þess að þú áttir stað í
mér.
Fallegt brosið þitt var bót alls, allt-
af. Ég man svo vel þegar ég nagla-
lakkaði þig á einni morgunvaktinni
og þú varst svo ánægð. Ég sé enn
andlit þitt fyrir mér þá vakt. Þú
minntir mig allaf svo á hana ömmu.
Fyrir tveim vikum rak ég augun í
söngbók á borðinu hjá þér og ákvað
að syngja fyrir þig. Það gladdi þig svo
að þú ljómaðir um leið og þú baðst
mig að syngja meira. Ég sagðist
verða að þjóta en ég skyldi gera það
seinna. En tíminn vann ekki með
okkur, ég komst aldrei í það. Ég
þakka þó Guði fyrir þann tíma sem ég
fékk með þér.
Perlan mín
svo sæt,
svo fín.
Fljúgðu hátt yfir heimsins byrði,
svo hátt sem himinninn nær.
Mundu mig því ég man þig.
Mundu þennan stutta tíma,
tímann sem var mér svo dýrmætur,
tímann sem ég mun aldrei gleyma,
tímann sem lifir í minningunni,
minningunni um Perluna mína.
(Birkir Egilsson.)
Nú ertu hjá Guði, Þóra mín, og ég
treysti honum fyrir þér. Ég þakka
þér fyrir síðustu fjóra mánuði. Ég
hlakka til að sjá þig aftur.
Ég sakna þín.
Þinn vinur
Birkir (Stefán), Hrafnistu.
ÞÓRA
ÓLAFSDÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
!"
#$
%&&
!"#
$
% &% %
'% ( )
*#+
%,-&
../0
'
123
(
)
* +)
)
,+
-
. "
*
##
-&&
4 1 (%
/
1 ./- 24%
' ' %0
/ 0
156 7331
(
1
$
'
+
"
#%
%%&
*# 8
!
4 )+
9
%')+ 9
)+ $')+
9
%% :
../.../0
6
$ 7331 / ;
%%
* +)
2
3
. "
4
) +
./ 4(
(%
8 '%
../0