Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 4

Morgunblaðið - 03.02.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ INNAN Samfylkingarinnar er verið að skoða möguleika á stofnun þjóð- garðs um þau víðerni, sem ósnortin verða norðan Vatnajökuls verði ráð- ist í virkjun við Kárahnjúka. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að eitt af því sem liggja þyrfti fyrir yrði ráðist í virkjun við Kárahnjúka væri land- nýting norðan Vatnajökuls. „Ef það á að ráðast í virkjun þarna verður að vera tryggt að það sé ekki plokkað frekar úr þessum náttúruperlum,“ sagði Össur. Hann sagði að með þessum tillög- um yrðu fjölmargar af dýrmætustu náttúruperlum landsins verndaðar til langframa, svo sem Eyjabakkar, og til dæmis tryggt að Jökulsá á Fjöllum yrði ekki virkjuð. Víðernin sem við þetta færu undir þjóðgarð væru sam- tals um 4.500 ferkílómetrar eða næst- um þrisvar sinnum stærri en þjóð- garðarnir bæði í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum til samans. Slíkur þjóðgarður yrði þá hluti Vatnajökuls- þjóðgarðs sem búið væri að sam- þykkja að nái yfir sjálfa jökulhettuna og myndi við þetta ná yfir stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu. „Mörkin sem menn eru að ræða eru frá Tungnafellsjökli og Nýjadal í vestri, um Gæsavötn og fylgja vatna- skilum vestan Ódáðahrauns og skera hraunið norður fyrir Herðubreiðar- friðland, þannig að til dæmis Herðu- breið og Askja yrðu innan þjóðgarðs. Norðurmörkin eru ákaflega mikil- væg því þau tryggja friðun vatna- sviðs Kreppu og Jökulsár á Fjöllum að því marki, að ekki yrði hægt að ráðast í að nýta þær með þeim hætti sem hugmyndir hafa verið um. Þjóð- garðurinn héldi svo áfram til austurs og tæki yfir Grágæsadal og Fagra- dal, Snæfell og Vesturöræfi, Eyja- bakka og loks Lónsöræfi,“ sagði Öss- ur. Kostar 2,5 milljarða króna Hann sagði að þau legðu málið þannig upp að þjóðgarðurinn yrði myndaður á tíu árum og myndi að lágmarki kosta 2,5 milljarða króna. Verði af virkjun sé ljóst að margvís- leg mannvirki sem myndu tengjast virkjuninni og ekki vera varanleg væri hægt að gera varanleg. Þannig mætti gera ráð fyrir því að fast að helmingi kostnaðarins við uppbygg- ingu þjóðgarðsins félli til við virkjun vegna vegagerðar og bygginga sem þá yrði hægt að hafa varanleg. Össur bætti því við að þau hugsuðu málið þannig að aðkoma að þjóðgarð- inum yrði úr fjórum landsfjórðung- um. Á hverjum stað þyrftu að vera miðstöðvar líkt og í Skaftafelli og út frá þeim fjallasel fyrir göngumenn og landverði. „Við teljum að auk þess að greiða verulega för manna um þetta svæði, sem er nú meira og minna lokað, verði þetta mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu,“ sagði Össur enn- fremur. Samfylkingin skoðar stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls verði ráðist í virkjun við Kárahnjúka Dýrar náttúru- perlur vernd- aðar LIÐSMENN íslenska karlalands- liðsins í handbolta eru þakklátir fyrir þann mikla stuðning og hlý- hug sem þeir finna frá þjóðinni, en undanfarna daga hafa þeim borist tugir heillaskeyta og árnaðaróska frá fyrirtækjum jafnt sem ein- staklingum á Íslandi. Jóhann Ingi Gunnarsson, for- maður landsliðsnefndar karla í Handknattleiksambandi Íslands, segir kveðjur hafa borist jafnt og þétt undanfarna daga og séu af ýmsum toga. Í sumum þeirra sé jafnvel vitnað í þjóðskáldin en önn- ur séu látlausari. