Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 33

Morgunblaðið - 24.11.2001, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 33 Í TILEFNI af dögum myrkurs á Austurlandi verða tvær sýningar og kvöldvaka á Skriðuklaustri um helgina. Charles Ross verður með innsetningu sem hann nefnir „Horfnar tónlistir“ og Fjölnir Hlynsson sýnir ljósaskúlptúra. Sýningar þeirra tveggja verða opnar frá kl. 17 í dag og kl. 14–18 á morgun. Kvöldvakan hefst kl. 20 í kvöld með blandaðri dagskrá sem helg- uð verður því sem í myrkrinu býr. Myrkraverk á Skriðuklaustri SÁLMAR jólanna er með leik Sig- urðar Flosasonar saxófónleikara og Gunnars Gunnarssonar organista á 13 þekktum jólasálmum sem tengj- ast jólum, aðventu og áramótum. Lögin eru frá ýmsum tímum, þau elstu frá miðöldum, en hið yngsta var samið árið 1995. Marga af kunnustu jólasálmum heimsbyggðarinnar er að finna á diskinum, þ.m.t. Það aldin út er sprungið, Í Betlehem er barn oss fætt og Heims um ból. Einnig eru á disknum gömul íslensk jólalög, s.s. Hátíð fer að höndum ein og Með gleði- raust og helgum hljóm. Gunnar og Sigurður leika lögin í eigin útsetningum, en í þeim er áhersla annars vegar á spuna, en hins vegar á fjölbreytilega nálgun að viðfangsefnunum. Sigurður og Gunnar hafa áður sent frá sér diskinn Sálma lífsins. Útgefandi er Óma, á vegum Eddu – miðlunar og útgáfu. Upptökur fóru fram í Hallgrímskirkju í sumar. Mynd á kápu er af kirkjuklukkunni frá Hálsi í Fnjóskadal en hún er varðveitt í Þjóð- minjasafni Íslands. Verð: 2.499 kr. Djass PÍKUSÖGUR verða sýndar á Kirkjubæjarklaustri í dag kl. 16 og í Vík í Mýrdal kl. 21. Á þriðjudag verða þær í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Píkusögur eru eftir Eve Ensler og það eru leikkonurnar Halldóra Geir- harðsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir og Sóley Elíasdóttir sem segja sögurnar. Sigrún Edda Björnsdóttir leikstýrir. Píkusögur á flakki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.