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er meðal þeirra sem sent hefur liðinu bar- áttukveðjur og segir í skeyti hans að þjóðin fagni öll. Þá hefur fjöldi íþróttamanna og forystumenn íþróttahreyfinga sent liðinu bar- áttukveðjur og segjast liðsmenn finna mikinn meðbyr að heiman. Áhugi íslensku þjóðarinnar vekur eftirtekt Svía Svíum þykir mikið til áhuga ís- lensku þjóðarinnar koma og sýndu í morgunþætti Stöðvar 4, sem sjón- varpar beint frá Evrópumótinu, myndir frá Íslandi af mannlausum götum og þéttsetnum veitinga- og kvikmyndahúsum meðan íslenska landsliðið var að spila. Í þættinum var sýnt viðtal við Guðmund Guðmundsson, landsliðs- þjálfara, þar sem hann var beðinn um að útskýra þennan gríðarlega áhuga þjóðarinnar á handbolta. Þótti Svíunum merkilegt að fólk felldi niður vinnu meðan á leikjum stæði og næstum hver einasti Ís- lendingur fylgdist með leikjum landsliðsins. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Þessir handboltaáhugamenn voru meðal þeirra 130 Íslendinga sem voru á leið til Svíþjóðar í gærmorgun til að horfa á síðustu leiki íslenska handknattleiksliðsins á Evrópumótinu og var góð stemning í hópnum. Landsliðinu þykir vænt um stuðning þjóðarinnar Baráttukveðjur til handboltastrákanna skipta tugum NEMENDUM Háskóla Íslands í meistara- og doktorsnámi hefur farið mjög fjölgandi síðustu ár. Nú eru 750 nemendur í framhaldsnámi og þar af 70 í doktorsnámi en fyrir þremur ár- um voru þeir um 280 og 20 þar af í doktorsnámi. Þetta kom fram í ræðu Páls Skúlasonar háskólarektors við brautskráningu stúdenta í gær. Rektor sagði að árið 1998 hefðu 40 nemendur útskrifast með meistara- gráðu en á síðasta ári voru þeir 100. „Ef svo fer fram sem horfir verður áætlun Háskóla Íslands um að 1.000 nemendur verði skráðir í framhalds- nám við skólann 2005 orðin að veru- leika fyrr en varir – og þótti víst sum- um sú áætlun glannaleg þegar hún var sett fram fyrir tæpum tveimur ár- um,“ sagði hann. Páll Skúlason segir einn mikilvæg- asta þátt þess að byggja upp rann- sóknarháskóla, að stórauka og styrkja meistara- og doktorsnám við skólann og gera ungu fólki kleift að helga sig rannsóknarnámi á sem flestum fræðasviðum. Rektor sagði nýgerðan rannsóknasamning við menntamálaráðuneytið mikilvægan áfanga í eflingu rannsókna og rann- sóknanáms við háskólann. Eitt höfuð- atriði samningsins sé að tengja fjár- veitingar til háskólans vegna rannsókna við mat á árangri og gæð- um rannsóknastarfsins og rannsókn- anámsins. Þá minntist hann á að unnið hefði verið að því að tengja betur saman starf Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss sem væri liður í því að efla kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Auka þarf alþjóðasamstarf Þá gerði háskólarektor alþjóða- samskipti háskólans að umtalsefni og sagði margar deildir hafa lagt aukna áherslu á samstarf við háskóla austan hafs og vestan. Sagði hann nauðsynleg að stórauka það, fjölga heimsóknum erlendra gistikennara og styrkja kennara há- skólans til meiri þátttöku í erlendu rannsóknasamstarfi. Þá sagði rektor, að liður í þessu aukna alþjóðlega starfi væri að fjölga námskeiðum á ensku, þau væru nú 85 eða um 6% af heildarfjölda námskeiða í skólanum. Mikil fjölgun nema í meistara- og doktorsnámi JANÚAR í ár var með þeim snjó- léttustu sem menn muna eftir, að sögn Trausta Jónssonar veður- fræðings. Ekki hefur verið minna um snjó í janúarmánuði síðan 1940. „Það var einn dagur sem varð alhvítt í janúar en það var svo lítið, nánast ekki neitt, þannig að ég held að enginn hafi tekið eftir því,“ segir Trausti. „ Þetta er ein- hver allra snjólausasti jan- úarmánuður sem við þekkjum hérna en það mun hafa verið svip- að árið 1940.“ Hann segir líka hafa verið lítið um snjó í janúar fyrra en þó meira en í ár. Ekki er búið að reikna út með- alhita janúarmánaðar en þær töl- ur ættu að liggja fyrir á mánudag, að sögn Trausta. Óvenju snjóléttur janúarmánuður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.